Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUGLYSINGAR Laghentur maður Bílavöruvbúðin Fjöðrin ehf. óskar eftir að ráða laghentan mann ísérsmíði á pústkerfum og demparaísetningu í bíla. Æskilegur aldur 22-45 ára. Upplýsingar hjá Ragnari (ekki í síma) á sér- smíðaverkstæðinu, Grensásvegi 5. Lyfjakynnir Óskum eftir að ráða lyfjakynni til starfa fyrir erlent umboðsfyrirtæki okkar. Við leitum eftir lyfjafræðingi, hjúkrunarfræð- ingi eða starfskrafti með menntun og reynslu á heilbrigðissviði. Um fullt starf er að ræða. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, og þurfa þær að berast í síðasta lagi föstudaginn 2. ágúst í umslagi, merktu: „Atvinnuumsókn - lyfja- kynnir". Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur annast heilbrigðis-, matvæla- mengunar- og umhverfiseftirlit í lögsagnarumdæmi Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið býður upp á krefjandi starfog áhugaverð viðfangsefni. Starfsmenn eru 19 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Skipulagsbreytíngar innan Heilbrigðiseftirlitsins hafa átt sér stað. Markmiðið með þeim er m.a. að auka enn frekar fjölbreytni menntunar, reynslu og færni starfsmanna í þeim tilgangi að gera Heilbrigðiseftírlit Reykjavíkur hæfara til að starfa í breyttu eftirlitsumhverfi nútímans. í kjölfar þess hefur verið ákveðið að raða í nýja stöðu. SVIÐSSTJÓRI HEILBRICÐISSVIÐS Heilbrigðissvið hefur m.a. eftirlit með hreinlætis- og hollustuháttum í húsnæði fyrirtækja og stofnana sem veita almenningi þjónustu. Sviðsstjóri heilbrigðissviðs veitir heilbrigðissviði forstöðu. Hann samhæfir og skipuleggur eftirlit innan sviðsins og ber ábyrgð á því að áætlunum um eftirlit og fræðslu sé framfylgt og að töluleg gögn vegna nauðsynlegra skýrslugerða séu tiltæk. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í heilbrigðis- og umhverfis- eftirliti, skyldum greinum s.s. heilbrigðis- fræðum, náttúrufræðum eða önnur sambærileg menntun. • Þekking á sviði heilbrigðis- og hollustuhátta, efnafræði og örverufræði æskileg. • Stjómunarreynsla ásamt reynslu af heilbrigðiseftirliti, húsnæðiseftirliti, heilsugæslu eða öðru eftirliti æskileg. • Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu máli. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir eða Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar. Sviðsstjóri heilbrigðissviðs" fyrir 12. ágúst n.k. Athygli er vakin á því að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar ogfyrirtækjum. RÁÐGARÐTJRhf SqÚlOvO^CXSRHKSIRARRi^XJIÖF FvrugtrilS 108 Mykjivfk Slml 533 1800 Futl B33 1808 N.tlanBi romldlunOtr.kmt.U H.lmi.IS.: ht»pi//www.«r«lii«»t.l»/r«ilg»rdyr Hjúkrunarfræðingar Heilsugæslustöðin Patreksfirði óskar eftir hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðina Bíldudal (H stöð) sem allra fyrst. Góð að- staða og húsnæði á staðnum. Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í fallegu umhverfi. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri í síma 456 1110. Aukatekjur Hefur þú áhuga á að vinna þér inn frá kr. 100.000 á mánuði? Við leitum að sjálf- stæðu sölufólki um allt land sem hefur áhuga á að kynna og selja svissneska gæðavöru. Þriggja daga sölunámskeið verður haldið fyrir væntanlegt sölufólk. Upplýsingar veittar í síma 511 4100 milli kl. 9-12. Alþjóða verslunarfélagið ehf., Skipholti 5, 105 Reykjavík. Hönnuður - innréttingasala Harðviðarval ehf. óskar eftir að ráða innan- hússarkitekt. Starfið fellst í því að hanna og selja eldhús, fataskápa og baðinnréttingar. Einnig að leiðbeina viðskiptavinum við val á gólfefnum og innihurðum. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður eða Einar í síma 567 1010. Harðviðarval ehf. er innflutningsryrirtæki, sem hefur sérhæft sig í gólfefnum, hurðum og innréttingum m.a. frá DLW, Tarkett, Swedo- or, HTH og unoform. Við leitum að manni sem getur hugsað sér að "eyða" 25 prósent af vinnutíma sínum í að lesa góðar bækur. Ertumeð? Skilyrdifyrir bókalestri: 1. Þú þarft að hafa tölvunar- eða kerfisfræðina á hreinu. 2. Þú hefur getu til að viðhalda tölvukerfi okkar og búnaði. 3. Þú ert skapandi og nennir að smíða ný forrit. 4. Þú veist allt um VMS-umhverfi, NT-server, Windows 95 og Lotus Notes. 5. Þú ert snillingur í mannlegum samskiptum. 6. Þú mátt ekki eyðileggja móralinn. 7. Þú notar sumarhús starfsmanna þegar það er laust. 8. Þú vilt fá launahækkun þegar þú ert duglegur. 9. Þú ert hættur að reykja. 10. Þú velur bækur eftir hæfi. Þess má geta að ef þú ert ekki alveg viss um skilyrði 4 þá getum við bent þér á skilyrði 10! Jœja, ertu meö? Sendu eitthvað um þig til Gylfa eða Katrínar merkt "Traust fjármálafyrirtæki í Reykjavík" fyrir 9. ágúst n.k. Hagvangur hf Heilsugæslustöð Flateyrar Laus er staða heilsugæslulæknis á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 1996. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérfræðirétt- indi í heimilislækningum. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöð- um sem fást hjá Landlæknisembættinu. Á Flateyri gilda sérstakir staðarsamningar og er bifreið einnig til afnota. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri stjórnar heilsugæslustöðvarinnar í símum 456 7699 og 853 1370. Leiðbeinendur vantar í heilsurækt úti á landi. Aðeins fólk með íþróttakennara- eða sam- bærilega menntun eða manneskju með mikla reynslu og þekkingu á líkamsrækt, bæði í tækjasal og eróbikk, kemur til greina. Frábært tækifæri fyrir þig, ef þú ert upp- full/ur af hugmyndum, því þær fá að njóta sín hjá okkur. Húsnæði til staðar. Þarf að geta hafið störf 15. september. Upplýsingar, með nafni, heimilisfangi, aldri, menntun og reynslu, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. ágúst, merktar: „G - 1201". Ölllum umsóknum verður svarað. Skeifunnilv Reykjavík Sími581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir FLUGLEIÐIR Markaðsrannsóknir Flugleiðir hf. óska eftir að ráða mann til að starfa við markaðsrannsóknir. Starfssvið: 1. Almennar markaðsrannsóknir. 2. Tölfræðileg greining og gagnavinnsla markaðsupplýsinga. 3. Innri markaðsráðgjöf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á viðskiptasviði. • Reynsla eða sérmenntun í markaðsfræðum eða markaðsrannsóknum. • MBA menntun æskileg, en ekki nauðsynleg. • Skipulagshæfileikar og frumkvæði. • Góður í mannlegum samskiptum. • Góð enskukunnátta. • Mjög góð tölvuþekking. Nánari upplýsingar um þetta starf veita Katrín S. Óladóttir og Gylfi Dalmann í síma 581- 3666. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Markaðsrannsóknir 354" fyrir 5. ágúst n.k. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarróögjöf Skoöanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.