Morgunblaðið - 28.07.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.07.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 9 til að sjá að megrunarþátturinn væri léttvægasti þátturinn í þeirri ferð sem hún var að leggja upp í. Það breyttist allt. „Mér varð ljóst að margt af því sem ég var að elstast við, var lítt eftirsóknarvert. Þetta gerist hjá öll- um sem bytja að stunda jóga af alvöru. Það er kannski þess vegna sem margir halda að jóga sé trúar- brögð. Svo er þó ekki. En það felur í sér öll trúarbrögð og ég fann að þetta stangaðist ekki á við mína trú frá því í æsku. Kerfi, sem snýst um að hjálpa og gefa af sér, getur ekki stangast á við kristna trú. Fyrir mig var þetta hinn mikli farvegur - og gæfubraut, sem ég held mig við enn í dag. Ég hef fyrst og fremst kynnst sjálfri mér. Jóga er besta leiðin til þess, andlega og líkamlega" Hvernig finnst þér þú hafa breyst? „Ég lít öðruvísi á hlutina, en áður. Mér finnst svo margt hafa hrunið sem mér fannst ég ekki áður geta verið án. Það sem mér fannst svo sjálfsagt að hugsa um, varð ekki svo mikils virði. Eins og að sækjast eftir mannvirðingu, auði og völdum - eins og samfélagið skilgreinir þessi hugtök. Ég er eng- in meinlætamanneskja. Mér þykir vænt um það sem ég hef í kringum mig og hef átt lengi, en ég sækist ekki eftir meiru. Áður safnaði ég í kringum mig, eins og aðrir - en fékk aldrei nóg. Um leið og ég eign- aðist eithvað sem mig hafði langað í, langaði mig í eitthvað nýtt. Ékki svo að skilja að mig sé hætt að langa í nokkurn skapaðan hlut... Nei, þá er maður orðinn að meinlætamanneskju og verður ótrúverðugur. Ég er alls ekki komin á það stig - og vona að ég komist aldrei þangað. Mig langar í ýmis- legt, eins og annað fólk, en ég gleðst þegar ég eignast það - og langar ekki um- svifalaust í eitthvað annað. Ég nýt þess sem ég á, sem er fyrst og fremst fjölskyld- an; börnin mín og þeirra afkomend- ur.“ Hvað kom í staðinn? „Lífsorkan,“ segir Hulda og talar um tólf grundvallarstöður jóga. Til að skýra þær nánar, segir hún: „Það er ein 4 æfing, sem heitir sólar- hyllingin og felur það í sér að teygja sig til sólar. Þeir háþróuðu menn sem hafa alltaf verið til í veröld- inni, sáu að sólin héldi öllu lífi við á jörðinni. Þetta var fyrir daga vís- indanna," bætir hún við eftir andartaksþögn og heldur síð- an áfram. „Sólarhyllingin er keðja af mörgum æfingum, sem eru sjálfstæðar og eru ennþá í jóganu í dag. Þær eru ákall til sólarinnar um heilbrigði - og upphafið að hatajóga. Þeir sem fundu sól- arhyll- inguna, gerðu sér grein fyrir að mann- eskjunni væri eins nauð- synlegt að teygja sig til sólar og öllu öðru sem lifir. Öll orkan,sem við fáum í gegnum æfing- arnar er höfuðatriðið. Með þeim erum við að opna fyrir flæðið í lík- : amanum. Líkaminn liefur lækningar- máttinn í sér og í hatajóga erum við að styðja við orku- stöðvarnar, opna fyrir orkuflæðið (prana) um lík- amann og styrkja líf- færin. Við þetta öðlast maður mikið heil- brigði og úthald. Eg hafði góða undirstöðu; var alltaf heilbrigð og hress og hafði verið mikið á ferðalögum. Það vafð- ist því ekki fyrir mér að byija á jóga. Og ef ég hefði ekki farið þessa leið, er ég viss um að ýmislegt væri farið að hrjá mig. En mér verður ekki misdægurt." Að miðla öðrum Huldu verður tíðrætt um að það hafi verið henni mikils virði að fá að hjálpa öðrum. „Það var orðið sem greip mig strax. Jóga snýst um að miðla, kenna það sem maður hefur. Ekki bara að læra að þekkja sjálfan sig og halda öllu fyrir sig,“ segir mzl hún. „En jóga er ekki eftirgefan- legt. Maður vinnur ekkert, ef maður leggur sig ekki fram - og það á bæði við um leiðbeinandann og þann sem tekur á móti.“ Geta allir farið í jóga? „Já, og það er ekki spurt um aldur í jóga, heldur ástand. Það eru til æfingar fyrir rúmliggjandi fólk og fólk sem er svo vel á sig komið að það keppir á Ólympíuleikum... og allt þar á milli. Það eru til æfíng- ar fyrir hvaða ástand sem er. Sjáið þið líkamlegt ástand fólks, þegar það kemur til ykkar í fyrsta tíma? „Já. Besta leiðin til að taka eftir ástandi manneskjunnar, er að at- huga hvernig hún andar. Þess vegna er mikil áhersla á öndun.“ Er hægt að laga líkamann með öndun? , „Já, en ekki einni og sér, heldur með öndun og æfingum saman. Sumt fólk andar alltaf í gegnum munninn. Það er ekki fullkomin öndun, vegna þess að rásin er í gegnum nefið. Þar hitnar loftið á leiðinni niður í lungun og líkaminn byrjar að hreinsa það og vinna úr því. Hins vegar eru til æfingar, þar sem andað er í gegnum munninn, eftir vissum aðferðum, til að kæla líkamann." Leitin að innra friði Jóga snýst um að halda við lífinu og heilbrigðum líkama. Það snýst um að læra um sjálfan sig og að miðla öðrum. Hulda hefur stundað jóga í meira en þijátíu ár og er enn að læra um sjálfa sig. Hún kom til starfa hjá Heimsljósi fyrir fáum árum og margir myndu halda að hún hefði strax orðið skóla- stjóri, ef hann væri þá til í jóga. „Mér finnst yndislegt að vera í Heimsljósi,“ segir hún og það gætir mikillar hlýju í röddinni. „Fólkið sem setti þessa stöð af stað er svo jákvætt og ég hef lært mjög mikið af því - þótt ég hafi verið búin að stunda jóga i mörg ár. I jóga er maður alltaf að bæta við sig; maður fer hægt. Unga fólkið hjá Heims- ljósi er svo opið og gefur svo mikið af sér og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst því.“ Hvað áttu við með endalaust? „Við lifum á tímum ofsahraða og mikillar spennu - og erum öll að leita að innra friði. En við leitum oft langt yfir skammt; leitum til dæmis friðarins í öðru fólki. En við eigum fyrst og fremst að leita hans í okkur sjálfum. Þegar ég var að byrja að læra jóga, var ekki svo mikið talað um að við gætum öðlast innri frið með þessari ástundun, en löngu seinna uppgötvuðum við að það var ein- mitt það sem hafði gerst. Það var ekki eins mikið talað um þessi innri áhrif, ekki eins mikið talað um ,til- finningar og nú er gert - en þetta hefur allt síast inn í mann. Ungt fólk í dag getur talað um vandamál og tilfinningar og það er gott. En maður verður að þekkja tilfinningar sínar. Ef maður leggur þær til hliðar, verða þær að vandmálum innvortis og þá verður fólk kreppt. Það er mikils virði að geta rætt vandamál sín og hreinsað þau út. Margir reyna að loka tilfinningar sínar inni, en vandamálið er bara að þær láta ekki loka sig inni. Þær bijótast út og taka stjórnina; bijóstast út á stundum sem geta verið óþægilegar og óviðeigandi. Þess vegna er svo mikils virði að þekkja sjálfan sig og tilfinn- ingar sínar. Þá getur maður unnið með þær, sér til gæfu.“ Kjólar - kápur - dragtir - pils - blússur -f'gSewAu— Laugavegi 84, sími 551 0756. . ’arnev&gne Hovedgíden - 77Í2 Sntóstw! - Dtnmartt XI_F. 97 93 44 oo Fax. 97 93 44 77 /"'L ...... Hringið eða skrifið og fáið nýja pöntunar- listann fyrir 1996 sem er með allt fyrir barnið þitt. Við sendum skattfrjálst til íslands GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtœki, með innbyggt símtœki í móðurstöð og innanhústalkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Innifalið er aðalsími með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum, s.s. síma- og rafmagnssnúrum, hleðslutœkl, rafhlöðu og leiðbeiningarbók á íslensku. Verð kr. 25.900,- Auka þráölaus sími: Innifalið er þráðlaus sími með hleöslutceki, rafhlöðu og leiðbeiningum á íslensku. Verð kr. 11.900,- x ísiel Síðumúla 37 • 108 Reykjavík Sími 588 2800 • Fax 568 7447

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.