Morgunblaðið - 28.07.1996, Page 13

Morgunblaðið - 28.07.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ aldarinnar og það þurfti mikið átak til að dreifa snjó um tökustaði og við þurftum í raun að fara mun norðar til að elta snjóinn uppi. Við ættum samt ekki að kvarta. Næsta vetur á eftir var fimbulkuldi á þess- um slóðum og allt niður í 50 stiga frost á þeim stöðum, þannig að tækin hefðu vafalaust staðið á sér.“ Nú er Fargo byggð á sannsögu- legum, hrikalegum atburðum. Þurftuð þið að vinna mikla heimild- arvinnu um þetta fólk? Ethan: „Nei, við ákváðum að gera það ekki. Þetta er ekki heim- ildarmynd, heldur byggjum við á staðreyndum sem okkur eru að fullu kunnar. Það dugði sem grunn- ur. Við höfðum ekki áhuga á að EIGINKONA bílasalans sem reenl er i myndinni. hvunndagsleg persóna, en á góðan hátt, á meðan bílasalinn Lundega- ard er hvunndagsleg á slæman veg.“ Ethan: „En það merkilega er að klisjulöggan hefur fært sig meira inná heimilið, líkt og í Pacino í Heat. Við vildum líka forðast þessa klisju og létum okkar löggu lifa hinu fullkomna hjónalífi. Það verður skemmtilega venjulegt." Joel: „Það var allavega engin ástæða til að búa til eina klisjulögg- una enn.“ Nú eru Steve Buscemi og Peter Stormare mjög ólíkir útlitslega og að burðum. Voru hlutverk mann- ræningjanna skrifuð með þá í huga? JOEL og Ethan Coen ó svölum Carlton-hólelsins i Cannes. Reglum kvikmyndahátíóarinn- ar var breytt eftir aó þeir unnu of mörg verólaun fyrir kvikmyndina Barton Fink árió 1991. beir fengu leikstiórnarverólaunin i ár fyrir mynd sina Fargo. hafa söguna kórrétta og reynum ekki að halda því fram að hún sé það.“ Sumt kemur ekki fram, til að mynda hvers vegna manngreyið vantaði peninga svo illilega að hann lét ræna eiginkonu sinni? Joel: „Já, þetta er góð spurning, vegna þess að við veltum þessu vel fyrir okkur þegar við skrifuðum handritið. Við komumst að því að það skiptir ekki máli. Hann er aug- ljóslega í miklum fjárhagsvandræð- um, en hvort það er vegna fjár- hættuspila í Las Vegas eða ein- hvers annars skiptir ekki máli. Allt- of margir falla í gryfju smáatriða. Við skiljum örvæntingafulla fjár- þörf hans án frekari útskýringa.“ Enda þótt handbragð ykkar leyni sér ekki í Fargo er stíllinn að mörgu leyti einfaldari en áður. Hvers vegna er myndavélin ekki á ferð og flugi einsog oft áður? Joel: „Okkur fannst það henta sögunni betur að láta fremur sem myndvélin væri hlutlaus áhorfandi en ögrandi þátttakandi. Við höfum líklega aldrei haft jafn mikinn hem- il á hreyfingum myndavélarinnar, nema kannski í Miller’s Crossing." Etan: „Þar sem Fargo er byggð á sannsöguleg- um atburðum fannst okk- ur ekki við hæfi að gerast of miklir þátttakendur í henni. Alger andstæða er Hudsucker Proxy, sem var á allan hátt draum- kennd og óraunveruleg og því mikilvægt að ýkja hreyfingar myndavélarinnar sem mest.“ Þessi stílbreyting er ekki tilkom- in vegna þess að Barry Sonnenfeld (nú leikstjóri, t.d. Addam’s Family) er hættur að kvikmynda fyrir ykk- ur? Ethan: „Nei, hún kemur frá okkur, enda sérðu að Barry var hættur og byrjaður að leikstýra áður en við gerðum Barton Fink. Roger Deakins tók Barton Fink, Hudsucker Proxy og Fargo, sem eru í mjög ólíkum stíl.“ Joel: „Sjónrænn stíll myndarinn- ar ræðst fremur af efninu en því hver er kvikmyndatökumaður, að minnsta kosti í okkar tilfelli. Hins vegar hefur hann afgerandi áhrif á lýsingu og sérhver myndatöku- maður hefur sinn hátt á því að lýsa.“ Andstœóa klisjulöggunnar Nú er aðalpersóna myndarinnar, sem Frances McDormand leikur, þunguð löreglukona og hennar hlýja hjónaband gjarnan mjög á skjön við kalda og stundum ofbeld- isfulla myndina. Eruð þið orðnir tilBnninganæmari með aldrinum? Ethan: „Nei, ég get ekki fallist á það. Það er rétt að þau hjónin eru mjög sérstök og vitaskuld á skjön við margt annað, en það voru Nicholas Cage og Holly Hunter líka í Raising Arizona. Ég held að við reynum að skapa persónum okkar þá dýpt, sem nauðsynleg er hvetju sinni og þjónar viðfangsefninu.“ Svo virðist fáránleikinn stundum vera vörumerki ykkar. Til dæmis þegar lögreglukonan ræðir við stelpurnar tvær, sem sváfu hjá óbótamönnunum. Joel: „Já, þetta er eitt af uppáhalds atriðum mínum í myndinni. Það minnir á Dragnet-sjón- varpsþættina gömlu og er raunar gert þeim til heiðurs. Þótt ég hafi séð Fargo nokkuð oft get ég ennþá hlegið mig mátt- lausan að þessu atriði." En hvers vegna er snjalla löggan þunguð kona? Joel: „í fyrsta lagi var það kona sem eltist við þessa bandíta í raun- veruleikanum. Öðru máli gegnir samt um þungunina. Við vildum forðast klisjuna um A1 Pacino- súperlögguna í kvenmannslíkama. Ég held að það hafi tekist með því að gera hana þungaða. Auk þess vildum við undirstrika þetta venju- lega rólyndislíf, sem við töluðum um áðan og einkennir þetta land- svæði. Hún er í raun mjög Joel: „Já, enda höfum við gert fjórar myndir með Steve og þekkt Peter svo árum skiptir. Þeir eru yndislegar andstæður og okkur langaði endilega að koma þeim saman. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem við teflum fram ólíkum persónum. Allt sem er skrýtið er gott.“ Ég tek eftir því að þið rökstyðjið mál ykkar á mjög svipaðan hátt og eruð sammála um allt. Eruð þið svona sammála frá því þið byrjið að skrifa og síðan í gegnum alla kvikmyndagerðina? Ethan: „í grundvallaratriðum, já. Við veltum auðvitað vöngum yfir því hvað við ætlum að gera og hvernig persónur eigi að vera, o.s.frv. En eftir að við byijum að skrifa erum við með sömu myndina í kollinum." Joel: „En þetta er svo einkenni- leg umræða. I rauninni vinnum við saman á svipaðan hátt og aðrir og á sömu forsendum og við um- göngumst aðra samstarfsmenn. Auðvitað erum við stundum ósam- mála, en þá vinnum við að því að finna sameiginlega lausn, þú skil- ur.“ Er það auðveldara fyrir ykkur vegna þess að þið eruð bræður? Joel: „Það er jú auðveldara að vinna með fólki, sem maður þekkir og hefur unnið mikið með. Þetta á við um Roger Deakins tökustjóra og ýmsa leikara. Að sama skapi um okkur innbyrðis.“ Ætlið þið í Iokin að segja okkur hvaða mynd þið gerið næst? Ethan: Við getum lítið sagt, þarsem það hefur ekki verið tekin ákvörðun. Við erum að vinna að nokkrum ólíkum verkefnum og óvíst hvað verður ofaná. Það veltur á peningum og leikurum, því við skrifum gjarnan með ákveðna leik- ara í huga. Báðir: „Semsagt: allt á huldu.“ Höfundur cr frcttamaður og vcrðandi framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands. Óborganleg lýsing á skandinav- ísku nýlend- unni í Minnesota SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 13 — „Det Nodvendige Seminarium“ í Danmörku—^ hefur síðastliðin þrjú ár tekið við íslenskum námsmönnum í allar námsdeildir. Einnig í ár viljum við bjóða íslenska námsmenn vel- komna þann 1. september. 4 ára alþjóðlegt kennaranám: c Alþjóðlegt nám, 4 mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða starfskennsla , við danska skóla, 8 mánaða starfskennsla í Afríku þar sem þú munt | taka þátt í að þjálfa nýja kennara til starfa við grunnskóla í Mozambique að Angóla. Að auki er kennsla í öllum undirstöðufögum kennaramenntunarinnar: Samfélagsfræði, náttúrufræði, danska, evrópsk tungumál, listir, tónlist, íþróttir, leiklist, uppeldisfræði, sálfræði. Námsmenn eru frá átján mismunandi löndum — Allir námsmenn búa í skólanum. Upplýsingafundur verður haldinn í Reykjavík. Hringið eða sendið okkur fax til að nálgast bæklinga: Sími 00 45 43995544. Fax: 00 45 43995982. __________Det Nadvendige Seminarium, 6990 Ulfborg, Danmörku._> Góður kostur frá OLf/fmhm 40m SUÐURLANDSBRAUT 16,108 REYKJAVIK, SIMI 588-0500, FAX 588-0504. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.