Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 5
•* "#"-— MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 5 ekkert sérstaklega íslenskt við myndir sínar nema það sem hugs- anlega hefur síast inn í hann við lestur íslenskra fornsagna. „Þegar ég gerði myndina „Care- ful" var ég eiginlega frekar að þykjast vera Þjóðverji en íslend- ingur." Sú mynd var sýnd á Kvik- myndahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum. „Vandamálið var að ég tala ekki íslensku og þegar Guðbrandur vinur minn var að kynna myndina gleymdi hann að taka fram að ég væri viðstaddur og mundi svara spurningum að sýningu lokinni," segir hann og brosir. Þegar ljósin kviknuðu var salur- inn tómur því íslenskir bíógestir hlaupa út þegar stafírnir byrja að rúlla yfir tjaldið. „Ég flaug því til íslands og horfði á myndina mína í þúsund- asta skipti, horfði á áhorfendur yfirgefa salinn og flaug aftur heim til Kanada." Guy heillaðist að vísu af landi forfeðranna og sór að koma hing- að aftur og helst til þess að gera hér kvikmynd. Amma hans var blind á efri árum og Guy las oft fyrir hana upp úr Vestur-íslenska fréttablað- inu, Lögberg-Heimskringlu, án þess að hafa hugmynd um hvað orðin þýddu. „Hún var frá Snæfejlsnesi og lýsti fyrir mér hvernig ísland leit út þegar hún bjó þar um 1880. Þegar ég kom þangað árið 1993 kannaðist ég yið margt úr frásögn- um hennar. Ég varð fyrir miklum áhrifum af fegurð landsins og það var mikil tilbreyting frá sléttunum hér í Manitoba." Myndin sem Guy Madden er að vinna að núna á að. heita „Twil- ight of the Ice Nymphs". Tom Waits ætlar að semja tónlist fyrir myndina og Guy telur upp ýmsa þekkta leikara sem hann hefur fengið til liðs við sig. Hann segist langa til að fá Björk til að leika í myndinni en viti ekki hvernig hann eigi að komast í samband við hana. Ég fletti upp símanúmerinu hjá Einari Erni Sykurmola og fullvissa Guy um að á litla íslandi þyki ekkert tiltökumál að hringja heim til frægs fólks til að leita sér ráða. Útibú frá íslandi Jón Timothy Samson var skýrð- ur í höfuðið á afa sínum Tímot- eusi. Hann er með skrifstofu á efstu hæð í þrjátíu hæða bygg- ingu, þeirri hæstu í Winnipeg. Ut um gluggann sést að Manitoba- fylki er flatneskja svo langt sem augað eygir og reyndar finnst manni undarlegt að íslensku land- nemarnir sem flestir voru af Norð- urlandi hafí sest að hér á sléttun- um. Hvergi er fja.ll að sjá. Fyrir utan það að vera virtur lögmaður er Timothy formaður „Canada-Iceland Foundation". Hann segir að íslenska samfélagið sé ekki eins sterkt og það var þegar hann yar að alast upp. Þá hafi flestir íslendingarnir búið í sömu hverfunum og haft meiri samskipti sín á milli, nú séu þeir dreifðir um alla borg og þannig hafi samkenndin dofnað með hverri kynslóð. „Útlitið er samt bjartara nú en það hefur verið um nokkurn tíma," segir hann. „Sumt eldra fólk hefur fengið það á tilfinninguna að við séum að glata einhverju af íslend- ingnum í okkur og hefur því í auknu mæli arfleitt ýmsar stofn- anir eins og t.d. íslenska dagblað- ið okkar, Lögberg-Heimskringlu og sjóði sem veita Vestur-íslend- ingum styrki til náms." Timothy er á því að slíkt sé til góðs og muni hjálpa við að við- halda íslendingasamfélaginu. Hann á að vísu erfitt með að henda reiður á það hvað það er sem þau eru að glata en telur að það sé einhvers konar samkennd. „Þetta eru hlutir sem við verð- um að horfast í augu við því það koma ekki lengur stórir hópar fólks frá íslandi til að setjast að hér." „Kanada-ísland stofnunin" leggur sitt af mörkum í þessari baráttu með því að veita Vestur- íslendingum námsstyrki, ýmist til almenns náms eða til að læra ís- lensk fræði við Háskólann í Man- itoba. Tíl þess að eiga kost á að fá styrk skrifa nemendurnir litla ritgerð um uppruna sinn og þurfa því að grennslast fyrir um íslenska forfeður sína. Timothy hefur greinilega komið sér vel fyrir og hefur það sjálfsagt síst verra og sjálfsagt nokkuð betra en kollegar á íslandi. Einn af stofnendum lögmannsstofunnar sem hann vinnur hjá var íslending- ur. Þegar ég spyr Timothy hvort það sé kostur að vera íslendingur í Kanada á svipaðan hátt og í Hollywood þurfi maður helst að vera gyðingur eða samkynhneigð- ur til að koma sér áfram, þá hlær hann dátt og segir að sjálfsagt geti það hjálpað manni eitthvað því íslendingar séu vel metnir í Kanada, þeir séu að jafnaði taldir duglegir og heiðarlegir. Timothy hefur aldrei komið til íslands- þó svo hann hafi mikinn áhuga á því. „Island verður alltaf mikilvægt í okkar augum og að vissu leyti ljtum við á okkur sem útibú frá íslandi. Við erum að gera íslandi greiða með því að halda nafni þess á_ lofti í Kanada. Það ættu fleiri íslendingar að heimsækja okkurhér og eins finnst mér að fleiri íslendingar ættu að fara í nám hér því það eru slík bönd sem tengja okkur betur saman". Islendingadagurinn nálgast Fyrstu helgina í ágúst flykkjast tæplega fjorutíu þúsund manns til bæjarins Gimli við Winnipegvatn til þess að taka þátt í hátíð sem kallast íslendingadagurinn. Fyrir þeim flestum er þessi hátíð mikil- vægari en jólin. Þessa helgi snýst allt um ísland og menningararfleið Vestur-íslendinganna og þeir eru aldrei íslenskari en einmitt þá. Þá verður íslandsklukkunni hringt en hún stendur í almenningsgarðin- um í miðjum bænum og er eins konar eftirlíking af Fjallkonunni. Þegar ég sagðist hafa áhuga á að koma á þessa hátíð sögðu Vestur- íslendingarnir mér að koma með nokkra kassa af hraunmolum með mér, þeir mundu seljast eins og heitar lummur því alla langaði að eignast hluta af íslandi. Þegar gengið er um götur Gimli á venjulegum degi kemst maður ekki hjá því að sjá að þar búa ís- lendingar. Víða eru tveir fánar við hún á sömu stöng, fyrir ofan er Kanadíski fáninn og fyrir neðan sá íslenski, örlítið minni. Einn af skemmtilegri matsölustöðum Gimli heitir „Brennivín's Pizza Hús" og minjagripaverslunin heitir „Valhalla Gifts". Elliheimilið á staðnum heitir Betel og stór hluti vistmanna þar eru Islendingar. Við hliðina á elliheimilinu stendur rúmlega tíu metra há stytta, vík- ingur í fullum herklæðum og í Gimli er einn skemmtistaður sem kallaður er „Viking Bar". Víða sjást íslensk nöfn á skiltum, „Sveinson Constructions", „Kristj- anson Museum" og þar fram eftir götunum. Það er ljóst að Vestur-íslending- arnir í Kanada vilja ólmir ná meira sambandi við okkur sem eftir urð- um á íslandi og þá þyrstir í allt sem íslenskt er og vissulega taka þeir íslendingum sem þangað koma opnum örmum. Spurningin er svo hvort við höf- um áhuga á frekari samskiptum við þessa frændur okkar. Höfundur er leikstjóri og sjálfstætt starfandi blaðamaður. Brúðkaup í Philadelphia ÞÆR ERU nú orðnar allmarg- ar giftingarnar og brúðkaup- in, sem við höfúm sótt í gegnum árin. í langflestum tilfellum hafa það verið ungar manneskjur, sem strengt hafa þar heit sín og dembt sér út í hjónabandið. En á þessum árum auðveldra skilnaða fer ekki hjá því, að maður lendi í brúð- kaupi, þar sem annar aðilinn eða jafnvel báðir, eru að ganga í það allra heilagasta í annað sinn. Ekki eru þá allir lengur endilega á léttasta skeiði. Þannig höfum við á tæpu ári verið viðstödd tvær hjónavígslur þar sem gumarnir voru næstum tvöfalt eldri en brúð- irnar. Og um var að ræða giftingu númer tvö hjá báðum brúðgumun- um og annarri brúðinni. Önnur af þessum tveimur var haldin um daginn, alla leið uppi í Philadelphia, og var um að ræða dóttur vinafólks, sem ætíaði að láta pússa sig saman við stegg í annað skiptið. Hún er afbragðs fönguleg og vel gefin kona, há- menntuð og í góðri stöðu. Orðin er hún 38 ára, en ektamakinn til- vonandi 57 og orðinn tvöfaldur afi. En það hjálpaði upp á, að hann er af fokríkri fjölskyldu og sagður ekki vita aura sinna tal. Nú ákváðu þau að halda eitt helj- armikið brullaup, og skyldi þar ekkert vera til sparað. Foreldrar brúðarinnar, vinafólk okkar, eru hollenskt fólk, komið upprunalega til Ameríku fyrir mörgum árum frá Indónesíu, sem voru Hollensku Austur-Indíur fyrir stríðið og sumir eldri lesendur kannast kannske við. Gestir komu því víða að úr Bandaríkjunum og einnig frá Hollandi. Erla, kona mín, hafði verið í brúðkaupi númer eitt, þegar stúlkan giftist langvarandi sam- býlismanni og jafningja. Það hjónaband varði ekki nema nokk- ur ár. Þegar boðið barst um hið seinna og veglegra brúðkaup, þáði sögumaður ykkar strax. Lá hann þá undir grun um það að vilja nú þiggja þetta boð, því það liti út fyrir að vera öllu veglegra en hið fyrra. Hann svaraði því til, að samkvæmt sínum kokíca- bókum, færi hann ekki í nema eitt brúðkaup per persónu! Tilvonandi brúður vann við frægt auglýsingafyrirtæki og not- aði hún kunnáttu sína og sambönd við að undirbúa seinna brúðkaup sitt. Það var ekki nóg með það, að pantað væri flugfarið, heldur beið svart limasvín og svartur ökumaður eftir okkur á flugvellin- um í Philadelphía, en þar lentum við á föstudagseftirmiðdegi. Hafði hann verið sendur til að ná í okk- ur og einnig eina frænku, sem kom um svipað leyti frá Boston, og ók hann okkur á hótelið með pomp og pragt. Þar hittum við foreldra brúðar- innar og aðra ættingja hennar, sem við þekktum, og voru þeir að byrja að hita sig upp fyrir fyrsta hluta þessarar hátíðar- helgar, sem var kvöldverður á Palm Steak House, sem er niðri í miðbæ í borg bróðurástarinnar, eins og Philadelphia er stundum kölluð. Þangað var hópurinn keyrður í rútubíl. Brúðhjónin til- Þórir S. Gröndal skrifar frá vonandi tóku á móti gestunum og voru þau sannarlega glæsilegt par. Henni lýsti ég áður, en mér næstum brá að hitta gumann. Hafði ég aldrei séð svoleiðis 57 ára gamlan mann, því hann leit ekki út fyrir að vera árinu eldri en fertugur. Það er mjög eftirtekt- arvert, hvernig ríku, amerísku fólki tekst að seinka ellimörkun- um, sem aðrir sætta sig við eins og hvert annað hundsbit. Vísind- unum hefir fleygt fram og hefir kvenþjóðin sér í lagi notið þar góðs af. Þið hafið heyrt um það, hvernig andlitum er lyft, augna- pokar sléttaðir, rassar minnkaðir og sömuleiðis brjóst, sem líka eru stundum stækkuð. Karlar láta lyfta fésum, græða hár á skail- ann, en svo styrkja þeir sig með sífelldum líkamsæfingum. Þetta fólk er á stöðugum matarkúrum og rembist við að halda sér tág- rönnu. Á laugardaginn var farið í hres- sigöngu og almennt slappað af, því allir urðu að vera í sínu fín- asta formi í sjálfri brúðkaupsveizl- unni. Ekki aðeins í sínu fínasta formi, heldur líka í sínu fínasta pússi; það var tekið fram í boðs- kortinu, að í sjálft brúðkaupið skyldi fólk mæta í samkvæmis- klæðnaði. Blessaðar konurnar mega aldrei láta sjá sig tvívegis í sama ballkjólnum, en til er ætl- ast, að aumingjans karlarnir kaupi sér smókingföt og láti duga í mörg ár, vanalegast þar til móð- ir náttúra kemur því til leiðar, að þau springa utan af eigandanum. Föt sögumanns ykkar voru rúm- lega sex ára. Hann hafði orð á því, þegar hann varð að troða sér í buxurnar, að hann hefði líklega keypt þau of þröng. „Hvaða vit- leysa," svaraði konan. Rútubíllinn flutti hinn prúð- búna hóp frá hótelinu að óðals- setrinu, sem brúðguminn ríki og unglegi hafði fest kaup á fyrir rúmu ári. Svo virtist, sem aðrir karlar en sögumaður settust var- lega í bílsætin; kannske voru fleiri smókingbuxur þröngar en bux- urnar hans. Húsið var feikistórt um sig með mörgum viðbygging- um, kvistum og slútandi þökum og sat í undirfögru skógarrjóðri, prýtt blómstrandi trjám og runn- um og skreytt ilmandi, litskrúðug- um blómabeðum hvert sem augað leit. Lögreglumenn leiðbeindu far- artækjunum, því ríkmannlegt fólk streymdi að í Bensum, Bé- emmdobbeljúum, Jagúörum, Ká- diljákum og öðrum fínum dross- íum. Margir létu aka sér í lima- svínum og opnuðu bílstjórar með derhúfu fyrir þeim hurðirnar. Erfitt er að lýsa húsakynnum í þessu sloti, sem olíukóngur frá Oklahóma lét byggja, og ekkert til sparað, fyrir 60 árum. Á jarð- hæð voru stórar stofur, reyndar salir, bókasafn, blómaskáli, borð- stofa, aðaleldhús og ein þrjú bað- herbergi. Á efri hæðum voru svefnherbergi, sjö að tölu, og slangur af baðherbergjum. Þar var líka heilsuræktarstofa og í kjallara stór sundlaug, að einum þriðja inni, en restin af henni var svo úti í garðinum. Þetta er ekki tæmandi lýsing, enda sá ég ekki húsið allt, en villtist þar oft. Stofurnar voru fagurlega skreyttar í tilefni hátíðarinnar og var blómadýrðin ótrúleg, enda brúðurin og hennar fólk ættað frá Hollandi eins og áður var sagt, en afskorin blóm eru þorskur þess lands. Aftan við húsið hafði verið' reist feiknalega stórt tjald og var það lokað gestum til að byrja með, en inn og út streymdi alls kyns þjónustufólk eins og vinnu- samir maurar. Þarna átti að fara fram veizlan seinna um kvöldið. Vinbarir voru á víð og dreif um hæðina og þar að auki voru geng- ilbeinur sífellt að bjóða alls kyns snittur og snarl til að riarta í með matlystaraukanum. í borðstof- unni hafði verið sett upp vodka- og kavíarstöð ein mikil. Mat- reiðslumeistarar höfðu höggvið fjall úr ísklumpi og mismunandi vodka-tegundir og kavíar í flösk- um og skálum greipt í gil og dali fjallsins. Virtist jökull þessi vin- sæll og var þar múgur og marg- menni. Sá sögumaður m.a. glæsi- lega þokkadís í svörtum kjól sprengja styrjuhrogn milli perlu- hvítra tanna en skola svo munninn í ísköldu hollensku tízku-vodka, Keterl One. Giftingin sjálf hafði verið fram- kvæmd hjá fógeta daginn áður. Athöfnin, sem nú fór fram í stærsta salnum, var því eins kon- ar brúðkaupssýning. Faðir brúð- arinnar leiddi hana upp að altar- inu, ef svo má segja, en þar sem pabbi gumans hafði safnast til feðra sinna, lét hann son sinn veita sér fulltingi. Hann átti líka fagra dóttur, sem gift er syni Roberts heitins Kennedy og þau svo búin að eignast tvö lítil og sæt barnabörn, sem tóku þátt í athöfn- inni, og héldu m.a. uppi faldi brúð- arkjólsins. Þess verður að geta, að þarna var líka viðstödd fyrri kona brúðgumans, en hún stóð ekki uppi við altarið, sem betur fór, heldur sat á fyrsta bekk. Hinn glæsilegi, ungi lögfræð- ingur, Max Kennedy, flutti skemmtilega, hjartnæma og fyndna ræðu og gerði góðlátlegt grín að aldursmuni parsins. En hann ljóstraði upp að brúðurin væri vanfær og ætti von á súlku- barni í nóvember. Benti hann á, að dóttir sín myndi þannig verða eldri en væntanleg móðursystir! Líka fór fram ljóðalestur og tón- list, en í lok athafnarinnar var sunginn gamli slagarinn, „You are my sunshine" og stóðu gestir upp og tóku svo hraustlega undir, að það brakaði í gamla slotinu. Svo kom veizlan í stóra tjaldinu, mikil ræðuhöld og drukkið minni brúð- hjónanna, en svo var dansað fram á rauðanótt. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn JW*r#iMMaMfr -kjarni málsins! Til sölu er þessi einstaki Porsche 911E, árg. 1970. Bíllinn er ekinn \150 þús. krn. frá upphafi og er í topp ásigkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.