Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ aldur, heldur ástand \^*ERA harður, standa /sig, láta engan sjá f hvemig manni líður, ' brosa framan í heiminn, standa sig, gefa aldrei nöggstað á sér, vera dug- legur og skyldurækinn, standa sig, vinnusamur, ósérhlífmn, tillitssam- ur, kvarta ekki, standa sig. Osköp fátæklegt sýnishom af þeim lífsgildum sem innræting okkar byggir á - og þarmeð gervöll þjóðar- sálin. Og svo betjum við okkur áfram, þrátt fyrir vöðvabólgur, stoð- kerfísveilur, magabólgur, ristil- krampa, hjartaveilur, æðamein, höf- uðkvalir og krabbamein. Betjum okkur áfram, hraðar, hraðar, hrað- ar... Og deyjum svo. Deyjum eftir að hafa hlykkjast þetta áfram, með undinn og snúinn líkama, eða samanknýttan, jaxlarn- ir sokknir, góðkunningjar sjúkra- stofnana, öndum gmnnt (passa sig að taka ekki loft frá hinum)... Bara, gleymum að anda einn daginn. An þess að hafa heyrt að það sé engin synd að deyja, en það sé synd að lifa ekki. Án þess að vita að lífsork- an er ekki afurð úr almanaki, held- ur gnægtarbrunnur, sem þú getur sótt í allt sem þú þarft. Hann er ótæmandi. Allt sem þú þarft að gera, er að anda. Anda djúpt; inn um nefíð, niður fyrir hálsinn, niður fyrir þind, niður í maga; losa um stífni í liðum og vöðvum... og smám saman myndast samband milli líkama og sálar. Þú myndar einingu. Rétt... Þú ert byijaður í jóga. Og jóga þýðir „eining." „Þú ert að upplifa einingu á lík- ama og sál, hið innra, og einingu við lífið og tilveruna, hið ytra,“ seg- ir Hulda Sigurðardóttir, leiðbein- andi í jóga. Hún hefur stundað jóga í meira en þijátíu ár og leiðbeinir nú í „Heimsljósi," sem er til húsa í Ármúlanum. Einu sinni fór ég í tima hjá Huldu. Það var fyrir fimm árum. Eftir að hafa bögglað skönkunum, emjandi af áreynslu, stutt áleiðis í þær stöður sem lagðar voru fyrir, komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri að minnsta kosti hálfri öld eldri en hún. 0g ekki batnaði það þegar maður átti nú að vera að anda með þessum tilfæringum... „Við tölum aldrei um aldur í jóga,“ segir Hulda, þegar ég minni hana á þessa reynslu, „heldur ástand." Og ég sit og anda alveg niður í sófa til að hún fari ekki að .halda að ég sé í slæmu ástandi, um ieið og ég spyr hana um muninn á jógakerfum; hatajóga, kripalújóga, og svo framvegis. Öndunin er farvegurinn „Jóga er aðeins eitt í heiminum," svarar hún. „Annað er, hvernig hver og einn kennir sitt jóga. Æf- ingamar eru ótæmandi og hver og einn velur á hvað hann leggur áherslu. Hatajógað, sem er sú grein jógafræðinnar sem byggir á öndun, slökun, stöðum (asönum) og hug- leiðslu. Jógastöðurnar og öndunin er farvegurinn. Mér finnst slæmt þegar verið er að halda því fram að einhver ein jógaaðferð sé betri en önnur. Jógað er alþjóðlegt kerfi, sem er hægt að tengja við hveija einustu þjóð og trúarbrögð, sem vill taka við því með opnum huga. Öndunin hreinsar lungun, blóðið og taugarnar og þá eflist hæfíleik- inn til staðfestu og kyrrðar. Þú verður meira meðvitaður um lífíð og tilveruna og lifir virkara lífí. Þetta gerist auðvitað ekki á einu augnabliki. Þú verður að vinna með sjálfa þig og þína þolinmæði og stað- festu - en eins og allar ferðir byija á einu skrefí, þannig hefst þessi ánægjulega för þín. Það eina sem þú þarft að gera, er að byija - strax.“ Hulda kynntist jóga á 6. áratugn- um. „Það kom svo óvænt inn í líf mitt... Kannski er maður leiddur," segir hún. Þó var leikfími og hreyf- ing henni ekki beinlínis framandi. Hún fæddist á Vatnsleysuströnd- inni og ólst þar upp fram að ferm- ingu. Þá fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar og leið Huldu lá í Kvennaskólann. Þar sagði leikfimi- kennarinn henni að hún skyldi leggja fyrir sig íþróttakennslu. En hún fór ekki að ráðum kennara síns. Ekki í það skiptið. Hún fór að vinna, gifti sig og eignaðist fimm börn. „Síðar, þegar ég ætlaði í leik- fimi, var bara svokölluð „frúarleik- fimi“ í boði fyrir almenning, sem ætlaði að halda sér eitthvað við og vera í formi,“ segir Hulda. „En hún Hulda Sigurðardóttir kynntist jóga fyrir rúm- lega þrjátíu árum. Hún hefur stundað það allar götur síðan og kennir nú við jógastöð- ina Heimsljós. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við Huldu um mikilvægi þess að stunda jóga, markmið jógans, gildismatið og gæfuna. var ekki það sem ég var að leita að. Ég hafði ferðast mikið um land- ið. Það var ekið í bílum áleiðis og síðan gengið um fjöll og firnindi. Það var fín útrás. Ég var að leita að einhverju kröftugu. Svo var það að ég hafði farið í eina vel undirbúna og ánægjulega háfjallaferð, sem var mikil lúxus- ferð, með mínum nánustu skyld- mennum og vinum. Við höfðum gott nesti og nýja skó og við nutum nestisins á hveijum áfangastað. Þegar sest var í bílana, dró ein gæðakonan upp ómælt og ljúffengt konfekt, sem smá ábót - hún átti son á einu ágætu millilandaskipi og við nutum góðs af því. En áhrifin urðu nú ekki eins ánægjuleg. Ég hafði bætt við þyngd mína, tveimur kílóum, og nú skyldu þau fjúka - strax. Það var þá sem ég fór í jóga. Ég hafði heyrt að jóga leysti öll vandamál - og því ekki aukakílóin? Svo göfug var sú ferðaáætlun sem ég ætlaði að fara að takast á hend- ur. En síðan eru liðin rúmlega þijá- tíu ár og enn er ég í þessari lang- ferð og aldrei get ég nógsamlega þakkað handleiðsluna að þessum vegi.“ Markmið jógans „Þegar ég kynntist jóga, var það hugsunin um að hjálpa fólki, sem fékk mig til að halda áfram. Og jóga verður aldrei stöðvað, vegna þess að hugsjónin „að hjálpa" er ríkjandi. Markmið jógans er að koma jóganu áleiðis til næstu mann- eskju. Þess vegna er aldrei hægt að stunda jóga með hangandi hendi. Það er ekki bara líkamlegt, heldur kemur það inn á vitundina, án þess að maður taki eftir því. Maður tek- ur bara allt í einu eftir því, eftir dálítinn tíma, að maður hefur breyst. Og jóga ætlast til að fólk leggi eitthvað á sig, reyni ekki að fá allt upp í hendurnar fyrirhafnar- laust. Maður þarf að vera staðfast- ur og halda sig við hlutina. Það þýðir ekkert að vera reikandi. Þetta eru engin ný sannindi. Jóga er ævaforn aðferð. Æfíngarnar hafa ekki breyst. En það má segja að ástundun jóga hafí breyst. Áður var þetta einhæfara; fólk dró sig bara út úr lífinu, sat með kross- lagða fætur og hafðist ekki að. Þannig er það ekki í dag. Jóga og gildismatið Hulda var vissulega fljót að ná af sér aukakílóunum, en nógu lengi Við tölum ekki um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.