Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Jónsson leikur Madda ljóta mótorhjólalöggii. Ljósmyndir/Orri Jónsson SKAMMT er síðan Gus Gus fjöllistaflokkurinn gerði út- gáfusamning við breska fyrirtækið 4AD. Sá samn- ingur var um margt sér- stakur, ekki síst fyrir þá sök að hann er ekki bara við hljómsveit, heldur við hönnuði, leikara og kvik- myndagerðarmenn. Fyrsti afrakst- ur samningsins var tólftomma, svo- kölluð hvítmiðaútgáfa, sem aðeins er ætluð fyrir plötusnúða, með end- urhljóðblönduðum lögum. í næsta mánuði er væntanleg frekari út- gáfa, því þá kemur út lagið Polyest- er Day, um leið og sýnd verður stuttmynd sem byggð er lauslega á aðalpersónu lagsins. Stuttmyndin Polyester Day segir frá undraverunni Vitaman Obb sem býr yfír ójarðneskum eiginleikum. Á flugi um óravíddir stjarnanna kemur hann ólánssömum til hjálpar hvar sem þá er að finna, meðal annars með aðstoð „lifnipilla" sinna sem hafa þá sérstöku náttúru að geta lífgað við þá sem gefið hafa upp öndina. Á ferð sinni um jörðina verður Obb þess áskynja að ungl- ingsstúlkan Polly sé í hættu með mótorhjólalögguna ljótu Madda á hælunum. Leikendur í myndinni eru helstir Daníel Ágúst Haraldsson, Magnús Jónsson og Hafdís Huld, öll liðsmenn Gus Gus-floksins, en gestaleikarar eru Egill Ólafsson og Edda Heiðrún Bachman. Kvik- myndatökumaður er Stephan Stephensen. Almennileg stuttmynd Þeir félagar í kvikmyndafélaginu Kjól & Anderson, Stefán Árni og Sigurður Kjartansson, einnig með- limir í Gus Gus, leikstýra myndinni og verða fyrir svörum vegna tilurð- ar hennar. Þeir segja að handrit myndarinnar hafi miðast við sjö mínútna mynd, en hún gæti eins teygst í tíu mínútur eða svo; það fari allt eftir því hvað mönnum sýn- ist við samsetninguna. „Hugmyndin af myndinni varð til í kringum Polly í Polyester Day og er gerð meðal annars vegna þess að það lag verður það fyrsta sem kemur út með okkur um heim allan,“ segja þeir félagar. „Við vild- um frekar setja saman almennilega stuttmynd en að gera venjulegt tón- listarmyndband, mynd sem gæti staðið sjálfstæð án tónlistar en síð- an verður gerð sérstök enduhljóð- blöndun af laginu fyrir myndina með áherslum á réttum stöðum." Þeir segja að lagið verði reyndar gefið út í fimm mismunandi útgáf- um sem allar séu jafn réttháar, eins- konar fímmföld a-hlið. Ekki stefna þeir þó að því að gefa myndarút- gáfu lagsins út sérstaklega, þó það sé ekki útilokað. Þeir félagar segja að hugmyndin að myndinni hafi kviknaði fyrir ári þear Gus Gus vann að fyrstu breið- skífu sinni „og ekki bara að Polyest- er Day, heldur að fleiri lögum, nán- ast öllum lögum á plötunni og við skrifuðum meira að segja handrit fyrir myndir sem tengjast þeim öll- um og gerðum kostnaðaráætlanir.“ Myndin var tekin fyrir rúmri viku, tökur hófust á mánudegi og lauk á föstudegi, en þeir segja að tveir dagar hafi farið til spillis vegna veð- urs. „Filmurnar eru úti í framköllun svo við erum ekki búnir að sjá þær enn,“ segja þeir og kíma, „kannski þarf að taka þetta allt aftur, þannig er alltaf í kvikmyndun." í almenna dreifingu Þeir Stefán og Sigurður segja að forsvarsmönnum 4AD hafi líkað svo vel handrit myndarinnar og ljós- myndir sem teknar voru við tökurn- Gus er þegar tekinn að vinna að efni fyrir breska fyrir- tækið 4 AD sem vill gefa út ýmislegt með -------------------- > hópnum, tónlist og myndefni. Arni Matthí- asson komst að því að fyrsta útgáfa hópsins verður harla óvenjulega stuttmynd. HARÐSNUIÐ tökulið. Bjargvætt- urinn Vita- mnn Obb Fjöllistahópurinn Gus VÁLEGAR afleiðingar helreiðarinnar. MADDI kveður þessa aumu jarðvist. ar að þeir hyggist kynna myndina víðar en áður var fyrirhugað; koma henni meðal annars á stuttmynda- hátíðir og í almenna dreifingu í kvikmyndahús, meðal annars í Bandaríkjunum, en það verður á vegum Warner-útgáfurisans, sem dreifir útgáfum fyrir 4AD í Banda- ríkjunum. Einnig gera þeir sér góð- ar vonir um dreifingu viðar í Evr- ópu, þar á meðal í Frakklandi, þar sem Virgin-útgáfan sér um dreif- ingu. „4AD-menn segjast vilja velta þeirri spurningu upp hvort við séum tónlistarmenn að gera kvikmyndir eða kvikmyndagerðarmenn að hljóðrita tónlist." Til viðbótar við 7-10 mínútna útgáfu myndarinnar segjast þeir stefna að því að gera styttri útgáfu síðar, meðal annars til að falla að hefðbundum myndbandamarkaði, „en það verður ekki gert nærri því strax og þá þannig að það komi vel fram að myndbandið sé bara hluti af lengri mynd.“ Myndin verður tilbúin um miðjan ágúst, en smáskífan á að koma út í ágústlok. Næsta smáskífa, með laginu Believe, kemur síðan út í janúar og breiðskífa sveitarinnar fljótlega eftir það. „Það stóð til að koma plötunni út mun fyrr, en við vildum bíða aðeins lengur og und- irbúa okkur af kostgæfni." Þeir segja að gerð verði sérstök stutt- mynd við það lag, líkt og við Poly- ester Day, en þess má geta að myndband við Believe var kjörið besta myndband ársins hér á landi. Samstarfið fer vel af stað 4AD leggur fé til myndarinnar að sögn þeirra félaga. „Við sendum út handrit og fjárhagsáætlun og 4AD-menn samþykktu hana eftir málamyndaþref um einhver smáat- riði sem þeim fannst of dýr. Það má segja að samstarfið við útgáf- una fari afskaplega vel af stað og þeir eru mjög opnir fyrir því sem við erum að gera þó það sé líka nýtt fyrir þeim. Þó þeir hafi kostað og tekið þátt í gerð hundruða tón- listarmyndbanda þá hafa þeir aldrei komið að stuttmynd eins og okkar.“ Þeir Stefán og Sigurður segjast aldrei hafa velt því fyrir sér að rétt- ara væri að gera hefðbundið mynd- band þar sem hljómsveitarmeðlimir fetta sig og bretta í takt við tónlist- ina. „í raun og veru höfum við ekkert hugsað út í þetta. Við erum með þijá frábæra leikara innan borðs og fáránlegt að notfæra sér það ekki. Við lítum ekki á þessa mynd sem beina kynningu á hljóm- sveitinni, en það styður hvað annað og tónlistinni er fléttað inn til að styðja myndina, en ekki öfugt. Það hefur einhvern veginn valist þannig fólk í þennan hóp að okkur ferst ekki vel að selja okkur og auglýsa og ef það hefði verið ætlunin er eins víst að við hefðum ekki fengið neinar hugmyndir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.