Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 B 27 ERLENT AD ikemmia lesondum; bandaríski melsöluhöfundurinn Jehn Grlsham. M MELGENGNI rithöf- V undarins Johns ^™ Grishams hefur verið með ólíkindum. Á aðeins sex áram hefur þessi fyrrum lögfræðingur orðið einn víðlesnasti spennu- söguhöfundur samtímans og sendi nýlega frá sér sína sjöundu bók, „The Runaway Jury" eða Kvið- dóminn, sem þegar renndi sér upp metsölulistana. Hún er fínasta skemmti- lesning, frasögnin er hröð o'g áhugaverð og í henni fá stóru bandarísku tóbaks- framleiðendurnir á baukinn svo um munar. Meo Hollywood i liogo „The Runaway Jury" kemur í kjölfarið á „The Rainmaker", þar sem höf- undurinn tók fyrir stór- gróðaplön tryggingafé- laganna, en sögur Gris- hams hafa horfið frá því að vera einasti eltingar- leikur milli illmenna og góðmenna og yfir í hálf- gildings krossferðir gegn amerískum fyrirtækja- samsteypum. í fyrri bók- um hans mátti einatt finna ungan lögfræðing eða laganema sem hætti sér óafvitandi inn á hættusvæði mafíunnar eða pólitískra samsæra, en nú eru skilin milli góð- menna og illmenna óskýr- ari. Enga eina afgerandi aðalpersónu er t.d. að finna í nýjustu bókinni og sögurnar hafa leiðst út af götunum og inn í rétt- arsalinn þar sem Grisham er mjðg á heimavelli. Þannig er réttardramað í fyrirrúmi í „The Runaway Jury", einkum starfsemi kviðdómsins og hvernig reynt er að hafa áhrif á skoðanamyndun hans, og málavextir eru raktir í smáatriðum frammi fyrir dómaranum/lesandanum eins og Grisham sé í mun að lesandinn taki afstöðu með eða á móti. Grisham á þó bágt með að gæta hlutleysis. Afstaða hans skín víða í gegn; reyking- ar eru lífshættulegar og engir vita það betur en tóbaksframleiðendurnir. Það sem ekki hefur breyst er að Grisham hef- ur Hollywood í huga þeg- ar hann sest við skriftir. Bókina hans nýju er hægt að lesa eins og kvik- Bandaríski metsöluhöfundurinn John Grisham kann að búa til spennandi réttardrama, en í nýjustu bók sinni ræðst hann gegn tóbaksfram- leiðendum, að sögn Arnalds lndrioasonar og gerir sér mat úr því hvernig hægt er að hafa áhrif ó kviðdóminn þegar mikið er í húfi. myndahandrit rétt eins og allar hinar sem hann hefur sent frá sér og maður getur auðveldlega skemmt sér við að ráða í hlutverkin eins og manni sýnist Grisham gera sjálf- ur; t.d. gæti hann sem best hafa haft Tommy Lee Jones og Brad Pitt í huga þegar hann gerði „The Runaway Jury" og sennilega Söndru Bullock. Kvikmyndaframleiðendur berjast um réttinn til að kvikmynda bækur Gris- hams, enda ér ekki nóg með að þær kvikmyndi sig sjálfar nokkurn veg- inn heldur eru spennusög- ur hans eins og þessi nýj- asta tilvalið kvikmynda- fóður. Mikilvæg réltarhSld Tóbaksframleiðendur hafa enn ekki tapað máli er höfðað hefur verið gegn þeim af borgurum sem telja sig eða sína nákomnu eiga um sárt að binda vegna reykinga og krefjast bóta. Ef eitt slíkt mál vinnst fylgja að lík- indum hundruð og þús- undir annarra í kjölfarið og tóbaksframleiðendur sjá fram á gjaldþrot. Svo það er mikið í húfi að dómur falli ekki sækjend- um í vil. Grisham nýtir sér þessar kringumstæð- ur í nýju sögunni sinni og setur upp mál sem eldri kona höfðar gegn voldugu tóbaksfyrirtæki vegna þess að maðurinn hennar reykti þrjá pakka af sígarettum á dag og lést á endanum úr lungnakrabba. Prekar leiðinlegt allt saman, nema Grisham, vopnaður lðgfræðiþekkingu sinni, hefur einstakt lag á að búa til spennandi rétt- ardrama úr þessu, því fátt er eins og það sýnist í fyrstu og baktjaldam- akkið sem Grisham setur upp er ómótstæðilegt og á einhvern furðulegan hátt trúverðugt. Hinn mikilvægi úr- skurður í málinu liggur bjá 12 manna kviðdómi og tóbaksfyrirtækin, sem bindast samtökum í þessu máli, hafa ekki aðeins ráðið tugi lögfræðinga til að verja sig frá öllu illu heldur einnig harðjaxl nokkurn sem hefur að- gang að ótakmörkuðu fé fyrirtækjanna og gerir ýmislegt miður fallegt til að kúga fram úrskurð fyrirtækjunum í hag. Honum til mikillar furðu hefur ung kona samband við hann og gefur honum upplýsingar úr lokuðum herberjum kviðdómend- anna og segist geta með hjálp eins kviðdómandans Móðgaður sjávarlíffræð- ingur fór 800 km í leigubíl London. Reuter. BRESKUM sjávarlíffræðingi var stórlega misboðið þegar lest breska lestarfélagsins British Rail bilaði og líffræðingurinn missti þar af leiðandi af rútu til Skotlands. Úr varð, að líffræðingurinn fór í leigu- bíl, alla 800 kílómetrana, og kost- aði ferðin sem svarar tæplega 85 þúsund krónum. Leiðin lá frá London til þorps skammt frá Perth, sem er norður af Edinborg í Skotlandi og var þetta níu tíma akstur. Líffræðingurinn var svo heppinn, að British Rail borgaði brúsann. tryggt fyrirtækjunum hagstæðan úrskurð, fái þau miUjónir dollara senda á erlendan banka- reikning. Hver er þessi kona? Hvað vakir fyrir henni og kviðdómandan- um, sem tekist hefur að planta sér í kviðdóminn af ráðnum hug? Hver verður úrskurðurinn? Grisham tekst einkar vel að halda lesandanum í algeru myrkri hvað varð- ar áform skötuhjúanna. Lengst af er engin leið að segja til um hvert þau stefna með ráðagerðum sínum. Af því leiðir að við getum ekki vitað hvort við eigum að halda með þeim. Það er í raun engin hefðbundin Grisham- hetja í sögunni sem við getum fundið samleið með. Allir beita brögðum. Enginn er saklaus í Ieikn- um og eina raunverulega fórnarlambið í sögunni, stórgróðafyrirtækin, fær að sjálfsögðu enga sam- úð. Grisham lýsir mála- rekstrinum í smáatriðum og hvernig kviðdómurinn er þungamiðjan í réttar- salnum. Her manns fylg- ist með viðbrögðum hvers og eins og reynir að meta hvoru megin atkvæði falla og utan réttarsalar- ins hafa handbendi tób- aksiðnaðarins ýmis ráð til að hafa áhrif á kviðdóm- endur. Öllu þessu lýsir Grisham af góðri þekk- ingu og innsæi lögfræð- ingsins og vefur saman hinar mörgu sögur bókar- innar með vænum skammti af kaldhæðnis- legri gamansemi sem á vel við taugaveiklunina sem ríkir allt í kringum réttarsalinn. „The Runaway Jury" er afbragðsgóð sumar- lesning, hröð og spenn- andi sakamálasaga sem einnig er upplýsandi og athyglisverð tilgáta um hvernig mál af líku tagi og lýst er í bókinni eru yfirleitt rekin. Grisham ásamt Michael Crichton er vinsælasti spennusögu- höfundur dagsins og „The Runaway Jury" sýnir að hann er ekki á þeim bux- unum að halda sig við sömu formúluna bók eftir bók heldur leitar sífellt nýrra leiða til að skemmta lesendum á lögfræðileg- um nótum. „Ég varð alveg eins og kleina þegar einn starfsmaðurinn sagði mér að þeir myndu borga leigubíl fyrir mig," er haft eftir líffræðingn- um, Janette Duck. Þegar hún sagði leigubílstjóranum að hún væri að fara til Skotlands sagði bflstjórinn: „Ekki á mínum leigubíl, takk." En bílstjórinn skipti um skoðun, og úr varð að líffræðingurinn tók mynd af honum við skoskan veg- prest, því bílstjórinn sagði að starfs- bræður sínir myndu aldrei trúa því hversu mikið hann hefði fengið greitt fyrir túrinn. Síðustu tilboosdagarnir AUt með afslætti í versluninni! • DOWAN garn - • ANNADEL FOX garn • P-T- Sarn o/ • GAQN&TUDIO garn - . r\ [iQ /0 • DALE garn • ÚT&AUM&PÚDAP • ÚTðAUMSGAPN • HANDPPJÓNADAP PEYÓUP • PPJÓNABLÖD • HANDAVINNUBÆKUP • PPJÓNAP .tölup STORKURI NN iiisíuk gartfrvvJGfis^ Laugavegi 59, sími 551 8258 NY GERÐ - VSNDUHRADI3.050 SNU NINGAR TAKMARKAÐ NIAGN Fagor FE-1054 þvottavélin er einstaklega einföid f notkun. Vlnduhraðl: 1050 sn/mín. Stærö: fyrlr 5 kg Hæb: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm Einnig: 550 sn. - 650 sn. 850 sn. þvottavélar fáanlegar á góöu veröl Þvoífaefiii/fiaHpliæfi FAGOR 9 FAGOR FE-1054 Staögmlttkr. 49.900- íss** RÖNNING BORGARTÚNI 24 SlMI: 562 40 11 I í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.