Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ QQP ATLAWTA '96 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 C 5 Egerszegi sigurvegari í sömu grein á þrennum ÓL og íyrst sundmanna til að sigra ífimm einstaklingsgreinum Hættir á hæsta tindi A Ungverska stúlkan Krisztina Egerszegi náði ótrúlegri þrennu þegar hún sigraði í 200 metra baksundi í fyrrinótt. Hún var þrefaldur meistari á Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992 - sigr- aði í 100 og 200 metra baksundi og 400 metra fjórsundi - og hefur sigrað í 200 metra baksundinu á þrennum Ólympíuleikum í röð. Hún var 14 ára þegar hún steig á hæsta stall í Seoul fyrir átta árum og er nú komin á spjöld sögunnar með Dawn Fras- er frá Ástralíu, sem sigraði í 100 metra skriðsundi 1956, 1960 og 1964, auk þess sem hún er fyrsti sundmað- urinn sem fær fimm gullverðlaun í einstaklingsgreinum á Ólympíu- leikum. Egerszegi tók forystuna strax í byijun og hélt henni örugglega til loka. Millitíminn var betri en þegar hún setti heimsmetið á Evrópumót- inu í Aþenu 1991 en hún kom í mark á 2.07,83 mínútum, aðeins 0,77 sek. frá ólympíumeti sínu frá 1992. Bandaríska stúlkan Whitney Hedgepeth fékk silfur eins og í 100 metra baksundinu, synti á 2.11,98, og þýska stúlkan Cathleen Rund var í þriðja sæti eins og á Evrópu- Atlanta Rcuter í sérflokki RÚSSINN Alexander Popov hefur verlð í sérflokki í sprettsundum undanfarin ár og undirstrlkaði það ræki- lega á Ólympíuleikunum í Atlanta í vikunni. mótinu í Vín í fyrra, fékk tímann 2.12,06. Beth Botsford frá Banda- ríkjunum, sem sigraði í 100 metra baksundi, komst ekki í úrslit. „Músin“ 200 M BAKSUIMD fékk enga keppni og hún leyndi ekki gleði sinni. „Fimm gull - öll ánægjuleg en þetta er það besta,“ sagði hún og sagði að þau yrðu ekki fleiri. „Mig langar til að synda áfram í að minnsta kosti ár til viðbótar. Ég Komin á spjöld sög unnar með Dawn FraserfráÁstralíu þarf að ná mér niður og það væri ekki sanngjamt gagnvart áhang- endum og líkama mínum að hætta allt í einu.“ Hún sagðist ætla að taka því rólega á næsta ári en bætti við að hún yrði hvorki með á HM í Perth 1998 né á Ólympíuleikunum 2000. Hún kvaddi lítillát á hæsta tindi en Hedgepeth lýsti henni vel. „Hún er best i baksundinu, sundtök hennar eru frábær og unaðslegt er að fylgjast með henni.“ Reuter KRISZTINA Egerszegi hefur sigrað í fimm einstaklingsgreln- um á Ólympíuleikum og minnti á það í síðasta sundinu. BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 BLAÐ B Ólympíuf//f>oð í tilefni af stærsta íþróttarviðburði heimsins býðst auglýsendum sérstakt tilboðsverð í íþróttablað Morgunblaðsins, þar sem íþróttaunnendur fá ítarlegar upplýsingar um gang mála og flest það sem viðkemur Ólympíuleikunum. Morgunblaðið hefur ávallt lagt áherslu á umfjöllun og ítarlegar upplýsingar af helstu íþróttaviðburðum enda kemur út fimm daga vikunnar sérblað þar sem greint er frá viðburðum ásamt greinum og viðtölum við íþróttafólk. Meðan á Ólympíuleikunum stendur mun íþróttablaðið vera með veglegasta móti, en þess má geta að um 40% landsmanna lesa íþróttaefni Morgunblaðsins daglega. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins eru staddir í Atlanta þar sem þeir fylgjast sérstaklega með íslensku keppendunum. Tilboðsverð: Krónur hver dsm. Atlantal996 Sv/hv 2-3 litir 4 litir 693 946 1.105 3 birtingar eða fleiri: Sv/hv 2-3 litir 4 litir 693 927 1.061 Ef endurbirt úr aðalblaði: 15% aukaafsláttur af tilboðsverði. (hámarks afsláttur er 30%) Allar nánari upplýsingar um Ólympíutilboð til auglýsenda veitir Arnar Haukur Ottesen, sölufulltrúi á auglýsingadeild, í síma 569-1197 eða með símbréfi 569-1110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.