Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 10

Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR í Samvinnuskólann á ■ Bifröst. Þá komst ■ sveitin á samning og hóf að gefa út lög sem náðu mikilli hylli. Alls urðu breiðskífur Upplyftingar þrjár og þó sveitin hafi mjög breyst á starfsævinni hélt hún vin- sældum og heldur enn, en ekki hefur komið frá henni ný tónlist í nokkurn tíma. Á safnplötunni nýju, sem heitir einfaldlega Upplyfting, er að finna mörg lög eins og Traustan vin, Endurfundi, Einmana, Elska þinn mann og La-la-syrpuna, en einnig eru á plötunni endurupptek- in tvö lög, Kveðjustund, sem Sigrún Eva Armanns- dóttir syngur að þessu sinni, og 17. júní, sem Magnús Stefánsson syngur með skólakór Kársnesskóla. Spor gefur safnið út. FRÍSKASTA SVEITIN VINSÆLASTA hljómsveit síðasta árs, að minnsta kosti á ballmarkaðnum, var án efa Sixties, sem sendi frá sér safn bítlalaga og seldi í þúsundaupplagi, aukinheldur sem sveitin var á kafí í verkefnum út árið. I kjölfarið sendi sveitin frá sér jólaskífu, sem seldist illa, og marg- ur taldi að þar með væri sagan öll. Sixties-liðar voru þó á öðru máli og fyrir skemmstu kom út þriðja breiðskíf- an, Ástfangnir. Sixties-félagar segja að hljómsveitin hafi spilað sig vel saman á árinu sem liðið er frá því fyrsta skífan kom út og eins og heyra megi á plöt- unni nýju sé hún búin að finna sinn eigin hijóm. „Þegar við gerðum fyrstu plötuna pældum við ekki í neinu öðru en að skemta okkur. Þegar hún sló svo Spilagleði Hljómsveitin Sixties. rækilega í gegn fórum að athuga okkar gang.“ Lagaval á plötunni var í höndum þeirra félaga sem nutu liðsinnis Rafns Jónssonar útgefanda plöt- unnar. Þeir segjast hafa reynt að velja á plötuna lög sem væru vænleg fyr- ir áheyrendur, en ekki síst að hafa á henni minna þekkt lög sem þá langaði til að spila. Það virðist og hafa tekist vel, því breið- skífan nýja hefur gengið vel og mikið að gera í spilamennsku. „Aðal okkar er böllin og við erum án efa frísk- asta sveit landsins," segja þeir ákveðnir. Þeir segja að Sixties-bólan sé kannski sprungin, en í stað stundarævintýris sé komin vel samspiluð hljómsveit sem gæti þess vegna haldið áfram í það óendanlega. Hlédrægur Nasir „Nas“ Jones. EitthvoÖ TÓNLISTARUNNENDUR hafa sjálfsagt margirtekið eftir því á veturna að reglulega steðjar ungmennamergð að plötu- versluninni Þrumunni ofarlega á Laugarvegi. Þá daga sem nýjar sendingar af danstónlist og rappi berast í búðina er iðulega harður atgangur við búðarborðið og erfíðleikum bundið að komast inn. Á sumrin segjar starfsmenn verslun- arinnar að ástandið sé bærilegra, vinna og aðrar annir sjái til þess að salan jafnast yfír vikuna, en þó sé spennan allt- af töluverð þegar nýtt efni berst. eftir Áma Matthíasson Verslunarstjóri og eigandi Þrumunnar, Ómar Arn- arson, segist hafa byijað plötuverslun sína á þúnga- rokki vegna þess að hann wm^mmwmmm vildi sinna neðanjarð artónlist- inni, ekki síst eftir að Grammið lagði upp laupana. „Þá kom dauðarokk- ið og síðan techno og ég fór að selja það því það var eng- ipn sem sinnti því af viti.“ Ómar segir að dauðarokkið sé ekki með öllu dautt, þó lítið beri á því nú um stund- ir, en hann segist enn selja dijúgt af dauðarokkinu, þá helst út á land og nánast aðeins á vínyl. „Þeir vilja hafa umslögin almennileg," segir hann en bætir við að vínylsala sé reyndar rúmur helmingur af sölunni í búð- inni og vínyllinn því fráleitt dauður. „Bæði er það að menn vilja umslögin, eins og ég nefndi, en það fínnst svo mörgum hljómurinn betri og fyllri á vínylnum, auk þess sem hann er aðeins ódýrari.“ Ómar segist hafa snemma komið sér af stað í danstón- listinni. „Ég fór til Englands sumarið 1992 og komst þá í snertingu við plötusnúða- menninguna og smábúðirnar sem spruttu upp út um allt. Ég sá það í hendi mér að þetta myndi koma á Islandi, náði mér í sambönd og nú er danstónlistin aðal_ tónlistin í búðinni," segir Ómar og Grétar bætir við að hiphopið sé líka snar þáttur í sölunni og hafí reyndar aukist veru- lega eftir að Þruman fór að taka sendingar af hiphopi beint frá Bandaríkjunum. „Það er mest um hart rapp, en það er líka mikið um það að rápparar séu að taka stef úr gömlum diskó- eða fönklögum og rappa inn á þau og fer vaxandi. Ekki má svo gleyma jungle, það er gríðarlega sterkt, en ber mest á því á vorin og sumrin." Ómar segir að síðustu tvö ár hafi hann tekið inn sendingar með flugi vikulega, enda skipti öllu fyrir hann að hafa alltaf eitthvað nýtt á boð- stólum því við- skiptavinir hans, sem margir eru plötusnúðar, geri miklar kröfur til þess að alltaf sé það nýjasta á boðstól- um. „Við finnum það líka sjálfir að okkur líður ekki vel ef við fáum ekki eitthvað nýtt að hiusta á í hverri viku,“ segir Ómar Arnarson og kímir. VESTUR í Bandaríkjunum heldur þrefíð áfram milli vesturbófa og austur- spekinga. Síðast sló þríeykið Fugees í gegn með poppskotið rapp og gríp- andi og nú er röðin komin að Nasir Jones, sem kallar sig einfaldlega Nas, er að austan líkt og Fugees og því með heilbrigðara yrkisefni en vestmenn. Fyrsta breiðskífa Nas kallaðist Illmatic, kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að textar hans voru frá- brugðnir því sem hæst lét á þeim tíma; í stað þess að rappa um byssur, stelpur og dóp var yrkisefnið daglegt líf í heimahverfinu, venjulegt fólk og framtíðin. A nýjum Adisk sinum er Nas við 1 a sama heygarðshornið, en i -i p|4- q y> nyv/A I ef eitthvað er má segja að UO Lctl 1.0 Ut/ivl heimssýnin sé dekkri en IT forðum. Mikið hefur verið leikið í útvarpi lagið If I Ruled the World, sem fjallar einmitt um það hve gera mætti heiminn betri með breyttum áherslum. Lagið er endurgerð Nas á gömlu lagi frumrapparans Kurtis Blows, en Nas yrkir textann upp á nýtt, tónlistin er nútímalegt fönkað triphop og sér til halds og traust hefur hann fengið Lauryn Hill úr the Fugees. Fleiri grípandi hugvekjur eru á disknum sem hefur selst vel vestan hafs og austan. Þrátt fyrir það segist Nas kunna frægðinni illa; „helst vildi ég standa algjörlega utan sviðsljóssins". MEIN VINSÆLASTA hljómsveit seinni tíma er hljómsveitin Upplyfting. Hún fagnaði 20 ára af- mæli fyrir skemmstu og gaf af því tilefni út safn helstu laga, aukinheldur sem tvö lög voru endurupptekin. Upplyfting var stofnuð á Hofsósi fyrir tuttugu árum en ekki bar svo mjög á sveit- inni fyrr en tveir liðs- ■ menn hennar settust “ ÍCUIÍI3J Pure Lofidnn Tekno ' ' V/ ' fwKimni ðUnOERUJORLD ouREBDZOIlE öERTBTRTIC DORUÍTÍ CLUB ocHRitiTtnn vaoet otribhi entrom otof onm urbi opctl lhzoiibu * ninre .... v- stÐnnfromlheeasl.T ioiIM't l<«t MBMÚkMRM Morgunblaðið/Ásdís Danstónar Grétar stendur vaktina í Þrumunni. ÞEGAR Ómar er beðinn að tína til nokkrar plötur sem dæmi um það sem Þruman flytur inn nefnir hann fyrstan Club Alien- diskinn sem inniheldur breskt techno, meðal annars geysivinsælt lag Underworld, Born Slippy, en hann segist einmitt hafa flutt það lag inn á smáskífu fyrir tæpu ári. Annar diskur er Storm from the East, sem á er jungle-safn frá austurhluta Bretlands úr sarpi Moving Shadow- útgáfunnar. Þriðji disk- urinn sem hann nefnir er svo hardhop+trypno, safn triphop-laga frá Mooonshine. Sem vonlegt er nefnir hann einnig vinylplötur, eina jungle-tólftommu með Excursions á Mo- wax. Önnur vínylplata er Mephisto Remixes 2, sem á eru endurunnin ýmis house-lög, sum í alllöngum útgáfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.