Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Margvíslegir hagsmunir og breytilegt verðmætamat Margvíslegir hagsmunir tengjast spurningunni um eignarhald á hálendinu. Fyrstu 1000 ár Is- landsbyggðar var gildi hálendis- ins bundið við afnot af því sem beitarlands fyrir sauðfé, auk þess sem sækja mætti fisk í vötn á heiðum. í einlitu bændasamfé- lagi var það eitt meginverkefni hreppanna í landinu að sjá til þess að fé væri smalað af fjalli. Undanfarna áratugi hafa menn vaknað til vitundar um að í óbyggðum væri önnur verð- mæti að finna. Þegar farið var að huga að því að virkja orku fallvatnanna öðluðust bændur rétt til hárra bóta fyrir missi afnota af beitarlandinu og vegir opnuðust inn á svæðið. Með stað- festum eignarrétti á hálendis- svæði gátu menn öðlast réttindi yfir nýtanlegum jarðhita eða öðrum verðmætum í jörðu. Síðustu ár hafa önnur sjónar- mið einnig komið inn í dæmið. Eftir því sem byggð þéttist og bílarnir verða betri læra fleiri að meta ferðalög inn á hálendið og sækja í að eyða þar frítíma sínum. Oflugir jeppar nálgast það að vera almenningseign, þús- undir þéttbýlisbúa fara ríðandi um hálendið og litlu færri ganga Laugaveginn milli Þórsmerkur og Landmannalauga, þar sem áður gengu nokkrir tugir sérvitr- inga á hverju ári. Uppbygging þjónustu við þennan fjölda veitir möguleika á góðum tekjum á tímum sam- dráttar í hinni hefðbundnu at- vinnugrein rétthafa afréttar- landsins. Aukin ferðamennska og al- menn vitneskja og áhugi á um- hverfisvemd og umhverfismál- um hefur ennfremur orðið til að vekja áhuga almennings á að vinna gegn því að arðsemisjón- armið ein ráði nýtingu auðlind- anna. Jafnframt hefur áhugi almenn- ings á hálendinu orðið til þess að barátta fyrir virkum almanna- rétti, sem tryggir almenningi rétt til að fara um og njóta lands, er ekki lengur áhugamál fáeinna göngukappa og rjúpnaskytta eins og á árum áður. I samtali við Pál Sigurðsson, lagaprófessor og for- seta Ferðafélags Islands, kom fram að almannarétturinn hefði verið viðkvæmt deilumál við setn- ingu náttúruverndarlaganna árið 1971 og þá hefði Alþingi gegn mótmælum landeigenda aðeins treyst sér til að samþykkja út- þynnta útgáfu þess réttar. Með árunum hefur sú staða hins vegar breyst og ný náttúruverndarlög taka gildi innan tíðar. Allar þær þjóðfélagsbreyting- ar sem orðið hafa frá því að spurningar varðandi rétt á há- lendinu vöknuðu fyrst valda því, að flestir þeir sem blaðamaður ræddi við í tengslum við efnisöfl- un fyrir þessar greinar telja að sá tími sé kominn að pólitískur vilji sé í þjóðfélaginu til þess að taka af skarið um eignarhald hálendisins, líkt og stjórnsýslu- mörk þess og skipulagsmál. 12 árum eftir skipan hennar og 15 árum eftir að dómurinn sem gaf tilefni til starfs hennar var kveðinn upp. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hafa fleiri dómar fallið um þetta efni og í nóvember sl. kvað Héraðs- dómur Reykjavíkur upp dóm í máli þar sem Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur kröfðust þess að viðurkenndur yrði, á grundvelli beins eignarréttar þeirra yfir svæð- inu, réttur þeirra til skaðabóta frá Landsvirkjun sem áður hafði fallist á að greiða bæri þeim bætur fyrir missi afréttareignar vegna Blöndu- virkjunar. Kröfu sína höfðu hreppamir m.a. reist á afsalsbréfi, frá 5. júlí 1918, sem Jón Magnússon, ráðherra ís- lands, hafði undirritað. í dóminum kemur fram að í afsalinu segi að hreppsnefndir Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Blönduóss- hrepps hafi leitað kaups á afréttar- landinu Auðkúluheiði, eign Auð- kúluprestakalls. Þá segir: „ ... og loks með því að allra fyrirmæla laga [...] um sölu kirkjujarða, hefir ver- ið gætt, þá sel ég og afsala sam- kvæmt þeirri heimild, sem mér er gefin í nefndum lögum, fyrir lands- sjóðsins hönd, ofannefndum hrepp- um, greint afréttarland, Auðkúlu- heiði, með öllum gögnum og gæð- um. Þó eru undanskyldir [svo] nám- ar í jörðu sem og fossar, sem þar kunna að vera. Umboðsmaður Auð- kúlustaða er upp héðan leystur frá öllum skyldum og kvöðum sem hingað til hafa á honum hvílt vegna afréttarlands þessa.“ Þarf að sanna tilkallið Niðurstaða dómsins er þessi: „Það eru grundvallarreglur í eign- arrétti að sá, sem teiur til eignar- réttinda yfir landi, verði að færa fram heimildir fyrir tilkalli sínu og að sá, sem afsaíar landi, geti ekki veitt viðtakanda sínum víðtækari rétt en hann átti sjálfur. Efni og orðalag kaupsamninga og afsala, sem um ræðir í málinu, sker eigi til fullnustu úr um það hvort stefn- endum hafi verið afsalað fullkomnu eignarlandi eða einungis afréttar- eign, þótt hið síðara verði líklegra talið. Við meðferð málsins hefur athygli beinst að setningunni: „Þó eru undanskyldir [svo] námar í jörðu sem og fossar, sem þar kunna að vera.“ Fossar eru þar engir, en þetta orð virðist hafa verið notað öðrum þræði sem e.k. samheiti yfir vatnsorku eða fallréttindi á þeim árum er unnið var að undirbúningi vatnalaga (sbr. „Fossanefnd"). Þá ber þess að geta að fyrirvarinn er í samræmi við bann gegn því að slík réttindi yrðu seld undan kirkju- jörðum, samkvæmt lögum nr. 50/1907. Þegar virt er það, sem fram er komið um afnot Auðkúlu- heiðar og legu, verður eigi ályktað að heiðarlandið hafí áður verið háð beinum eignarrétti þeirra sem höfðu umráð þess,“ segir í dóminum. Þá telji dómurinn að takmörkuð not hreppanna af heiðinni feli ekki f- sér eignarhald sem leitt geti til stofnunar eignarréttar fyrir hefð. Hrepparnir hafi þannig ekki leitt sönnur að því að Auðkúluheiði hafi orðið eða sé fullkomið eignarland þeirra. Þessum dómi Héraðsdóms hefur verið áfrýjað og er niðurstöðu Hæstaréttar beðið. í Auðkúluheiðardóminum var ekki talið í ljós leitt að heiðin hefði nokkru sinni verið háð fullkomnum eignarrétti. í Geitlandsdóminum, sem svo er nefndur og var sakamál en ekki mál sem höfðað var til að skera úr um eignarrétt, fellst Hæstiréttur hins vegar á að í kjöl- far landnáms „virðist Geitland hafa verið fullkomið eignarland". Niður- staðan er hins vegar sú að ekki sé hægt að sýna fram á að sú staða hafi ekki breyst í tímanna rás. Geitlandsdómurinn var kveðinn upp í nóvember 1994 og fjallaði um mál feðga frá Akranesi sem farið höfðu til ijúpna á afréttarlandinu Geitlandi í Borgarfirði. Í lögum sagði að landeiganda væri einum heimil fuglaveiði í landareign sinni en öllum er heimil veiði í afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra. Feðgarnir voru sakfelldir í héraði og Geitland talið eignarland í eigu Hálsa- og Reykholtsdalshreppa. I málinu lá frammi afsal frá 1926 þar sem dóms- og kirkjumálaráð- herra afsalaði hreppsnefnd Hálsa- hrepps landinu fyrir hönd kirkjunn- ar. Þar segir: „Að með því að hreppsnefnd Hálsahrepps í Borgar- fjarðarsýslu hefír leitað kaups á aftjettarlandinu Geitlandi, og með því að hlutaðeigandi sýslunefnd hefur eigi haft neitt við sölu þessar- ar jarðar að athuga, og með þvi að loks allra fyrirmæla laga nr. 50, 16. nóvbr. 1907 um sölu kirkju- jarða, hefir verið gætt, þá sel jeg og afsala samkvæmt þeirri heimiid sem mjer er gefin í nefndum lögum, fyrir landsjóðsins hönd, nefndum Hálsahreppi, greint afijettarland Geitland, sem er hndr. að n.m., með öllum gögnum og gæðum, þó eru undanskildir námar, sem eru í jörðu eða síðar kunna að finnazt þar, sem og vatnsafls alt og notkunaraðstaða þess í landi jarðarinnar." Var eignarland en er það ekki lengur Hæstiréttur segir að í kjölfar landsnáms virðist Geitland hafa verið fullkomið eignarland. Þegar litið sé til elstu heimilda um rétt Reykholtskirkju að Geitlandi — þar er um að ræða Reykholtsmáldaga — virðist það hins vegar vafa undir- orpið, hvort landið sé eignarland, þar sem tekið er fram í þeim heim- ildum, að skógur fylgi landi. „Heim- ildir ríkisins til að afsala Hálsa- hreppi Geitlandi eru leiddar af rétti Reykholtskirkju til landsins, og leik- ur þannig vafi á því hvort það er eign:• sem háð er beinum eignar- rétti. Þess verður einnig að gæta, að ekki verður ráðið af afsalinu, hvort Geitland telst þar afréttur eða eignarland. Þá verður ekki heldur ráðið af öðrum gögnum málsins hvort Hálsahreppur og Reykholts- dalshreppur eiga bein eignarréttindi að Geitlandi eða einvörðungu beit- arrétt eða önnur afnotaréttindi." Hæstiréttur taldi þannig að sönn- ur skorti fyrir því að sá beini eignar- réttur sem stofnast hafði við land- nám hefði síðan færst til kirkjunnar sem óvíst er hvenær eignaðist Geit- iand og því var talið að þegar kirkj- an seldi Hálsahreppi landið hafi hún ekki getað selt meira en sannað þótti að hún hefði átt. Sá vafi sem Hæstiréttur taldi á því hvernig rétti hreppanna til Geitlands væri háttað var svo virtur sakborningi í hag, eins og lög gera ráð fyrir í refsi- máli, og feðgarnir sýknaðir. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins undirbúa hrepparnir nú að höfða einkamál til viðurkenningar á eign- arrétti sínum á svæðinu og verður stefna gefin út í haust. Enn er ógetið nokkurra mála sem þessu tengjast. Árið 1971 fjallaði Hæstiréttur um landamerki, vatns-, botns- og veiðirétt í Reyðarvatni í Lundarreykjardal en taldi þá ósann- að hvort lönd Lundarreykjardals- hrepps sem liggja að vatninu frá Fossármynni að mynni Reyðarlækj- ar væru fullkomin eignarlönd eða „einungis afréttareign“. Tilkall hreppsins var stutt með vísun í lög- festur og landamerkjalýsingar frá fyrri öldum. Eini endanlegi dómurinn sem könnun Morgunblaðsins hefur leitt í Ijós að hafi fallið-með-þeirri niður- stöðu að eignarréttur til landsvæðis ofan byggðar sé viðurkenndur féll í aukadómþingi Árnesýslu árið 1980. Gegn andmælum ríkissjóðs var viðurkenndur eignarréttur Bræðratungukirkju að Tunguheiði svokallaðri sem liggur ofan byggðar í Biskupstungum, u.þ.b. frá Gull- fossi að Sandá. Tunguheiði og Kalmannstunga undantekningar? Dómurinn taldi ekki liggja ljóst fyrir hvernig Tunguheiði hefði orðið kirkjueign. Hins vegar þóttu gögn og lega heiðarinnar miðað við af- rétt og lönd jarða í Biskupstungum benda til þess að fremur væri um eignarland en afrétt að ræða eins og kirkjan hélt fram. Því var eignar- rétturinn staðfestur en ekki tekin afstaða til kröfu Biskupstungna- hrepps sem vildi fá viðurkenndan rétt til afréttarnota en véfengdi ekki eignarréttartilkallið. Krafa hreppsins var ekki talin raska eign- arrétti kirkjunnar. Málflutningi rík- issjóðs, sem taldi að um afrétt væri að ræða og beitti svipuðum rök- semdum og í Landmannaafréttar- dóminum sem gekk svo árið eftir, hafnaði héraðsdómari í þessu máli en þeirri niðurstöðu var aldrei áfrýj- að. í svokölluðum Kalmannstungu- dómi frá 1975 vefengdi hvorugur málsaðila að um fullkomið eignar- land hefði verið að ræða þegar hluti Arnarvatnsheiðar var seldur undan Kalmannstungu á ofanverðri 19. öld en síðar komst hið selda í eigu Reykholts- og Hálsahreppa. Í mál- inu var deilt um veiðirétt á heiðinni ■og réttmæti tilkalls erfingja seljand- ans til silungsveiði í vötnum þar. Niðurstaða Hæstaréttar sem skipti réttinum milli hreppsins og erfingj- anna byggist á því að fullkomið eignarland hafi verið selt. Tveir dómar hafa einnig gengið sem varða annars vegar Þórsmörk og hins vegar Fimmvörðuháls en snúast ekki um eignarrétt heldur deildu sveitarfélög um stjórnsýslu- mörk, þ.e. til hvors þeirra svæðin teljist, hvaða sveitarfélag beri þar stjórnsýslulega ábyrgð. í báðum dómum var niðurstaðan sú að um „einskismannsland" væri að ræða. Þ.e. samkvæmt niðurstöðu Hæsta- réttar hefur ekkert sveitarfélag lög- sögu í Þórsmörk. Fljótshlíðarhreppur taldi sig hafa farið athugasemdalaust með þau mál í Þórsmörk sem sveitarfélögum séu falin, frá a.m.k. 1920. Héraðs- dómur Suðurlands féllst hins vegar á kröfu Eyfellinga sem töldu að náttúruleg mörk landsvæðis hrepp- anna lægju um Markarfljót og byggð sú sem var í Þórsmörk en lagðist af um árið 1200 hafi talist til Eyjafjallahrepps frá upphafi hreppaskipunar, án þess að síðar hafi verið gerðar á því breytingar. Þeirri niðurstöðu hratt Hæsti- réttur og vísaði málinu frá 30. sept- ember sl. „Ekki er vitað með neinni vissu hvenær byggð hófst á svæðinu eða hve lengi hún stóð. Er ekki sannað að svæðið hafi verið í byggð á þeim tíma er hreppskipun mynd- aðist og eru engar heimildir um það til hvaða hrepps svæðið var talið. Ekki þykir heldur unnt að láta rennsli Markarfljóts skera hér úr. Ber að hafa í huga breytingar á landslagi, veðurfari og samgöngum, en allt fram á þessa öld komu ferða- menn gangandi eða ríðandi í Þórs- mörk og eru heimildir fyrir því að leiðin þangað hafi oft legið um Fljótshlíð." Varðandi Fimmvörðuháls var deilan sprottin af fyrirætlunum um byggingu sæluhúss og snerist um hvort fjallaskálinn stæði á afrétti eða innan landamerkja jarðar og þar með innan staðarmarka sveitar- félags þess sem jörðin tilheyrði. Málið var ekki talið upplýst og því vísað frá. Byggð á stærð við Grinda- vík án sveitarstjórnar? Þessir tveir síðastnefndu dómar varða ekki beinlínis þá spurningu sem hér hefur verið velt upp, hvern- ig eignarhaldi á hálendinu sé háttað en þeir sýna hins vegar að það er ekki bara óvissa um hver eigi há- lendið heldur líka um hvaða sveitar- félagi stór svæði hálendisins til- heyri. Þar með leikur vafi á því hvaða stjórnvöld beri ábyrgð á veigamiklum verkefnum í almanna- þágu á svæðum á borð við Þórs- mörk, þar sem um síðustu helgina í júlímánuði ár hvert má gera ráð fyrir að saman sé komið álíka margt fólk og býr í kaupstað á stærð við Grindavík. Spurningin um stjórnsýslumörk sveitarfélaga á hálendinu er nú til úrlausnar hjá nefnd sem skipuð er fulltrúum þriggja ráðuneyta, fé- lagsmálaráðuneytis, dómsmála- ráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Skýr stjórnsýslumörk eru ein for- senda þess að hægt verði að hrinda í framkvæmd því verkefni sem fjall- að er um á fundum þriðju nefndar- innar sem nú fæst við málefni há- lendisins. Það er nefnd 12 héraðs- nefnda sem eiga land að miðhálend- inu. Þeim er ætlað að afmarka það svæði sem tekið verði til sérstaks- svæðaskipulags, til þess að skil- greina auðlindir hálendisins, leggja drög að verndun og nýtingu svæðis- ins og koma böndum á þá stjórn- lausu uppbyggingu mannvirkja sem átt hefur sér stað á hálendinu. í tengslum við undirbúning skipulagsins var gerð könnun á vegum skipulagsstofunnar Land- mótunar þar sem fram kom að um 350 byggingar hafi risið á hálend- inu. Þriðjungur hefur fengið bygg- ingaleyfi og svipað hlutfall hefur fráveitur sem viðunandi teljast. 90% þessara húsa hafa verið reist eftir 1960 og er um helmingur þeirra í einkaeign. Talið er að alls sé til gistirými í skálum fyrir 3.500 manns í því einskismannslandi sem er hálendi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.