Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 17

Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 17 ATVIMNUAUGÍVSINGAR Garðabær Umsjónarmaður unglingastarfs Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns unglingastarfs. Um er að ræða starf við félagsmiðstöðina Garðalund, en þar fer fram æskulýðsstarf fyrir nemendur Garðaskóla og aðra unglinga bæjarins. Umsjónarmaður unglingastarfs er staðgeng- ill forstöðumanns og tekur þátt í skipulagn- ingu á dagskrá félagsmiðstöðvarinna og hef- ur með höndum verkstjórn leiðbeinenda og annars starfsfólks. Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnar Richardsson, forstöðumaður Garðalundar, í síma 565 7251 eða Gunnar Einarsson, for- stöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, í síma 565 8066. Umsóknum um starfið skal skilað til ofan- greindra aðila eða bæjarskrifstofur Garða- bæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, fyrir 10. ágúst nk. Bæjarritari. Starfsfólk óskast Veitingadeild Scandic Hótel Loftleiða óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin framtíðarstörf sem allra fyrst: Þjónanemi Óskað er eftir hressu og heilsuhraustu fólki á aldrinum 19-25 ára (3ja ára nám). Aðstoðarfólk í sal Óskað er eftir vönu starfsfólki í aukavinnu á kvöldin og um helgar. Starfsmann í uppvask Óskað er eftir duglegum leirtausvænum starfsmanni á aldrinum 25 ára og eldri. Vaktavinna. Verðútreikningur og talningar á bar Óskað er eftir töluglöggum starfsmanni með góða þekkingu á tölvuforritum. Vélfræðingur („alt muligt man“) Óskað er eftir vélfræðingi í hlutastarf við eftirlit og viðgerðir á kæli- og frystitækjum, uppþvottavélum o.fl. Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á staðnum milli kl. 14 og 17. G&G Veitingar. Scandic Hótel Loftleiðir. Skólaþjónusta Eyþings er ný stofnun sem þjóna mun grunnskólum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum frá 1. ágúst 1996. Frá og með 1. janúar 1997 mun þjón- ustan einnig ná til leikskóla á sama svæði. Höfuðstöðvar verða á Akureyri en útibú á Húsavík. Þegar hafa verið ráðnir til starfa nokkrir vel menntaðir kennsluráðgjafar, en nú bráðvant- ar okkur þrjá sálfræðinga til samstarfs um uppbyggingu þjónustunnar. Af þeim yrði einn staðsettur á Húsavík en hinir tveir á Akureyri. Umsækjendur verða að hafa löggildingu til starfa á íslandi og æskilegt er að þeir séu með reynslu eða sérmenntun, sem nýtist í starfi skólasálfræðings. Kröfur eru gerðar um góða færni í mannlegum samskiptum, enda verður stílað á samstarf sérfræðinga skrifstofunnar við úrlausn fjölmargra mála. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk. Umsóknir sendist til Skólaþjónustu Eyþings, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Jón Baldvin Hannesson, vs. 460 1480. Varnarliðið - laust starf Tölvumaður á vél- og hugbúnaðar- sviði hjá Tómstundastofnun Flota- stöðvar varnarliðsins Tómstundastofnun varnariiðsins á Keflavík- urflugvelli, óskar að ráða tölvunar- eða kerfis- fræðing til starfa. Starfið felur í sér að viðhalda og setja upp nýjan vél- og hugbúnað ítölvukerfi stofnunar- innar, en þar er um að ræða Novell nettengd kerfi, sem tengjast afgreiðslukössum í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Starfið felur einnig í sér að sjá um öryggismál kerfisins samkvæmt stöðlum, meta áhættuþætti og gera tillögur þar um ef þurfa þykir. Starfið felur einnig í sér þjálfun starfsfólks sem m.a. tengist nýjungum sem teknar eru í notkun. Kröfur: Umsækjandi sé tölvunar- eða kerfisfræðing- ur með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- búnaðar og hugbúnaðar, sérstaklega fyrir netkerfi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með samskipti við annað fólk sem er stór hluti starfsins. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist, bæði á talað mál og skrifað. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis, ráðning- ardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 8. ágúst 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir um- sækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan greinir, er aðeins stikl- að á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. Kennarar Lausar stöður við grunnskólana á Akranesi Brekkubæjarskóli. Grunnskólakennara vant- ar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla og íþróttakennsla (11/2 stöðugildi). Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugs- son, skólastjóri, vs. 431 1938, hs. 431 1193, Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 431 1938, hs. 431 3090. Grundaskóli. Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslu- greinar: Almenn bekkjarkennsla, tónlistar- kennsla og smíðakennsla (2 stöðugildi). Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson, vs. 431 2811, hs. 431 2723, Ólína Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vs. 431 2811, hs. 431 1408. Laun skv. kjarasamningum HÍK og KÍ. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Nánari upplýsingar eru einnig veittar hjá skólafulltrúa í síma 431 1211. Skólafulltrúi Akraness. Lagerstarf hálfan daginn Óskum eftir að ráða sem fyrst starfsmann til almennra lagerstarfa. Um hálfsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar veitir Pétur Hansson í síma 568 9519. Yfirvélstjóri Yfirvélastjóra vantar strax á togarann Rauðanúp ÞH-160 frá Raufarhöfn. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Jökuls hf., Raufarhöfn, sími 456 1200. Kennarar í Vestmannaeyjum eru starfandi tveir vel útbún- ir, heilstæðir grunnskólar með áhugasömum kennurum. Ennþá er pláss fyrir nokkra kennara í starfsliðið á komandi skólaári. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3 stöður grunnskólakennara. Um er að ræða 1 stöðu við almenna kennslu (æskileg kennslugrein danska), 1 staða við tónlistarkennslu (tónmennt og skólakór) og 1 staða handmenntakennara (smíðar). Við Hamarsskóla eru lausar 2 stöður grunn- skólakennara. Um er að ræða almenna kennarastöðu við kennslu yngri barna eða sérkennarastöðu og eina við kennslu í eldri deildum (æskileg- ar kennslugreinar stærðfræði og eðlisfræði). Upplýsingar um þessar stöður gefur Sigurð- ur á Skólamálaskrifstofu Vestmannaeyja í síma 481 1092 á skrifstofutíma eða 481 3471 eftir kl. 17.00. Þá er ennfremur laus 1 staða kennara við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum, þar sem megin viðgfangsefnið er píanó- og söng- kennsla. Nánari upplýsingar um þessa stöðu gefur Guðmundur, skólastjóri, í síma 481 2551. Skólamálaráð Vestmannaeyja. EJS óskar eftir tíu til fimmtán hugbúnaðar- sérfræðingum EJS er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki á íslandi. Á erlendri grundu hefur EJS m.a. hannað, smíðaö, sett upp og þjónustað vörustýringarkerfi fyrir stórar verslanakeðjur. Hundruð verslana í Danmörku og í Hong Kong nýta sér nú lausn frá EJS. Á hugbúnaðarsviði fyrirtækisins starfa á þriðja tug sérfræðinga en starfsfólk er alls um eitt hundrað. Vegna stóraukinna verkefna innanlands sem utan óskar EJS eftir að ráða öfluga og áhuga- sama einstaklinga sem fyrst til starfa í hug- búnaðargerð. Viðkomandi þurfa að vera til- búnir að starfa erlendis um tíma. M.a. er um að ræða verkefni við gerð upplýsingakerfa fyrir íslensk fyrirtæki með notkun nýjustu tóla frá Microsoft svo og uppbyggingu vöru- stýringakerfis í ORACLE umhverfi fyrir versl- anakeðjur í Asíu og Ástralíu. EJS leggur metnað sinn í að bjóða starfsör- yggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Leitað er að kerfis-, tölvunar- eða verkfræð- ingum með góða grunnþekkingu og reynslu við hönnun hugbúnaðar. Þekking á uppbygg- ingu gagnagrunna og reynsla við nýsmíði með notkun myndrænna notendaskila er æskileg. Umsóknir berist til Snorra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra hugbúnaðarsviðs, fyrir 9. ágúst nk., merktar: Starfsumsókn - Hugbúnaðarsvið. IVIál lM ogmenning {) FORLAGIÐ EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, s. 5633000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.