Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 28. JÚIÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ jOl\ w Nl N mMAUC^LiSII\JC^/\R Kennara vantar Kennara vantar við Árskógsskóla, Árskógs- strönd. Um það bil 60 nemendur stunda nám við skólann, sem er ca 35 km frá Akureyri. Leikskólastjóra vantar við leikskólann Leikbæ, Árskógsströnd. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Árskógshrepps milli kl. 14 og 16 virka daga. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. C++ forritarar - graf ískir hönnuðir Fjarhönnun ehf. óskar eftir að ráða duglegt og framsækið fólk til að starfa að gerð grafísks hugbúnaðar til útflutnings. í boði eru mjög áhugaverð störf við C++ forritun í Windows. Umsækjendur þurfa að hafa góða kunnáttu í C++ og Windows forritun - reynsla af Visu- al C++ er kostur. Góð laun og fyrsta flokks vinnuaðstaða hjá litlu en framsæknu fyrir- tæki. Þeir, sem hafa áhuga, skili inn skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 7.ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Fjarhönnun ehf., Skútuvogi 1D, Reykjavík. Fjölmiðlun Útgáfu- og fjölmiðlafyrirtæki óskar að ráða eftirfarandi starfsmenn: A: Markaðsstjóra til að annast reglubundna sölu auglýsinga í mismunandi miðla og jafn- framt að móta og skipuleggja markaðsmál fyrirtækisins í samráði við stjórnendur. Við leitum að áhugasömum og ábyrgum starfsmanni með reynslu í sölu auglýsinga. Þarf að hafa samstarfvilja, úthald og metn- að. Menntun í markaðsfræðum æskileg. B: Auglýsingateiknara til að sjá um hönnun auglýsinga og bæklinga og umbrot í Macin- tosh umhverfi. Viðkomandi þarf að hafa hald- góða reynslu af auglýsingastofuvinnu, frum- kvæði og frjóa hugsun. C: Frétta/blaðamenn til að annast tíma- bundin verkefni í haust. Reynsla skilyrði. í boði eru áhugaverð störf fyrir þá, sem vilja takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 3. ágúst nk., merktar: „AMF - 5250". Ert þú þaulvanur bifvélavirki? Traust og rótgróið fyrirtæki í stöðugri mark- aðssókn óskar eftir að ráða kraftmikinn og sjálfstæðan bifvélavirkja sem verkstjóra. Um er að ræða ábyrgðarmikið framtíðarstarf sem krefst skipulagningar, samviskusemi og þjónustulipurð. Starfið býður upp á mikla framtíðarmöguleika fyrirframsækinn, hugmyndaríkan og kröftug- an einstakling. Krafist er góðrar þekkingar á almennum við- gerðum, vélastillingum og bilarafmagni. Umsóknarblöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst. RAÐNINGARÞJONUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitlsbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 Selstjóri - grunnskólakennarar Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir selstjóra við skólaselið í Sólgarði. Selstjóri hefur búsetu á staðnum. Æskilegt er að selstjóri annist húsvörslu við skólasel- ið og félagsheimilið Sólgarð. Kennara vantar á unglingastig. Meðal kennslu- greina eru raungreinar og ritvinnsla. Ennfremur vantar kennara í forfallakennslu í 4. bekk og heimilisfræði til áramóta. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Upplýsingar veita Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri, í síma 463 1230 og Anna Guð- mundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 463 1127. Vesturbyggð, Aðalstræti 63, Patreksfirði Lausar stöður 1. Staða skólastjóra við Grunnskóla Örlygshafnar, Vesturbyggð. 2. Staða kennara við Grunnskóla Örlygs- hafnar, Vesturbyggð. 3. Starf í mötuneyti við Grunnskóla Örlygs- hafnar, Vesturbyggð. 4. Starf við heimavistargæslu Grunnskóla Örlygshafnar, Vesturbyggð. 5. Starf ræstitæknis við Grunnskóla Örlygshafnar, Vesturbyggð. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu Vesturbyggðar fyrir 6. ágúst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Allar nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 456 1221 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. m Mosfellsbær Umsjónarmaður með föndurstofu alraðra óskast. Um er að ræða 33% hlutastarf. Laun eru samkvæmt samningum Starfsmannafélags Mosfells- bæjar og launanefndar sveitarfélaga. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður félagsstarfs, Svanhildur Þorkelsdóttir í síma 566 6218. Skriflegum umsóknum skal skilað á Bæjar- skrifstofur Mosfellsbæjar, Hlégarði fyrir 10. ágúst nk. & Félagsmálastofnun Mosfellsbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst fyrst og fremst í því að taka á móti barni til vistunar í nokkra daga í mánuði í því skyni að létta álagi af barni eða fjölskyldu þess. Umsækjendur þurfa að hafa hæfni og reynslu af uppeldi barna. Nánari upplýsingar eru veittar af yfirmanni fjölskyldudeildar og félagsmálastjóra í síma 566 8666 kl. 10.30-11.00 virka daga. . Yfirmaður fjölskyldudeildar. Skóladagvist Grundaskóla Deildarstjóri óskast við skóladagvist í Grundaskóla á Akranesi. Um er að ræða fullt starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, sími 431 1211. FélagsmálastjóriAkranes. Kennarar Kennara vantar að Ljósafossskóla í Gríms- nesi. Ein staða við kennslu yngri barna (afleysing) og ein staða við kennslu í 9. og 10. bekk. Ljósafossskóli er notalegur sveitaskóli í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Húsnæði á staðnum. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Upplýsingar gefur skólastjóri, Daði Ingimund- arson, í síma 482 2617 eða 482 3536. * * * Organista- og kórstjórastaða er laus til umsóknar í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Edda Jóhannesdóttir í síma 486 4410. 05 Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur aðstoðarleikskólastjóri Sigríður Jónsdóttir í síma 557 3090. Drafnarborg v/Draf narstíg Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Upplýsingar gefur aðstoðarleikskólastjóri, Sigurhanna Sigurjónsdóttir, ísíma 552 3727. Foldaborg v/Frostafold Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Einnig vantar þroskaþjálfa eða leikskóla- kennara í fullt starf til að sinna barni með sérþarfir. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, í síma 567 3138. Hamraborg v/Grænuhlíð Leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk. Bæði í fullt starf og 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Guðríður Guðmundsdóttir, í síma 553-6905. Rauðaborg v/Viðarás Stuðningsaðila vantar eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri Ásta Birna Stefánsdóttir, í síma 567 2185. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagótu 17, sími552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.