Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 9 FRETTIR Fékk skiptinemann í afmælisgjöf Selfossi. Morgunblaðið. HALLDORA Gunnarsdóttir sem fyrir skömmu hélt upp á fimm- tugsafmæli sitt í Þrastarskógi varð heldur en ekki hissa þegar hún leit afmælisgjöfina sem börn hennar gáfu henni í tilefni dags- ins en það var skipt ineminn Dínó frá Brasilíu sem dvaldi hjá henni og manni hennar, Arna Leóssyni fyrir átta árum. „Við vorum að tjalda og gera allt klárt þegar krakkarnir köll- uðu í mig og báðu mig að koma og sjá dálítið. Ég fór til þeirra og þá stóð Dínó þar í eigin per- sónu. Þetta var alveg yndisleg upplifun því þessi drengur náði vel til okkar og krakkarnir tóku honum eins og bróður þegar hann var hjá okkur og þeim þykir mjög vænt um hann,“ sagði Halldóra. Dínó, sem er 27 ára og starfar sem arkitekt í Sao Paulo, sagði að það hefði verið meiriháttar að hitta Halldóru og fjölskylduna og þetta hefði ekki síður verið óvænt fyrir sig en Halldóru og Arna. „Eftir átta ár er þetta eins og að koma heim og þetta var mjög skemmtilegt og tíminn hérna dá- samlegur með fjölskyldunni," sagði Dínó. Hann fékk ekki langan tíma til að hugsa sig um því börn Hall- dóru hringdu í hann og gáfu hon- um viku fyrirvara að koma til Islands og hann sló til. Hann var 17 klukkustundir í flugi frá Bras- ilíu þar til hann lenti á íslandi. „Þetta var hugmynd sem var framkvæmd í hvelli. Hann talaði um það í hverju bréfi að hann Morgunblaðið/Sigurður Jónsson DINO og Halldóra kunnu vel að meta tiltæki barna Halldóru. hefði heimþrá hingað til íslands svo þetta var einfalt ráð til að lækna hana og gleðja mömmu og pabba,“ sagði Guðbjörg Árnadótt- ir ein dætra Halldóru. Heilbrigðiseftirlitið lokaði Mjölnisholti 12 Ibúðin nýuppgerð þegar hún var leigð út „ÉG leigði út tvö herbergi til að byija með ungu fólki sem sagðist vera í Iðnskólanum," segir Friðrik Stefáns- son, stjórnarformaður Hektors ehf. hlutafélagsins, sem leigði út íbúðina í Mjölnisholti 12. Því húsi var lokað af Heilbrigðiseftirlitinu á fimmtudag. Hann segist ekki hafa vitað í upp- hafi að þarna væru á ferðinni ógæfu- menn og eiturlyfjaneytendur. „Ég lét iaga húsnæðið og taka það allt í gegn áður en ég leigði það. Þetta er tveggja herbergja íbúð með baðherbergi og eldhúsi. Hafa ber í huga að leigjendur Mjölnisholts eru margir og ekki aliir eiturlyfjaneytend- ur, eins og virðist koma fram í fjöl- miðlafárinu sem hefur verið um þetta mál. Það eru margar hljómsveitir sem æfa í þessu húsi og margt gott fólk leigir þarna geymsluhúsnæði fyrir búslóðir. Umgengnin í íbúðinni hefur verið slæm og því hefur Heilbrigðis- eftirlitið komið til skjalanna. Ég gerði samkomulag fyrir nokkr- um mánuðum við Björn Halldórsson, yfirmann fíkniefnalögreglunnar, og leigjendurna um að þeir fengju að vera í friði í íbúðinni, svo lengi sem engin eiturlyfjasala færi þar fram. En ég fékk ekkert að vita frá Birni um að leigjendurnir hefðu brotið samkomulagið. Umgengnin fór sí- fellt versnandi og leiga hætti að ber- ast, þannig að ég hef tapað stórfé. Þegar ég fór að huga að því að koma þeim út fóru að berast hótanir til fjölskyldu minnar og meira get ég ekki sagt um málið,“ sagði Friðrik. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segist kannast við að hafa átt nokkur samtöl við Friðrik Stefánsson sl. haust, út af Mjölnis- holti 12, og þeirri starfsemi sem þar var talin vera, þ.e. eiturlyfjaneyslu- og sölu og aðra brotastarfsemi. „Innihald þeirra samtala eru ekki til umræðu opinberlega og það er þvættingur að ég hafi gert nokkurt samkomulag við Friðrik um að þetta ástand mætti vera ef ekki væri eitur- lyfjasala. Aftur á mót finnst mér gagnrýnivert að lögreglan hafi ekki lokað staðnum fyrr. Staðurinn er mjög stór og er frá sjónarmiði eiturlyfjasala heppilegur fyrir svona starfsemi. Erfítt er að fylgjast með hvað þama fer fram nema frá mörgum áttum,“ segir Bjöm. . „PUSH UP” brjóstahaldarinn 1 'r<f^ ' * djf og buxur í stíl. Stœrðir: 34-38 A, B, C. || B, & , Nýir litir |;'y- Verð kr. 1.995 settið. , vy/ / í/m/ úo///// Hausttilboð Heimsferða til Benidorm fra k, 39.932 Bókaðu strax — síðustu sætin Nú bjóðum við ótrúlega hagstætt tilboð þann 27. ágúst og 3. september til Benidorm, þar sem sumarið er í fullri sveiflu og þú getur notið frísins í yndislegu veðri í 30 stiga hita innan um iðandi mannlífið. Góðar íbúðir með einu svefnherbergi, staðsettar í hjarta Benidorm, rétt hjá gamla bænum, og stuttur gangur á ströndina. Allar með einu svefnherbergi, baði, stofu og eldhúsi. Verð kr. 39.932 Vika til M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 27. ágúst og 3. og 10. sept., 2 vikur. 49.960 M.v. 2 í íbúð, 27. ágúst og 3. og 10. sept., 2 vikur, Vistamar. Verð kr. Benidorm 13. ágúst Verðkr. 29.930 M.v. hjón með 2 börn V/SA Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. Útsalan hefst mánudaginn 29. júlí kl. 9:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.