Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 11 Er hann George Lucas Nýja-Sjálands? Holfywood á heimavelli EINHVER albesta kvikmyndin sem kom hingað í bíóin á síðasta ári var frá Nýja-Sjálandi og hét Himneskar verur eða „Heavenly Creatures“. Í henni var beitt nokkuð óvenju- legum aðferðum við að segja sanna glæpasögu af tveimur stelpum sem myrtu móður annarrar þeirra og höfundur myndarinnar, Peter Jackson, var þegar hafinn til vegs og virðingar og fengin stórmynd í Hollywood að leikstýra. Sú heitir „The Frighteners" og er með Michael J. Fox í aðal- hlutverki og er ein af sumarmyndunum vestra í ár. Peter Jackson lýsir nýju myndinni sem „gam- antrylli" en Fox leikur svika- hrapp sem hagnast með hjálp yfirnáttúrulegra afla þar til veru- lega illur andi tekur að spilla málum. „Myndin er sambland af Kasper og Lömb- unum þagna,“ er haft eftir Jack- son. Flest það sem Jackson gerði í heimalandi sinu fram að Himneskum verum voru ódýrar hrollvekjur en hann hefur einstakt dálæti á þeirri tegund mynda. Eftir hann liggja stórvirki á borð við „Bad Taste“ (um geimverur sem breyta okkur mönnun- um í skyndibita), „Meet the Feebles" (um „prúðuleikara" á sýru sem stunda villt kyn- líf og eru fjöldamorðingjar) og loks „Dead Alive“ (þar sem söguhetjan notar garð- sláttuvél gegn hinum ódauðu). Því mörkuðu Him- neskar verur mikil tímamót í hans kvikmyndagerð og í þeirri mynd notaði hann í fyrsta sinn tölvuteikningar, sem krökkt er af í nýju myndinni. Jackson fregnaði af tölvu- teikningum Júragarðsins og sá inn í framtíðina. Hann keypti þegar Silicon Grap- hics tölvu til Nýja-Sjálands og önnur tæki og tól sem þurfti í töluvteikningar. „Það tók okkur fimm mánuði bara að finna út hvernig tækin störfuðu. Við gerðum um 30 skot fyrir Himneskar verur í tölvunni og það voru teikn- ingar af einföldustu gerð. í „The Frighteners“ eru 500 tölvuskot." Jackson krafðist þess að fá að gera „The Frighteners" að öllu leyti á Nýja-Sjálandi en honum er mjög umhugað um nýsjá- lenskan kvikmyndaiðnað og er líkast til valdamesti kvik- Indriðoson BLANDA af Kasper og Lömbin þagna; Fox með vinum sínum af öðrum heimi. sitt eigið tölvu- tæknifyrirtæki sem býður uppá mun ódýrari tölvuteikn- ingar en sambæri- leg fyrirtæki í Bandaríkjunum. „Það eina sem þarf eru hæfileikar kvik- myndagerðar- mannsins og tölvu- teiknarans og þá skiptir ekki máli hvar tækin sjálf eru staðsett," er haft eftir framleiðanda „The Frighteners", xiirniíirmvíD .... , „ Robert Zemeckis NYSJALENSKAR tolvubrell- (leikstjóra iiForrest ur; Peter Jackson. Gump<<) Jackson myndagerðarmaður lands- segist ekki ætla að gerast ins. Hann hefur byggt upp George Lucas Nýja-Sjálands en neitar ekki að hann sé á sinn hátt „að gera það sem Lucas ætlaði sér með Ind- ustrial Light & Magic“. Jackson hefur þegar feng- ið nýtt verkefni að vinna heima á Nýja- Sjálandi en það er endurgerð King Kong, ekki útgáfunnar frá 1976 heldur gömlu myndar- innar frá 1933. Honum var boðið starfið eftir að Roland Emmerich („Independence Day“) hafnaði því. Svo vill til að King Kong var myndin sem réði því að Jackson varð seinna meir kvikmyndagerð- armaður. Hann sá hana ung- ur í sjónvarpinu og þaðan í frá vildi hann gera bíómynd- ir og einkum að fást við tæknibrellur. Claude Berri gerir kvikmynd úr stríðinu FRANSKI kvikmynda- gerðarmaðurinn Claude Berri er líklega þekktastur fyrir myndir sínar „Jean de Florette" og „Manon des sources“. Hann vinnur nú við gerð nýrrar myndar sem gerist í frönsku andspyrnuhreyf- ingunni í seinni heimstyij- öldinni og heitir eftir aðal- persónunni, „Lucie Au- brac“. Berri leikstýrir, framleið- ir og skrifar handritið sem hann byggir á bók Aubrac. Myndin segir af Lucie og Raymond sem hittast árið 1939 og kvænast skömmu eftir að stríðið brýst út. Árið 1943 eru þau komin til Lyon og taka þar þátt í starfi andspyrnuhreyf- ingarinnar en Raymond er foringi hennar. Hann lendir í Monluc-fangelsinu og bíð- ur þar dauða síns en Lucie gerir hvað hún getur til að ná honum þaðan út. Með aðalhlutverkin fara Daniel Auteuil og Carole Bouquet ásamt Jean-Roger Milo og Patrice Chéreau. ■ EINHVER besta mynd sem komið hef- ur frá Þýskalandi í áratugi er Himinninn yfir Berlín eða „Wings of Desire“ eins og hún er kölluð á engilsaxnesku. Hún er eftir Wim Wenders og kom hingað á Kvik- myndahátíð Listahá- tíðar fyrir nokkrum árum og sagði frá englum sem fylgdust með mannlífínu í Berl- ín. Bruno Ganz fór með eitt aðalhlutverk- ið og lék stuttu síðar sem gestaleikari í Börnum náttúrunn- ar. Nema Hollywood hefur loksins uppgöt- vað Wendersmyndina og hyggur á endur- gerð. Englaborgin eða „City of Angels“ kemur hún til með að heita og munu Meg Ryan og Johnny Deep fara með aðal- hlutverkin undir leik- stjóm Brad Siberl- ing. Hann er ekki al- veg ókunnur draugum því síðast gerði hann barnagamanið „Ca- sper. ■ Breski leikstjórinn Terry Giiliam hefur lengi átt sér uppá- haldsverkefni og eftir að 12 apar hans gengu framúrskar- andi vel í miðasölunni hefur hann fundið framleiðendur fyrir hana hjá Paramount kvikmyndaverinu. Hann mun því á næst- unni gera „The Defective Detec- tive“. Fátt eitt er vit- að um hvað hún ljall- ar. ■ Grínleikarinn Steve Martin hefur verið ráðinn til að leika í nýjustu mynd Spike Lees, „Two Face“. Hún fjallar um mann sem er rósemdin upp- máluð dags daglega en á kvöldin breytist hann í hatursfullan kynþáttahatara. jr I BÍO EINS og margoft hefur verið bent á eru bíómyndir teknar að ber- ast hingað með ógnarhraða miðað við það sem áður var. Fyrir ekki svo löngu síðan máttu Islendingar bíða árum saman eftir amerískum stórmyndum en nú er öldin önnur og við fáum oft myndir á undan öðrum Evrópuþjóðum. ID4 eða „Independence Day“, sem frumsýnd verður í Háskólabíói, Laugarásbíói, Stjörnubíói, Borgarbíói á Akureyri og Regnboganum þann 16. ágúst, ergott dæmi um mynd sem kemur hingað snemma. Til saman- burðar má geta þess að í nýlegri frétt í dagblaðinu Politiken kemur fram að myndin verður ekki frumsýnd í Dan- mörku fyrr en þann 11. október. Einn- ig má nefna að gamanmyndin „King- pin“ með Woody Harrelson kemur í Sambíóin aðeins hálfum mánuði eftir frumsýningu í Bandaríkjunum. myndir Sambíóahna miyndin „Happy Gil- ungpin" með Woody sem byijar 9. ágúst, ánuði eftir frumsýn- daríkjunum, „Flipper" Eraser“ með Arnold légger, sem hefst ágúst. Þá kemur í byijun september og nig i Háskólabíói og í mber „Phenomenon" )lta og Dauðasök eða o Kill“ eftir sögu John

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.