Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR/Sambíóin og Háskólabíó hafa tekið til sýninga eina af stórmyndum sumarsins. Tom Cruise er í aðalhlutverki og Brian DePalma við stjórnvölinn í Mission: Impossible. Meðal aukaleikara er Jon Voight. Ving Rhames - Jean Reno - Emmanuelle Beart- Jon Voight. Fjall- myndar- leg ráð- gáta LEIKARINN Tom Cruise hef- ur lagt sig allan fram um það undanfarin ár að ávinna sér virðingu. Hann lék í skugga Paul Newmans í Colour of Mon- ey og Dustin Hoffmans í Rain Man en hefur undanfarin fimm ár lagt hart að sér í hlutverkum í myndum á borð við Born on the Fourth of July, sem baráttu- maður, og reiður lögfræðingur í A Few Good Men. Ekki má heldur gleyma blóðsugunni í Interview With the Vampire. Cruise er nú ein tekjuhæsta kvikmyndastjarna heims og með Mission: Impossible hefur hann enn sýnt að fyrir peningamenn- ina i Hollywood er hann ávísun á gróða. Tom Cruise er að vissu leyti ráðgáta. Hann er hvorki hávax- inn né með fagran vangasvip en þegar horft er beint í andlit hans virðist hann allt að þvi fja.ll- myndarlegur. Auk þess er hann skýrmæltur, kurteis og skarpur, allt í senn. Ekki óttast hann ótroðnar slóðir eins og til dæmis myndina Interview With the Vampire og áhættan sem hann tók með hlutverkavalinu virðist hafa borgað sig. Mörgum þótti myndin léleg en Cruise góður. Cruise sló í gegn árið 1981 þegar hann lék Iéttruglaðan her- mann í myndinni Taps. Risky Business og Top Gun fylgdu í kjölfarið og þar með var hann orðinn stórstjarna rétt liðlega tvítugur. Mynd Scorseses, Color of Money og mynd Levinsons, Rain Man, juku orðspor hans sem þungavigtarleikara, og fyr- ir leik sinn í mynd Olivers Stone, Born on theFourth of July, hlaut hann Óskarsverðlaunatil- nefningu. M.a. annarra mynda Cruise má nefna Cocktail, Days of Thunder, AII the Right Moves og The Outsiders. Mission: Im- possible er fyrsta myndin sem hann framleiðir sjálfur en hann hefur áform um frekari afrek á því sviði eins og margir leikarar í þeim stjörnuflokki sem Tom Cruise tilheyrir. Tom Cruise er kvæntur leik- konunni Nicole Kidman. Þau skötuhjúin tilheyra ásamt John Travolta og fjölmörgum öðrum kvikmyndastjörnum söfnuðinum Church of Scientology og líta á mann að nafni L. Ron Hubbard sem andlegan leiðtoga sinn. TOM Cruise og Brian De Palma. uiioiiiii co ocumcno UHdHHLtu úuiuirun verulega föðurlandssvikara úr greni sínu á sama tíma og þau snúa á vopnasala sem vill kaupa listann dýra yfir njósnara í Evrópu. Ethan er snillingur í að dulbúast og í meðförum Cruise verður hann ákveðinn og úrræðagóður náungi, sem leggur meiri áherslu á hug- kvæmni en ofbeldi en er engu að síður trúverðug hasarhetja. Mission: Impossible er ein hinna sannkölluðu stórmynda þessa stór- myndasumars, uppfull af spennu- og tæknibrelluatriðum sem leikstjórinn Brian De Palma útfærir af list. Handrit myndarinnar er gert af tveimur þekktustu hansdritshöfund- um Hollywood, David Koepp og Ro- bert Towne. De Palma og Koepp, sem skrifaði handritið eftir bók Cric- htons um Jurassic Park, unnu saman við gerð Carlito’s Way, og Robert Towne, höfundur Chinatown, og Tom Cruise unnu saman við The Firm. Mission: Impossible ber handrits- höfundunum fagurt vitni því eins og ekta spennumynd ber er atburða- rásin svo hröð að gloppumar í sögu- þræðinum eru yfirleitt gleymdar áður en áhorfandinn hefur áttað sig á þeim til fulls. Fléttumar og flókinn söguþráðurinn eru heidur ekki svo miklar áð meðaláhorfandinn eigi ekki að vera búinn að sjá út hvert illmennið er áður en Ethan og félag- ar gera sér grein fyrir hinu sanna. Handritið er hins vegar ekki aðal þessarar myndar heldur handbragð Brian DePalma, þessa höfundar Scarface, The Untouchables, Carrie, Dressed to Kill, Wise Guys, Raising Cain og Carlito’s Way, sem blóð- mjólkar hvert augnablik þar sem möguleiki er að koma eftirvæntingu, taugaspennu og hættu til skila. Lokaatriði myndarinnar fer t.d. í safn sígildra DePalma atriða, á borð við barnavagnssenuna í The Unto- uchables, en þá er háð einvígi á þaki lestar sem geysist áfram. Sennilega er þetta í 1.001 skiptið sem lokasena í kvikmynd gerist á lestarþaki og oftast hafa þá hetjan og óþokkinn verið í slagsmálum upp á líf og dauða. Svo er ekki hér því að í Mission: Impossible er hetjan dauðhrædd og á fullt í fangi með að það að detta ekki af lestinni. Þessi mynd er áreiðanlega mikil- væg fyrir Brian De Palma, sem hef- ur átt brokkgengan ferii. Enginn efast um snilld hans sem leikstjóra en myndir hans hafa ekki allar fallið í kram almennings. Hann þurfti því á því að halda að fá að vinna með stórstjömu á borð við Tom Cruise. Cruise er heilinn á bak við gerð myndarinnar og framieiðandi henn- ar ásamt konu að nafni Paula Wagn- er. De Palma var óskaleikstjóri Cru- ise og reyndist fús til samstarfsins. Ástæðan var sú að Cruise treysti De Palma einum fyrir því að gæða myndina trúverðugri tilfinningalegri spennu. Islandsvinurinn Jon Voight, heimsþekktur úr myndum á borð við Midhight Cowboy, Coming Home og Runaway Train, var fenginn til þess að leika Phelps. Voight talar um þá félaga Cruise og De Palma sem tvo aðalhöfunda myndarinnar. „Þetta eru toppnáungar, reyndir í því að búa til stórmyndir og í raun þrau- treyndir stórmeistarar. Þeir em klár- ir og skemmtilegir menn, og algjörir orkuboltar. “ Ving Rhames, sem margir muna sennilega eftir sem Marcellus í Pulp Fiction leikur annan félaga Ethans, Luther. Hann segir að Brian De Palma sé óskaleikstjóri leikaranna. „Ég treysti honum. Ég hef unnið með honum áður, í Casualties of War, óg það er auðvelt. Hann veit hvað hann vill en er líka opinn fyrir því að leikaramir leggi eitthvað af mörkum." Rhames segir hins vegar að Tom Cruise sé eins og opinn taugaendi. „Hann bregst við öllu áreiti. Það finnst mér gott, ég hef unnið með mörgum leikurum sem eru svo ákveðnir fyrirfram í því hvernig eigi að leika atriði að ef út af er brugðið með tilfínningar per- sónanna þá geta þeir ekki tekist á við það. Tom er hins vegar til í að vinna úr því sem að honum er rétt. Þess vegna er auðvelt að vinna með honum og andrúmsloftið í kringum hann er jákvætt." Leikaraliðið í myndinni er glæsi- legt og af ýmsu þjóðerni. Auk þess- ara þriggja Bandaríkjamanna eru þar m.a. franska fegurðardísin Em- manuelle Beart (Un Coeur en Hi- ver), landi hennar Jean Reno (Leon), hinar bresku Kristin Scott-Thomas (Four Weddings ..) og Wanessa Redgrave, ásamt litháísku leikkon- unni Ingeborge Dapkunaite og hin- um rúmenska Ion Caramitru. Þetta gengi vann saman við tökur í Prag og London þar sem meiri hluti myndarinnar var tekinn. Það er ekki margt við yfirbragð myndarinnar sem minnir á fyrir- rennara hennar, hina vinsælu sjón- varpsþætti sem sýndir voru vestan- hafs 1966-1973 og hérlendis upp úr 1970. Þó er tónlistin byggð á fyrirmyndinni, þar á meðal titillag myndarinnar, sem í útgáfu hryn- sveitar U2 hefur verið í efstu sætum vinsældalista vestan hafs og austan undanfarnar vikur. IMISSION: Impossible leikur Tom Cruise Ethan Hunt, út- sendara háleynilegrar deildar í CIA, sem fær til meðferðar þau verkefni sem aðrir telja að eng- inn geti leyst. Stjórnandi sveitarinn- ar sem Ethan tilheyrir er Jim Phelps (Jon Voight). Þeir fá það verkefni að fara til Prag og koma í veg fyr- ir að lista yfir njósnara í Evrópu verði stolið en þeim mistekst hrapal- lega. Áður en varir er Ethan orðinn flóttamaður á harðahlaupum undan CIA, sem telur að hann sé gagn- njósnari sem hafi svikið föðurlandið. Til þess að bjarga sjálfum sér verð- ur Éthan að grafast fyrir um hver sé í raun og veru svikarinn sem gengur undir dulnefninu Job. Þetta getur hann þó ekki einn og fær til liðs við sig Claire (Emmanu- elle Beart), sem einnig verður að fara huldu höfði eftir klúðrið í Prag. Með aðstoð tveggja annarra útlaga, þar á meðal Luther (Ving Rhames) takast þau á við enn eitt verkefnið, sem virðist óframkvæmanlegt í fyrstu. Meðal þess sem þau þurfa að takast á við er að bijótast inn í höfuðstöðvar tölvudeildar CIA í Langley í Virginia, svæla hinn raun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.