Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI I LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skátar á lóðréttu klifri Astæður fyrir vali kjósenda Olafs í forsetakosningunum Hæfni í erlendum sam- skiptum mikilvægust VIÐBURÐARÍKIR dagar eru að baki á landsmóti skáta á Úlfljóts- vatni með tilheyrandi uppákom- um, leikjum, kvöldvökum og þrautum. Lokadagurinn rann upp í morgun og er dagskráin í dag að mestu helguð alþjóðlegu skátastarfi. Þá fara fram heima- byggðarkynningar, sem til stóð að halda á miðvikudag. í kvöld verður grillað á langeldum á tjaldbúðasvæðunum og varðeld- ur tendraður áður en mótinu verður slitið við hátíðlega at- höfn. Ungi skátinn á myndinni, sem einbeittur fetar lóðrétta braut klifurturnsins að takmarki sínu, mun eflaust eiga góðar minning- ar frá landsmótinu. FLESTIR stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosn- ingunum 29. júní, eða 69%, segja að hæfni hans í samskiptum við útlend- inga hafi verið mjög mikilvæg ástæða fyrir vali þeirra í kosningunum, sam- kvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands. I könnuninni, sem gerð var dag- ana 16.-22. júlí, var leitast við að kortleggja hvað réð vali fólks á fram- bjóðanda. Þátttakendur voru m.a. spurðir sérstaklega um mikilvægi tiitekinna atriða fyrir valinu. Hjá Ólafi Ragnari skipti hæfni í sam- skiptum við útlendinga mestu (69%) og framkoma hans (63%). Hjá Pétri skipti heiðarleiki mjög miklu máli fyrir langflesta stuðningsmenn hans (94%) og næst oftast var nefnd framkoma hans (68%). Meðal stuðn- ingsmanna Guðrúnar var heiðarleiki nefndur af flestum (88%) og síðan framkoma hennar (77%). Stuðnings- menn Ástþórs nefndu flestir heiðar- leika hans (58%) og svo hæfni í sam- skiptum við útlendinga (50%). 76% töldu Ólaf Ragnar hafa notið mests álitsauka af maka Framlag maka virðist hafa skipt miklu meira máli fyrir framboð 01- afs Ragnars en annarra frambjóð- enda. Rúm 76% kjósenda sem svör- uðu í könnuninni telja að Ólafur Ragnar hafi haft mestan álitsauka af maka sínum í kosningabarátt- unni. 7% nefndu Pétur, 6,2% Guð- rúnu og 0,7% Ástþór. 37,1% kjósenda í könnuninni töldu Ólaf Ragnar best til þess fallinn að verða sameiningartákn þjóðarinnar, 27,9% nefndu Guðrúnu Agnarsdótt- ur, 26,4% Pétur Kr. Hafstein og 0;6% Ástþór Magnússon. 49,2% töldu Olaf Ragnar hafa „forsetalegasta“ fram- komu. 23,8% nefndu Pétur Kr. Haf- stein, 17,6% Guðrúnu Agnarsdóttur og 0,5% Ástþór Magnússon. ■ 2-3% kjósenda söðluðu um/4 Morgunblaðið/Þorkell Fargjöld gætu hækkað HERT öryggiseftirlit í Banda- ríkjunum myndi snerta rekstur Flugleiða eins og allra annarra flugfélaga þar í landi, að sögn Sigurðarr Stefánssonar, stöðv- arstjóra Flugleiða á Kennedy- flugvelli. Sigurður segir að von sé á að loftferðaeftirlit Bandaríkj-" anna herði öryggisgæslu í flugi í kjölfar þess að breiðþota bandaríska flugfélagsins TWA fórst í síðustu viku. Sigurður segir að aukið eft- irlit yrði kostnaðarsamt og gæti það haft í för með sér hærri flugfargjöld. Hann sagðist eiga von á að eftirlitið verði hert til muna og hann hafi þegar talað við öryggisþjónustufýrirtæki um að útvega öryggisverði. Evrópumót í brids Norðmenn lagðir ÍSLAND vann Noreg á Evrópu- móti bridsspilara 25 ára og yngri í gærkvöldi en Norðmenn hafa samt sem áður örugga forustu á mótinu. íslenska liðið var í 5. sæti af 26 þjóðum þegar 19 umferðum var lokið. íslenska liðið lagði það norska 16-14 í 19. umferðinni í gær- kvöldi en tapaði fyrr um daginn fyrir Dönum, 12-18. Á fimmtu- dagskvöldið vann íslenska liðið Svía, 23-7, og Svisslendinga, 22-8. Norðmenn höfðu 383 stig eftir 19. umferðir, Danir og ísraels- menn 363 stig, Rússar 358 stig og íslendingar 323 stig. Mótinu lýkur á sunnudag og fá þijú efstu liðin rétt til að keppa á heims- meistaramóti yngri spilara á næsta ári. Fjögur útvegsfyrirtæki undirbúa sameiningu FORYSTUMENN fjögurra sjávar- útvegsfyrirtækja, Haraldar Böðv- arssonar hf. og Krossvíkur hf. á Akranesi, Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og Miðness hf. í Sand- gerði, hafa átt í óformlegum við- ræðum um sameiningu. I upphafi kvótaársins réðu þessi fjögur fyrir- tæki yfir 24.500 þorskígildum botnfisks og veltu þau samtals rúmum sex milljörðum í fyrra. Hjá þeim starfa á sjöunda hundrað starfsmanna. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er vonast til að sameiningin verði fljótlega stað- fest. Starfsemi á þremur stöðum Þessi samsteypa gerir út 9 frysti-, ísfisk- og rækjutogara og þrjú nótaveiðiskip auk vertíðar- báts, ekki mun vera ætlunin að fækka skipum við sameininguna. Einnig mun áformað að núverandi einingar á Akranesi, í Sandgerði og á Siglufirði verði áfram starf- Starfsemi á Akra- nesi, Siglufirði og í Sandgerði ræktar með sérhæfingu á hveijum stað, rækjuvinnslu fyrir norðan, fullvinnslu, frystingu og mjöl- vinnslu á Akr'anesi og karfavinnslu í Sandgerði. Sameiningin skapar svigrúm til betri nýtingar á afla- heimildum. Eru bundnar vonir við að aukin hagræðing og umsvif skili veltuaukningu á fyrsta starfs- ári, þannig að veltan verði um 6,5 milljarðar króna. Haraldur Böðvarsson stærstur Haraldur Böðvarsson hf. á Akra- nesi (HB) er stærst fyrirtækjanna fjögurra og mun eignast afgerandi meirihluta í nýja fyrirtækinu sem væntanlega ber sama nafn. Velta HB í fyrra var nær 2,8 milljarðar. Segja má að HB og Krossvík hf. séu þegar runnin í eina sæng. Skip HB hafa veitt kvóta Krossvíkur hf. og íslenskt-franskt hf., sem er að stórum hluta t eigu HB, er nú til húsa í frystihúsi Krossvíkur hf. Náin samvinna hefur lengi verið á milli HB og Miðness hf., eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Suðurnesjum. Velta Miðness hf. í fyrra var rúmlega milljarður. Inn í þennan hóp kemur svo Þormóður rammi hf. á Siglufirði sem í fyrra velti 2 milljörðum. Fyrirtækin Haraldur Böðvarsson hf. og Þormóður rammi hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Miðað við aflaheimildir í upphafi þessa kvótaárs hefði þetta þá verið stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þá réðu fyrirtækin fjögur yfir 24.500 þorskígildum (þíg) botn- fiskafla. Til samanburðar má nefna að Grandi hf. var með 16.400 þíg, ÚA 14.500 þíg og Samheiji hf. með 14.000 þig. Sverrir Halldor Hörður Sævar Sigurðsson Bjarnason Þeir fórust með Æsu MENNIRNIR sem fórust með ur eftir sig átta önnur börn auk Æsu IS 87 frá Flateyri hétu Hörð- ur Sævar Bjarnason skipstjóri, 48 ára, Hnífsdalsvegi 8, Isafirði, og Sverrir Halldór Sigurðsson, stýri- maður, 59 ára. Sverrir Halldór hefur verið búsettur á Ólafsvík undanfarin ár en var að flytja til Flateyrar. Sverrir var tengdafaðir Harðar. Hörður Sævar Bjarnason var fæddur á ísafirði 21. febrúar 1948. Eftirlifandi kona hans er Kolbrún Sverrisdóttir. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Auk þess lætur Hörð- fjögurra fósturbarna úr fyrra hjónabandi. Börn hans eru á aldr- inum fimm mánaða til 31 árs. Hann var nýtekinn við skipstjórn á Æsu en hefur undanfarin ár rekið fiskverkun á Suðureyri. Sverrir Halldór Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 6. september 1936. Hann lætur eftir sig átta börn sem hann átti með eiginkonu sinni Sigrúnu Sigurgeirsdóttur. Þau skildu. Sverrir stundaði sjó- mennsku mest alla starfsævi sína, oft sem stýrimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.