Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 21 ATVIN NU AUGL YSINGAR : ¦""..' . ' Tækniteiknun Teiknistofa óskar eftir að ráða tækniteikn- ara, með reynslu og þekkingu á tölvuteikn- un. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl., merktar „808", fyrir 1. ágúst nk. Skóla- og menning- arfulltrúi ísafjarðar- bæjar Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar auglýsir hér með laust til umsóknar starf skóla- og menningarfull- trúa skv. nýju stjórnskipulagi bæjarfélagsins. Þann 1. júní sl. tók formlega gildi sameining sex sveitarfélaga á Vestfjörðum í sveitarfé- lagið ísafjarðarbær. Þetta nýja sveitarfélag er nú að stíga sín fyrstu skref og því gefur auga leið að hér er um krefjandi og áhuga- vert uppbyggingarstarf að ræða. Skóla- og menningarfulltrúi verður forstöðu- maður þeirrar starfsemi sem heyrir undir fræðslunefnd og menningarnefnd. Helstu verkefni þessa starfsmanns eru yfírumsjón með þeim málaflokkum sem lúta að uppeld- is- og menningarmálum í bæjarfélaginu, þ.e. allt skólahald í ísafjarðarbæ, rekstur íþrótta- mannvirkja, bóka-, skjala- og byggðasafna ásamt ferða- og kynningarmálum. Óskað er umsókna frá einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til þess að takast á við ögrandi verkefni og hafa vilja til þess að taka þátt í mótun nýs sveitarfélags. Starfið bíður þess umsækjanda sem hefur til að bera góða hæfileika í mannlegum samskipt- um, reynslu af stjórnarstörfum og ekki síst ef sú reynsla er af vettvangi sveitarstjórnar- mála. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður í síma 456 3722. Umsóknir skulu hafa borist Bæjarskrifstofu ísafjarðarbæjar í síðasta lagi 30. júlí nk. ísafirði"5. júlí. Bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, Kristján ÞórJúlíusson. Sérkennari - grunnskólakennarar, leikskólakennarar Eftirtaldar stöður við grunnskólana í Reykja- nesbæ eru lausar til umsóknar: Njarðvíkurskóli 1. Staða sérkennara. 2. Almenn kennsla. Upplýsingarveitirskólastjóri ísíma421 4399 og 421 4380. Myllubakkaskóli 1. Almenn kennsla 5. bekk og danska í 6. bekk (1/1 staða). 2. Almenn kennsla í 1. bekk, 2 hlutastöður (2/3). 3. Almenn kennsla í 2. bekk, tímabundin ráðning í 2 hlutastöður v/fæðingarorlofs til des.-janúarloka. Upplýsingarveitir skólastjóri ísíma 421 1450 og 421 1884. Leikskólar Leikskólakennarar óskast til starfa við leik- skóla bæjarins. Upplýsignar veitir leikskóla- fulltrúi í síma 421 6200. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. Þórshafnarhreppur Störf á Þórshöf n Okkur vantar fólk til starfa sem vill takast á við spennandi störf í jákvæðu umhverfi: Skólastjóra við Grunnskólann á Þórshöfn Grunnskólakennara. Meðal kennslugreina almenn kennsla, íþróttir og handmennt. íþróttakennara stendur einnig til boða starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, en öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hefur verið á staðn- um undanfarin ár. í skólanum eru tæplega 100 nemendur og verður hann einset- inn frá og með næsta hausti. unnið er að því að bæta allan aðbúnað skólans og munu starfsmenn og stjórnendur fá tæki- færi til að móta þá vinnu, en áhersla verður lögð á uppbyggingu á sviði skóla-, íþrótta- og tómstundaskóla hjá sveitarfélaginu á næstu árum. Hjúkrunarforstjóra við hjúkrunar- og dvalar- heimilið Naust. Um er að ræða starf á blandaðri stofn- un/heimili og er Naust miðstöð öldrunarþjón- ustu sveitarfélaganna á svæðinu. Hjúkrunar- forstjóri fer einnig með yfirstjórn öldrunar- mála og vinnur því að stefnumörkun í mála- flokkum með sveitárstjórnunum. Byggðarlagið telur rúmlega 600 manns og hefur íbúum fjölgað á undanförnum árum. Næg atvinna er á staðnum og eftirspurn eftir fólki á vinnumarkað. Samgöngur eru greiðar, m.a. flug fimm sinnum í viku. Væntanlegum starfsmönnum stendur til boða flutningsstyrkur og húsnæði á sann- gjörnu verði. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þórshafnarhrepps í síma 468 1220 eða 468 1275. Umsóknum skal skila á skrifstofuna, Langa- nesvegi 16a, 680 Þórshöfn. Sveitarstjóhnn á Þórshöfn. IIIIEIIIIII [iiiuiii iiiiiiiii Frá Háskóla íslands Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar 50% starf lektors á sviði klíniskrar félagsráðgjafar. Áhersla er á grein- ingu og sérhæfða ráðgjöf í heilbrigðisþjón- ustu, einkum fyrir foreldra og börn í sérstök- um erfiðleikum, þar með eru talin barna- verndarmál. Umsækjendur skulu hafa sérhæfða fram- haldsmenntun, trausta reynslu af meðferð mála á sviðinu, kennslureynslu á hákskóla- stigi og bein tengsl við vettvang. Þeir skulu einnig hafa unnið að rannsóknar- og sér- fræðistörfum á sínu sviði. Gert er ráð fyrir að í starfið verði ráðið til tveggja ára frá 1. janúar 1997 að telja. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslu- reynslu og vísindastörf. Einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir, sem umsækjendur hyggjast vinna að, og um hugmyndir þeirra um áherslur í þeim náms- þáttum, sem þeir munu stýra, verði þeim veitt staðan. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. september 1996 og skal umsóknum skilað til satarfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Júlíusdóttir formaður námsnefndar í félagsráðgjöf, sími 525 4505; tölvufang sigjul@rhi.hi.is Verðbréfaþing íslands Tvær stöður sérfræðinga Verðbréfabing íslands auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður sérfræðinga. Verkefni sérfræðinganna verða einkum: • Vöktun markaðar, beiting tölfræði og tölvutækni til að fylgjast með sveiflum í verð- myndun, framboði og eftirspurn, og eftirlit með því að fylgt sé ákvæðum laga um verð- bréfaviðskipti, s.s. um innherjaviðskipti, sýndarviðskipti, upplýsingagjöf og sýnileika markaðar. • Uppbygging og þróun tölvu- og sam- skiptakerfa til að gera viðskipti og upplýs- ingagjöf hraðvirkari, svo og til að mæta nýj- um þörfum og nýjum viðskiptaháttum. Breytingar eru örar í tækni- og rekstrarum- hverfi þingsins. Því verða gerðar miklar kröf- ur til starfsmanna um frumkvæði og dugnað. Háskólagráða ílögfræði, viðskiptafræði, hag- fræði, tölvunarfræði eða verkfræði er æski- leg. Önnur háskólamenntun kemur einnig til greina. Eftirtalin atriði verða metin umsækjendum sérstaklega til framdráttar: • Starfsreynsla á fjármálamarkaði. • Víðtæk þekking á tölvu- og fjarskipta- tækni. • Gott vald á íslensku máli og tjáningu í ræðu og riti. • Góð tungumálakunnátta og reynsla í er- lendum samskiptum. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og aðra þætti, sem umsækjendur vilja leggja áherslu á, sendist skrifstofu Verðbréfaþings, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 6. ágúst nk. Nánari upplýsingarveitir Stefán HaHdórsson, framkvæmdastjóri, í síma 569 9776. Félagsráðgjafi óskast Við á Félagsmálastofnun Sauðárkróks bjóð- um félagsráðgjafa eða starfsmann með menntun á sviði félags-, uppeldis- eða sálar- fræði og reynslu af meðferðarstörfum, vel- kominn til starfa á afmælisári Sauðárkróks- bæjar. Um er að ræða heila stöðu og verða helstu verkefnin á sviði barnaverndar, en stofnunin annast framkvæmd barnaverndar fyrir allan Skagafjörð og á sviði öldrunarþjónustu, en fyrirhugað er í samvinnu við Sjúkrahús Skag- firðinga að byggja upp öflugt félagsstarf í þágu aldraðra. Ef þú ert dugleg(ur) og drífandi og vilt taka þátt í skapandi vinnu við uppbyggingu félags- þjónustunnar á Sauðárkróki, þá heyrum við gjarnan frá þér. Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvalds- dóttir, félagsmálastjóri, í síma 453 6174. Umsóknir, merktar „Félagsiáðgjöf", sendist í Stjórnsýsluhúsið, Skagfirðingabraut 21,550 Sauðárkróki. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Á Sauðárkróki búa tæplega 2.800 manns sem starfa m.a. við iðnað, útgerð, fiskverkun, fiskeldi, þjónustu, verslun, stjórnsýslu og landbún- að. Áhugamál íbúanna eru margvísleg, hestamennska er í hávegum höfð, fjölmargir syngja í kór, körfuboltinn er vinsæll og margir njóta þess að spila golf í kvöldkyrrðinni. Helgina 20. til 21. júlí sl. hófst afmælisár Sauðárkróks sem mun standa til 20. júlf 1997. Tilefnið er 140 ára verslunarleyfi, 125 ára búseta, 90 ára sveitar- félag og 50 ára kaupstaður. Margt verður sér til gamans gert á af mæl- isárinu, ráðstefnur um heilsuvernd, atvinnumál og sveitarstjórnar- mál. Umhverfisátak er í gangi, aldargamall ræðuklúbbur hefur verið endurvakinn og dönsk vika verður haldin nú í haust. Einkunnarorð ársins eru: Sækjum kraft og þor í fortíðina til að takast á við framtíðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.