Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FARGO er af mörgum talin besta kvikmynd Coen-bræðra, og er þá mikið sagt, þarsem þeir hafa verið eftirlæti kvikmyndagagnrýnenda nær óslitið í meira en áratug. Blood Simple kom þeim á kortið svo um munaði, Raising Arizona varð þeirra vinsæl- asta kvikmynd og Barton Fink hirti öll helstu verðlaunin í Cannes 1991. Reyndar var reglum hátíðarinnar breytt í kjölfarið til að koma í veg fyrir að ein og sama myndin ynni of mörg verðlaun. Coen-bræður fengu að kynnast skellinum með The Hudsueker Proxy í hittifyrra, sem þrátt fyrir skemmtileg augnablik hlaut dræma Fever. Joel hlær þegar hann les þetta. „Þetta er skemmtileg samlíking. Því miður hef ég ekki séð Cold Fever, en eftir þetta verð ég greini- lega að sjá hana. Ég veit til þess að hún er sýnd í kvikmyndahúsi í New York um þessar mundir. Lily (Taylor) vinkona sagði mér frá því þegar hún fór til íslands og lék í þessari furðulegu mynd. En ég sá einu sinni mjög sérstaka íslenska kvikmynd í New York." Nú? „Já, þetta var víkingamynd um ungan mann, sem fer frá írlandi til Islands til að hefna fyrir foreldra sína. Mjög flott mynd." Hann er greinilega að tala um Bræðurnir Joel kvik- myndaleikstjóri og Ethan framleiðandi Coen eru á meðal virtustu kvikmynda- gerðarmanna heims. Nýjasta mynd þeirra, Fargo, sem nýlega er farið að sýna hér á landi, hefur hlotið einróma lof gagnrýn- Buscemi Stormare aðsókn, en með Fargo hafa þeir bæði heillað gagnrýnendur uppúr skónum og hlotið mjög góðar við- tökur áhorfenda. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum, sem gerðust í Minnesota frostaveturinn 1987 og segir af bílasalanum Jerry Lundegaard, sem á í svo miklum fjárhagsvandræðum að hann fær tvo smákrimma til að ræna eigin- konu sinni og krefjast lausnar- gjalds. Ætlunin er að forríkur tengdafaðir reiði fram lausnarféð, en bófarnir tveir Ienda í ógöngum þannig að áður en langt um líður liggja liðin lík sem slóð á eftir þeim. Þessa sögu krydda Coen-bræður með hæfilegum skammti af hryll- ingi og ofbeldi, en Umfram allt þeirra einstaka auga fyrir svartri kímni og sérstökum persónum. Best er þó óborganleg lýsing þeirra á skandinavísku nýlendunni í Min- nesota, þeirra heimabyggð, sem ætti að falla íslenskum áhorfendum vel í geð. Alltént færði myndin þeim enn ein verðlaunin í Cannes — Joel var valinn besti leikstjórinn á hátíð- inni í ár. Islenskt og kalt Joel hefur ávallt verið titlaður leikstjóri, Ethan framleiðandi og þeir báðir höfundar handrits, en ljóst er að þeir vinna mjög náið saman á öllum sviðum. Af skiljan- legum ástæðum ræða bræðurnir í sameiningu um sínar kvikmyndir. Það gengur mjög eðlilega fyrir sig og stundum er einsog sami maður- inn sé á ferðinni. Um leið og annar gerir kúnstpásu, þá hefur hinn upp raustina. Við höfum mælt okkur mót á efstu hæð Carlton-lúxushótelsins í Cannes. Ethan er á tali við ein- hvern blaðamann, en um leið og ég kynni mig fyrir Joel sýni ég honum gagnrýni stórblaðsins New York Times á Cold Fever, eftir Frið- rik Þór Friðriksson. Þar var gerður nokkurs konar kuldasamanburður á Fargo og Cold Fever með þeim orðum að sú fyrrnefnda væri einsog baðstrandarmynd við hliðina á CoW- ¦ Hrafninn flýgur og vildi fá að vita meira um leikstjórann og íslenska kvikmyndagerð. Ég svala forvitni hans og í sama mund sest Ethan við hlið okkar. Joel: „Þessi náungi er frá ís- landi, Ethan. Við ættum að skella okkur þangað einhvern daginn." Ethan: „Ekki spurning." Coen-bræður hafa til þessa farið eigin leiðir og verið í hópi óháðra kvikmyndagerðarmanna í Banda- ríkjunum. Sumir evrópskir gagn- rýnendur vilja líta á þá og ýmsa aðra óháða kvikmyndagerðarmenn sem „Evrópumenn". Hvað veldur? Ethan: „Ég veit það ekki. Von- enda og góða aðsókn víða um heim. Þor- fínnur Ómarsson hitti bræðurna á Carlton-hótelinu í Cannes þegar kvik- myndahátíðin stóð þar yfír í maí síðast- liðnum. isvert gert utan hefðbundinna kvik- myndavera. Og innan þeirra líka." Erum ekki aó ýkja Snúum okkur að Fargo. Er hún amerískarí en ykkar fyrrí verk? Ethan: „Ekki endilega. Þær fjalla hver fyrir sig um amerískan verleika, hver í sínu fylki og á sínum tíma. Við hrifumst af þessari sögu, en það gerði útslagið að hún gerist í Minnesota, þar sem við ólumst upp. Þannig höfum við sterk tengsl við umhverfi myndarinnar, en fyrir mörgum Bandaríkjamönnum er Minnesota exótískur og skrýtinn staður. Þannig er sögusvið Fargo mjög sérstakur hluti Ameríku, svo mikið er víst." Flestir leikaranna í myndinni eru frá Minnesota og þurftu ekki að breyta hreimnum. Fran (Frances McDormand) og (William) Macy voru þeir einu, sem þurftu að laga sig að framburði annarra. Reyndar skal ég viðurkenna að í raunveru- leikanum tala sumir með þessum hreimi í Minnesota en aðrir ekki. Við ákváðum hinsvegar að láta alla tala með þessum hætti í myndinni. En þetta kalla ég ekki rangfærsl- ur." Eru einhver atríði í myndinni byggð beint á bernskuminningum ykkar? Ethan hlær: „Nei, það er ekkert sjálfsævisögulegt við þessa mynd. Að minnsta kosti ekkert sem ég vil SEM, SKRITIÐ GOTT Var myndinni vel tekið afykkar heimafólki í Minnesota? Ethan: „Hún gekk mjög vel í kvikmyndahúsum og hlaut mjög mikla athygli ..." Joel: „... enda varð þetta fljót- lega að mjög merkilegri mynd á þessum slóðum. Fólk var svo undr- andi og stolt af því, að það skyldi vera gerð kvikmynd um þeirra heimabyggð. En þú veist, sumir kunna við myndina en aðrir ekki." Hvort eru sveitungar ykkar stolt- ir af myndinni eða óánægðir með ykkar sýn á mannlífíð? Joel: „Það er mjög misjafnt. Flestir hafa tekið myndinni vel, en sjá samt ekki endilega sig sjálfa í FRANCES McDormand í hlutvorkl sinu logreglukonan í Trékyllisvikinni vestra. andi er það hrós (hlær). Joel tekur undir hláturinn: „Við ólumst upp í miðjum Bandaríkjun- um án nokkurra áhrifa frá Evrópu. Ja, nema auðvitað áhrifa frá Norð- urlöndum, sem setja mikinn svip á Minnesota. Það renna nokkrir drop- ar af Skandinavíublóði í æðum okk- ar. Hvaða skoðun hafiðþið á banda- rískrí kvikmyndagerð, til dæmis Tarantino-kynslóðinni og því sem er &ð gerasbí dag? Joel: „Tarantino er góður og margir aðrir líka. Það er margt mJög gott og heilbrigt í bandarískri kvikmyndagerð um þessar mund- ir ..." Ethan: „... og meiri fjölbreytni en margir vilja meina. Til dæmis sáum við nýlega myndina Safe, eft- ir Tom Hanks, og líkaði mjög vel ..." Joel: „... og eitt af því besta við bandaríska kvikmyndagerð er ein- mitt að það er svo margt athygl- henni. Varðandi mállýskuna segja margir: „Ég tala ekki svona, en ég þekki fólk sem gerir það," sem seg- ir manni að það hljóta einhverjir að tala svona. Allir virðast þekkja hreiminn, en enginn þykist tala þannig." Hvað fannst fólki um það hvern- ig þið geríð grín að hátterni, hreím og talanda? Joel: „Við erum ekki að grínast og þurftum ekki að ýkja, heldur sýnum það í-réttu Ijósi. í alvöru. tala um," segir hann og hlær meira. Þið lýsið fólki á þessum slóðum sem værukæru og rólegu. Gerðuð þið ykkur grein fyrír þessari sér- stöðu þegar þið voruð ungir? Ethan: „Nei, þegar maður hefur aldrei farið úr heimabyggð sinni álítur maður hana hið eina rétta umhverfi. Við fluttum báðir burt á unglingsárum og sáum þá fljótlega að ekki var allt með felldu á heima- slóðum!" Joel: „Mig minnir samt að við höfum varla geta beðið eftir að komast burt á sínum tíma. Samt er Minneapolis líklega ..." Báðir: „... meiri heimsborg en hún lítur út fyrir að vera í Fargo." Ethan: „í rauninni erum við bara að undirstrika það sem einkennir söguslóðir myndarinnar, sem er nauðsynlegt til að skilja dramatík- ina í sögunni. Það á við um hátt- erni, mállýsku og ekki síður lands- lag, sem er afar sérstakt og líklega líkara íslandi en annars staðar í Bandaríkjunum. Endalausar snævi þaktar sléttur, þar sem sjóndeildar- hringurinn sést varla." Joel: „Veturnir eru langir og erfíðir og allt þetta hefur auðvitað áhrif á persónuleika fólksins, sem býr þarna. Nú þegar maður hefur búið í New York í 20 ár verður maður alltaf meira hissa á því að koma heim til Minnesota og sjá hvernig fólkið lifir sínu dagfars- prúða lífi þrátt fyrir erfið skilyrði. Til dæmis er stórkostlegt að sjá nokkra virta kaupsýslumenn, uppá- klædda í fínum jakkafötum, halda viðskiptafund á fínum veitingastað, en halda síðan út í tveggja metra háa snjóskafla og byrja að moka snjó af bílunum sínum. Okkur lang- aði að sýna þessar skemmtilegu andstæður í myndinni." Of iitiil snjór En var ekki martröð að taka kvikmynd í þessum snjó? Joel: „Það má segja að það hafi verið martröð, en ekki vegna snjó- þyngsla heldur einmitt snjóleysis. Við lentum í öðrum heitasta vetri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.