Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FERÐAMENN á Laugavegi. muni fjölga sem flokka mætti sem „umhverfisvæna" ferðamenn verði sá hópur samankominn einnig að miklum fjölda sem skemmi auð- lindir síst minna en aðrir. Því muni hugmyndafræði þessi ekki leysa þau vandamál sem ferðaþjón- ustan glímir við. Á hverjum degi opnast ný svæði fyrir ferðamönnum og úrval ferða til fjarlægra landa eykst. Slíkt leið- ir fyrst og fremst til enn frekari útbreiðslu ferðamannsins, til þess að enn stærri svæði skemmist og menningarsamfélög leggist í rúst. Stjórnun og skipulag Það er almennt viðurkennt í ferðaþjónustu að sjálfbær ferðamál séu ekki sú allsheijarlausn sem leitað er að. Sú lausn er hinsvegar mjög vandfundin. í hugmynda- fræði sjálfbærrar ferðamennsku felst hinsvegar viðleitni til breyttra starfshátta og nýrrar hugsunar. Breytt er um stefnu í þróuninni og „hjörð“ ferðamanna er betur stjórnað. Sjálfbær ferðaþjónusta og sjálfbær ferðamennska snýst því fyrst og fremst um stjórnun og skipulag, fræðslu og menntun og það að bera ábyrgð á gerðum sínum og athöfnum. Markmiðið er að stuðla að breyttri umhverfisvit- und og hugarfari allra þeirra sem að ferðaþjónustu koma. Réttur íbúa ferðamannastaða er virtur, leitast er við að auka efnahagsleg- Morgunblaðið/Ásdís an ávinning þeirra sem þar búa og að menningu, samfélagi og náttúrulegu umhverfi sé viðhaldið. Það er ljóst að almenningur mun ekki hætta að ferðast og enn munu þjóðir sækja í ferðaþjónustu sem arðvænlega atvinnugrein. Fjöldi ferðamanna mun því aukast og stöðugt verður leitað nýrra ferða og áfangastaða. Að þessu leyti hafa gagnrýnendur rétt fyrir sér. Hinsvegar er ljóst að ef ekki verða breytingar í ferðamáta og viðhorfi til ferðamála almennt, á ferða- mennska á hægt með að grafa undan eigin tilveru. Því verður að bregðst við á einhvern hátt. Það skortir mikið á að nægar upplýsingar séu fyrir hendi til þess að hægt sé að dæma um hvort jafnvægi sé í uppbyggingu ferða- þjónustu á íslandi. Ljóst er að efna- hagsleg áhrif eru jákvæð en jafn- framt að áhrif ferðaþjónustunnar á íslenska náttúru eru að mörgu leyti neikvæð. Með hugarfars- breytingu á sviði ábyrgrar ferða- þjónustu og ferðamanna í anda sjálfbærrar ferðaþjónustu má enn auka jákvæðu áhrifin og mögulega draga úr þeim neikvæðu. Tillögur samgönguráðherra um stefnu í ferðamálum á íslandi í anda sjálf- bærrar ferðaþjónustu eru fyrsta skrefið í þessum efnum. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Höfundur er ferðamálafræðingur SETUSTOFAN er vistleg. Morgunblaðið/Atli Vigfússon INGI Tryggvason í einu af nýju herbergjunum. Sjálfbær ferða- mennska er skref í rétta átt NÝLEGA kynnti sam- gönguráðherra tillög- ur um stefnu ráðu- neytisins í ferðamál- um. í tillögunum er lögð áhersla á aukna sókn íslenskra ferða- þjónustuaðila á er- lenda ferðamarkaði, en á sama tíma er lögð áhersla á að ná verði jafnvægi milli mark- aðssóknar og vernd- unar þeirra náttúru- legu auðlinda sem nýttar eru í þágu ferðaþjónustu. Sett er það markmið að ís- lendingar gegni for- ystuhlutverki á sviði umhverfis- verndar og að í samræmi við það verði ferðaþjónusta á íslandi rekin í anda sjálfbærrar þróunar. Mark- mið og leiðir þessa efnis eru sett fram í stefnumótuninni. í þessu sambandi er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað „sjálfbær þróun“ þýðir í raun og á hvern hátt hug- takið tengist ferðaþjónustu. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir IMeikvæð áhrif kalla á nýjar aðgerðir: Hugtakið „sjálfbær þróun“ var m.a. skýrt og skilgreint í skýrslu nefndar á vegum Sam- einuðu þjóðanna sem bar heitið Sameiginleg framtíð vor og kom út 1987. Sú hugsun sem þar lá að baki er að ekki sé gengið svo á höfuðstól náttúrunn- ar og nýtingu auðlinda að skilað sé lakari jörð til næstu kynslóðar. Upplýsinqamiðstöð ferðamóla STUNDUM KOMA 900 MANNS ►RAFRÆNN teljari í and- dyri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Bankastræti sýn- ir að allt að 900 ferðamenn hafi suma dagana nýtt sér þjónustuna, sem þar stendur til boða. Vilborg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri, segir að á háannatímanum 10. júní til 1. september, komi að jafnaði um 600 útlendingar til að leita sér upplýsinga um sam- göngur, hópferðir, áhuga- verða staði, gistingu, veit- ingastaði og þvíumlíkt og þá sé ótalinn fjöldi fyrirspurna, sem berist símleiðis. „Mér virðist aukningin vera tölu- verð miðað við árið í fyrra. Að vísu sýnir teljarinn alla þá sem hingað eiga erindi, en sumir koma bara til að hringja eða krækja sér í upp- lýsingabæklinga og spyrja einskis. Starfsmenn eru sex og alltaf fimm á vakt, þannig að við höfum varla litið upp í sumar," segir Vilborg. Hún telur aukninguna fyrst og fremst vera vegna aukins fjölda ferðamanna og þess að æ stærri hópur kýs að ferðast um landið á eigin vegum. Að sögn Vilborgar eru Þjóðveijar, Norðurlandabú- ar, Bretar, Frakkar og ítalir í meirihluta. Allmargir láti bóka fyrir sig gistingu, hóp- ferð eða bílaleigubíl og taki Upplýsingamiðstöðin 400 krónur fyrir viðvikið. Upplýsingamiðstöð ferða- mála í Reykjavík, sem rekin er af Ferðamálaráði Islands og Reykjavíkurborg, er opin frá 8.30-19 alla daga til 1. september, en þá verður opið frá 9-17 virka daga og laug- ardaga kl. 10-14. ■ Hugmyndafræðin var nýtt í mörgum at- vinnugreinum t.d. í sjávarútvegi, þar sem sýnt þótti að stjórna yrði veiðum og nýtingu fiskistofna bet- ur en gert hafði verið hingað til, ef koma ætti í veg fyrir ofnýtingu þeirra. Hvað snertir ferðaþjónustu er markmiðið það sama, þ.e. að vernda og viðhalda „auðlindum ferðaþjónustu", hveijar svo sem þær eru hveiju sinni, í þeim til- gangi að tryggja atvinnugreininni áframhaldandi vaxtarmöguleika í framtíðinni. í kjölfar gífurlegs vaxtar ferða- þjónustu um allan heim sl. áratugi hafa smám saman komið í Ijós neikvæðar áhrif atvinnugreinar- innar á hagkerfí og samfélög, sem skyggt hafa á jákvæð áhrif henn- ar. Niðumíðsla náttúruiegra auð- linda, neikvæður viðskiptajöfnuður og fyrning menningarsamfélaga eru dæmi um neikvæð áhrif ferða- þjónustu. Ástæðu þess í hve mikl- um mæli jákvæð áhrif ferðaþjón- ustu hafa víða lotið í lægra haldi fyrir sterkari öflum hins neikvæða er þó ekki hægt að rekja eingöngu til ferðamennskunnar. Það er hinn mikli þungi fjöldans, þ.e. sífellt vaxandi fjöldi fólks sem ferðast, sem ræður mestu um áhrifin, sam- hliða skorti á skipulagi og stjórnun. Uppbygging sjálfbærrar ferða- þjónustu snýr að þjónustuaðilunum sem byggja atvinnugreinina, ferða- mönnunum sjálfum og heima- mönnum áfangastaða. Áhersla er lögð á aukna ábyrgð ferðamanna, ferðaskipuleggjenda, stjórnvalda og heimamanna í umgengni þeirra við auðlindir. Þjóðir sem hafa mót- að stefnu í ferðamálum með áherslu á sjálfbæra þróun gera slíkt með það að sjónarmiði að verndun umhverfis og uppbygging ferðaþjónustu séu öfl sem á að samhæfa. Ferðaþjónustu og nátt- úruvernd er ekki stillt upp sem andstæðum heldur er ferðaþjón- usta skilgreind sem afl til verndun- ar. Stefnumótun ferðaþjónustu í anda sjálfbærrar þróunar ber því vott um skuldbindingu stjórnvalda og fylgi við þróun ferðamála til langframa. Gagnrýnendur hafa ekki látið sitt eftir liggja að leggja mat á hugmyndafræði sjálfbærrar ferða- þjónustu. Því er haldið fram að sjálfbær ferðamennska sé ekki svar við þeim vandamálum sem við er að etja, hagnaður stærðar- innar sé það sem ræður ríkjum í heimi viðskipta og fjöldaferða- mennska muni því enn aukast. Gagnrýnendur draga í efa að hægt verði að draga úr ágangi ferða- manna og segja m.a. að þótt þeim Ferðaþjónusta bænda Fjórtán ný herbergi á Narfastöðum MIKLAR framkvæmdir hafa stað- ið yfir undanfarna mánuði að Narfastöðum í Reykjadal en þar hafa nú verið tekin í notkun fjór- tán ný herbergi með sér baði. Framkvæmdirnar stóðu yfir í rúma 5 mánuði en að þessu sinni var steypt milligólf í hlöðuna og efri hæðinni breytt í herbergisálmu. Við framkvæmdir þessar hefur batnað mjög aðstaða til þess að taka á móti ferðamönnum en af 37 her- bergjum er 21 með sér snyrtingu. Það er Ingi Tryggvason ferða- þjónustubóndi sem hefur haft veg og vanda af breytingum þessum en til stendur að taka einnig neðri hæð hlöðunnar undir herbergi og aðstöðu fyrir starfsfólk. Teikningar liggja fyrir og þá er einnig á áætlun að stækka matsal. Það er skoðun Inga að á næstunni eigi þörf fyrir gistirými eftir að auk- ast og kemur það fram í þeim miklu framkvæmdum sem gerðar hafa ver- ið á Narfastöðum undanfarið. Aðsókn þangað hefur verið góð og alltaf að aukast, en það var árið 1988 sem hafíst var handa um ferða- þjónustu og þá fyrst í gamla bænum. Það hús er raunar tvö hús, port- byggt timburhús byggt 1907 og lítið steinhús byggt 1925. í því eru 5 svefnherbergi, setustofa og eldhús til afnota fyrir gesti. Auk þess að geta haft góðan að- búnað 5 húsum Narfastaða gefst möguleiki á forvitnilegum göngu- leiðum en Seljadalur sem er vestan við hálsinn ofan við bæinn geymir mörg eyðibýli sem voru í byggð fram yfir miðbik þessarar aldar. Rústir þeirra sýna vel húsaskipan á íslensk- um sveitabæjum eins og hún var meðan öll hús voru úr torfi og gijóti. Fuglalíf er og fjölbreytt og í hlíð- inni suður með Reykjadalsá er þó nokkur birkiskógur sem nú hefur verið girtur af og friðaður sem bændaskógur. Því er ekki að neita að það er óvenju heimilislegt að sækja Narfa- staði heim en Ingi Tryggvason er óþreytandi að taka fólk tali og vak- andi yfir því að það fái hina bestu þjónustu. ■ FERÐAPISTILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.