Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 1
VITO - NYR FJOLNOTABILL FRA MERCEDES BENZ - HÓPBÍLAR KAUPA RENAULTRÚTU- NISSANALMERA „GÓÐ"Í ÁREKSTRI - GRAND PRIXFYRIR BARNAFJÖLSKYLDUR 4& ¦¦»""¦"¦» RKNAIILT ft* A KOSTUM SUNNUDAGUR 28. JUU 1996 BLAÐ D Aðetns kr. 849.000,- Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. wW 1946-1996 Nýbýlavegur 2 Slml: 554 2600 FORD Mustang GT með 5,0 lítra. V-8 vél. Ford Mustang GT keyptur á bílauppboói í Virginíu JÓN Árni Guðmundsson, sem rekur Bílasprautun Selfoss, er einn þeirra mörgu sem hafa flutt inn notaða bíla frá Bandaríkjunum að undan- förnu. Síðastliðinn vetur flutti hann til landsins glæsilegan Ford Mustang árgerð 1995, sem hann keypti á uppboði í Virginíu fylki í Bandaríkj- unum. Bílnum hefur verið ekið um 6.500 mílur, um 11.700 km. Hann er með fimm lítra vél, V-8 vél með beinni innspýtingu, 220 hestöfl. „Menn hafa sett keflablásara á þessa bíla og þá fara þeir upp í um 350 hestöfl. Fyrirtækið Cobra, sem kennt er við Shelby Cobra, hefur séð um slíkar breytingar og þá heitir hann Mustang Cobra. Bíllinn minn er hins vegar Mustang GT með fímm gíra beinskiptum kassa. Hann er með ABS-hemlakerfi, rafmagni í sætum, rúðum og speglum og loft- púðum báðum megin," sagði Jón Árni. Bíllinn er á 17 tommu álfelgum og „low profile" dekkjum, sem Jón Árni segir að kosti á við fjóra ganga af venjulegum hjólbörðum. „Ég flyt bílinn reyndar bara inn til þess að selja hann. Hann selst á því verði sem menn eru tilbúnir til þess að greiða fyrir hann. Ég vissi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BÍLLINN er hinn glæsilegasti að innan, sæti, speglar og rúður rafdrifnar og tveir líknarbelgir. reyndar af sams konar bíl, silfur- gráum, sem seldist sl. vor á 2,8 milljónir kr. En síðan hafa tollarnir lækkað þannig að hugsanlegt yerð væri um 2,5 milljón," sagði Jón Árni. Hann fór gagngert utan til þess að kaupa bíl en hafði ekkert sérstak- lega í huga að kaupa Mustang. Fjöldi uppboða er á hverju ári í Bandaríkj- unum á notuðum bílum en Jón Árni segir að nauðsynlegt sé að hafa lið- sinni heimamanns sem hefur versl- unarleyfi til þess að bjóða í bíla. Hann vildi ekki gefa uppi kaup- verðið á bílnum. „Það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér flugmiða og fara í þetta. Það þarf að þekkja dálítið til." Margir þeirra bíla sem boðnir eru upp eru í eigu fjármögnunarfyrir- tækja og tryggingafélaga. Einnig eru þar bflar frá bflaleigunum. „Það er þarna þvílík mergð af bílum sem standa á heljarstórum plönum. Það koma bílar inn á plönin jafnóðum og þeir fara út af þeim. Uppboðin fara fram í allt að tíu sölum á þess- um svæðum á sama tíma," sagði Jón Árni. Hann segir að sérstök uppboð séu haldin á skemmdum bflum og þau séu einkum ætluð fyrir varahluta- sala. Jón Árni segir að lítið sé hægt að aka bílunum áður en boðið er í þá, þó sé hægt að setja þá í gang og aka lítilsháttar inni á plönunum. Sérstaka passa þarf til þess að kom- ast inn á svæðin og eftirlit haft með því hverjir fara inn á þau. Jón Arni segir að 4 til 5 sams konar bílar séu til hér á landi. Hann segir að það sé hagnaðarvon í slík- um innflutningi en þó geti brugðið til beggja vona. „Maður hagnast ekkert fyrr en bíllinn er seldur. Amerískir bílar hafa verið dálítið þungir í sölu en auðveldara að selja japanska. Þeir eru hins vegar dýr- ari þarna úti og betri endursala á þeim alveg eins og hér. Þar finnst mér skjóta skökku við því mér finnst ekki jafn mikið varið í þá jap- önsku," sagði Jón Árni. ¦ Bifreiðasala í Evrópu fyrrí hluta ársins 1996 Seldlr bílarí jan.- júní Breyting frá jan.- júní 1995 Þýskaland Frakkland Bretland ítalía Holland Belgía Austurríki Sviss Portúgal Svíþjðð írland Danmörk Grikkland Horegur Finnland Lúxemborg 1.909.000 1.028.200 1.000.600 993.100 463.000 288.700 243.800 194.400 161.600 116.000 89.200 84.400 77.200 76.800 65.600 55.800 18.700 +6,4% +1,8% +5,1% -0,7% 0,0% +3,7% +15,4% +17,0% +2,9% +5,6% -0,7% +34,4% +0,9% +15,5% +38,1% +17,7% +9,4% SAMTALS; 6.866.100 +4,8% Söluaukning í Evrópu FÓLKSBÍLASALA í Evrópu jókst uiii 4,8% fyrstu sex mánuði ársins. í Þýskalandi nam aukningin 6,4%, 5,2% í Bretlandi, 1,8% í Frakk- landi en á ítalíu dróst bílasalan saman um 0,6%og 0,1% á Spáni. Söluaukning á íslandi fyrstu sex mánuðiársinsnamum21,4%. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.