Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 7
6 C LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ W ATLAIMTA ’96 Islenska frjálsíþróttafólkinu líður vel í Athens þar sem það tekur lokasprettinn fyrir Ólympíuleikana Athens síðari hluta fimmtu- dagsins var eins og Reykjavík á óvenju leiðinlegum degi. Verri reyndar því auk ótrúlega mikillar rigningar - mun meiri en íslending- ar eiga að venjast - tóku þrumur og eldingar á móti Morgunblaðs- mönnum er þeir renndu í hlað mótelsins þar sem íslenska fijáls- íþróttaliðið býr. Pétur Guðmunds- son og Sigurður Einarsson voru farnir heim til Alabama, þar sem þeir verða ekki með á leikunum, Stefán Jóhannsson þjálfari þeirra heim til íslands, en Jón Arnar, Vésteinn og Guðrún eru að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leik- ana ásamt Gísla Sigurðssyni aðal- þjálfara ólympíuhópsins og John Powell, fyrrum heimsmethafa í kringlukasti og þjálfara Vésteins. Það var ekki erfitt að finna ís- lendingana. íslenski fáninn hékk í einum glugganum og því lá beinast við að skunda þangað. Innan dyra lá Jón Arnar og horfði á sjónvarpið; sagðist reyndar vera orðinn sérfræðingur í þeim upplýsingum sem þar væri að finna því lítið annað hefði verið boðið upp á und- anfarið en upplýsingar um ýmislegt sem snertir helstu styrktaraðila Ólympíuleik- anna. Gísli hafði brugðið sér af bæ, Guðrún var væntanleg en Vésteinn á æfingu - þrátt fyrir dembuna. Guðrún heima Guðrún hefur verið við nám í háskólanum í Athens síðustu fjóra vetur og býr því auðvitað heima hjá sér, en Vésteinn og Jón Arnar eru saman í herbergi á mótelinu og þeir Gísli og Powell með sitt hvort herbergið. Þetta er sem sajgt útibú Fijálsíþróttasambands Is- lands í Athens, Georgíu. •Þið eruð aldeilis þjóðlegir, sögðu aðkomumenn er þeir heilsuðu upp á Jón Arnar. Rétt, sagði tugþraut- arkappinn en viðurkenndi síðan að það hefði verið John Powell sem hefði einn daginn mætt með ís- lenska fánann, fleygt honum í þá félagana og skipað þeim að hengja hann upp hjá sér. Fánann hefði hann keypt í fánabúð í nágrenninu. Greinilegt að búðarmenn í háskóla- bænum eru alþjóðlega þenkjandi. Guðrún og Gísli koma fljótlega og „rauða ljónynjan“ eins og hún var einhvern tíma nefnd í íslensk- um fjölmiðlum, segist kunna vel við að búa sig undir Ólympíuleik- ana á heimavelli. „Já, það er gott að vera heima hjá sér. Hér er ekk- ert stress og mér líður mjög vel,“ segir hún aðspurð. „Þið Vésteinn eruð ekki nema tveir tíundu af mér,“ skýtur Jón Arnar þá allt í einu inní. „Þú ert í grindahlaupinu og hann í kringlukastinu," segir hann, en þessar greinar eru ein- mitt tvær þeirra tíu sem hann æfir Jón Arnar hugar gaumgæfilega ad keppnisskegginu og keppir í. Og þó; þú ert nú eiginlega jafngildi tveggja greina fyrst þú bæði hleypur og stekkur yfir grindur. Já, þú ert tveir tíundu af mér en Vésteinn ekki nema einn tíundi,“ segir Jón og glott- ir út í annað. Það er greini- lega stutt í húmorinn á þessum bæ, léttleikinn ræður ríkjum enda þýðir lítið annað þegar fólk dvel- ur svona lengi saman en samkenndin sé góð. Guðrún ríður á vaðið í fijálsíþróttakeppninni. Undanrásir 400 m grinda- hlaupsins er á dagskrá í FRJALSIÞROTTIR Það var ekki erfitt aðfinna íslending- ana - íslenski fáninn hékk í einum glugganum fyrramálið. Hún bætti sig gífurlega í vor, er hún hljóp á 54,93 sekúndum og varð í þriðja sæti á bandaríska háskólameistaramótinu. Hiaupið var óvenju sterkt því tími hennar hefði getað dugað til sigurs síðustu ár. „Mér hefur gengið mjög vel á æfingum. Allt er ják- vætt og ég hef jafnvel trú á að ég geti bætt mig enn frekar,“ segir Guðrún þeg- ar talið berst að mögulgik- unum á því hvað hún komi til með að afreka og því hve hún bætti sig mikið á mótinu í vor, sem áður er nefnt. „Við erum mjög góðir félagar núna, þjálf- arinn minn og ég. Sam- bandið hefur verið upp og ofan - en það er samt ekk- ert sem hindrar æfingam- ar,“ segir hún en þessi bandaríski þjálfari hennar við háskólann í Athens hefur náð mjög góðum ár- angri. „Ég er bara ein af 20 hjá honum og ein ástæða þess að samskiptin voru svona í vetur er ef til vill sú að við unnum svæð- ismót háskólanna í fyrra og það er alltaf erfitt að þurfa að mæta aftur sem meistari. Mórallinn var hræðilegur hjá okkur í vet- ur, en á milli okkar tveggja voru svo sem engir stórá- rekstrar. Þetta voru fýlu- * köst!“ segir Guðrún brosir sínu breiðasta. Tækni - þrjóska Blaðamaður spyr hvort þjálfararnir séu alltaf svona erfiðir viðfangs, en er varla búinn að klára spurninguna þegar Gísli (þjálfari) bendir á lykilatr- iði í því hvers vegna Guð- rún hafi bætt sig jafn mik- ið og raun ber vitni. Hún hafi nefnilega breytt tækn- inni talsvert; skrefaljöldinn sé annar í hlaupinu og hún fari fyrstu 200 metrana mun fyrr nú en áður. „Ég tek 15 skrif á fyrstu fimm grindunum og svo 16 á restina. Ég er í raun bara byijandi í 400 metra grindahlaupi og það gekk illa framan af að finna taktinn. Ég var alltaf í 100 metrunum en þegar ég kom hingað út, fyrir ijórum árum, tók ég strax ákvörð- un um að stefna á Ólympíuleikana í Atlanta - í 400 metra grindahlaupi. Hafði það reyndar bara fyrir mig fyrst um sinn og byijaði ekki strax að æfa lengri greinina." Guðrúnu finnst nauð- synlegt að hafa áðurnefnd- an þjálfara sinn með á mótum, því þau nái mjög vel saman. Hann verður í Atlanta þegar hún hleypur þar. „Ég lít ekki á árangur minn eingöngu sem minn, heldur okkar sem liðs, þjálfarans og mín. Á fyrstu mánuðunum eftir að ég kom hingað út hófst mjög góð samvinna okkar í tæknivinnu fyrir 100 metra grindahlaupið og hún hefur 400 M GRINDAHLAUP Guðrún hefurverið við nám í háskólan- um í Athens haldist síðan þó aðeins hafi sletst upp á vinskapinn stundum. Hann hafði alltaf áhuga á því að ég snéri mér að lengra grindahlaup- inu og var því mjög ánægð- ur þegar ég tilkynnti hon- um að nú væri ég ákveðin í að gera það. En þegar ég byijaði í 400 metra grindahlaupinu - haustið 1994 - áttaði ég mig ekki strax almennilega á því og Guðrún Arnardóttir keppir í 400 m grinda- hlaupi á morgun og Vésteinn Hafsteinsson í kringlukasti á mánu- dag. Skapti Hallgríms- son blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari heimsóttu þau til Athens, skammt austan Atlanta, þar sem þau búa sig undir keppnina ásamt Jóni Arnari Magnússyni, en hann hefur keppni í tug- þraut á miðvikudag. tæknin er mikið öðruvísi en sú sem ég var vön. Þetta er allt annað en 100 metra grindahlaupið.“ Guðrún viðurkennir að sér finnist lengra grindahlaupið sem hún legg- ur áherslu á nú langt frá því eins skemmtilegt og 100 metra grinda- hlaupið sem var hennar aðalgrein áður, „en ég get bara ekkert (!) í styttra hlaupinu. Það er miklu meira spennandi." Jón Arnar er ekki seinn á sér að skjóta aðeins á Guðrúnu: „Er það ekki bara vegna þess að það er miklu fyrr búið?“ En málið er víst ekki alveg svo ein- falt. „Þetta er bara eins og með 100 metra hlaup og 400 metra hlaup. Það er miklu skemmtilegra að hlaupa styttri vegalengdina; þar kýla menn á það, spretta úr spori og svo er það búið. Það er erfitt að útskýra það en spennan er einhvern veg- in meiri í styttra hlaupinu." Haustið 1994 kom í há- skólann í Athens stúlka frá Bahamas, sem Guðrún segir að hafi hjálpað sér mikið. Og þær hvor annarri, reynd- ar, aðallega vegna þess hve þijóskar þær væru báðar og ákveðnar að gefa ekki eftir gagn- vart hinni! Bahama-stúlkan er 400 metra hlaupari og þær Guðrún hafa æft mikið saman. „Hún er ótrúlegur vinnuþjarkur og æfingaálag mitt jókst mjög við það að hún kom. Hún var mætt á undan mér til að æfa en á fyrstu æfíngunni sem ég tók þátt í hljóp ég nokkrum sinnum framúr henni í sprettum og hún var alveg miður sín. Hélt hún væri svona léleg. Hvað þessi hvíta stelpa Fánaberinn í felum Morgunblaðið/Kristinn JÓIM Arnar Magnússon, íþróttamaður ársins 1995 á íslandl, er í góðri æfingu og spennandi verður að sjá hvernig honum gengur i tugþrautinni, sem hefst á miðvikudag. Efnnig verður spennandi að sjá keppnisskegg hans, þegar það verður fullkomið. Jón vill ekki sýna þjóðinni það fyrr en á miðvikudgsmorgun er hann byrjar að keppa, og skýldi sér því á bak við fána lýðveldisins er Kristinn mundaði myndavélina á f immtudaginn. héldi eiginlega að hún væri. En við fórum að æfa mikið saman og það hefur skilað sér.“ Forsíðurnar Jón Arnar Magnússon verður 27 ára 28. júlí, daginn sem hann flytur inn í Ólympíuþorpið, en hann hefur keppni þremur dögum síðar. Tugþrautar- keppnin verður væntanlega geysilega sterk nú; heimsmethafinn Dan O’Brien er í mjög góðri æfingu - vann sér þátt- tökurétt á mótinu með 8726 stigum en heimsmet hans frá því Talence 1992 eru 8891 stig og jafnvel er búist við að hann fari fyrstur manna yfir 9000 stig á leikunum nú. Flestir aðrir bestu tugþrautarkappar heims verða á vett- vangi: Erki Nool frá Eistlandi (sem skráður er inn í mótið með 8575 stig), Kanadabúinn Mike Smith (8626), Bandaríkjamennirnir Steve Fritz (8636 - sem tryggði honum annað sætið á bandaríska úrtökumótinu) og Chris Huffins (8546) og Tékkinn Thomas Dvorak (8492). Þá hefur Þjóðveijanum Frank Busemann nýlega skotið upp á stjörnuhimininn, en hann er aðeins 21 árs að aldri en á 8522 stig. Ógetið er TUGÞRAUT Eduards Hamalainen frá Hvíta-Rúss- landi, sem reyndar er talinn meiddur og óvíst hvort verði með . Alls er 41 tugþrautarkappi skráður til leiks að þessu sinni og er Jón Arnar í 14. sæti á þeim lista með Islandsmet sitt frá því í sept- ember í fyrra, 8248 stig. Dan O’Brien hefur verið mikið í fréttum vestanhafs undanf- arið, enda mikið talað um hann sem besta íþróttamann heims- ins. Tugþrautin sé það erfið að hann sem sá besti á þeim vettvangi sé besti al- hliða íþróttamaður dagsins í dag. Hann hefur prýtt forsíða ýmissa blaða, sem gefin hafa verið út upp á síðkastið, og svo einkennilega vill til að nokkur þeirra var að finna í herbergi Jóns Arnars og Vésteins (!). Er einhver sérstök skýring á því? Gísli þjálfari verður fyrir svörum, sakleysið uppmálað, og greinir frá því að hann og John Powell beri öll svona blöð sem þeir verði varir við upp til Jóns. Það er greinilega verið að espa Jón upp gegn O’Brien. „Ég er farinn að hugsa illa til hans,“ segir Jón en bætir við að hann hafi hitt Bandaríkja- manninn nýlega, þegar kepptu á sama móti í Marrietta. Þeir hafa spjallað lengi saman og O’Brien sé ágætis náungi. Gísli segir að þeir Jóni hafi stefnt á að Jón Arnarverður 27 íslandsmethafinn ---------------------------------- nái 10. sæti. „Ef allt ára daginn sem verður með eðlileg- um hætti á hann að ná því - og ef vel gengur nær hann því örugglega og verður vonandi eitthvað ofar,“ segir Gísli. hann flytur inn í ÓL-þorpið Þjálfarinn segir 110 m grindahlaupið hafa verið ákveðið vandamál síðan eft- ir Evrópumeistaramótið innanhúss í Stokkhólmi í vetur. Þar munaði minnstu að Jón Arnar dytti í hlaupinu og ein- hver skrekkur hefur verið í honum síð- an. Vel hefur reyndar gengið á æfing- um „en í keppni hleypur hann allt öðru vísi en áður. Ég hafði gert mér vonir um að hann bætti sig í greininni nú, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 C 7 ATLAIVTA ’96 Morgunblaðið/Kristinn „MER hefur gengið mjög vel á æfingum. Alit er jákvætt og ég hef jafnvel trú á að ég geti bætt mig enn frekar," segir Guðrún Arnardóttir. en er ekki bjartsýnn á það. Og þó, þetta gæti breyst og vonandi gerist það.“ Gísli segir að ýmsar „skemmti- legar tölur“ hafi sést á æfingum Jóns Arnars upp á síðkastið. Martha Ernstdóttir, sem náði ekki ólympíu- lágmarki nú, er stödd í Athens í fríi og við æfingar, ásamt fjölskyldu sinn. Þau Jón Arnar hlupu saman 1200 metra æfingahlaup og á þeirri vegalengd bætti Jón sig um átta sekúndur. „Martha bætti sig um eina sekúndu, sem segir líkega ýmislegt um hana,“ segir Gísli. Jóni hefur líka gengið mjög vel í stangarstökki á æfingum og á fimmtudaginn fór hann einmitt í fyrsta skipti yfir fimm metra á æfingu. Hann hefur einu sinni farið yfir þá hæð í keppni, á Sauðarkróki í fyrrahaust en á EM innanhúss í vetur fór hann yfir 4,95 metra. Tími hans í 1200 metra hlaupinu gefir líka vísbendingu um að hann sé að bæta sig ennfrekar í 1500 metra hlaupi, sem lengi hefur verið hans iakasta grein og kringlunni kastaði hann vel á dögunum þannig að það er ekki að ósekju að þeir félagar eru glaðir í bragði. StóriV „Hvar er stóri V?“ segir Gísli allt í einu. „Við eigum að fara að mæta til Mörthu.“ Bandaríkjamönnunum í afgreiðslu hótelsins finnst erfitt að segja Vésteinn Hafsteinsson og kalla hann einfaldlega Big V - Stóra V. Hann fór á æfingu einhvern tíma í dag og á að vera mættur í matar- boð, ásamt hinum íslendingunum, til Mörthu og fjölskyldu hennar. Gísli og Jón Arnar fóru af stað í þann mund sem Vésteinn birtist heima, rennblautur eftir langa æf- ingu sem hann sagði rigninguna hafa tafið mjög. Ekki var erfitt að trúa því en samt sagðist Vésteinn hafa kastað um 60 metra þó hann hafi verið eins og „belja á svelli" í blautum kasthringnum. „Ég ætla mér í úrslit - annars væri ég ekki hérna,“ segir Vé- steinn. Hann var mjög óánægður með sjálfan sig á heimsmeistara- mótinu í Gautaborg í fyrra og ætlar því að standa sig vel nú. Hann hef- ur æft hjá áðurnefndum John Pow- ell í vetur, og segir það hafa verið dýrmætt. „Eg hafði samband við hann í haust og hann sló til. En ég meiddist svo í vetur - í fyrsta skipti á ferlinum eitthvað alvarlega; meiddi mig í náranum í lok mars og átti við þau meiðsli að stríða í apríl og maí. Ég gat ekkert kastað allan þann tíma, einmitt á því tíma- bili sem ég hefði þurft að vinna mikið með John. Undirbúningurinn er því ekki upp á það besta en það þýðir ekkert að væla yfir því.“ Vé- Morgunblaðið/Kristinn „ÉG ætla mér í úrslit - annars væri ég ekkl hérna,“ segir Vésteinn Hafsteinsson. steinn meiddist svo aftur í síðustu viku, vöðvi í læri tognaði, en hann segist vera að verða góður af því. „Vegna meiðslanna í vor var ég nánast bara KRIIMGLUKAST lyftingum og tækniþjálfun. Ég gat ég hvorki hlaupið né hopp- að - hef nánast ekki getað verið í neinni hraða- þjálfun til að byggja ofan á styrktaræfingarnar frá því í vetur. Ég keppti samt á átta mótum í maí til að reyna við ólympíulágmarkið og tókst að ná því og get því bara verið ánægður með að vera hér.“ Vésteinn segist fara með öðru hugarfari í mótið nú en.áður. „Á síðustu Ólympíuleikum mætti ég til leiks með sjöunda besta tímann í heiminum það árið en lenti í ellefta sæti. Kastaði þann dag eins og ég gat þá, en nú er ég líklega í kring- um 40. sæti á heimslistanum og enginn býst við að maður geti neitt. Ég hef hins vegar trú á að ég geti gert góða hluti, ætla að fara alveg bijálaður í mótið og kýla á það! Á mótunum átta sem Vésteinn nefndi hefur hann kastað 60 og hálfan metra að Vésteinn hefur keppt á fern síðustu ÓL-leikum meðaltali, kringlan sveif 60 metra á æfingu þennan mikla rigningardag og á síðustu æfingu þar á undan 62 metra. „Ég hef því verið að kasta á bilinu 60-62 metra og vona að það dugi til að komast í úrsfit. Og ég vona auðvitað að ég geti bætt aðeins við þetta.“ Það var hætt að rigna, Martha örugglega farin að býða með mat- inn þannig að Vésteinn var kvadd- ur. Hin voru öll löngu farin. Nýr kafli í íslenskri fijálsíþróttasögu verður skráður á leikunum hér i Atlanta. Nýr kafli bætist auðvitað við á hveiju móti, en vonandi verð- ur sá næsti jafn ánægjulegur og áhugi, viljastyrkur og vonir íslensku keppendanna gefa vísbendingu um.' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.