Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ ;996 ATLANTA '96 MORGUNBLAÐJÐ Ánægð með að hlaupa aftur undir 55 sekúndum Hélt að svo góðan tíma þyrfti til að ná þriðja sætinu og komast í undanúrslit Vésteinn heitir á Guðrúnu GÓÐ frammistaða Guðrúnar hefur þegar kostað Véstein Hafsteinsson, kringlukastara, 5.000 krónur og hann þarf að punga meiru út ef velgengnin heldur áfram. „Við sátum og vorum að spjalla er Vésteinn dró allt í einu 5.000 króna seðil upp úr veski sínu og sagði við Guðrúnu: „Þú færð einn svona ef þú kemst í undanúrslitin,“ sagði Jón Arnar Magnússon við Morg- unblaðið, eftir riðlakeppni grinda- hlaupsins. „En hann var ekki hættur; sagði að hún fengi annan ef hún kæm- ist í úrslitahlaupið, og þann þriðja ef hún kæmist í verðlaunasæti. Svo hló hann bara - ég held honum hafi fund- ist þetta full Iítið ef hún næði í verð- laun!“ sagði Jón Arnar. Guðrún Arnardóttir hljóp á 54,88 sek. og bætti eigið íslandsmet er hún sigraði í 1. riðli 400 m grindahlaupsins á sunnudag. Skapti Hallgrímsson sá sögu- legt hlaup, því íslands- met í frjálsíþróttum hafði ekki fallið á Ólympíuleikum í 20 ár. Ekki var hægt að merkja á orð- um eða æði Guðrúnar Arnar- dóttur, er Morgunblaðið ræddi við hana eftir riðlakeppnina á sunnu,- dag, að hún væri að taka þátt í Ólympiuleikum í fyrsta skipti. Hvað þá á frammistöðu hennar á hlaupabrautinni; hún var frábær og sýndi sannarlega að stúlkan er orðin geysigóð í greininni og gæti átt glæsilegan feril fyrir höndum. Þessi 24 ára Kópavogsmær var róleg og yfirveguð að hlaupinu loknu, gladdist auðvitað yfir ís- landsmetinu og því að hún hefði komist áfram í undanúrslit - því þrátt fyrir að vera með 12. besta tíma þeirra sem tóku þátt og 16 kæmust í úrslit er ekkert sjálfgefið. Hún hljóp á innstu braut í 1. riðli og strax var ljóst að hlaupið yrði gott. Hún náði fljótt stúlkunni á annarri braut og síðan þeirri á þriðju; leið létt og auðveldlega yfir hverja grindina á fætur annarri, fyrirhafnarlítið að því er virtist - hún var svo afslöppuð að unun var á að horfa. Þegar komið var í síð- ustu beygjuna var Guðrún lang fyrst og hélt sínu striki, en Sandra Farmer-Patrick náði öðru sæti í riðlinum með góðum enda- spretti. Það sem skipti máli í þessu hlaupi var auð- vitað að komast 400 M GRINDAHLAUP KVEIMNA Glæsilegt fslandsmet Guðrún- ar Arnardóttur er hún náði öðrum besta tímanum í riðlakeppni í úrslit, ekki að sigra í riðlinum því „það skiptir engu máli á morg- un. A morgun verður kominn nýr dagur,“ eins og Guðrún sagði á eftir. En bætti svo við: „samt var óneitanlega gaman að koma fyrst í mark á Ólympíuleikvanginum." Langþráð Guðrún hljóp á glæsilegu ís- landsmeti, 54,88 sek. Hún setti íslandsmet í vor á bandaríska háskólameistaramótinu (54,93) og bætti sig þá mikið, þannig að árangurinn á sunnudag sýnir að hún er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og aideilis á réttri leið. Og hlaupið var sögulegt að öðru leyti en því að hún setti Is- landsmet í fyrsta hlaupi sínu á Ólympíuleikum - því íslandsmet í frjálsíþróttum hafði ekki verið sett á Ólympíuleikum í 20 ár. Einn dag vantaði reyndar upp á 20 árin því það var 29. júlí 1976 sem Ágúst Ásgeirsson varð síðastur til að setja íslandsmet á ÓL; fór þá 1.500 metrana á 3.45,47 mín í Montreal í Kanada. Það var því sannarlega orðið tímabært að bæta íslandsmet á þessum vett- vangi og stundin langþráð fyrir fijálsíþróttafólk. Guðrún segist nánast byrjandi í 400 m grindahlaupinu því hún helgaði sig 100 m grindahlauþi allt þar til fyrir rúmlega ári, en síðastliðið sumar komst hún ein- mitt í undanúrslit á heimsmeistara- mótinu í Gautaborg. Tíminn var reyndar ekki góður í riðlinum þá - 56,78 - og Guðrún var stein- hissa á að komast áfram, en eftir á kvaðst hún ánægð því það var mikilvæg reynsla að hlaupa í und- anúrslitum, með Ólympíuleikana í huga. Nú er sú reynsla væntanlega að koma henni til góða. „Ég hélt að þetta þyrfti til að ná þriðja sæti í riðlinum, til að tryggja mig áfram í undanúrslit- in,“ sagði Guðrún eftir hlaupið á sunnudag, og virtist undrandi á að keppinautarnir hefðu ekki náð betri tíma. Hún sagði árangur í grindahlaupinu mun betri í ár en í fyrra; hún hefði verið í 10. eða 11. sæti á heimslistanum þá en nú í kringum 15. sætið með mun betri tíma - „og samt er sumarið bara hálfnað og örugglega margar sem Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fyrst í mark GUÐRÚN kemur fyrst í mark í fyrsta riðli 400 m grindahlaups- ins. Það sem skipti máli var að vera í einu af þremur efstu sætunum, til að komast í úrslit, en „samt var óneitanlega gaman að koma fyrst í mark á ÓÍympíuleikvanginum,11 sagði Guðrún. eiga enn eftir að bæta sig,“ sagði hún. Gaman Guðrún virkaði mjög afslöppuð, sem fyrr segir. Hvað segir hún sjálf um þá hlið málsins? „Já, ég var afslöppuð og leið vel. Ég hef engu að tapa hér, nákvæmlega engu, og hef verið að safna kjarki undanfarið. Þjálfarinn minn frá Athens er hér og við vissum alveg hvað þurfti. Þetta eru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og ég ætti kannski að vera stressuð - og veit eiginlega varla hvers vegna ég er það ekki. Mér finnst þetta bara svo gaman og líður svo vel. Þjálfarinn er nú með mér í fyrsta skipti á stórmóti - áður hefur Skrýtið; hræddari við þær evrópsku! „IUPPHITUNINNI dettur manni oft eitthvað skrýtið í hug. Fer að velta aJls konar vitleysu fyrir sér. Núna áttaði ég mig á því að ég er orðin svo vön að keppa í Bandaríkjunum, að ég var hræddari við hvítu stelpum- ar frá Evrópu en þær svörtu héðan frá Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað mjög undarlegt; ég er alveg eins og þær og ætti alls ekld að vera hrædd - get staðið mig alveg eins og þær,“ sagði Guðrún á sunnudaginn. íslandsmethafinn sagðist hafa haft mjög gaman af því að vera innan upp keppinaut- ana. „Það var gaman að hita upp með þessum stelpum, sem ég hef alltaf litið upp til. Það var alls erfiðisins virði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.