Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 Q8P ATLANTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Ætlar að leika afrek Yífters eftir EÞÍÓPÍUMAÐURINN Haile Gebreselassie geta hugsanlega leiklð sama leik og landi hans og átrúnaðargoð, Miruts Ylft- er, að sigra bœði f 5 og 10 km hlaupum I Atlanta. Gull fyrir dauð- vonaföður EÞÍÓPÍUMAÐURINN Haile Gebreselassie fæddist í moid- arkofa á lítilli landareign fá- tækra foreldra sinna fyrir 23 árum. Nú er þessi lágvaxni hlaupagarpur hins vegar í hópi i ríkustu manna landsins en það getur hann þakkað undraverð- um árangri á hlaupabrautinni. Ekki aðeins blasir það við hon- um að augðast enn meira en hann hefur nokkru sinni dreymt um í æsku, sem einkenndist af bláfátækt fjölskyldunnar, held- ur stendur hann í þeim sporum nú, að geta hugsanlega leikið sama leik og landi hans og átrúnaðargoð, Miruts Yifter, að sigra bæði í 5 og 10 km hlaupum í Atlanta, næstkomandi mánu- dag og föstudag. Gebreselassie er kominn til Atl- anta með það að markmiði að vinna 5 og 10 km hlaupin, en það afrek hefur aðeins verið unnið sex sinnum áður, síðast af Yifter í Moskvu árið 1980. Eftir því afreki tók heimsbyggðin og sjö ára piltur varð hugfanginn heima í moldarkofa í Eþíópíu er hann hlustaði gegnum brakandi útvarpsbylgjur á lýsingu af hlaupunum. Síðasti biti Jacksons SIGUR á Ólympíuleikum er síðasti bitinn í púsluspili mínu,“ sagði heimsmethafínn í 110 metra grindahlaupi, Bretinn Colin Jackson, við komuna til Atlanta í vikunni. „Þegar hann er í höfn get ég hætt.“ Jackson hefur orðið heimsmeistari, Evrópuraeist- ari og Samveldsmeistari í grein sinni en aldrei tekist að sigra á Ólympíuleikum, varð annar fyrir átta árum og í sjö- unda sæti í Barcelona. Hann setti heimsmet sitt 12,91 sekúndur á HM í Stuttg- art árið 1993 en missti af mót- inu í Gautaborg í fyrra vegna meiðsla. Á yfirstandandi tíma- bili hefur honum ekki vegnað sem best og oftar en ekki tap- að fyrir landa sinum Tony Jarrett. En Jackson er bjartsýnn, segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig á undanförnum vikum og meðal annars æft með Linford Christie og Mer- lene Ottey. „Það hefur hjálpað mér mikið að æfa með þessum frábæru sprethlaupurum.“ Nú er að sjá hvort það nægir er á hólminn kemur. Fellurmet Beamons? „ÞEIR reyna eflaust sitt besta til að slá met mitt,“ segir Bob Beamon sem á elsta Ólympíu- metið í frjálsíþróttum, en það er fyrrum heimsmet hans í langstökki, 8,90 metrar. Það setti hann í Mexíkó haustið 1968 og er ennþá næst lengsta löglega stökk sögunnar, enda sagt á sínum tima að Beamon ' hefði stökkið inn í næstu öld. Beamon telur að heimsmet landa síns, Mike Powell, 8,95 metrar, verði slegið fyrr en síðar. „Það eru samt ekki margir sem hafa burði til þess. Líkiegastur þykir mér vera Ivan Pedroso frá Kúbu. Hann er frábær langstökkvari.“ Pilturinn ungi var Haile Gebrese- lassie. Sextán árum síðar sagði hann blaðamönnum í Atlanta það vera takmark sitt að vinna sama afrek og Yifter. „Hann veitti mér inn- blástur, auðvitað. Hann átti nokkur stórhlaup og ég hef lík hlaupið vel en helst vil ég vinna það afrek sem hann vann á ólympíuleik- unum. En það verður enginn leikur, loftrakinn verður vandamál og margir hlauparar hafa það eitt að markmiði að vinna mig.“ Úr bláfátækt Gebreselassie, sem er sjöundi í röð 10 systkina, vakti fyrst athygli er hann varð heimsmeistari unglinga í 5 og 10 km fyrir fjórum árum. Ári seinna og aðeins tvítugur að aldri vann 10 km á HM í Stuttgart 1993. Heimsmet setti hann í 5 km árið 1994, hljóp á 12:56,96 mínútum. Það varð ekki langlíft, féll í atlögu Kenýumannsins Moses Kiptanui, en metið endurheimti hann svo með stórhlaupi í Zurich í fyrra á tímanum 12:44,39. Fyrr um sumarið setti Gebrese- lassie heimsmet í 10.000 metrum, hljóp á 26:43,53 mínútum, og varði síðan heimsmeistaratitilinn léttilega í Gautaborg. Umboðsmaður Gebreselassie, gamli hollenski stórhlauparinn Jos Hermens, segir hann hafa þénað jafn- virði um 500.000 dollara, 33 milljóna króna, með afrekum sínum á hlaupa- brautinni í fyrra. Þá væru viðræður á lokastigi við Adidas-fyrirtækið um nýjan samning sem gefa mun honum milljón dollara í aðra hönd á næstu fímm árum. Til samanburðar eru meðal árstekjur í Eþíópíu um 200 doliarar, jafnvirði 13.000 króna. Litillátur Þrátt fyrir vel- gengni og auðævi hefur það ekki breytt Gebrese- lassie. Hann er enn sem fyrr lí- tillátur fram úr fingurgómum. Hann býr heima í Eþíópíu mestan hluta ársins, hefur aldrei lært á bíl eða tekið bflpróf og getur því notað Benz-bifreiðarnar tvær sem hann hlaut í verðlaun á HM í Stuttgart og Gautaborg. Ferðast hann jafnan um höfuðborgina Addis Ababa í leigubíl. A þessu ári hefur Gebreselassie, sem er aðeins 1,60 metrar á hæð, sparað kapphlaupin; einungis tekið þátt í nokkrum 1500 metra hlaupum til að þjálfa upp lokahraðan. Hann var afslappaður og frískiegur á blaðamannafundi í Atlanta í vik- unni. Sjarmerandi og kurteis svaraði hann tugi spurninga varðandi æfing- ar sínar, aðstæður í Atlanta, vænt- anlegt brúðkaup og takmark sitt á léikunum. Svör hans við einni spum- ingu sýndu betur en önnur hversu viðhorf hans hafa breyst lítið frá því hann var grandalaus sjö ára gutti og hlustaði á útvarpslýsingu af af- rekum Yifters. „Hvað er svo sér- stakt við ólympíuleikina?" var hann spurður. „Eiginlega veit ég það ekki, það er bara gaman að vera hérna,“ var svarið. Miðað við fábrotna æsku Gebrese- lassie er það eflaust ólympískt afrek út af fyrir sig hvað hann hefur afrek- að og hafa yfírleitt náð að komast á ólympíuleika. Khalid Skah, Ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi fyrir fjórum árum, segist vera staðráð- inn í að sigra á ný í Atlanta og gefa föður sínum verðlaunapen- inginn. „Faðir minn er með krabbamein og er dauðvona. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram og sjgra í Atlanta og svo vonast ég til að geta hitt hann áður en hann kveður til gefa hon- um gullverðlaunapeninginn,“ sagði Skah. Sigur hans í Barcelona fyrir fjórum árum var mjög umdeildur sökum þess að Marokkómaðurinn Hammou Boutayeb var talinn hafa aðstoðað Skah á lokaprettin- inum með því að hindra aðal- keppninautinn, Kenýjumanninn, Richard Chelimo, í að ná forystu. Hlaupið var kært og sigurinn dæmdur af Skah en síðar var honum dæmdur sigurinn á ný og fékk gullverðlaunin afhent. Síðan hafa Skah og hlauparar frá Kenýja eldað grátt silfur og marga hildi háð. Víst er að ekkert verður gefið eftir er þeir eigast við í næsta skipti í úrslitum 10.000 metra hlaupsins á mánudaginn. En hugur Skah verður hjá föð- ur hans. „Hann hefur veitt mér mikinn styrk í gegnum tíðina þó hann hafi ekki verið hlaupari. Hans vegna ætla ég að sigra.“ BRAUTARGREINAR 28 gullverðlaun eru til skiptana (15 karla og 13 kvenna) í frjáls- íþróttagreinum sem háðar eru á sjálfri hlaupabrautinni. Þar er um að ræða spretthlaup, millilengdir, langhlaup, grindahlaup og boðhlaup. Maraþonhlaup og göngu- greinar eru að mestu háðar á götum utan leikvangsins HINDRUNARHLAUP Fimm jafnháar hindranir era á hverjum hring en vatnsgryfja er að baki eins þeirra. Hún er 3,15 m að lengd GRINDAHLAUP 100mkvenna 0,840m 400mkvenna 0,762m f=j« A Keppter í 110 og400 metra grindahlaupum karlaog 100 og 400 metrum kvenna. Hlaupið er á aðskildum brautum alla leið og eru 10 grndur í hverri Viðbragðsstöður t Hindrunarhlaup er ein erfiðasta hlaupagreinin en það er 3000 metra langt og tekur röskar átta mínútur. Hindranir eru 5 á hring eða 35 alls; hlaupið er yfir 28 staka búkka og sjö sinnum yfir I lengri greinum startar hlaupari standandi Spretthlaupari notar blokkir til að ná miklum hraða á örskotsstundu Þjófstart Pjófstart er dæmt ef keppandi svarar ekki við- bragðsskipun ræsis svo gott sem um hæl eða þjóti hann af stað áður en skotiö er af byssunni. Ólympíulelkvangur frjálsar fara fram þar Myndavél meðfram hlaupabraut Kvikmyndavél er komið fyrir ofan stúkunnar þar sem hún rennur á sleöa eftir teini samsfða beinu brautinni og myndar hlauparana frá hlið. Eftir hvert hlaup er hún dregin til baka BOÐHLAUP Fjórar boðhlaupsgreinar fara fram á ólympfuleikunum: 4x100 og 4x400 m karla og kvenna. Fjórir keppendur eru í hverri sveit og hlaupa jafn langt með boðið en það gengur á milli hlauparanna á fullri ferð. Detti það niður verður sá að taka það upp sem missti © Næstl maður fJjAnnar maður Kj) Sá fyrsti w eykur hraðann h“,,ir (SjS) Fyrsti maður (Cij) Næsti maður £í)Boölð g)Annar maður fi) Sá fyrsti býr slg undir ^gengurá '“eykur hraðann hættir LANGHLAUP 1980 var Gebrese- lassie sjö ára hug- fanginn piltur í mold- arkofa í Eþíópíu 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.