Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 Q8P ATLANTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Prinsessan í sæti drottn ingarinnar Brooke Bennett, sem er 16 ára, hélt merki Bandaríkj- anna á lofti í 800 metra skriðsundi og fylgdi i fótspor Janet Evans, sem á heimsmetið og sigraði í greininni á Ólympíu- leikunum 1988 og 1992. Prins- essan tók við gullinu en drottn- ingin, sem á heimsmetið, lenti í sjötta sæti í síðustu keppni sinni. „Janet verður alltaf drottning langsundanna,“ sagði Bennett. „Það er gott að finna að maður sé virtur og enn dásamlegra að heyra svona frá manneskju rétt eftir að hún varð ólympíumeist- ari,“ sagði Evans. Hún var þre- faldur meistari í Seoul - fékk gull í 400 og 800 m skriði og 400 m fjórsundi - varði titilinn í 800 m skriði í Barcelona og á heimsmetin í 400 og 800 m skriði en hefur nú hengt sund- fötin á snúruna fyrir fullt og allt að eigin sögn. „Tíu ár er langur tími fyrir mann í lang- sundi og ég hætti með bros á vör,“ sagði drottningin. Bennett var full sjálfstrausts og leiddi sundið allan tímann en Dagmar Hase frá Þýskalandi fylgdi henni sem skugginn. Sig- urstúlkan fór hratt af stað en um mitt sund jók hún enn hrað- ann og bilið breikkaði en síðan hægði hún á sér þegar 500 metrar voru að baki. Hún synti á 8.27,89 mínútum, Hase var á 8.29,91 og Kirsten Vlieghuis frá Hollandi náði þriðja sætinu eftir mikla baráttu við Kerstin Kielg- ass frá Þýskalandi, synti á 8.30,84, en Kielgass var á 8.30,84. Heimsmet Evans frá 1989 er 8.38,91. „Met eru sett til að þau falli en með hverju árinu sem líður eignast ég æ meira í þeim,“ sagði Evans. Hase var einnig ánægð. „Þetta eru siðustu Ólympíuleikar mín- ir. Ég hef keppt á tvennum Ólympíu- leikum, unnið til sjö verðlauna og þar á meðal gullverð- launa. En ég er 26 ára sem er tiltölu- lega hár aldur í sundi og það á að hætta á toppnum." 800 M SKRIÐSUND „Janet verður alltaf drottning langsund- anna,“ sagði Bennett Reuter JANET Evans, sem er 24 ára, á glæstan feril aö baki. Hún hætti keppni meö bros á vör. Ungverjinn komá óvart Attila Czene frá Ungverjalandi kom á óvart þegar hann sigr- aði í 200 metra fjórsundi en finnski heimsmeistarinn Jani Sievinen þótti sigu rstranglegastur. Czene rétt náði inn í úrslitin, var í sjöunda sæti í riðlakeppninni og synti því á fyrstu braut. Kanada- maðurinn Curtis Myden var fyrstur til að byija með en Czene, sem fékk brons í Barcelona 1992, náði fljót- lega forystunni í baksundinu, hélt henni í bringunni og tapaði ekki miklu í skriðinu þó tæpara mætti ekki standa. Hann kom í mark á ólympíumeti, 1.59,91 mín., en ólympíumet Ungveijans Tamas Darnyi frá 1992 var 2.00,17. Siev- inen var á 2.00,13 og Myden, sem fékk brons í 400 metra fjórsundi, bætti öðru í safnið en hann synti á 2.01,13. Sievinen, sem komst ekki í úr- slit í 400 metra fjórsundi, sagðist hafa verið með krampa í fótum og verki í öxlum. „Ólympíuleikarnir hafa verið takmark mitt í fjögur ár og ég vona að tími minn komi að fjórum árum liðnum,“ sagði hann. Reuter UNGVERJINN Attila Czene fagnaðf vel sigrin- um og ólympíumetlnu i 200 metra fjórsundi Van Almsick fer í frí ÞÝSKA sundkonan Franziska van Almsick ætlar að hvíla sig á sundinu í sex mánuði. „Ég fer ekki í laugina fyrr en í desember en ætla að snúa mér að öðrum íþróttum þangað til. Sundmaður verður að leggja mikið á sig og æfa daglega en getur ekki verið í neinu öðru vegna hættu á að meiðast. Ég hef ekki haft tíma til að vera í öðru og hef ekki tekið ákvörðun um framtíðina. Draumurinn um gullverðlaun varð ekki að veruleika. Ég veit að ég get synt nógu hratt en það hefur ekkert að segja. Eg verð aðeins 22 ára eftir fjögur ár og get farið til Sydney með mikla möguleika í farteskinu." Reuter BROOKE Bennett, sem er 16 ára, hélt merki Bandaríkjanna á lofti í 800 metra skriðsundi og sigraði en hér sýnir hún verðlaunapeninginn. Fi rœgur, frá- b. ærog j afn- vel goðsögn Rússinn Alexander Popov varði ólympíu- titilinn í 100 metra skriðsundi fyrr í vikunni og sama var uppi á teningnum í 50 metra skriðsundi í fyrrinótt en engum hefur tekist að veija þessa titla nema „rúss- nesku rakettunni" sem er heimsmeistari í báðum greinum. Rússinn, sem hefur verið í sérflokki í sprettsundum undanfarin ár, var óvenju rólegur í viðbragðinu en fljótlega var ljóst hvert stefndi þrátt fyrir mikla baráttu Bandaríkja- mannsins Gary Halls yngri. Popov kom í mark á 22,13 sekúndum en heimsmet Bandaríkjamannsins Tom Jagers er 21,81 og ólympíu- met Pópovs 21,91. Hall var á 22,26 og Brasilíumaðurinn Fernando Scherer þriðji á 22,29, en hann var 0,04 úr sekúndu á undan Kínverjanum Jiang Chengji. Hall var tvisvar í öðru sæti á eftir Popov á HM 1994 og varð að horfa á eftir honum enn einu sinni. „Munurinn á okkur er sá að Popov er gífurlega reynslumikill. Alex er á toppnum núna en þar sem hann er verð ég 2000,“ sagði Hall sem er tuttugu og eins árs en Popov er 24 ára. Popov er þekktur fyrir svör sín og þykir jafn fjarlægur spyijendum og keppinautun- um í lauginni. „Allt betra en hjá Gary er gott,“ sagði hann aðspurður um tímann í samanburði við metin. „Ég náði hraðanum og tækninni eftir 25 metra.“ Hann hefur ekki tapað í 50 metra laug síðan 1991 en enginn hefur náð útfærslu hans. „í biblíunni segir að ef þú vilt vita þá segi ég þér ekki og ef ég segði þér tryðir þú mér ekki,“ var svar hans við spurningu um leyndardóminn á bak við árangurinn. Rússinn æfir í fimm og hálfan tíma á dag, syndir 90 km á viku á veturna og hefur þróað sérstakan stíl, sem öðrum hefur reynst ógjörningur að líkja eft- ir. „Ég hef stjórn á út- færslunni allan tímann og sennilega er um guðsgjöf að ræða svo þið ættuð að spyrja hann.“ Popov, sem hefur æft í Ástralíu síðan eftir Ólympíuleikana 1992, hefur sigrað í fjórum einstaklingsgreinum á Ólympíuleikum, tvisvar staðið á efsta þrepi í heimsmeistarakeppni og fimm sinn- um í Evrópukeppni en hann er ekki hætt- ur. „Það er erfitt að sigra einu sinni,“ sagði hann. „Það er enn erfiðara að sigra öðru sinni og nær ómögulegt að sigra í þriðja sinn. Ef menn sigra á Olympíuleikum verða þeir frægir. Sigri þeir aftur á Ólympíuleik- um eru þeir frábærir. Um goðsögn er að ræða þegar sigur á þriðju leikunum er í höfn. Éf ég hef krafta til reyni ég í þriðja sinn.“ 50 M SKRIÐSUND Rússinn Alexander Popov einstakur á sínu sviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.