Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 39 I DAG Árnað heilla OflÁRA afmæli. Áttræð O V/er í dag, sunnudaginn 28. júlí, Guðbjörg Runólfs- dóttir, Auðsholti, Ölfusi. Hún tekur á móti gestum á útihátíðarsvæði Auðsholts í dag kl. 15. A fkÁRA afmæli. Árni LXVf Sigfússon, borgar- fulltrúi og framkvæmda- sljóri, verður fertugur þriðjudaginn 30. júlí. Hann býður gesti velkomna til móttöku í félagsheimili Raf- veitunnar við Elliðaár á þriðjudaginn kl. 17-19. verður Guðný Hreiðars- dóttir, Þrastanesi 3, Garðabæ, sjötíu og fímm ára. Hún verður með opið hús í Oddfellowhúsinu v/Vonarstræti frá kl. 20 á afmælisdaginn og vonast til að sjá sem flesta ættingja og vini. Ljósm. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí sl. í Víðistaða- kirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Soffía Jóhannes- dóttir og Hafþór Hall- grímsson. Heimili þeirra er í Blöndubakka 11, Reykja- vík. ^rVÁRA afmæli. Þriðju- I V/daginn 30. júlí nk. verður sjötugur Magnús Guðmundsson, rekstrar- stjóri hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu á Drangsnesi að kvöldi af- mælisdagsins 30. júlí. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni íris Kristj- ánsdóttir og Ásgeir Þór Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Kaplaskjólsvegi 89, Reykjavík. HÖGNIHREKKVÍSI ÉG er að reyna að muna VERTU alveg rólegur, þetta er ekki tannlæknir- livað við gerðum í gær. inn, heldur bara Arnór sem gerir við tækin hér. STJÖRNUSPÁ eftir Franees Drake * LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert stórhuga og leggur hart að þér til að ná settu marki. Hrútur (21.mars- 19. apríl) ** Þér leiðist tilbreytingarleysi, og þú hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. í kvöld ættir þú að bjóða heim góðum gestum. Naut (20. apríl - 20. maþ Þróun mála í vinnunni á bak við tjöldin hefur verið þér hagstæð og framtíðin lofar góðu. Þér er því óhætt að slaka á í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) Greiðsla, sem þú áttir von á, lætur á sér standa, og ágreiningur getur komið upp milli vina. Þú þarft á þolin- mæði að halda. Krabbi (21. júnf — 22. júlf) Þú hefur í mörg horn að líta heima í dag, og lítill tími gefst til að blanda geði við aðra. En í kvöld mátt þú eiga von á gestum. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú ættir frekar að skreppa í heimsókn tii vina en að bjóða heim gestum í dag. Njóttu svo kvöldsins heima með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þeir sem eru á faraldsfæti í dag ættu að reyna að hafa hemil á útgjöldunum, og fara að öllu með gát í helgarum- ferðinni. (23. sept. - 22. október) Þér gefst tími útaf fyrir þig árdegis til að sinna einka- málunum, en síðdegis átt þú svo góðar stundir með fjöl- skyldunni. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér gengur vel að leysa heimaverkefni, sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Svo gefst tími til að skemmta sér þegar kvöldar. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú notar frístundirnar til að ganga frá ýmsum lausum endum heima í dag. Ágrein- ingur milli vina getur spillt skemmtun kvöldsins. Steingeit (22.des. - 19.janúar) Þú skemmtir þér vel í hópi vina og vandamanna í dag, og að loknum annasömum degi er gott að slaka á heima með fjölskyldunni. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Þú ert með einhveijar efa- semdir varðandi vinnuna, en að öðru leyti er bjartsýni ríkj- andi. Njóttu hvíldar heima í kvöld. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Fjárhagurinn hefur farið batnandi, og þú hefur styrkt stöðu þína í vinnunni, en eyddu samt ekki of miklu í skemmtanir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FREDRIK Norén fyrir miðju ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er efnilegnstu ungu djassleikurum Svíþjóðar. Fredrik Norén í Leikhúskjallaranum KVINTETT sænska trommuleikar- ans Fredriks Norén heldur tónleika í Leikhúskjallaranum næstkomandi þriðjudagskvöld. Tónleikarnir eru á vegum RúRek djasshátíðarinnar og verða þeir nokkurs konar upphitun fyrir RúRek ’96 sem hefst 22. sept- ember næstkomandi. Fredrik Norén hefur verið kallaður Art Blakey Norðurlanda því hann hefur alltaf ráðið í hljómsveit sína efnilegustu ungu djassleikara Svíþjóðar. Norén hefur einu sinni áður leik- ið á íslandi með hljómsveit sinni á vegum Jazzvakningar árið 1980. Þeir sem skipa hljómsveitina nú eru trompetleikarinn Magnus Broo, tenórsaxófónleikarinn Fredrik Ljungkvist, píanistinn Daniel Karls- son og bassaleikarinn Filip August- son. Var hljómsveitin valin besta djasshljómsveit Svíþjóðar í fyrra af sænskum djassgagnrýnendum. Fredrik Norén Band leikur bíbopp og á efnisskránni má finna verk eftir jafn ólíka djassleikara og Lars Gullin og Thelonius Monk auk frumsaminna verka. Norén er 55 ára og hóf feril sinn 1960. Hann lék með mönnum á borð við Bent Hallberg, Ben Webst- er og Dexter Gordon áður en hann gekk til iiðs við Lars Gullin. Með honum lék hann á árunum 1969- 1976. 1978 stofnaði hann eigin hljómsveit í stíl Jazz Messengers Art Blakeys og hefur æ síðan verið á faraldsfæti. Vantar þig VIN að tala við? VINALÍNAN Vinur í raun! 561 6464 • 800 6464 Til sölu Mercedes Benz 230 CE Sportline, árg.1993, svartur, ekinn 36 þús. Vel útbúinn bíll. Verð 3.750.000. Lokafl mánudaginn 29. ágúst Útsalan hefst á þriðjudaginn kl. 7.00 Toppskórinn VELTUSUNDI ■ SÍMI: 552 1212 VIÐ INGÓLFSTOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.