Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 28.07.1996, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EGFARENDUR eru ekki beinlínis boðnir velkomnir til Ófeigsfjarðar. Það er þó ekki fólkið sem veldur, heldur ruðn- ingurinn sem jákvæðir heima- menn kalla veg. „Þetta er svo- lítið torfært," var sagt þegar við lögðum í’ann og við brost- um bara og veifuðum, höfuðum svo- sem lent í torfærum áður. En siðasti kaflinn til Ófeigsfjarðar er ekki „svo- lítið torfær,“ hann er ófær nema því hærra sé undir bílinn. Eftir smástopp á Ingólfsfirði lá leiðin áfram. Þarna var vegurinn horfinn og töluverða leikni ásamt slatta af ímyndunarafli þurfti til þess að komast áfram. Það var ekki laust við ákveðinn létti þeg- ar húsin í Ófeigsfirði komu í ljós. Þau eru úr Kópavogi. Pétur Guð- mundsson er fæddur og uppalinn í Ófeigsfirði, en faðir hans, Guðmund- ur Pétursson, var síðasti ábúandinn þar ásamt föður sínum, Pétri Guð- mundssyni og Sigríði systur hans. Þau hættu öll búskap árið 1965. Margrét Eggertsdóttir kom fyrst til Ófeigsfjarðar með Pétri árið 1971. Þau hjón eiga fimm börn sem öll hafa „fengið staðinn í blóðið", eins og Margrét segir, mismunandi mikið þó. Það er heitt á könnunni í eldhús- inu. Það eru reyndar tvö eldhús í húsinu frá þeim tíma er afi Péturs og alnafni bjó þar með sína fjöl- skyldu og systir hans Sigríður með sína. Eldhúsin voru svo þijú þegar Pétur var þar að alast upp, því þriðja var bætt við þegar foreldrar hans hófu búskap. Nú er annað eldhúsið í daglegri notkun yfir sumarið og hitt bíður gesta. Þeir eru duglegir að líta inn afkomendur Ófeigsfjarð- arbænda. Ilmandi kaffið er notað til að tæla Pétur í hús því gestirnir eru forvitn- ir. Frá 1965 hefur ekki verið stund- aður búskapur á.jörðinni, en hlunn- indin hafa verið nýtt alla tíð. Æðad- únn, rekaviður og selur. Enda fólkið með staðinn í blóðinu og getur ekki slitið sig þaðan. Ætlarmót Það eru haldin formleg ættarmót á Ófeigsfirði með reglulegu millibili þar sem afkomendur langafa Péturs koma saman. Afkomendur Guð- mundar Péturssonar. „í ættinni eru um átta hundruð manns, en síðast komu hingað í kringum fjögur hund- ruð. Það var líf og fjör,“ segir Pét- ur. _Afi hans, afasystir og faðir komu til Ófeigsfjarðar á hverju sumri með- an þau lifðu og Pétur hefur ekki sleppt úr sumri. Hann dvelur þarna ásamt fjölskyldu sinni sumarlangt og það þarf ekki langa samveru með syni hans tvítugum til að skynja að hann er Ófeigsfírðingur af lífi og sál. Hann heitir Guðmundur Péturs- son efhs og vera ber. Heimafólkið er ekki alit talið, þvi úti á túni, inni í skemmu, niðri í fjöru og uppi í ij'alli leika sér þrír strákar og er ekki að sjá að þeir hafi nokk- urn tímann komið nálægt leikföngum borgarbarna. Eggert er yngri sonur Margrétar og Péturs, Grétar er dótt- ursonur þeirra og Kristinn frændi og vinur. Eggert og Kristinn Ari eru eldri og Grétar sækir til ömmu þegai fyrirgangurinn í stóru strákunum verður of mikill fyrir lítinn gutta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.