Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 7

Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 7 MANNLIFSSTRAUMAR reynslu af einhverju tagi. Trúar- brögð eru frekar lítið nefnd, en trú- arreynsla af öllu tagi gengur eins og rauður þráður í gegnum allar lýsingarnar. Svo virðist sem Jesús Kristur hafi komið aftur nokkru fyrir þennan umrædda tíma og hans vitund er enn ríkjandi á Jörðinni. Margir þeirra, sem segja frá reynslu sinni hafa hitt Krist. Þeim finnst hann vera allra manna vinur en alls ekki einhverra sérútvaldra. Honum er hvorki lýst sem karlkyns eða kvenkyns veru. í þessu sambandi segir frá komu mannvera til Jarðarinnar í geim- skipi, sem virðist vera frá And- rómedu eða D-629. Það lendir og út stíga menn klæddir í málm- kenndan fatnað. Þeir senda eftirfar- andi hugsanir frá sér, sem allir skilja: „Til hamingju og verið vel- komin í hóp mannkynsins!" Við þetta er hlegið í hópi jarðarbúa og stemmningin er mjög glaðleg. Far- artæki þeirra fer um geiminn gegn- um rými og tíma með því að stjórna tíðni rafsegulbylgja. Gestirnir bjóð- ast til þess að hjálpa jarðarbúum framtíðarinnar við að hreinsa upp nokkur mjög geislavirk landsvæði, sem hafa myndast. Löng athyglisverð lýsing er í framtíðarbókinni á miklum breyt- ingum á yfirborði jarðar í náinni framtíð. Hver veit nema að jafnvel vísitölufjölskyldan eigi eftir að upp- lifa þær? (Tilvitnun: INNSÝN í mannlega tilveru. - E.Þorsteinn 96) MYNDÞERAPIA (Hstmeðferð) Verklegt haustnámskeið Aðallega ætlað kennurum, h|úkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, ráðgjöfum og öðru fagfólki, sem starfar á uppeldis-, félags- og heilbrigðissviði. Ath. Námskeioið er iafnframt ætlað öðrum þeim, sem áhuga hafa á ao kynnast aðferðum í mynd- perapíu. Þátttakendur þurfa ekki að hafa þjálfun í teiknun. Námskeiðið veitir æfingu í: • að búa til siálfsprottnar myndir • að breyta tilfinningu i myndir • að æfa hugmyndaflugið • að túlka eigin myndir- • að skoða eigin tilfinningar, minningar og líðan út frá myndunum • að tjá sig, miðla og deila með öðrum í hópumræðum • að æfa sig í mannlegum samskiptum Þessar æfingar geta verið sjálfstyrkjandi. Sérstakt námskeið veröur ætlað ungu fólki á aldrinum 17-20 ára og er hámarksfjöldi 6 þátttakendur. Kennari veröur Sigríður Bjömsdóttir, löggiltur myndlistakennari og löggiltur félagi í „The British Association of Art Therapists." Innrítun og nánari upplýsingar í síma 551 7114 flesta morgna og kvöld til 8. ágúst nk. **JÓÐLÍFSÞANKAR/<77 ekki ráb ad tryggja leigutakann líka? Vélin háskalega FYRIR skömmu sá ég í blöðum að í undirbúningi væri að láta sjúklinga skrifa undir þar til gert eyðublað sem sönnun þess m.a. að þeim hafi verið gerð grein fyrir áhættu og hugsanlegum hliðarverkunum af þeirri aðgerð sem gengið er undir hveiju sinni. Þetta finnst mér hin þarfasta ráðstöfun. En það mætti viðhafa álíka varkárni á mörgum fleiri sviðum. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Þegar fólk tekur á leigu áhöld hjá áhaldaleigum þá gefur það tryggingu fyrir hugsanlegum skemmdum á viðkomandi vél. Hins vegar fær leigutakinn enga trygg- ingu fyrir þeim skaða sem vélin kynni að valda honum ef honum eru ekki kynntar nægilega vel notk- unarreglur eða að vélin reynist biluð. Um daginn fór ég í áhaldaleigu til þess að fá leigða vél til þess að slípa korkflísar. Ungur og mjög geðfelldur maður sótti gráa vél, þunga og með löngu handfangi. Hann sýndi mér hvernig smella ætti undir vélina hringlaga stykki, þar undir sandpappír og lóði efst. „Er þetta allt og sumt?“ spurði ég. „Já, þú getur svo slípað síðast yfir gólfið með filternum og þá þarftu ekkert lóð,“ svaraði maðurinn. Síð- an hjálpaði hann mér með vélina út í bílinn minn og við kvöddumst með virktum. Víkur nú sögunni að viðureign- inni við vélina. Eftir að henni hafði verið druslað inn í íbúðina var sand- pappírinn settur undir haná og allt annað gert eins og fyrir hafði verið Vatnshitarar fyrir sumarbústaði Enginn bið eftir heitu vatni. Hentugir bæði í sturtur og vaska. Einföld og orkusparandi lausn, þar sem rafmagn er til staðar. KJ \ferkfræðingar Stangarhyl la, 110 Reykjavík sími 567-8030 -fax 567-8015 ^dagaviku^ -kjarni málsins! lagt. Að því loknu var vélin sett af stað. A handfanginu voru tvö ílöng plaststykki. Þegar tekið var í þau snerist vélin á samri stundu örsnöggt í hring og hoppaði svo nokkrum sinnum um gólfið með miklu afli. Handföngin voru látin laus og málið var tekið til íhugun- ar. Ekki sýndist þetta álitlegt ráð- slag hjá vélinni. Nú var tekið mjög laust í svörtu handföngin en vélin tók ennþá snorborulegri kipp en áður, með þeim afleiðingum að lóð- ið þeyttist af. Hefði ég ekki hoppað álíka hátt og Gunnar sálugi á Hlíð- arenda er óvíst hvernig farið hefði fyrir fótleggjum mínum. Þegar ég kom aftur niður á jörðina tók ég sveig framhjá vélinni og fór inn í stofu. Kvöldsett var orðið, enginn við í áhaldaleigunni og því miður ekki fyrir hendi nein meðfædd vitnesja um hvernig meðhöndla ætti svona slípivél. Eftir nokkurt hlé var enn á ný lagt til atlögu við umrædda vél og vildi ég nú fá að taka í svörtu handföngin. En þá sýndi vélin sína verstu hlið og þeyttist lóðið af með fullu afli og beint á fótinn á öðrum heimilismanni. Eg varð stjörf af skelfingu og hélt dauðahaldi um svörtu handföngin svo vélin hopp- aði með mig fram og aftur um gólfið og hefði kannski farið með mig niður stiga hefði ekki komið til aðstoð við að stöðva hana. Sem betur fór hafði lóðið ekki valdið verulegum meiðslum. Eftir þetta fékk vélin að vera í friði — eða eins og segir einhver staðar í Ja- mes Bond bók: „Einu sinni, tilviljun — tvisvar, ásetningur — þrisvar, fjandsamlegar aðgerðir." Þegar ég skilaði vélinni næsta morgun sagði ég við manninn sem tók við henni: „Þetta er mjög hættuleg vél.“ „Jæja já, hvernig þá?“ spurði maðurinn. „Hún situr um að fótbijóta fólk,“ svaraði ég. „Hallaðir þú ekki handfanginu nið- ur á við?“ spurði maðurinn. „Nei, það var mér ekki ráðlagt að gera,“ sagði ég. „Það er nú lykilatriði í meðferð þessarar vélar,“ sagði maðurinn. Frekari umræður skýrðu að mér hafði alls ekki verið sagt nægilega vel til um notkun vélar- innar. Hefði lóðið fótbrotið mig eða aðra heimilismenn eða eyðilagt hluti hefðum við að öllum líkindum mátt bíta á jaxlinn og bera skað- ann. Ég ráðlegg þeim sem taka vafasöm áhöld á leigu að ganga rækilega eftir því að fá ítarlega tilsögn, helst skriflega, um notkun viðkomandi tækis og hugsanlega áhættu samfara henni. Þess bera að geta að áhaldaleigan sem ég skipti við tók nánast ekkert fyrir lánið á gólfslípivélinni og það var hlustað á hrakfarasögu mína með hlýlegri samúð. Það var óneitan- lega huggun harmi gegn. Jörðin Garðsvík á Svalbarðsströnd til sölu. Greiöslumark í mjólk 133.000 lítrar, 36 kýr og 50 geld- neyti, vélar í góðu lagi. Einnig jörö meö íbúöarhúsi byggöu 1975 aö stærö 308m2, tvær íbúðir, ný hlaöa 2300 m3 ásamt fjósi fyrir 36 kýr og geldneyti og geymslur. Fjárhús fyrir 186m2 ásamt 890m3hlööu. Jöröinni fylgir framleiðsluréttur í sauðfé fyrir 150 ær- gildi.Tún um 40 ha. Fjarlægö frá Akureyri um 20 km. Tilboðum í þessar eignir aöskildar eöa jöröina í heild sinni meö framleiðslurétti, sé skilaö til Búnaðar- sambands Eyjafjaröar fyrir 15. ágúst nk. merkt "Bújörð". Nánari upplýsingar veittar þar í síma 462 4477. Sumarbús í Þrastars 44 fm nýr sumar- bústaður auk svefnlofts á sérlega góðum stað í skóginum. Eignarland allt kjarri vaxið, plegel á þaki, litað gler, mjög stór verönd. Innbú getur íylgt. Upplýsingar í s. 421 4444. Eftir kl. 21 í s. 421 2247. V x. X, X, O vO vO vO hefst ó morgun bongci bonkostrœtí II B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.