Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ bveytzt út á við. Það er virkara á alþjóðlegum vettvangi en áður. „Hliiti af þeirri breytingu er hversu þekkt það varð árið 1980, er ég var kjörin. Menn tóku eftir að kona náði kjöri og þeim lék for- vitni á að vita hvers konar kona þetta væri. Að afloknum venjulegum boðsferðum til Norð- urlanda hófst mikill erill, því að fjölmargir aðrir fóru þá að bjóða mér heim sem fulltrúa íslands. Ég þaut um heiminn, meðal annars sem fulltrúi Norðurlandanna á sýningunum Scandinavia Today. Allt kallar þetta á að tala við blaðamenn og annað fólk og halda langar ræður um Norðurlönd. En maður er alltaf ís- lendingur og á þennan hátt gat ég komið ís- landi til skila. Um leið sagði ég frá mínum hugðarefnum. Þá fóru þeir, sem höfðu sömu hugðarefni, til dæmis umhverfismál eða mann- réttindamál barna, að skrifa mér og biðja mig að sækja margs konar atburði. í útlöndum er ég íslendingur, en með ákveðnar hugsjónir, sem ég reyni að vinna fylgi. - Víkjum aftur að samskiptum þínum við stjórnmálamenn. Tvö mál bar þar hæst vegna þess að þau voru óvenjuleg, undirritun bráða- birgðalaga um bann á verkfali fiugfreyja 1985 og undirritun laganna um aðild íslands að EES. Hljóp snurða á þráðinn í einhveijum öðrum tilvikum? NEI, ÞETTA eru einu málin. Allir, sem vilja frið, eru mjög leiknir í að sjá til þess að ekki komi til átaka. Hinn 24. október 1985, þegar tíu ára afmælis kvennafrídagsins var minnst, kom hins vegar vinátta mín við konur og metnaður fyrir þeirra hönd til sögu. Þegar ég kom í þetta embætti fór ég að kynnast betur kjörum kvenna í landinu almennt. Ég hef alltaf verið kvenréttindakona og viljað jafnrétti, en ég hef aldrei verið eins meðvituð um það og eftir að ég var kjörin forseti Islands. Þennan dag fannst mér talað niður til kvenna og litið nið- ur á þær. Metnaður minn fyrir konur stóðst ekki að undirrita bráðabirgðalögin þegjandi og hljóðalaust. Ég var heima á Bessastöðum þennan morg- un og það var komið til mín með lögin. Það gleymdist að segja mér frá því að þau væru á leiðinni, sem ég get nú alveg fyrirgefið, en skyndilega voru komnir til _mín menn, sem báðu mig um að undirrita. Ég bað um að fá að tala við forsætisráðherrann, Steingrím Hermannsson, en hann var þá eriendis og Halldór Ásgrímsson gegndi forsætisráðherra- starfi fyrir hann. Ég hafði gert upp við mig fyrir iöngu að bjátaði eitthvað á, myndi ég tala við forsætisráðherrann sem ábyrgðar- mann ríkisstjórnarinnar. Ég ætlaði að spyrja ráðherrann hvort ekki væri hægt að fresta því að skrifa undir lögin þar til eftir mið- nætti, því að þá var verið að minnast tíu ára afmælis kvennafrídagsins um allt land og við skulum ekki gleyma því að kvennafrídagurinn leysti úr læðingi styrk margra kvenna hér á íslandi. Ráðherrann kom um hádegisbil og þá var ljóst að hann taldi að þetta væri ekki hægt. Við svo búið skrifaði ég undir þessi lög, en ekki fyrr en hádegisfréttum var lokið, því að ég vildi að konur í landinu héldu upp á sinn dag án þess að þetta væri þeim efst í huga - og það gerðu þær.“ - Varst þú sátt við málalokin í þessu máli og EES-málinu eða fannst þér þín sjónarmið bíða lægri hlut? „Nei, langt frá því. Ég var að reyna að koma sjónarmiðum mínum til skila. Bæði málin hugleiddi ég mjög grannt og hef velt þeim fyrir mér fram og til baka. Það er aldr- ei hægt að leika þann leik til enda, hvað hefði gerzt ef ég hefði neitað að skrifa undir þegar EES-samningurinn var á ferðinni. Ég hef þá tilfinningu að menn hafi haft tilhneigingu til að einfalda málið. Það var geysilega flókið, en menn héldu í fullri einlægni að það væri einfaldara en það var. Það hefði getað haft mjög erfiðar afleiðingar fyrir okkur íslend- inga, því að það hefði orðið svo mikil upp- lausn. Það hefði heldur aldrei verið hægt að greina á milli um hvað var verið að kjósa. Það var geðshræringarhiti í fólkinu." - / sjónvarpsviðtali fyrir stuttu kom fram að þú hefðir íhugað að segja af þér vegna EES-málsins. Léztu ráðherra þáverandi ríkis- stjórnar vita af þessum hugleiðingum þínum? „Nei, það voru mínar innri hugsanir. En ég ræddi þær við trúnaðarmenn mína og setti leikinn upp í huganum; hvað gerist ef ... og hvað hugsar fólk ef ... hvernig bregzt fólk við ef ... Þetta er nákvæmlega eins og í skák. Ég ígrundaði mikið hvað áynnist með EES- samningnum og hvað tapaðist, hvar við yrðum útilokuð. Ég skoðaði það mikið í stórum drátt- um og lék leikinn áfram í skákinni, hvað gerð- ist ef við höfnuðum samningnum; hvað yrði til dæmis um flugmál, vísindasamstarf og menntun. - Þú nefnir þarna þætti, sem þér hefur væntanlega fundizt að yrðu í betra horfi ef samningurinn yrði samþykktur. En hvað um gallana á honum? Hvað settir þú fyrir þig? „Það eru tvær hliðar á öllum málum, bæði kostir og gallar. Ég kýs að fara ekki frekar í einstaka þætti samningsins hér og nú.“ - Það hefur komið fram að þér hafi fallið þungt að valda vinum þínum, fólki sem þér hafi verið kært, vonbrigðum með því að undir- rita EES-lögin. Fannst þér vera þrýst á þig af hálfu vina þinna? „Nei. Ég vissi bara um sjónarmið vina minna af því að ég ræddi svo mikið við þá. Ég var ekki beitt nokkrum þrýstingi. Til allrar ham- ingju á ég vini, sem eru mjög skarpir og ég ræddi við mjög skarpt fólk, sem talaði fyrir öllum hliðum málsins." - Þeirri skoðun virðist vaxa fylgi að 26. grein stjórnarskrárinnar, sem á þessum tíma var skorað á þig að nota, setji forsetann í raun í óheppilega stöðu vegna þess að með því að synja lögum um staðfestingu og knýja þannig fram þjóðaratkvæðagreiðslu sé hann kominn í andstöðu við þingið... „Hann er kominn í andstöðu við þingið, hvenær sem hann beitir þeirri grein. Þá verð- ur einmitt að hugsa hvað gerist ef forseti er kominn í andstöðu við Alþingi. Það verður líka að hafa í huga þann hluta 26. greinarinnar að lögin ganga í gildi. Þetta er upplausnar- ástand. Svo er kosið, og annaðhvort eru lögin áfram í gildi eða þau eru felld. Það er hinn viðkvæmi þáttur í greininni." - Hvað fmnst þér um tillögur, sem hafa komið fram á Alþingi, um að stjórnarskránni verði breytt þannig að forseti geti ákveðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál án þess að taka afstöðu til þess sjálfur, berist honum áskoranir frá tilteknum fjölda kjós- enda? „Fengi forseti áskoranir frá meirihluta kjós- enda ætti hann engra kosta völ, því að hann yrði að sinna lýðræðinu. Ég hygg þó að ef þingið fengi áskorun frá meirihluta kjósenda, yrði þingið að taka afstöðu áður en málið yrði samþykkt. Þetta _er ferli, sem verður að vera í ákveðinni röð. Ég tel hins vegar að það sé ágætt að hafa mann, sem getur gripið í taum- ana ef mjög mikið liggur við. Eg tek alltaf tvö dæmi um það undir hvaða kringumstæðum ég myndi neita að skrifa undir. Annað væri ef til dæmis, af einhveijum undarlegum orsök- um, yrði ákveðið að selja Vestmannaeyjar eða einhvern hluta landsins. Ég gæti ekki sam- þykkt það. Sama gildir um það ef af einhveij- um annarlegum ástæðum yrði ákveðið að beita dauðarefsingu." - Hvað finnst þér um þær aðstæður, sem forsetaembættinu hafa verið búnar af hálfu löggjafarvaldsins? Nú hefur til dæmis verið gagnrýnt að forsetaembættið hefur sum ár farið fram úr fjárveitingum sínum. Hefði mátt halda betur á fé hér eða var fjárveitingin ekki miðuð við aðstæður og nauðsynleg útgjöld? ÞETTA er vegna þess að fjárveitingin var ekki miðuð við aðstæður og nauð- synleg útgjöld. Það hefur verið reynt allt hvað af tekur að spara. Það er mikil aðhaldssemi hjá þessu embætti. Sum ár hafa liðir eins og viðhaldskostnaður bíla farið fram úr áætlun. Ég er nú svo íhaldssöm að ég hef ekki viljað skipta um bíla. Svo er við- gerðakostnaðurinn einn daginn orðinn svo mikill, að það ræðst ekki við það. Við höfum hvergi farið fram úr í neinu öðru.“ - Hver er þín afstaða til framkvæmdanna á Bessastöðum, sem fólk hefur haft mismun- andi skoðanir á? „Ég verð að vísa á Bessastaðanefnd í því máli. Ég fæst ekki til að gagnrýna samstarfs- menn mína þar, en þetta er algerlega á henn- ar ábyrgð. Fólk ruglar framkvæmdunum sam- an við minn embættisrekstur, en þær hafa ekkert með hann að gera að öðru leyti en því að ég hef fylgzt með þeim. Mér finnst synd að fóik skuli ekki vita að mikið fé hefur farið í uppgröft og verndun þjóðminja á Bessastöð- um. Við höfum fengið þar vitneskju um fortíð okkar, sem verður ekki metin til ljár. Hitt er annað, að það varð ekki dregið lengur frekar en með til dæmis Viðeyjarstofu, að gera við húsin. Við vissum auðvitað að þegar gólffjalir yrðu teknar upp, kæmu upp minjar. Og þær hefði þurft að kanna hvort eð var.“ - Nú hefur veríð ákveðið að flytja skrifstof- ur forsetaembættisins í mun rýmra húsnæði. Hefðir þú kosið að húsnæðisþröng embættisins yrði leyst fyrr, í þinni forsetatíð? „Við höfum verið ákaflega nægjusöm hér. Ég hef eina skrifstofu og svo höfum við þrjú herbergi í norðausturhorni Stjórnarráðshúss- ins og eitt herbergi uppi, sem forsætisráðu- neytið hefur látið okkur hafa. Það er kannski erfitt að trúa því, en við vinnum hér fimm manneskjur við þetta viðamikla embætti. Mér hefur liðið mjög vel hérna, það er prýði- leg samvinna í húsinu og við höfum skipulagt okkur þannig að við höfum komizt ágætlega af, þótt við höfum auðvitað fundið fyrir þrengslum.“ - Hvað finnst þér um þá tilhögun að forset- inn njóti skattfrelsis? Ef þú sjálf hefðir ráðið, en ekki þingið, hvað hefðir þú kosið? „Ég hefði kosið að forsetinn greiddi skatta, en fengi hærri laun. Það er það eina rétta í málinu. Það gleymist stundum að forseti fær laun, sem eru ákveðin af kjaradómi. Víst eru þetta góð laun, miðað við það sem fólk hefur í landinu, en það má ekki heldur gleyma því hvað þetta er mikil vinna. Forsetinn hefur þessi laun fyrir að vera stöðugt reiðubúinn og alltaf að vinna. Ef ætti að tíunda alla eftir- vinnu, sem ég vinn, á venjulegum launum, sem eru reyndar sárgrætilega lág í landinu, yrði að borga mér miklu hærri iaun. Ég lít reynd- ar svo á að ég borgi mína skatta í gegnum að ég er ekkert að telja eftir mér þótt eitt- hvað af mínum peningum fari í að veita fólki beina. Ég hef auðvitað risnu en ef það er eitt- hvað umfram hana, er ég ekki að tíunda það. Réttast er hins vegar að fólk horfi ekki upp á þennan embættismann, skattlausan, og haldi að hann sé í einhveijum munaði fyrir vikið.“ - Að síðustu: Hvað tekur nú við hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur eftir sextán erilsöm ár? „Þá byijar hún á því að vinda ofan af sér. Ég ætla að eyða tímanum, sem í hönd fer, í að taka til dæmis til í tölvunni minni. Hún er yfirfull af skjölum, öllu því sem ég hef verið að segja, semja og gera í áranna rás. Ég veit að margir vita af mér og vilja mitt liðsinni. Það er einkum í málum æskunnar, málum kvenna og umhverfismálum. Það er mikið kallað til mín í umhverfismálum, ég hef talað mikið fyrir þeim og þau eru þungavigtar- mál úti í heimi, sem ég er ekki viss um að íslendingar geri sér grein fyrir. Ég er víða í skemmtilegum félagsskap og á ótrúlega marga vini út um heim, fólk sem hefur verið að hlusta á skoðanir mínar. Það er mjög þægilegt að hafa skoðanir í þessum málaflokkum, því að þær þurfa ekki að snerta stjórnmálin og þurfa engan að móðga eða særa. Stjórnmálaskoðanir eru hins vegar næsti bær við að einhver taki það óstinnt upp. Ég sit nú á miklum friðarstóli, er komin til þess aldurs að ég vi) hafa frið í kringum mig.“ - Það er óhjákvæmilegt að þú verðir áfram áberandi persóna, bæði í þjóðlífinu og á a 1- þjóðavettvangi. Heldur þú að arftaki þinn þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af að þú skyggir á hann? „Nei, alls ekki. Ég verð ekki áberandi per- sóna með þeim hætti. Ég er að eðlisfari heid- ur fyrir það gefín að halda mig til hlés og er ekki fyrir að vera í sviðsljósinu. Það kemur hins vegar ósjálfrátt að maður verður að vera í sviðsljósinu í þessu starfi. Það er langt frá því að ég kvíði næstu árum. Þetta starf er ákaflega bindandi og ég hlakka til að svipta af mér þessari kápu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.