Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 6
l Cl 6 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skammtímamið eftir Elínu Væri ég ungur maður huga að framtíð- arbísness, þá mundi ég koma upp heyrnar- tækjaiðnaði", sagði vinur minn sem lifir í námunda við hávað- ann frá poppbransanum og hljómgræjunum. „Sá á gríðar- stóran markhóp af heyrnar- daufu fólki vísan". Þessi fram- tíðarsýn gáraði sinnið í yfír- standandi viðnámi við um- ferðarhávaða. Kannski leysist það mál bara af sjálfu sér, þegar búið er að skrúfa niður heyrnina hjá obbanum af þjóð- inni með skemmtistaða- og græjuhávaða. Svo hrekkur maður upp við áleitna spurn- ingu: Er það ekki einmitt full- orðna fólkið með óskemmdu heyrnina sem mest er að kvarta undan umferðarhávaðanum? Og það er deyjandi kynslóð, sem smám saman mun hverfa. Og vandinn leystur! Það er víst ljótt að gantast með slíkt böl sem síhávaði er, af hverju sem hann stafar. Fólk er misnæmt fyrir jpfnum, reglubundnum hávaða. Ég man þegar „neðanjarðarlestirnar" í París, sem sums staðar aka ofan- jarðar á brúm milli hæða, voru teknar af skröltandi járnhjólum og settar á mjúk gúmmíhjól. Blaðamaður átti viðtal við fólk sem búið hafði við þennan dómadags- hávaða í hvert skipti sem lest fór fram hjá gluggunum. Hélt að allir væru himinlifandi. Mér er minnisstæð kona sem í áratugi hafði búið þarna og sagði: „Nei, mér finnst óþægilegur þessi bansetti þytur (lágvær) í gúmmíhjólunum á teinunum, skröltinu hefí ég ekki tekið eft- ir í áraraðir." Það var hávaðinn sem hún hafði lært að útiloka. Svo er spurning hvort maður eigi yfirleitt að venjast hávaða. Eða hvers konar hávaði fari í taugarnar á manni. Rannsóknir hafa sýnt að fólk undir lang- varandi streitu eða álagi hafi færri náttúrulegar drápsfrum- ur í ónæmiskerfinu til að verj- ast sjúkdómum. Inn í þær rann- sóknir hefur svo komið hvort áhrifin verðí ekki meiri eftir því hvort og hvernig fólk tekur þetta inn á sig. Er sífellt að láta það ergja sig eða hugsar ekki um það. Hvað um það, auðvitað er fráleitt fyrir þá sem viðkvæmir eru fyrir hávaða að setjast að í miðborg, nálægt höfn eða mikilli þungaumferð. Sjálfsagt er það þessvegna sem margt fólk kýs að búa í út- hverfum borga í kyrrð og ró og aka í vinnuna, en aðrir kjósa líf og umsvif þó hávaði fylgi. Það breytir ekki því að illlýð- andi er ef hávaði og umferð eykst fyrir beinar ráðstafanir þeirra sem stjórna. Sjálf bý ég við sjó og umferðargata á milli. Allan sólarhringinn heyri ég rödd sjávar, missterka eftir veðri og sjávarföllum og fínnst það alveg yndislegt - og ró- andi. Getur jafnvel orðið svæf- andi. En nágrannakona mín sömu megin í húsinu þoldi ekki þetta sífellda sjávarhljóð og flutti hinum megin í húsið þeg- ar færi gafst. En hávaðinn frá Eiðisgrandanum sem bætist við sjávarhljóðið, ____________ hefur aukist mjög Pálmadóttur undanfarin ár, svo að loka þyrfti gluggum ákveðna klukkutíma kvölds og morgna. Og það vegna þess að allri umferð út á Seltjarnarnes, þetta ólánlega nes sem aðeins er hægt að komast að úr einni átt, er stýrf þangað. Leiðin út á nesið hin- um megin, eftir Nesveginum, hefur verið vörðuð hindrunum. Auk þess sem öllum aðdrag- anda bílaumferðar hefur mark- visst verið beint í þennan eina farveg, allt frá lokun Meistara- valla. Svo bauð borgarstjórinn okkar, Ingibjörg Sólrún, allt í einu olíufélaginu Irving Oil, lóð þarna á uppfyllingunni fyrir bensínstöð, þótt stutt sé í þær næstu beggja megin við. Kana- díska félagið hætti við og forð- aði okkur frá þeirri bílaumferð með starti. Það er einmitt meinið, hve skammt er horft, jafnvel þvert á heildarhugmyndir. Eitt götu- horn í einu og umferðarhindrun án hugsunar um hvert sú um- ferð fer. Dæmigert er upp- hlaupið nú vegna fyrirsjáan- legrar hávaðamengunar við Sæbraut þar sem skyndilega á að bæta á byggð án forsjálni. Deilt um hve mikill umferðar- hávaðinn sé nú þegar. Hags- munaðilum hentar að reikna út frá 60 km leyfilegum hraða, sem okkur vegfarendum finnst æði totryggilegt. Ég ók þar þrisvar sinnum í gær og um- ferð stórra flutningabíla, stræt- isvagna og smábíla var um 80 km, jafnvel yfír. Hvað þá um önnur rök? Dæmin um að aðeins sé horft niður fyrir tærnar eru mýmörg. í fréttum er að hugsanlega verði Áburðarverksmiðjunni breytt í olíuhreinsistöð strax í haust. Málið sett í athugun - hjá fjármálafólki! FuIIyrt að það sé þó skárra frá umhverfis- sjónarmiði en áburðarverk- smiðja með sprengihættu! En hvar í veröldinni er nú til dags nýstaðsett olíuhreinsistöð með aðflutningi á óhreinni smurolíu inn í miðri byggð? Hvað þá þar sem svo háttar að sterkir straumar mundu bera minnstu mengun inn um Sundin. Fyrsta spurning er auðvitað hvort yfir- leitt kemur til greina að setja svona starfsemi niður einmitt þarna? Ekki hvort með hraði sé hægt að þvinga fram um- sögn um umhverfisáhrif þar fyrir haustið. Er ekki kominn einhver kyrkingur í viðhorfm til umhverfismála hjá okkur, þvert á það sem er annars stað- ar í þéttbýli? Þar eru menn að losa sig við gamlar verksmiðj- ur, álverksmiðjur og olíu- hreinsistöðvar, en ekki flytja að nýjar eða reyna að fínna þeim stað þar sem kröfurnar eru minni en í Bandaríkjunum og meginlandi Evrópu? MANNLIFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTURÆr/r^tfózV* mótub t stórum dráttumf Dáleiðsluúttekt áfortíð ogframtíð SALFRÆÐINGURINN þekkti, Helen Wambach, vann við söfunun merki- legrar tölfræði áður en hún lést árið 1983. Margar bækur hennar um árangur þess starfs eru velþekktar. Þær snúast allar um könnun á fortíð og framtíð mannkynsins í gegnum huga nokkurra þúsunda fulltrúa þess. Könnun hennar fór fram með aðstoð hópdáleiðslu fólks. Fólkið, sem hún vann með var sent í því ástandi aftur eða fram í tímann. Gengið var útfrá því að einstaklingurinn gæti þannig komist í snertingu við „önnur" líf sín. Hver og einn var beðinn að skoða um 20 atriði í viðkomandi jarð- lífi. Þessi atriði voru hugsuð til að gefa vísbendingar um það, hvernig umhverfi viðkomandi var, hvernig honum eða henni leið innra með sér og svo framvegis. Atriðin voru til dæmis: Fótabúnaður, hendur, hár, ferða- lög, barnaleikfang, matarveisla, hvaðan kemur fæðan og svo útför viðkom- andi. Af níðurstöðunum um fortíðina var þannig unnt að lesa sér til um þróun mannlífs á Jörðu. Það kom í ljós, að þær voru að mestu samhliða því, sem við vissum áður: 99% af öllu fólki hefur alltaf verið bláfátækt og þurft að þræla endalaust fyrir lifibrauði sínu. Einstaka frávik var þó frá viður- kenndri söguskoðun. Wambacher tók þessi frávik til hlið- ar. En stundum bar það við, að nýjar fornleifa-, eða mannfræði- ¦mhhim rannsóknir stað- festu það frávik, sem hún var áður búin að finna út. Þannig fékk hún til dæmis að vita, að ljóshært fólk hefði búið þar sem nú er Tyrkland. Það var staðfest af fræðimönnum nokkru seinna. Það staðfestir ennfremur þá vitn- eskju úr Landnámu, að Óðinn hafi átt lönd í Tyrklandi! Ein athyglisverð niðurstaða var sú, að enda þótt mun fleiri konur hafi ávallt tekið þátt í hópdáleiðsl- unum, þá var meðaltal kynjahlut- falls alls hópsins úr mörgum fyrri lífum ávallt nálægt því helmingur konur og helmingur karlar. Könnun þessi fór fram um langt árabil í Bandaríkjunum og Frakklandi. eftir Einar Þorstein Wambacher vann með Chet P. Snow við þetta. Hann vann lauk síðan að henni látinni við síðustu bókina, sem fjallaði um viðlíka könnun á framtíðinni. En rökin fyr- ir því að slíkt væri unnt eru þau að tíminn sé ekki fyrirbæri sem líði, né að einstaklingsbundin áhrif hafi endilega áhrif á framhaldið fyrir fjöldann. Meginreglan í framtíðar- skoðun höfundanna tveggja er að fara ekki með hugi fólks stutt framí tímann. Óþægilegt gæti verið að muna reynsluna af dauðastundinni svo nálægt í tíma. Við athugunina á framtíðinni komu aðallega fram tveir mjó'g ólík- ir möguleikar: Við köllum þann fyrri A-gerðina. Þar fer líf fólks fram í stórborgum algerlega yfírbýggðum með gleri. Ekki var unnt að fara útfyrir þær nema í eins konar geimfarabúning, því mengunin var mikil. Öllu var stjórnað að ofan með harðri hendi. Fólki leiddist og var fegið, þegar dauðastundin nálgað- ist. Seinni valkostur, B-gerð. er með minni tækni og minni stj'órn. Fólk er þar oftar til sveita í litlum samfé- lögum. Þar ríkir gleði og fegurð. Huglæg tækni er til dæmis notuð til fjarskipta. í báðum þessum lýs- ingum eru geimferðir stundaðar og mannkynið hefur verið tekið inní samfélag alheimsmenningarinnar. En skoðum nú eitt dæmi frá ár- unum 2400 til 2457 Kona ein úr þjóðfélagsgerð A fer að kaupa í matinn. Hún stígur uppí flugbíl gerðan úr málmi eða plasti. Konan svífur að stóru hringlaga háhýsi úr málmi. Hún kaupir ekki oft inn og leiðist það, þar sem allt er gert með vélum og hún sér enga aðra mann- eskju. Hún setur kort í rifu sem borgun og matarkassarnir fara sjálfkrafa í skottið á farartækinu. Sama kona lýsir enda jarðh'fs síns: Hún var glöð af því að hún var að fara. Óþekktur sjúkdómur batt enda á líf hennar 57 ára gamallar. Ekki er endalega Ijóst, hvort að þessar tvær gerðir: A og B eru hlið við hlið í sömu tilveru eða hvort þetta eru valmögleikar. Inn á milli eru lýsingar á framtíð- artækni, sem er mjög ólík þvi, sem við myndum búast við: Þar má til dæmis nefna flutning eða ferðalög með tækjum, sem eru kyrrstæð. Fólk eða vörur ganga eða eru sett inn í eina hlið tækisins og koma út á næstu sekúndu annars staðar útúr alveg sams konar tæki! Þetta er óhugsandi miðað við tækniþróun í dag. Eitt fyrirbærí er mjög algengt í öllum þessum lýsingum. Það er bjart ljós á himni, sem er á leið niður. Það vekur ýmsar kenndir í "minningu" þeirra, sem segja frá. Bæði er þetta bjarta ljós sett í sam- band við geimför, sem eru að lenda, en einnig í samband við trúarlega TÆKNI/Ferba styrjaldirframtíbarinnar hábar á tölvuskjáumf Upplýsingastríðið ÞAÐ er staðreynd sem hernaðaryfirvöldum Vesturlanda líkar ekki að vekja almennt athygli á, að jafnframt tæknilegri fullkomnun er nútímasam- félagið orðið óhemju viðkvæmt. Ástæðan er að mestu sú að hægt er að trufla og stöðva með ýmsu móti „heilastarfsemi" samfélagsins. Afar miklu af grundvallarþáttum þess er stýrt af tölvukerfum, og ýmsar leiðir eru færar þeim er kynnu að vera samfélaginu óvinveittir, til að eyðileggja stjórnun eða t.d. fjármálakerfi, samgöngur flugvéla og lesta og jafnvel herja, ásamt allri fjölmiðlum samfélagsins. Þetta hefur fengið menn til að álykta sem svo, að næsta styrjöld sem kynni að koma upp, yrði háð í loftinu, á nýjan hátt, ekki með eldflaugum og sprengjum, heldur með raf- segulbylgjum. Ennfremur yrðu ýmiskonar tölvuveirur virkir þáttakendur. Af þessu má ekki draga þá álykt- un að hin hugsanlegu næstu stríð yrðu ekki mannskæð. Það er því miður rangt. Rask á stjórnkerf- um veldur umsvifalaust slysum í mhm^b^^h flug- ogjárnbraut- arsamgöngum. Niðurbrot fjár- málakerfis banka, atvinnulífs og hins opinbera endar með þess konar eymd mannlífs að dauði er afleiðing, að ógleymdum eftir Egil Egilsson þjáningum manna er af lifðu. Setjum svo að meðal okkar sé maður með dálítinn misvöxt á sál- inni. í sálfræðinni væri sagt að yfir- sjálfið vantaði, en hin tvö sjálfin væru ofvaxin. Hann væri m.ö.o. skynsamur en siðlaus. Reyndar höf- um við þegar fengið að kynnast svona mönnum í tölvuveirum og því sem þær valda. Væri þessi „vinur" okkar með tölvudellu og jafnframt tæknisnillingur, getur hann í fyrsta lagi búið til tvölvuveiru sem leytar skipulega að lykilorðum og smyglar sér inn í stór forrit hinna miklu stjórnkerfa. Veira frá honum tekur sér bólstað í forritinu, fjölgar sér sjálfkrafa, eyðileggur stórforritin, eða hægir á og stöðvar tölvur með því einu að taka rými, vegna fjölg- unarinnar sem er innbyggð í henni. „Vinur" vor þarf ekki þekkingu á rafsegulbylgjum nema sem nemur fyrsta árs námi í eðlisfræði við Hákóla íslands til að búa til þar að auki svonefnda rafeinda- sprengju, sem sendir út nógu sterk- ar rafsegulbylgjur til að skemma upplýsingar og hugbúnað einhverra stórra miðlægra kerfa. Ekki þyrfti nema t.d. stefnuloftnet og búnað sem sendir sterkar rafsegulbylgjur í stuttan tíma, fara með slíkt ná- lægt einhverjum hinna meiri.stjórn- stöðva, eða inn í aðgengilega hluta bygginganna, - og beina truflunar- geislanum að stjórnstöðinni. Höf. er ekki kunnugt um hvort t.d. ís- lenskar stofnanir hafa tölvubúnað sinn varinn fyrir slíkum skemmd- um, en víst er að almennt er því ekki svo varið vítt um heiminn. Sennilega myndi margnefndur „vin- ur vor" sleppa" vel frá öllu, en sam- félagið væri e.t.'v. mánuði eða ár að rétta úr kútnum, uns hann gæti byrja að nýju. Sé „snjöllum" manni slíkt kleift, hvað er þá ekki kleift heilum herjum stórra þjóða, sem beitt er gegn óvinasamfélagi? Reyndar hefur þegar farið fram hið fyrsta stríð þar sem að einhverju leyti heufr reynt á þessa hernaðaraðferð. Bandaríkjamenn beittu írak í nafni Sameinuðu þjóðanna þessari hern- aðaraðferð að hluta. Sérstakar flug- vélar flugu yfir landið og trufluðu eða settu úr lagi radarkerfi írakska hersins. Upplýsingum var dreift til að rugla óvinin og leiða hann á villi- götur. „Tölvuherflokkur" Banda- ríkjamanna barðist ekki fyrst og fremst við írakskan óvin, heldur óvin sem hann hafði með sér að heiman. Það var ger af tölvuveirum sem herinn hafði orðið fyrir barðinu á með tölvusamskiptum við afgang- inn af bandarísku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.