Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 15
-4- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 B 15 ILMANDI kaffi tældi Ofeigsfjarðarbóndann Pétur Guðmundsson. STUND milli stríða hjá Margréti Eggertsdóttur. TRAJNTOIRJNTAR BLÓDINU GRÉTAR, dóttursonur Margrétar og Péturs, horfir á heiminn. MEÐ Ófeigsfjörð í blóðinu; Guðmundur, sonur Péturs og Margrétar. með a að 'i og turs- , því fjöru 'ákar okk- igum onur dótt- ændi i eru legar inum ta» Vinnuvika Eina viku á sumri mæta þeir úr ættinni sem tök hafa á. Þá er vinnu- vika. Hún er notuð til að gera upp íbúðarhúsið og dytta að ýmsu utan- húss. Þá vill verða þröng á þingi, herbergin þéttskipuð og tjaldað þar sem færi er á. Við hlið gamla íbúðarhússins sem var byggt árið 1914 er annað hús byggt 1958. Það byggði Guðmundur faðir Péturs og þangað koma líka á sumrin ekkja hans Elín og afkomend- ur þeirra. Svo eru Pétur og Margrét að byggja nýtt hús. „Blessuð, talaðu ekki um það," segir Pétur og hlær. „SUMT er drasl, annað úrvalsviður." „Þetta rís eftir efnum og ástæðum." Þeir eru þó nokkrir staðirnir næst Ófeigsfírði sem eru farnir í eyði. Víðast eru hlunnindin þó nýtt að sumarlagi og í Munaðarnesi og nokkrum býlum í hreppnum er búið allt árið. „Þetta er samt að trénast svolítið upp. Jarðirnar gáfu meira af sér fyrir svona tuttugu árum," segir Pétur. „Svo er fólk nú farið að eldast," bætir Margrét við. „Já, og unga fólkið hefur ekki svigrúm vegna vinnu og annarra hluta," tekur Pétur undir. Guðmundur sonur þeirra ætlar ekki að „svíkja lit". Hann er þarna sumarlangt og vinnur á gröfu frammi í sveit þegar hlé er á verkum heima á bæ. Ófeigsfjörður er í blóð- inu á honum. Kötturinn Marþöll kemur nú í gættina og minnir með nærveru sinni og nafni á þá staðreynd að heimilis- fólkið er ásatrúar. Seinna í sumar á að nefna barnabarn í fjörunni að hætti ásatrúarmanna. Margrét strýkur kettling Marþallar og lætur hugann reika: „Þegar ég kom hingað fyrst var þetta voðalega innilokað. Það var enginn vegur kominn þá og aðeins fært á trillu. Ég fór kannski einu sinni, tvisvar fram í sveit á sumri. Varð hálfgerð mannafæla." Umrenningar i feluleik „Umrenningar," segir Pétur þegar talið berst að ferðafólki sem flækist inn fjörðinn. Hann glottir þó við, enda hefur hann ekkert á móti þeim svo lengi sem þeir láta náttúruná og það sem hennar er í friði. „Níutíu og níu prósent kunna að haga sér. Eitt prósent þarf að taka í gegn," segir hann. „Við reynum að ná fólki áður en það fer norður í Látur. Við viljum vísa því til vegar. Það er betra að ná því áður en það fer, en draga það upp úr ánni með bilaða bíla. Annars þykja mér oft skrítnir þessir umrenningar. Þeir keyra hægt inn fjörðinn en svo þegar þeir fara hérna framhjá og sjá menn líta upp, þá gefa þeir í. Það er eins og þeir séu að fela sig." Fjaran er eins og annars staðar á Ströndum, full af rekaviði langt upp á land. Inn á milli er dót og rusl, fátt nýtilegt og sjaldan til prýði. En rekaviðurinn er dýrmætur, sumt reyndar drasl, annað úrvalsviður. „Timbrið var lengst af sagað í girð- ingarstaura. Svo kom samdráttur í landbúnaði og menn hættu að girða. Nú sögum við í byggingartimbur," segir Pétur. „Fyrir tveimur árum keypti fólkið sem tengist bæjunum í Ófeigsfirði, Reykjafirði og Drangá og svo einn sem er ekki tengdur þessum stöðum færanlega sögunar- vél. Það var nokkuð sniðugt," segir hann, og ráðleggur heimsókn í Riis Café á Hólmavík á leið suður. Þar eru gólffjalir og annað timbur úr fjör- unum á Ströndum, sagað í vélinni góðu. Útkoman er frábær og ekki ólíklegt að rykið verði dustað af hug- myndinni í náinni framtíð. Svona gólf sómir sér ekki síður í íbúðarhús- næði. Eyjan Hrútey er aðalvarpland Ófeigsfjarðar. Frekar lítil, 400 metra löng og 100 metrar á breidd. Eftir henni miðri liggur klettarani aflíð- andi til austurs. Þeim megin er eyjan þýfð og þar er afbragðs varpland. Æðarfuglinn er gæfur og kippir sér ekki upp við mannaferðir. Það er sannreynt þegar Guðmundur fer með okkur út í eyjuna á trillunni. Það er óvenjuleg reynsla fyrir borgarbúa að rölta um í æðarvarpi þar sem þarf að drepa varlega niður færi til þess að stíga ekki á egg eða unga. Og gott að halda á æðarunga í lófa. Selirnir eru óteljandi á skerjunum í kring, snöggir að steypa sér í sjóinn þegar nálægðin verður meiri en þeir kæra sig um. Selveiðar hefjast undir lok júní og þá tekur við vinnan við verkun skinna. Misnotkun frjálskygg|unnar í Örnefnalýsingu Ófeigsfjarðar sem Haukur Jóhannesson skráði, segir að æðarvarpið í Hrútey hafí orðið fyrir miklum skakkaföllum vor- ið 1944 þegar mörg flutningaskip bandamanna sukku úr skipalest austur af Horni og skildu eftir olíu- brák um allan sjó. Fuglar lágu útat- aðir í olíu um allar fjörur og í eyj- uhni sjálfri drápust hundruð fugla. Fram að því hafði verið 70-90 kílóa varp í Ófeigsfirði eftir árferði, en síðan hefur varpið mest verið 40 kíló. „Æðarvarpið fór niður í 12 kíló fyrir nokkrum árum þegar kom helvítis grútur inn fjörðinn. Nú er það rétt komið yfir 20 kíló, svona helmingur af því sem eðlilegt er," segir Pétur. „Það gengur misjafnlega að selja þetta," heldur hann áfram. „Fer eft- ir því hvað þessir vitleysingar sem flytja æðardúninn út bjóða þetta nið- ur hver fyrir öðrum. Það erum um tuttugu útflytjendur og fjórir kaup- endur úti. Þú getur ímyndað þér hvernig þetta gengur fyrir sig. Hrein misnotkun á frjálshyggjunni," og hann hristir hausinn. Það er ekki hættandi á rökræður um frjálshyggjuna á heimavelli Pét- urs. Oruggara að nefna fossinn fal- lega sem lítur út eins og heljarinnar slæða utar úr firðinum, en sést ekki frá bænum. Úðinn frá honum vísar veginn. Pétur upplýsir að fossinn heiti Rjúkandi. Hann fellur í Hvalá sem á upptök sín langt uppi á Ófeigs- fjarðarheiði, ein vatnsmesta á Vest- fjarðakjálkans. Fossinn virkar hár og tignarlegur úr fjarska, en þó sést ekki nema allra efst í hann fyrr en að honum er komið, vegna þrengsla gljúfursins sem áin rennur í. Allt að því dapurlegt hve fáir njóta fegurðar hans. En fólkið í Ófeigsfirði nýtur náttúrunnar þar fyrir okkur hin. Það hefur það í blóðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.