Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Óvissa um endurkjör Boutros Boutros-Ghali sem framkvæmdasljóra SÞ Verður neitunarvaldi beitt í annað sinn? Kjörtímabili Boutros Boutros-Ghalis sem fram- kvæmdastjóra SÞ lýkur um áramótin og svo gæti farið að sú hefð, að framkvæmdastjórar sitji tvö kjörtímabil, verði rofin AÐUR en Bandaríkja- menn lýstu því yfir að þeir myndu beita neit- unarvaldi gegn því að Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), sæti í embætti annað tímabil, hafði Boutros-Ghali bar- ist af kappi fyrir því að hann yrði endurkjörinn. Hann hafði komið sér í mjúkinn hjá banda- mönnum sínum, Frökkum og Kínveijum, og á ferðum í þriðja heiminum, þá sérstaklega í Afr- íku, hafði hann sagt að starfi sínu innan SÞ væri hvergi nærri lokið. Þess vegna þyrfti hann nauðsynlega að sitja annað tíma- bil í stóli framkvæmdastjóra. „Allir framkvæmdastjórar SÞ hafa setið tvö tímabil,“ sagði hann. „Ætti ég - fyrsti Afríku- maðurinn - ekki að fá annað?“ Kjör framkvæmdastjóra SÞ fer fram á fimm ára fresti, en sam- kvæmt hefð fær framkvæmda- stjóri að sitja tvö kjörtímabil. Fyrsta . kjörtímabili Boutros- Ghalis lýkur um næstu áramót, og í annað sinn í sögu SÞ virðist sem áðurnefnd hefð kunni að verða brotin. Árið 1950 beittu Sovétríkin neitunarvaldi gegn endurkjöri Tryggve Lie en Alls- heijarþingið ákvað þó að taka ekki tillit til þess. Sovétríkin og leppríki þess gerðu í kjölfarið allt sem þau gátu til að gera Lie lífið erfitt og hann lét af störfum árið 1953. Svo á að heita að Allsheijar- þingið kjósi framkvæmdastjóra sem öryggisráðið hefur mælt með. Fréttaskýrandi breska fréttaritsins The Economist segir að raunin sé önnur. Þeir, sem langi í starfið, hefji kosningabar- áttu, og fastafulltrúarnir í örygg- isráðinu reki áróður fyrir þeim ' frambjóðanda sem þeim hugnast helst. Á endanum sættist menn oftar en ekki á þann frambjóð- anda sem þeim líkar síst. Harka og ofbeldi Boutros-Ghali sagði einu sinni að hann hefði aga á undirmönn- um sínum með „hörku og skyndi- legu ofbeldi.“ Hefur oft verið vitnað til þessara orða síðan, og margar sögur fara af yfirgangi hans sjálfs, og helsta aðstoðar- manns hans, Haítímannsins Jean-Claude Áime. Að undan- förnu hafa jafnvel hæst settu embættismenn samtakanna orðið að fá leyfi frá skrifstofu Aimes til þess að halda ræður á opinber- um vettvangi. Hefur þeim, sem þykja koma til greina sem eftirmenn Boutros- Ghalis, oft verið synjað um leyfi, stundum með vandræðalega skömmum fyrirvara. Meðal þeirra sem hefur verið neitað er Ghanamaðurinn Kofí Annan, sem er aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ og framkvæmdastjóri friðar- gæslusamtakanna. Bandaríkja- menn vilja að hann verði eftir- maður Boutros-Ghalis. Að nafn- inu til er þáttur Aimes nauðsyn- legur til þess að samtökin „haldi takti“, en raunin er sú, segir fréttaskýrandi bandaríska tíma- ritsins The New Republic, að starf Aimes miðar að því að Boutros-Ghali nái endurkjöri. Eins og í Sovét Hjá SÞ undir stjórn Boutros- Ghalis gildir það sama, að sögn tímaritsins, og í gömlu, sovésku miðstjórninni, að embættismenn, sem eru í hjarta sínu ósammála framkvæmdastjóranum, þykjast á oþinberum vettvangi vera sam- stíga flokkslínunni. Boutros- Ghali sé fyrir löngu búinn að ýta til hliðar þeim starfsmönnum sem sýndu að þeir vildu fara eigin leiðir, eins og til dæmis aðstoðar- framkvæmdastjóra almennu stjórnmáladeildarinnar, Gian- domenico Picco. Aðrir hafa látið í veðri vaka að þeir séu hliðhollir framkvæmdastjóranum, þeirra á meðal Perúmaðurinn Alvaro de Soto, sem kom friðarsamningum í Salvador í höfn, en teljast engu að síður of sjálfstæðir og hefur vérið stjakað til hliðar. Margir halda einfaldlega að sér höndum. „Þetta hefur aldrei verið staður- inn til þess að vera opinskár," er haft eftir háttsettum embætt- ismanni, „en undir Boutros-Ghali er óttinn áberandi." Það er ástæða til. Harka og skyndlegt ofbeldi ber árangur, segir New Republic. Boutros-Ghali hefur stundum sagt að Vesturlönd hafí komið illa fram við hann vegna þess að hann sé álitinn „útlendingur". Hann segist fulltrúi þeirra, sem eigi undir högg að sækja, þrátt fyrir að afi hans hafi verið for- sætisráðherra Egyptalands og bróðir hans sé sagður vera ein- hver ríkasti maður landsins. En eins og þeir fáu vinstrimenn sem eftir eru í framkvæmdastjórn SÞ benda á í hálfum hljóðum, ein- kennist embættisfærsla Boutros- Ghalis af því, að hann hefur ekki viljað styggja neinn af fastafull- trúunum í Óryggisráðinu. Illa skilgreint starf Atburðirnir í Bosníu og Rú- anda leiddu í ljós, að fram- kvæmdastjórn SÞ veit ekki með vissu hvert hlutverk hennar er. I Bosníu vildi hún koma á friði hvað sem það kostaði, og fórn- aði þá jafnvel réttlætinu i því skyni. í Rúanda störfuðu fulltrú- ar samtakanna með stjórn sem í voru menn, sem voru opinber- lega að skipuleggja þjóðernis- hreinsanir. Vandamálið var, að í Bosníu vildu Bandaríkjamenn eitt og Frakkar og Bretar ann- að. í Rúanda var franska stjórn- in í raun hliðholl þeim sem vildu þjóðernishreinsanir, en Banda- ríkjamenn vildu ekki taka þátt í neinum aðgerðum. Fram- kvæmdastjórn SÞ taldi því í báð- um tilvikum ráðlegast að gera sem minnst, til þess að styggja nú áreiðanlega hvorki Banda- ríkjamenn né Frakka. Starf framkvæmdastjóra SÞ er ekki vel skilgreint í stofnsátt- mála samtakanna. Fram- kvæmdastjórinn virðist eiga að vera allt í senn, heimsleiðtogi, æðsti embættismaður alþjóða- samfélagsins, rödd siðferðisfor- ráða byggðum á stofnsáttmála SÞ og stjórnmálamaður sem þau stórveldi og allar fátæku þjóðirn- ar, sem eiga aðild að samtökun- um, geti snúið sér til. Boutros- Ghali er því ef til vill ekki öfunds- verður. Sagt minna á Mc Carthy-tímann í byijun síðustu viku sagði James P. Rubin, talsmaður bandarísku sendinefndarinnar hjá SÞ að Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af því að sumir embætt- ismenn SÞ virtust vinna að því að Boutros-Ghali næði endur- kjöri. „Við ætlum að athuga hvernig framkvæmdastjórinn notar starfsfólk SÞ í eiginhags- munaskyni," sagði ftubin. Fulltrúi SÞ, Sylviana Foa, sem er bandarískur þegn, brást hart við og sagði það skelfilegt að Bandaríkjastjórn hefði lagt bless- un sína yfir að villandi upplýs- ingar væru gefnar um vinnu Boutros-Ghalis. Aðferðir stjórn- arinnar, sem hótaði starfsfólki SÞ og reyndi að hræða það, minnti helst á ofsóknimar á tím- um Josephs McCarthys og Óam- erísku nefndarinnar á sjötta ára- tugnum. Þótt það sé augljóst að Banda- ríkjastjórn vill að Boutros-Ghali verði skipt út blasir alls ekki við hverskonar eftirmann hægt yrði að finna. Kjör framkvæmdastjóra lýtur engum skiljanlegum regl- um. Öryggisráðið þarf að koma sér saman um hver hann skuli verða, og segir fréttaskýrandi The New Republic að leynimakk- ið í kringum kjörið minni helst á páfakjör eða hrossakaup á þingi. Þegar tillaga að framkvæmda- stjóra sé síðan borin undir Alls- herjarþingið sé það álíka lýðræð- isleg framkvæmd og kosningar í Sovétríkjunum fyrrverandi voru. Því sé ekki nema von, að niður- staðan verði stundum óheppileg, eins og þegar Boutros-Ghali var kjörinn, og Kurt Waldheim var næstum því kjörinn til þriðja tímabilsins. Ellefu fangar látnir Istanbúl. Reuter. ÞRÍR fangar, sem verið hafa í hung- urverkfalli í tyrkneskum fangelsum, létust í gærmorgun og eru nú ellefu fangar látnir. Um 300 fangar hafa verið í hungurverkfalli í 69 daga til að mótmæla aðbúnaði í fangelsum. Fólkið, sent lést í gær, sat í fang- elsi fyrir pólitískar skoðanir sínar en þau voru félagar í samtökum byltingarsinnaðra kommúnista. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Sevket Kazan, hefur vísað kröfum um bættan aðbúnað á bug og segir að herskáir leiðtogar vinstri manna hafí neytt fangana til að fara í hung- urverkfall. Þá fullyrti ráðherrann að fangarnir hefðu vopn undir hönd- um. Skoraði hann á þá að gefast upp, að öðrum kosti neyddist lög- regla til að grípa í taumana. Reuter Vesturbakk- anum lokað ÍSRAELSKUR hermaður meinar palestínskri fjölskyldu um að fara inn í Jerúsalem á föstudag. ísraelar lokuðu landamærunum að Vesturbakkanum eftir að tveir ísraelar, maður og kona, voru drepnir í ísrael. Að því er útvarp í Israel greindi frá flúðu morðingjarnir til Vesturbakk- . ans. Þetta er fyrsta hryðjuverkið sem unnið er í ísrael eftir að Benjamin Netanyahu var kjörinn forsætisráðherra í maí. Israelar höfðu fyrr í vikunni aflétt fimm mánaða lokun á Vesturbakkan- um og Gazaströndinni og leyft Palestínumönnum; búsettum þar, að sækja vinnu til Israel. -----♦ ♦ ♦---- Bildt varar við blóðbaði Stokkhólmi. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, varaði í gær við því að yrði aðskilnaður þjóða í Bosníu varanlegur, myndi það leiða til nýs blóðbaðs í landinu. Bildt sagði að leið aðskilnaðar myndi leiða að nýju til þjóðarmorða og átaka þjóðanna, sem yrðu mun alvarlegri en áður. Hann bar þó einnig lof á þá þróun sem orðið hefur á þeim sjö mánuðum sem liðn- ir eru frá því að friður komst á. Þar sem sprengjur hafi fallið fyrir ári, spretti nú upp kaffihús og í stað brynvarðra bifreiða á auðum götum, sé nú urmull fólksbíla. Þessi batamerki hefðu þó enga raunvenilega þýðingu fyrr en við- horf leiðtoga þjóðanna sem byggi Bosníu, breyttist. Þeir heyi mis- kunnarlausa valdabaráttu sem við- haldi ótta og komi í veg fyrir sættir. Ci c € € I i í e í t i i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.