Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Yfirburðastaða á fimm árum BJÖRN Kristjánsson ásamt aðstoðarmanni sínum (t.h.) og sölustjóra Coca Cola í Ploesti. Morgunblaðið/Kjartan Magnusson BJORNINN IBUKAREST eftir Kjartan Magnússon EFTIR hrun Berlínarmúrs- ins og opnun Austur- Evrópu hófst mikil bar- átta milli alþjóðafyrir- tækja um markaði í þessum fyrr- verandi kommúnistaríkjum. Þessi áhugi er vel skiljanlegur enda um hundruð milljóna manna markaði að ræða. Sem stendur er kaup- máttur lítill í þessum löndum en fer þó vaxandi. Stórfyrirtækin leggja því mikla áherslu á að kom- ast inn á þessa nýju markaði og festa söluvöru sína í sessi á þeim sem fyrst. Flestar vestrænar vörur hafa til þessa verið nær óþekktar í Austur-Evrópu og því þarf að markaðssetja þær eins og um nýja vöru sé að ræða. VmSKffTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI Alþjóðlegu gosdrykkjafyrirtæk- in Coca Cola og Pepsi Cola hafa tekið þátt í þessari baráttu af slík- um krafti að stundum er sagt að þegar Kalda stríðinu hafi lokið í Aústur-Evrópu hafi annað stríð, Kólastríðið, hafist. Bjöm Kristjánsson er einn þátt- takenda í þessu stríði Hanr. er markaðsstjóri hjá Coca Cola Amat- il en það er umboðsfyrirtæki kóks og á Coca Cola Company meiri- hluta í fyrirtækinu. Amatil sér nú um átöppun, markaðssetningu og dreifmgu á kóki í Austur-Evrópu, mörgum löndum Asíu og Astralíu. Bjöm er yfir þróunardeild mark- j aðssviðsins í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, og öllum suðurhluta j landsins en á svæðinu búa samtals | tæpar 11 milljónir eða rúmlega helmingur landsmanna. Starf hans ! felst í yfímmsjón með markaðs- setningu á svæðinu sem felur í sér auglýsingar og kynningu á vöram fyrirtækisins. Þá skipuleggur hann auglýsinga- og söluherferðir og sér um að fylgja þeim eftir úti á mark- aðnum. ► Björn Kristjánsson, markaðssljóri hjá Coca Cola í Rúm- eníu, er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdents- prófi frá Verzlunarskóla íslands 1987 og prófi í viðskipta- fræði frá Babson College í Boston árið 1991 með markaðs- setningu og frumkvöðlafræði sem sérgrein. Sama ár var hann ráðinn til höfuðstöðva áfengisframleiðandans Glen- more DistiIIeries í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum þar sem hann vann um eins árs skeið. Björn kom heim til íslands árið 1992 og vann þá um hríð hjá Eldhöku hf., sem er í eigu fjölskyldu hans og flytur inn áfengi. Árið 1993 réðst hann til starfa hjá Coca Cola fyrirtækinu í Póllandi við markaðssetningu. í fyrra fluttist hann til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, þar sem hann gegnir starfi markaðs- sljóra þjá umboðsaðila Coca Cola. stjóri í söluskrifstofu Coca Cola í Krakow, annarri stærstu borg Pól- lands, sumarið 1993. Hann var fljótlega gerður ábyrgur fyrir sam- skiptum við nýja umboðs- og dreif- ingaraðila. Síðar tók hann við starfí markaðsstjóra fyrir Krakow og suðurhiuta Póllands, en íbúar svæðisins era um sjö milljónir. 30 ár aftur í tímann Það er fallegur dagur í maí og 30 stiga hiti þegar við Björn setj- umst niður í íbúð hans í miðborg Búkarest. Þegar ég spyr hvort honum fínnist ekki óþægilegt að vinna í svo miklum hita svarar hann því til að hann fínni ekki veralega fyrir því fyrr en í júlí eða ágúst þegar hitinn fari í 40 stig. Ég flýti mér að skipta um umræðu- efni og spyr Björn af hvetju hann hafí sótt um starf við að markaðs- setja kók í Austur-Evrópu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kókfyrirtækinu og drykkjarvöru- markaðnum almennt. Það er ekk- ert undarlegt ef haft er í huga að afí minn, Bjöm Ólafsson, stofnaði Vífílfell hf. á sínum tíma. Að loknu námi hóf ég strax störf fyrir áfeng- isframleiðanda í Bandaríkjunum og síðar hjá fyrirtæki í eigu fjöl- skyldu minnar, sem framleiddi og flutti inn áfengi. Ég hafði hins vegar meiri áhuga á að vinna fyr- ir stærsta drykkjarvöruframleið- anda í heimi og sótti um starf hjá Coca Cola Company. Þeir buðu mér starf við markaðssetningu í Austur-Evrópu og var ég ekki seinn á mér að þiggja það.“ Uppbygging markaða Bjöm segist strax hafa séð að þama var um spennandi tilboð að ræða. Það hafi verið einstakt að fá að vinna í landi þar sem er ver- ið væri að byggja upp framleiðslu, markaðssetningu og dreifingu á kóki einS og um nýja vöru væri að ræða. „A þeirri öld sem liðin er frá því að kók kom á markað hefur það sigrað stóran hluta heimsins. í Ameríku og Vestur- Evrópu er varan orðin mjög þekkt og þar er reynt að auka söluna á þeim forsendum. Víðast hvar í Austur-Evrópu var kókið hins veg- ar óþekkt þegar Berlínarmúrinn hrundi og því þurfti að byggja markaðina þar upp frá granni og beita allt öðrum aðferðum en t.d. á íslandi eða í Bandaríkjunum." Bjöm hóf störf sem verkefna- - Var Pepsi ekki með yfirburða- stöðu á kólamarkaðnum í Austur- Evrópu við hrun Berlínarmúrsins? „Jú, það má segja það. Pepsi- fyrirtækið náði samningum við kommúnistastjórnir í flestum Austur-Evrópuríkjum þegar Nixon var forseti Bandaríkjanna um framleiðslu á Pepsi og náði þannig útbreiðslu. Margir urðu til að spá því að kók myndi seint eða aldrei ná að vinna upp þetta forskot. Raunin hefur hins vegar orðið sú að á aðeins fimm árum hefur kók náð yfírburðastöðu í öllum löndum Austur-Evrópu nema Ungveija- landi. Árangurinn hefur orðið einna mestur í Rúmeníu en nú er talið að Coca Cola og aðrir drykk- ir fyrirtækisins séu með 68% hlut- deild á gosdrykkjamarkaðnum þar, Pepsi um 22% og aðrir framleið- endur um 10%. Í fyrra drakk hver Rúmeni að meðaltali 12 lítra af kóki og í ár er stefnt að því að meðalneyslan fari í 15 lítra. Til samanburðar má geta þess að meðalneyslan í Austur-Evrópu var um átta lítrar í fyrra og meðaltal- ið yfír alla Evrópu 14 lítrar. Meðal- íslendingurinn drekkur hins vegar tæpa 80 lítra en eins og allir vita eigum við heimsmet í kókdrykkju miðað við fólksfjölda. Vaxtar- möguleikarnir eru miklir í Rúme- níu og við stefnum að því a.m.k. að tvöfalda söluna fyrir aldamót." - Hvernig stendur á því að þessi árangur hefur náðst á aðeins fímm árum; nú var Pepsi með markaðs- ráðandi stöðu? „í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Pepsi taldi sig vera í draumastöðu þar sem það hafði komið til Austur-Evrópu tuttugu árum á undan kók en það var einn- ig Akkilesarhæll þess. Austur-Evr- ópubúar tengja Pepsi ósjálfrátt við gamla tímann, kommúnismann og eymdina eða þá hluti, sem þeir vilja losna við sem fyrst. Kók kom til Austur-Evrópu um leið og múrarnir hrandu og vestræn áhrif flæddu yfir. Pepsi var með þreytta ímynd enda var það framleitt og markaðssett af ríkisreknum fyrir- tækjum. Kók kom hins vegar inn á markaðinn eins og ferskur and- blær, með allt nýtt; nýjar flöskur, nýjar verksmiðjur, og öðra vísi auglýsingar.“ Mikil Ameríkudýrkun í Austur-Evrópu - Voru ekki mikil viðbrigði fyrir „ameríkanseraðan “ íslending eins og þig að hefja störf í Póllandi? „Jú, svo sannarlega. Að koma til Austur-Evrópu var eins og að fara 30 ár aftur í tímann. Maður þurfti oft að bíða heilan dag eftir símtali eða faxi og stofnanahug- arfarið var alls staðar ráðandi. Ástandið fer smám saman batn- andi en er þó enn langt frá því að fullnægja vestrænum kröfum. Þá er vinnumórallinn í þessum löndum kapítuli út af fyrir sig og mjög frábrugðinn því sem ég hafði áður- kynnst. Efnahagskerfi landanna var miðstýrt undir kommúnisman- um og það gerði að verkum að framleiðni var lítil sem engin og þeim, sem stóðu sig vel var ekki umbunað í samræmi við það. Þessi deyfð leiddi út í þjóðfélagið og drap niður dug í fólki. Þegar Aust- ur-Evrópa opnaðist komust er- lendir fjárfestar að því að starfs- menn almennt höfðu lítinn vinnu- vilja. Hér í Rúmeníu eru t.d. 80% háskólamenntaðra manna annað hvort verkfræðingar eða lyfja- fræðingar vegna þess að Ceau- sescu lagði ofuráherslu á þá menntun. Hins vegar var við- skiptafræðimenntun lítið sem ekk- ert sinnt og hugarfarið er eftir því. Venjulegt fólk skilur t.d. ekki þá hugsun að fyrirtæki vilji auka viðskiptin og stækka.. Þetta er nú að breytast og við leggjum mikla áherslu á að þjálfa starfs- fólkið.“ - Maður kemst ekki hjá því að taka eftir mikilli Ameríkudýrkun hér í Rúmeníu. Spilið þið mikið á hana í auglýsingum ykkar? „Já, við geram það. Rúmenar og aðrir Austur-Evrópubúar dýrka allt sem amerískt er. Það kom mér á óvart þegar ég hóf störf í Pól- landi enda höfðu gömlu valdhaf- amir haldið því að fólki í næstum 50 ár að Bandaríkjamenn væra blóðþyrst óviniaþjóð og Bandaríkin land eymdar og mannvonsku. Manni fannst þessi dýrkun vera mikil í Póllandi en hún er meiri í Rúmeníu. Eftir fall múrsins hafa Austur-Evrópubúar sótt mjög í allt, sem amerískt er. Það kemur ekki á óvart að amerískar kvik- myndir skuli vera vinsælasta efnið í sjónvarpinu og bíóunum en nú er svo komið að meirihluti þeirrar tónlistar sem spiluð er á rúmensk- um útvarpsstöðvum er einnig am- erískur. Það er ótrúlegt hvað ýms- ar bandarískar vörur, og þá á ég ekki bara við kók, hafa átt auð- velt með að ná fótfestu á rúm- enska markaðnum. Bandaríkin hafa á sér ímynd frelsis, mannrétt- inda, tækifæra og allsnægta. Sú hnynd skiptir ekki litlu máli meðal Rúmena, sem hafa verið langkúg- aðir og eru enn mjög fátækir. Fyr- ir utan öll sendiráð vestrænna ríkja era langar biðraðir af fólki sem dreymir um betra líf og reynir með öllum ráðum að fá vegabréfsáritun. Þessi Ameríkudýrkun hjálpar okkur mikið og ég man vel eftir því hvað hún kom mér á óvart þegar ég hóf störf í Póllandi. Starf mitt fólst þá meðal annars í því að dreifa kókauglýsingum í versl- !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.