Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 23 Víðast hvar í Austur- Evrópu var kók óþekkt þegar Berlínarmúrinn hrundi og því þurfti að byggja markaðina þar upp frá grunni og beita allt öðrum aðferðum en t.d. á íslandi eða í Bandaríkjunum. anir og var eftirspurnin langt um- fram framboðið. Pólsku kaup- mönnunum fannst það hins vegar mikill heiður að fá slíkar auglýs- ingar. Lítill límmiði í glugga gat bjargað deginum hjá þeim. Á Is- landi og í Bandaríkjunum er vanda- málið að koma slíkum auglýsingum út en í Póllandi var það skortur á þeim sem háði okkur.“ Mikil áhersla lögð á markaðsrannsóknir BJÖRN úti á markaðnum. Hér lítur hann eftir kó- kauglýsingum á aðaljárnbrautarstöðinni í Búkarest. mjög góðum stað og ekki var ann- að þorandi en láta menn gæta þeirra á nóttunni. í fyrra ákváðum við að setja upp fjölda auglýsinga- skilta við þjóðveginn, sem liggur milli Búkarest og Ploesti. Sam- keppnisaðili okkar fékk ávæning af þessu og kom daginn eftir að verkið hófst til að fylgjast með framkvæmdum. Þeir voru á nokkr- um bílum með talstöðvar og fylgdu okkar markaðsfulltrúum grannt eftir til að reyna að sjá hvaða stæði við hefðum tryggt okkur og við hvaða verslunareigendur við vær- um að semja. Þá töfðu þeir fyrir okkar mönnum með því hefta för kókbílanna. Þessi togsreita magn- aðist síðan stig af stigi þar til að einn starfsmaður samkeppnisaðil- ans barði mann frá okkur og reif niður skilti, sem hann var að koma fyrir. Okkar maður svaraði ekki fyrir sig enda ríkja strangar siða- reglur innan kókfyrirtækisins, sem banna slíkt. Þetta dæmi sýnir hve harkan er mikil í þessari sam- keppni.“ Þrátt fyrir harða samkeppni og miklar kröfur kann Bjöm vel við sig í þjónustu Coca Cola og hyggst starfa áfram á þeim vettvangi. Hann segist fá mikið út úr því að fylgjast með uppbyggingu rúm- enska markaðarins en veit þó ekki hve lengi hann verður við störf í Rúmeníu. Enginn markaður er mettaður - Er endalaust hægt að auka markaðshlutdeild Coca Cola í heiminum? „Maðurinn þarf tvo lítra af vatni á dag. Coca Cola fyrirtækið stefnir að þvi að fullnægja þessari vatns- þörf í formi kóks og á meðan því takmarki hefur ekki verið náð er enginn markaður mettaður í okkar augum. Sumir halda að elsti mark- aður kóks, Bandaríkjamarkaður, sé orðinn mettaður en staðreyndin er sú að þar fer neyslan vaxandi ár frá ári. Kók er stærsti drykkjar- framleiðandi í heimi en samt nem- ur salan aðeins þremur sentilítrum á hvern jarðarbúa á dag. Við þurf- um því ekki að kvíða verkefnas- korti á næstunni,“ segir Björn og brosir. Stór hluti af núverandi starfi Björns felst í að ákveða hvernig standa skuli að markaðssetning- unni í Rúmeníu. Hann ber markað- inn saman við aðra markaði og ákveður síðan í samvinnu við sam- starfsmenn sína hvaða umbúðir skuli mest áhersla lögð á að selja og hvaða hópa eigi helst að ná til. „I Austur-Evrópu verður að leggja mikla áherslu á að greina og rann- saka markaðinn enda hefur kókið verið markaðssett hérna eins og ný vara. Þessi þáttur er mikilvæg- ari en á mettaðri mörkuðum, meiri „challenge" ef ég má orða það svo. Hér þurfum við að finna alla nýju kúnnana. í upphafi þurftum við að kynna vöruna og þá lögðum við mikla áherslu á litlar og með- færilegar umbúðir eða 19 sentilítra flöskur. Þegar við töldum vöruna vera orðna nógu vel kynnta lögðum við áherslu á 25 sentilítra flöskur og síðan enn stærri umbúðir. Segja má að þessu ferli hafi lokið síðasta haust en þá tók ég að mér að stjóma kynningarherferð fyrir tveggja lítra kókflöskuna. Sala hennar hefur farið langt fram úr björtustu vonum og nemur nú rúm- um þriðjungi af heildarsölunni á mínu svæði.“ Dæmigerður vinnudagur hjá Birni er þannig að hann er kominn í vinnuna um klukkan átta og fund- ar þá með helstu samstarfsmönn- um sínum á markaðssviði. Hann leggur þeim línurnar en síðan fara þeir út á markaðinn að semja við dreifingaraðila. Síðan fundar hann með öðrum yfirmönnum og sinnir símtölum og bréfaskriftum eða lít- ur eftir gangi einstakra verkefna. Eftir hádegi fer Bjöm gjarnan sjálfur út í borgina, ekur um, fund- ar með stómm dreifingaraðilum og fylgist með því hvernig mark- aðssetningin gengur. Hann lítur inn í stórmarkað, leitar að heppi- legri staðsetningu fyrir auglýs- ingaskilti og fylgist með uppsetn- ingu skilta á stöðum, sem þegar hafa verið teknir á leigu. Barsmíðar á þjóðveginum Baráttan milli Coca Cola og ann- arra framleiðenda er hörð og óvægin og fyrir kemur að óvönduð- um meðulum sé beitt. „Það er tölu- vert um að auglýsingaskilti frá okkur séu skemmd eða eyðilögð. Nýlega settum við upp dýr skilti á -kjarni málsinsí SERHÆFÐUR BUNAÐUR I GONGUFERÐIR GONGUSKOR Cristalio Vandaðir leðurskór með sympatex 840 gr, fjaðrandi sóli. Kr. 13.600 léttir og mjúkir. þyngd 560gr. Sympatex með fjaðrandi sóla.Tilboð Kr. 9,900 - TJOLD Cyc ist ver& 2 manna 3,1 Kg. 9.900.- Frábært verð 2 manna 2,2 Kg. 15.250.- Mjög létt 2 manna 3,4 Kg. 17.900,- Mjög stðöðugt s £ Vango göngu- fatnaður 15% afsláttur Hlífðar- fatnaður úr Entrant Gll er mjög vatnsheldur með frábæra útöndun. Margar gerðir af bæði jökkum og buxum. Sunway göngubuxurnar eru þekktar fyrir frábæra eiginleika; vatnsfrá- hrindandi léttar og þægilegar úr teyjuefni sterkar og vandaðar þorna á svipstundu! NÆRFATNAÐUR frá Duofoid Thetmastat efnið frá DuPont er eitt besta efni sem til er í nærfatnað sem ætlaður er í gönguferð. Thetmastat dregur raka frá húðínni og þornar á svipstundu. Thetmastat lyktar ekki illa. Buxur frá 2.900.- Bolir frá 2.900,- ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR BAKPOKAR Denali 60 og 70 lítra með nýtt kerfi til stillingar á bak hvers og eins. 60L. þyngd: 1,9kg. kr. 15.900 70L. þyngd: 2,0kg. kr. 16.900 Pumory 65 Vinsæll bakpoki í lengri ferðir, fáanlegur fyrir bæði kynin Þyngd: 2,1 kg. kr. 9.860.- SVEFNPO Ultralite ISOO -I0°C, þyngd 1,5 kg. Frábært verð kr. 6.300.- Denali Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200 Opið á fimmtudagshYöldum til kl. 2 I Ultralite 900 Sérlega léttur og fyrirferðalítill sumar svefnpoki með Microloft fyllingu -5°C,þyngd 850 gr. Kr. 9.350.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.