Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gjöf Unu Dóru Copley MYNPLIST Listasaín íslands MYNDVERK NÍNA TRYGGVADÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18, lokað mánudaga. Til ? Aðgangnr ókeypis. Sýningarskrá 600 kr. LISTAVERKAGJAFIR eru margvíslegar og tilgangurinn sem liggur til grundvallar þeim sömu- leiðis fjölþættur, sem er þó ekki til umræðu hér. En til þess er vís- að vegna þess að ein hliðin og sýnu mikilvægust er að fylla upp í heildarmynd á lífsverki genginna listamanna. Gerir eftirtímanum auðveldara að rýna í þróunarferil þeirra og hugmyndafræðina að baki. Eitt af því sem nefna má van- rækslusyndir við söfnun verka, er einskorðun við lykilverk í sígildri útfærslu, en sjást fullkomlega yfir aðdraganda þeirra, sem finna má í uppköstum og rissum hvers kon- ar, sem oft eru einnig gild lista- verk í sjálfu sér. Þannig hefur lengi verið litið á vatnslitamyndir, grafík teikningar og uppköst að stærri verkum, sem nokkurs konar þjónustu við veigameiri listsköpun, eða eins og menn nefna það stund- um „ancille picturae“, - vinnuhjú málaralistarinnar. Þetta er ástæða þess að lista- söfn eiga mörg hver næsta lítið af frumrissum listamanna, einnig að stofnuð hafa verið sérsöfn til að varðveita frumdrög að stærri verkurn og forða þeim frá glötun. Jafnframt er lítið til af teikningum og grafík víðast hvar nema í lokuð- um sérdeildum, en þær hins vegar stórmerkilegar margar hveijar. Það er því yfirleitt lítið um slíka list á veggjum safna, og er hér Listasafn Islands engin undan- tekning, auk þess sem það sinnti lítið söfnun teikninga og grafík- verka lengi vel, og væri næsta fróðlegt að vita samanlagða eign þeirra af teikningum íslenzkra listamanna, sem þau hafa sjálf og skipulega viðað að sér. Una Dóra Copley, einkabam Nínu Tryggva- dóttur og Alfred L. Copley, sem búsett er í New York, kom þannig færandi hendi, er hún gaf Lista- safni íslands 44 verk eftir móður sína. Þau eru úr ýmsum áttum frá ferli Nínu, flest unnin á pappír, en einnig tvö olíuverk, önnur á pokastriga en hin á líndúk. Ann- ars í aðskiljanlegri tækni svo sem klippimyndir, sem stundum hefur verið málað í með vatnslit, blek- og svartkrítarteikningar, vatns- litamyndir ásamt nokkrum dúk- skurðarmyndum, að mér sýnist og ranglega era titlaðar tréristur, nema þær sé unnar með mjög hvössum skurðaijárnum á mjög mjúkan við. Sýningin er í kjallarasal, 5. sal safnsins, sem er prýðilega fallinn fyrir slíkar framkvæmdir, og merkilegt að hann skuli ekki hafa verið nýttur betur til þessa með líflegu sýnishorni hliðargeira mál- aralistarinnar, eða minni málverk- um og höggmyndum. Seint skrifa ég undir það, sem fram kemur í sýningarskrá, „að sýningin veiti óvænta sýn á óþekktar hliðar Nínu, vinnuaðferðir og hugmyndir ERLENDUR í Unuhúsi, olíaálíndúk, 1989. og jafnframt, að margt sé á huldu um þroskaár listakonunnar". En málið er, að seinni tíma listsögu- fræðingar upplifðu ekki þetta sér- staka tímabil augliti til auglitis og þekkja það einungis úr fjarlægð, er því meir en skiljanlegt, að sitt- hvað komi þeim á óvart. það sem við blasir á veggjunum er nú einmitt það sem mín kynslóð mat einna helst í listsköpun Nínu Tryggvadóttur, og hún var þekkt- ust fyrir um árabil, jafnframt höf- uðeinkenni sýninga hennar og vinnubragða lengi vel. Fylgdi henni svo á óhlutlægum vettvangi alla tíð, þessi mikla artistíska kennd og óhemjuskapur náttúra- barnsins, fágaði hraði og leikni, jafnframt því að hún virtist detta niður á kórréttar lausnir í upp- byggingu verka sinna. Kom hér til hin akademíska þjálfun og svo að listakonan hefur verið hlaðin atorku og metnaði, þannig að hún hefur valið og hafnað hjá kennur- um sínum, um leið og næmin var einstök fyrir hræringum sam- tímans. FYRIRSÆTA, krítarriss, 1936. Hins vegar verða hinar „óþekktu“ hliðar stöðugt fleiri hjá gengnum kynslóðum fyrir sinnu- leysi og vanrækslu á seinni árum. Þannig mun engin sýning á eldri kynslóð listamanna vera sett upp án þess, að veita yngri kynslóðum listamanna og þá jafnframt list- sögufræðinga sýn á áður óþekkt- ar hliðar, vinnuaðferðir og hug- myndir, enda skilvirk íslenzk sjón- listasaga ekki einu sinni kennd við MHÍ, hvað þá í almenna skóla- kerfinu, sem ástæða er til að árétta reglulega þar til úr verður bætt. Það sem fyrir augu ber á veggj- unum eru þannig ýmis umsvif þjálfaðrar listakonu er bjó yfir stórbrotinni skapgerð og marg- þættum hæfileikum, eins og svo margir málarar samtíðar hennar, þótt ekki hefðu þeir allir áhuga, aðstöðu né metnað til að nýta þá. Nína var alveg sér á báti í hópi Septembermanna fyrir sín kraft- miklu vinnubrögð, þar sem hún eins og rústaði hefðbundnum gild- um, en stóð þó merkilega föstum fótum í sinni traustu grunnmennt- un. Hún telst fyrsti módernistinn í röð kvenna, og sem slík í engu eftirbátur þeirra, nema að síður sé, raddi þannig brautina fyrir framsæknar og metnaðarfullar listakonur. Ef eitthvað kemur á óvart eru það skopmyndirnar, sem munu vera elsti hluti sýningarinnar, því þær gefa fátt annað til kynna en drátthaga listspíru, sem var undir sterkum áhrifum frá teikningum í Speglinum og þá helst Tryggva Magnússyni. En þrátt fyrir það era þær fullgildur hluti gjafarinn- ar, bregða ljósi á fyrstu skref lista- konunnar, og satt að segja eru seinni tíma riss hennar og portrett ekki laus við glettnislegan húmor, en þá í æðri víddum og fágaðri. Og þar sem komið er inn á hugtak- ið „portrett“ var Nína eðlilega ekki inni í hlýjunni hjá bankastjór- um og góðborguram á því sviði fyrir þessa hráu túlkun sína, og því hanga settlegri myndir og létt- vægari á veggjum góðborgara og stofnana í dag. Henni kom ekki til hugar að slá af kröfunum og mála slíkar myndir, en beindi kröftum sínum á önnur svið til að hafa í sig og á, og það getum við þakkað allnokkuð af athafnasemi hennar á léttari nótunum. Þegar þetta fjörmikla og lífræna samsafn myndverka er skoðað, hugsar maður ósjálfrátt til þess hve mikils upprennandi kyslóðir fara á mis við, að geta hvergi gengið að slíku úrvali okkar at- kvæðamestu myndlistarmanna og þarmeð þjálfað næmi sína og til- finningasvið fyrir fagurfræðileg- um gildum. í stað einlitra sýninga þar sem fátt situr eftir í sálarkirn- unni vegna þess að safann og gró- mögnin skortir. Mikilsverð og höfðingleg gjöf Unu Dóru Copley gerir þá spurn- ingu áleitna ef ekki brennandi, hvort ekki sé kominn tími til að bæta hér úr. Bragi Ásgeirsson Tvennir tónleikar jassdúós Sækir innblástur til Islands JASSTROMMULEIKARINN Jim Black heldur tónleika ásamt gítar- leikaranum Hilmari Jenssyni í Norræna húsinu miðvikudaginn 31. júlí næstkomandi og í Deigl- unni á Akureyri 1. ágúst. Jim er íslenskum jassunnendum að góðu kunnur því hann hefur oft komið hingað til tónleikahalds, síðast á síðasta ári, auk þess sem hann sagði í samtali við Morgunblaðið að af öllum löndum sem hann hefði komið til væri ísland í sér- flokki og landslagið og veðurfarið Bandarísk grafík SÝNING bandarísku grafík- listakonunnar Karenar Kunc í Galleríi Úmbru á Bemhöfts- torfu hefur yerið framlengd til 7. ágúst. Á sýningunni era tréristur og ætingar. Verkin era öll nýleg og unnin eftir dvöl hennar hér á landi á síð- asta ári, þegar hún var gesta- kennari í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, grafíkdeild. Sýning Karenar Kunc var þriðja sýning bandarískra myndlistarmanna sem Gallerí Úmbra bauð upp á í vor í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. veittu honum innnblástur í sér- hvert sinn. j,Þetta er flottasti stað- ur í heimi. Eg reyni að koma hing- að eins oft og ég get og stoppa þá yfírleitt í um viku tíma,“ sagði Jim. Hann hefur öðlast viðurkenn- ingu fyrir leik sinn og var strax í skóla farinn að leika með kunnum jassleikuram. Hann er á hljóm- leikaferðum árið um kring með ýmsum ólíkum tónlistarmönnum, má þar nefna Tim Berne, John Zorn, Joe Henderson og Lee Koon- itz. Auk þess leiðir hann hljóm- sveitina Pachora sem leikur búlg- arska þjóðlagatónlist í jassútsetn- ingum ásamt íslenska bassaleikar- anum Skúia Sverrissyni. Einnig er hann meðlimur í hljómsveitinni Human Feel sem hefur gefið út fjórar plötur og um þær hefur verið ijallað í mörgum stærstu jasstímaritum heims, þar á meðal Down Beat. „Það hjálpar til við kynningu á hljómsveitinni að fá góða umfjöllun í Down Beat. Hum- an Feel skartar ekki neinum stór- stjörnum og því tekur það lengri tíma að skapa henni nafn. Besta tónskáldið Ég byijaði snema að leika djass og spilaði til dæmis í stórsveit í 6 ár þar sem leikinn var hefðbundinn jass. Ég hef leikið flestar tegundir jass í gegnum tíðina og get því ekki sagt að einn stíll sé betri en annar,“ sagði hann um það hvern- JIM Black jasstrommuleikari. ig sé að leika jöfnum höndum hefð- bundinn jass og nútíma - og til- raunakenndan. „Á tónleikunum á Islandi Ieik- um við Hilmar lög eftir mig og hann auk fijáls spuna. Þegar Hilmar bjó úti í New York leigðum við saman og þá vorum við alltaf að spila saman og prófa nýja hluti," sagði Jim aðspurður um hvort áhugavert væri að hlusta á tveggja manna jasshljómsveit. „Þetta er mjög spennandi tónlist enda ræður Hilmar yfir svo mik- illi tækni á gítarinn og spannar svo vítt svið. Þetta verður fjöl- breytt tónlist fyrir vikið og verður vonandi áhugavert bæði fyrir okkur og áheyrendur." Jim og Hilmar kynntust í Berklee tónlistarskólanum í Bos- ton og hafa síðan spilað mikið saman og haldið sambandi. Jim segir að tónlistin sem hann leiki með Hilmari sé ávallt í sérflokki enda er hann eitt besta jasstón- skáld sem hann þekkir. Fiðla og píanó í Listasafni Sigurjóns A þriðjudagstónleikum í_ Listasafni Siguijóns Ólafssonar þann 30. júlí klukkan 20.30 koma fram danski fiðluleikarinn Elisabeth Zeuten Schneider og Halldór Haraldsson píanóleikari. Schneider og Haildór héldu einnig tónleika í fyrra á sama stað en að sögn Hall- dórs verða þessir með allt öðru yfirbragði. „í fyrra lékum við nú- tímatónlist en nú mun- um við leika verk eftir tvo af meisturam róm- antíkurinnar, Brahms og Schumann. Þetta er heit róman- tísk tónlist og skemmtileg á að hlýða.“ Á efnisskrá tónleikanna era eftirtalin verk: Scherzo opus posthu- mus eftir Johannes Brahms, Sónata í a-moll opus 105 eftir Robert Schumann og Sónata í G-dúr opus 78 eftir Johannes Brahms. Elisabeth Zeuthen Schneider fiðluleikari stundaði nám við Tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn og framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga, meðal annars styrk úr Gade- sjóðnum og ferðastyrki sem kenndir eru við Carl Nielsen og Sonningsjóð- inn. Elisabeth Zeuthen hefur starfað með Det Kgl. Kapel og dönsku út- varpshljómsveitinni. Hún hefur leik- ið einleik með helstu hljómsveitum í Danmörku og hefur meðal annars Halldór Haraldsson Elisabeth Zeuthen Schneider haldið tónleika í Bandaríkjunum. Elisabeth Zeuthen Schneider er dós- ent við Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn. Halldór Haraldsson lauk burtfar- arprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960 og stundaði síðan framhaldsnám í London árin 1962-65, en þaðan lauk hann prófi sem einleikari. Halldór hélt fyrstu opinberu tónleika sína á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík 1965. Síðan hefur hann haldið fjölda tón- leika bæði heima og erlendis. Árið 1988 stofnaði hann Tríó Reykjavíkur ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara og Gunn- ari Kvaran sellóleikara. Halldór hefur kennt við Tónlist- arskólann í Reykjavík síðan 1966 og er nú skólastjóri við sama skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.