Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 52
<Ö> AS/400 Mikid úrval viðskiptahugbúnaðar CQ> NÝHERjl MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 28. JULI1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjórir skipveijar björguðust þegar kúfiskveiðibáturinn Æsa ÍS sökk í Arnarfirði „ÉG HÉLT að þetta væri mitt síð- asta, en við þá hugsun reiddist ég heiftarlega. Mér fannst alls ekki tímabært að deyja, ég vildi ekki yfir- gefa kærustu mína og fjölskyldu. Ég átti eftir að gera svo margt,“ segir Jón Gunnar Kristinsson, skip- vetji á Æsu ÍS, sem sökk í Arnar- firði á fimmtudag. Jón Gunnar kaf- aði undir sökkvandi bátinn til að losa gúmbjörgunarbát og nokkrum mín- útum síðar sökk Æsa. Félagi hans, Hjörtur Rúnar Guðmundsson, var í koju þegar bátnum hvolfdi. Honum tókst að komast út, en Æsa var þá komin alveg á hvolf og full af sjó. Hörður Sævar Bjarnason skipstjóri var í brúnni og Sverrir Halldór Sig- urðsson stýrimaður í klefa undir þilj- um. Þeir fórust með bátnum. Jón Gunnar segir að hann, Krist- ján Torfi Einarsson og Önundur Páls- ^ ^son hafi verið á dekki að klára að ganga frá. „Plógurinn var uppi og við vorum að ganga frá barkanum sem dælir sjó að veiðarfærinu. Bát- urinn var í beygju, til að losa bark- ann frá kjalsoginu, en allt í einu átt- aði ég mig á að hann hallaði mjög óeðlilega og ég greip í lunninguna til að detta ekki. Hallinn jókst sífellt og ég, Kristján Torfi og Önundur klifruðum yfir Iunninguna og geng- um upp síðuna á meðan báturinn valt. Þetta gerðist allt á tæplega Vigdís Finnbogadóttir Hefði kosið að forseti greiddi skatta FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, segir í viðtali við Morgunblaðið að hefði hún ráðið, en ekki Alþingi, hefði hún kosið að forseti greiddi skatta. Forseti íslands nýtur nú skattfrelsis og hafa tillögur um breytingu á því fyrirkomulagi ekki náð fram að ganga á Alþingi. „Eg hefði kosið að forsetinn greiddi skatta, en fengi hærri laun. Það er það eina rétta í málinu,“ segir Vigdís. Hún segir réttast að „fólk horfi ekki upp á þennan embættismann, skattlausan, og haldi að hann sé í einhverjum munaði fyrir vikið.“ I andstöðu við þingið með beitingu 26. greinarinnar Forseti segist í viðtalinu taka undir þá skoðun að með því að beita 26. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að forseti geti synjað staðfestingar á lagafrum- varpi, og fari þá fram þjóðarat- kvæðagreiðsla sé forseti settur í erfiða stöðu og í andstöðu við Al- þingi. „Hann er kominn í andstöðu við þingið, hvenær sem hann beit- ir þeirri grein. Þá verður einmitt að hugsa hvað gerist ef forseti er ..kominn í andstöðu við Alþingi. Það verður líka að hafa í huga þann hluta 26. greinarinnar að lögin ganga í gildi. Þetta er upplausnar- ástand. Svo er kosið og annað- hvort eru lögin áfram í gildi eða þau eru felld. Það er hinn við- kvæmi þáttur í greininni,“ segir Vigdís. ■ Alltaf með annan fótinn/16 • • Orvænting- er gúm- báturinn losnaði ekki Jón Gunnar Kristinsson Hjörtur Rúnar Guðmundsson Þeir félagarnir höfðu verið mjög skamma stund á kiii þegar Hirti Rúnari skaut upp. „Ég vaknaði við óeðlilegan hallann og stökk á fæt- ur,“ segir Hjörtur Rún- ar. „Svo hratt hallaðist báturinn að þegar ég opnaði dymar var hann alveg kominn á hliðina og hurðin fór beint upp. Ég komst fram í eldhús og nú var Æsa næstum á hvolfi. Þtjú kýraugu voru opin og sjórinn fossaði inn.“ Sá bjartan flöt þar sem opið var út hálfri mínútu. Þetta var allt mjög óraunverulegt, þama vorum við þrír að labba á sökkvandi bátnum, í blíð- viðri inni á fírði um mitt sumar.“ Hjörtur segir að til að komast út hafí hann þurft að fara úr eldhúsinu um dyr á stakkageymslu, sem opn- aðist út á þilfar. „Þegar ég opnaði inn í stakkageymsluna var þrýsting- urinn af sjónum svo mikill að hurðin brotnaði af hjörunum og þeyttist inn. Ég kastaðist aftur á bak pg nú fyllt- ist eldhúsið alveg af sjó. Ég sá bjart- an flöt þar sem nú var opið út, en dymar vom komnar alveg í kaf. Ég veit ekki hvemig ég komst út, ég býst við að adrenalínið hafí tekið stjómina svo ég trylltist alveg. Þegar mér skaut upp greip Kristján Torfi í mig og dró mig upp á síðuna.“ Hjörtur var aðeins í nærbuxum og félagar hans létu hann fá fatnað. Svo hrópuðu þeir allir eins hátt og þeir gátu, til að reyna að vekja at- hygli trillusjómanns þar nærri. Skyndilega dimmdi og örstutt rign- ingarskúr gekk yfír. Þeir misstu sjón- ar á trillunni og þegar dró frá að nýju sáu þeir að hún sigldi inn fjörð. Æsa sökk sífellt neðar. Nú fóru þeir félagarnir, sem höfðu verið uppi á dekki þegar bátnum hvolfdi, úr sjóbuxunum, og hnýttu axlaböndin saman í eina teygju. Kristján Torfí vafði öðmm enda hennar um höndina og Jón Gunnar gerði slíkt hið sama við hinn endann. Svo lét Jón Gunnar sig síga í sjóinn. „Ég var dálitla stund að fínna spenn- una, sem heldur björgunarbátnum og náði ekki að losa um hana í fyrstu tilraun. Ég varð að fara upp aftur til að anda og varð gripinn örvænt- ingu. Ég kafaði samt aftur og nú fór ég alveg undir bátinn, en var mjög hræddur um að hann sykki alveg og tæki mig með. Léttirinn var ótrúleg- ur þegar báturinn losnaði og strák- arnir öskmðu af gleði.“ Hörmulegt að vita af þeim inni Hjörtur segir að Jón Gunnar hafi bjargað lífí þeirra allra með harðfylg- inu. Um tíu mínútum eftir að þeir voru komnir í gúmbátinn seig skutur Æsu, báturinn lyfti stefninu og hvarf í hafið. „Þá leið okkur hörmulega, því við vissum af Herði og Sverri inni,“ segir Jón Gunnar. „Við biðum alltaf eftir að þeim skyti upp við hlið bátsins, en nú var sú von úti.“ Skipbrotsmennirnir af Æsu ósk- uðu eftir að koma á framfæri þakk- læti til allra sem unnið hefðu að björgun og leit, sérstaklega áhafnar- innar á Vigdísi BA. Morgunblaðið/RAX PRÓFASTAÞING Væntanlegt lagafrumvarp sljórnskipaðrar nefndar um eignarhald hálendisins Gjald fynr afnot hálendis NEFND sem starfað hefur á vegum ríkisstjórnar Islands í 12 ár mun í haust skila frá sér frum- varpi um þjóðiendur og ákvörðun marka eignar- landa, afrétta og þjóðlendna þar sem gert er ráð fyrir að ríkiseign verði slegið á svonefndar þjóð- lendur. Ríkissjóður taki gjald fyrir að leyfa afnot lands og nýtingu hiunninda á þessum svæðum. Þjóðlendur er hugtak sem nefnd þessi leggur til að taki yfir þau svæði sem ýmist hafa verið nefnd afréttur, almenningar, óbyggðir eða hálendi utan eignarlanda; þ.e landsvæði sem aðrir geta ekki sannað eignarrétt sinn yfir þótt þeir kunni að eiga þar réttindi á borð við upprekstrarrétt fyrir sumarbeit búfjár. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstök nefnd, Obyggðanefnd, dragi línur milli eignarlanda og þess landsvæðis sem telst til þjóðlendna, afmarki þau svæði innan þjóðlendna, sem teljast afréttur, og skeri úr um hvernig háttað sé eignarréttindum innan þjóðlendna. Þeir sem nýtt hafa land innan þjóðlendu sem afrétt fyrir búfénað eða hafa haft önnur hefðbund- in not sem afréttareign fylgja (veiðirétt), munu halda þeim rétti og sama gildir um önnur réttindi sem menn færa sönnur á að þeir eigi. Gjaldtaka nýtist til landbóta Enginn má samkvæmt frumvarpsdrögunum hafa afnot þjóðlendu fyrir sjálfan sig, gera jarð- rask eða nýta hlunnindi nema að fengnu leyfi forsætisráðuneytis. Tekjum ríkisins af sölu leyfa til nýtingar þjóð- lendna og auðlinda þar, á borð við jarðhita- og vatnsréttindi, námur og jarðefni, verði varið í land- bætur, eftirlit og sambærileg verkefni innan þjóð- lendna eftir ákvörðun forsætisráðherra. Sveitarfé- lög fái tekjur af minniháttar nýtingu þjóðlendn- anna en skulu veija þeim til sams konar verkefna. Nefndin, sem samið hefur frumvarpið, var skip- uð í mars 1984 af ríkisstjórn íslands til að að gera drög að frumvarpi til laga um eignarrétt að almenningum og afréttum. Tilefni skipunarinnar var dómur Hæstaréttar í svonefndu Landmannaaf- réttarmáli þar sem eignartilkalli ríkisins til svæðis- ins var hafnað. Ovissa hefur ríkt um hveijir geti talist eigendur hálendisins og hefur Hæstiréttur hafnað eignartil- kalli allra aðila, ríkisins jafnt og annarra, og Al- þingi til þessa ekki tekið af skarið með löggjöf. I Morgunblaðinu í dag og á þriðjudag birtist greinaflokkur þar sem gerð er úttekt á stöðu og sögu álitamálsins um eignarhald hálendissvæða. ■ Ríkiseign og gjaldtaka/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.