Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D 170. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tveir biðu bana og 110 særðust í sprengingu í Ólympíugarðinum í Atlanta í fyrrinótt Viðbrögð einkennast af mikilli vantrú og reiði - Ekki vitað hverjir stóðu að sprengingu - Engir Islendingar slösuðust í tilræðinu Atlanta. Reuter. ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN tilkynnti í gær að Ólympíuleikunum yrði haldið áfram, þrátt fyrir sprengjutilræði í Ólympíugarðinum í miðborg Atl- anta í fyrrinótt, sem kostaði tvo lífið og særði 110 manns. Var fórnarlam- banna minnst með einnar mínútu þögn á öllum íþróttaleikvöngum þar sem keppni fór fram í gær og fánar allra þátttökulanda voru dregnir í hálfa stöng. Bandaríska alríkislögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða og hefur kallað til sérfræðingana sem rannsökuðu sprengingarnar í World Trade Center og stjórnsýslubyggingunni í Oklahoma til að rannsaka málið. Þá staðfesti hún að tvær sprengjur til viðbótar hefðu fundist í garðin- um. Engar vísbendingar hafa komið fram um hver hafi komið sprengjunni fyrir. Sprengingin er geysilegt áfall fyrir Bandaríkjamenn, sem hafa lagt mikla áherslu á öryggisgæslu á leikunum og hefur hún nú enn verið hert. Mikillar vantrúar og reiði gætir í Atlanta vegna sprengjutilræðisins sem ónejtaniega hefur varpað skugga á Ólympíuleikana. Létu bæði íþróttamenn og gestir á leikunum í ljós ótta um öryggi sitt í kjölfar hennar og sögðust nokkrir íþrótta- mannanna myndu minnast leikanna með sorg í hjarta. Einföld rörasprengja Talið er fullvíst að um svokallaða rörasprengju hafi verið að ræða en henni hafði verið komið fyrir í Ólympíugarðinum, almenningsgarði í miðborg Atlanta. Sprengjan er sögð einföld að gerð og á allra færi að gera hana. Rokktónleikar stóðu yfir þegar sprengjan sprakk, kl. 1.25 að staðartíma, og var mikill mannfjöldi í garðinum. Lögreglumaður, sem kallaður hafi verið á vettvang vegna óláta á með- al áhorfenda, tók eftir grunsamleg- um pakka við hljóð- og ljósaturn í garðinum. Hafði hann samband við sprengjusérfræðinga, sem voru með tiltækt lið í garðinum, og var þegar hafist handa við að rýma svæðið. Sprengjan sprakk hins vegar áður en það hafði tekist. Ekki er vitað hver eða hverjir stóðu að sprenging- unni en lögregla hefur m.a. fengið í hendur filmur frá sjónvarpsstöðv- um og fólki sem var á staðnum, og framkallar þær í von um að finna einhvetjar vísbendingar. Þá var hringt í neyðarlínu'na 911 nokkrum mínútum áður en sprengj- an sprakk og tilkynnt um hana. Fjöldi slíkra hringinga hefur borist undanfarna daga og hafa þær allar verið teknar alvariega. Einn maður beið samstundis bana í sprengingunni og annar lést á sjúkrahúsi af völdum hjartaáfalls. Tugir manna lágu slasaðir í garðin- um, nokkrir alvarlega, en sprengju- brot þeyttust í allar áttir. Algert öngþveiti ríkti fyrstu mínúturnar, að sögn sjónarvotta, er menn reyndu að koma hinum slösuðu til aðstoðar á sama tíma og mannfjöldinn rudd- ist skelfingu lostinn úr garðinum. Sögðu Atlanta öruggasta stað á jarðríki Miklar öryggisráðstafanir hafa verið í kringum Ólympíuleikana í Atlanta og hafa um 30.000 manns sinnt öryggisgæslu á þeim. Lög- regluaðgerðin er sú umfangs- mesta í sögu Bandaríkjanna á friðar- tímum og stærðu yfirvöld í Atlanta sig af því að þessir Ólympíuleikar yrðu þeir öruggustu í sögu leikanna og Atlanta-borg öruggasti staður á jarðríki. Ólympíugarðinum má hins vegar líkja við martröð öryggisvarða, þar sem útilokað er að leita á öllum sem þangað koma og starfa. Talið var að um 50.000 manns hefðu verið í garðinum á kvöldin en hann er eini opni vettvangur Ólympíuleikanna. Á öllum öðrum stöðum sem leikunum tengjast hefur venð leitað gaum- gæfilega á fólki. Ólympíugarðurinn og næsta nágrenni hans voru girt af en ætlunin var að opna garðinn að nýju er lögregla hefði leitað af sér allan grun þar. Reuter MIKIL skelfing greip um sig í Ólympíugarðinum er spreng- ingin varð og öngþveiti skap- aðist er fólk ruddist út. á sama tíma og sjúkraflutningamenn komu slösuðum til hjálpar. Samúel Örn Erlingsson nærri sprengjustað „Þakka mínum sæla“ Atlanta. Morgunblaðið. ENGINN Islendingur slasaðist þegar sprengjan sprakk í Ólymp- íugarðinum aðfaranótt laugar- dagsins en Samúel Örn Erlings- son, íþróttafréttamaður ríkissjón- varpsins, var staddur aðeins fáeina metra frá. Samúel hafði nýlokið vinnu í fréttamannamiðstöðinni og var á leið heim á hótel. „Ég gekk inn í garðinn þar sem rokktónleikar stóðu yfir og segja má að það sé algjör tilviljun að ég var ekki á staðnum þar sem sprengjan sprakk þegar það gerðist," sagði Samúel Örn í samtali við Morgun- blaðið skömmu eftir atvikið. „Tón- listin var svo falleg að ég var að hugsa um að stoppa þarna um stund, en í staðinn fyrir vinstri beygju í átt að sviðinu fór ég til hægri og var kominn 40 til 50 metra í burtu þegar sprengingin varð. Ég þakka mínum sæla fyrir að Jónas Tryggvason (sem einnig er á vegum RUV í Atlanta) hafði gleymt einhveiju á hóteiherbergi mínu og ætlaði að hitta mig til að ná í það. Ég var nýbúinn að tala við Jónas og kunni ekki við að láta hann bíða. Ákvað því að fara heim strax frekar en stöðva þarna um stund.“ Samúel sagði fólki hafa brugðið mjög við sprenginguna. „Hávaðinn var mikill en ég varð ekki var við neinn þrýsting. En fólk var greini- lega mjög óttaslegið.“ Alltaf með annan fót- inn í fram- tíðinni 16 BJÖRNINN STRANDIRNAR ÍBÚKAREST í RLÖÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.