Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JULI 1996 B 19 ATVINIÍI ¦ Aí JC^I Y^lhJC^AR Útgáfumál Fiskifélag íslands leitar að aðilum sem vilja annast útgáfumál fyrir félagið. Fiskifélagið gefur út tímaritið Ægi, Sjómannaalmanakið og Útveg. Um er að ræða einstaka þætti útgáfunnar eða útgáfuna í heild. Þeir aðilar, sem áhuga hafa, sendi nöfn sín ásamt nánari upplýsingum um sig, til félags- ins fyrir 15. ágúst nk. Fiskifélag Islands Höfn, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík. BESSASTAÐAHREPPUR Hannyrðakennari Laus er hálf staða hannyrðakennara við Álftanesskóla í Besstaðahreppi. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Upplýsingar gefur Erla Guðjónsdóttir, skóla- stjóri, í símum 565 1198 og 565 3662. EYRARSVEIT Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu íyngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfí. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. [ einkabíl tekur það um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiðarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í síma 438 6772. Skorpuvinna! Fram ímiðjan september Tilvalin fyrir háskólastúdenta Bókin íslensk fyrirtæki, sem komið hefur út í 27 ár, er nú að fara af stað með sölu á skráningum og vantar gott sölufólk. Ennfremur vantar fólk sem getur unnið fram yfir miðjan október við sömu störf. Við leitum að: • Duglegu fólki með afnot af bíl. Við bjóðum: • Góð afkastahvetjandi sölulaun. • Mikla tekjumöguleika fyrir gott fólk. Áður en sala hefst fara allir sölumenn á nám- skeið til kynningar á íslenskum fyrirtækjum. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Kjart- ansdóttur, ritstjóra, í síma 515 5631. TSLENSK ±T7YRIRTÆKI ÍFRÓDI , BÓKA £, BLADUJTCÁfA TRYGGINGASTOFNUN K& RÍKISINS Vegna breytinga sem ganga í gildi 1. októ- ber 1996 á fyrirkomulagi á pjónustu við þá skjólstæðinga Tryggingastofnunar ríkisins sem fá neyðarhnappa tengda símkerfi aug- lýsir Tryggingastofnunin eftir aðilum, sem áhuga hafa á að taka að sér slíka þjónustu. Gert er ráð fyrir að samið verði við þá aðila sem uppfylla kröfur Tryggingastofnunar. Þjónustan felst í rekstri og eignarhaldi nauð- synlegs búnaðar (neyðarhnappa, upphringi- og móttökubúnaði), svarbjónustu allan sólar- hringinn og viðbrögðum við neyðarkóllum, t,d, að heimsækja þá sem neyðarboð senda og kalla til nauðsynlega hjálp. Upplýsingar um verkefnið verða afhentar hjá verkfræðistofunni Rafteikningu hf. Borgar- túni 17, 105 Reykjavík frá þriðjudegi 23. júlí 1996. Fyrirspurnum og athugasemdum um þjón- ustuna skal skila skriflega til sama staðar merkt „TR - Viðvörunarkerfi/neyðarhnapp- ar" í síðasta lagi 7. ágúst 1996. Öllum fyrir- spurnum verður svarað skriflega innan viku þaðan í frá. Væntanlegir þjónustuaðilar skulu skila inn útfylltu þar til gerðu eyðublaði ásamt um- beðnum upplýsingum og öðru sem þeir vilja koma á framfæri eigi síðar en kl. 16 mánu- daginn 26. ágúst 1996 til verkfræðistofunnar Rafteikningar hf. Borgartúni 17, 105 Reykja- vík merktu „TR - Viðvörunarkerfi/neyðar- hnappar - Þjónusta". SVÆÐISSKRIFSTOFA MALEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Nýtt sambýli Þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar óskast til starfa á nýtt sambýli í Grafarvogi sem tekur til starfa í haust. Leitaði er eftir áhugasömum starfsmönnum með faglegan metnað og hæfni til að taka þátt í uppbyggingu á nýju sambýli fyrir ungt fatlað fólk. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurðar- dóttir í síma 562 1388 frá kl. 13-16. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Launakjör eru sðmkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar á næturvaktir við hjúkrunar- heimili aldraðra, Droplaugarstaði, Snorra- braut 58, frá 1. ágúst nk. Einnig vantar sjúkraliða til starfa frá 1. september á ýmsar vaktir. Upplýsingar gefur forstöðumaður Droplaug- arstaða, í síma 552 5811, milli kl. 9 og 12 næstu daga. Bræðrasmiðjan ehf. Vantar 2-3 samhenta smiði. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 555 3988. Þrif íheimahúsi Starfskraftur t.d. í skóla óskast til að sjá um þrif á ca 200 fm hæð í vesturbænum. Mjög góð umgengni. T.d. á 10 daga fresti 4-5 tíma í senn. Góð laun í boði. Áhugasamir sendi umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir 7. ágúst, merktar: „Þrif - 1202". EJS óskar eftir sölufulltrúum og tæknimönnum EJS er eitt særsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þjónusta ESJ nær til fíestra hlíða nútíma upplýsínga- og samskíptatækni, allt fra sölu og þjónustu á heimsþekktum vél- og hugbúnaði, til nýsmíða og þróun- ar á hugbúnaöi og lausnum fyrir atvinnulífiö hérlendis sem erlendis. EJS leggur metnað sinn i að bjóða starfsöryggi, jafnrétti, sanngjörn laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. Vegna stóraukinna verkefna óskar EJS eftir að ráða öfluga og áhugasama einstaklinga sem fyrst til starfa í verslun, söludeild og netþjónustu. • EJS netþjónusta Netþjónusta annast þjónustu, ráðgjöf og uppsetningu á tölvunetum, vélbúnaði og hugbúnaði auk þjónustu við Microsoft not- endahugbúnaði fyrir mörg af stærstu fyrir- tækjum og stofnunum landsins. Um er að ræða Windows NT netkerfi ásamt Microsoft BackOffice lausnum, Internet tengingum, samskiptum við önnur tölvuumhverfi o.fl. Sérfræðingar EJS netþjónustu sækja Micro- soft námskeið og gangast undir próf sem veita réttindin „Microsoft Certified Þro- fessional" (MCÞ). Leitað er að einstaklingum sem tilbúnir eru að takast á við það nýjasta í tölvuheiminum. Framhaldsmenntun t.d. í tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða tæknifræði er æskileg. Þekking á Microsoft hugþúnaði og uppbyggingu netkerfa einnig æskileg. Umsóknir berist Helga Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra þjónustusviðs fyrir 7. ágúst merktar: Starfsumsókn - Netþjónusta. • EJSverslun Starfið felst í almennri sölu á tölvubúnaði til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Leitað er að einstaklingum með góða grunnmenntun, góða framkomu og þjónustulund. Reynsla af tölvunotkun nauðsynleg. Umsóknir berist Guðjóni Kr. Guðjónssyni, verslunarstjóra fyr- ir 7. ágúst merktar: Starfsumsókn - Verslun. • EJS söludeild Söludeild annast dagleg samskipti við fyrir- tæki og stofnanir, veitir ráðgjóf varðandi kaup á tölvubúnaði og uppbyggingu upplýs- ingakerfa og annast samskipti við erlenda birgja. Leitað er að einstaklingum með fram- haldsmenntun t.d. í tölvunar-, viðskipta- eða verkfræði. Viðkomandi þurfa að eiga auðvelt með hópvinnu, hafa gott vald á mæltu og rituðu máli og hafa góða framkomu. Þekking og reynsla í upplýsingatækni er æskileg. Umsóknir berist Skúla Valberg Ólafssyni, sölustjóra fyrir 7. ágúst merktar: Starfsumsókn - Söludeild. TO EINAR j. SKULASON Hf Grensásvegi 10, 108 Reykjavik, s. 5633000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.