Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞKIÐjUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 B 11 Q&P ATLAINITA ’96 QS& ATLAIMTA '96 - He',*l!«aodaí:' Nýkrýndur ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla, Donovan Bailey frá Kanada, verð- ur að teljast fljótasti jarðarbúinn eftir að hafa sett heimsmet í úr- slitahlaupinu á ólympíuleikvangn- um í Atlanta. En er hann fljótast- ur? Ef Kanadamaðurinn hefði hlaupið 100 metra til viðbótar á sama tíma og hann hljóp í úrslita- hlaupinu, kæmi hann í mark á 19,68 sekúndum. Sá tími er tveim- ur hundruðustu úr sekúndu lakari en tími Michael Johnsons í 200 metra hlaupi þegar hann setti heimsmet. Meðalhraði Baileys er þess vegna minni en meðalhraði Johnsons í 200 metrunum. Sieg Lindstrom, ritstjóri Track & Field tímaritsins, sagði muninn vera þann að reiknað er með því að Bailey sé ræstur tvisvar úr rás- blokkinni en Michael Johnson þarf vitaskuld að fara aðeins einu sinni af stað úr kyrrstöðu þegar hann hleypur 200 metrana. „Það tekur tvöfalt lengri tíma að hlaupa fyrstu tíu metrana í 100 metra hlaupi heldur en aðra tíu metra kafla á leiðinni," segir Lindstrom. Bailey þurfti 1,90 sekúndur til að hlaupa fyrstu tíu metrana í úrslitahlaupinu í Atlanta. Næstu tíu metra hljóp hann á 1,20 sek- úndum. Þegar Kanadamaðurinn komst loks á skrið, hljóp hann þriðja tíu metra kaflann á 0,80 sekúndum og þann fjórða á einum tíunda úr sekúndu skemri tíma. Fjórir undir 10 sekúndum 100 METRA hlaup karlanna á laugardag var sögulegt vegna þess að fjórir hlupu í fyrsta skipti undir 10 sekúndum í sama hlaupi. Bailey, Fred- ericks (9,89), Boldon (9,90) og Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell (9,99) náðu allir því takmarki og sá fimmti, Michael Marsh, Bandaríkjunum, hljóp á 10 sekúndum. Þá er merkilegt að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa átt mann á verðlaunapalli því það hefur ekki gerst síðan í Montreal fyrir 20 árum, 1976, fyrir utan leikana í Moskvu 1980 þegar Bandaríkjastjórn meinaði íþróttamönnum þjóð- árinnar að taka þátt vegna árásar Sovétmanna inn í Afgh- anistan skömmu áður. Donovan Bailey Kanada Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla. Aldur: 28 ára, fæddur á Jamaíka. Persónulegt met: 9,84 sekúndur 1996 (á ÓL), sem jafnframt er heimsmet. Fyrri árangur: Fjórði í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu innan- húss 1995 - Sigurvegari í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu 1995 - Heimsmethafi í 50 metra hlaupi innanhúss. • Donovan Bailey eyddi fyrstu árum ævi sinnar á Jamaíka en þrettán ára gamall fluttist hann búferlum ásamt foreldrum sínum til Kanada. I dag starfar Bailey sem markaðsráðgjafi í samvinnu við bróður sinn. Kanadamenn endurheimtu það sem þeir höfðu um stundarsakirfyrir átta árum - gull og heimsmet en sigurvegarinn segist ekki vera að bæta fyrir mistök Bens Johnsons Síðustu tíu metrana hljóp hann á 0,84 sekúndum. Michael Johnson, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að vera snöggur úr rásblokkinni, hljóp fyrri 100 metrana í 200 metra methlaupi sínu á 10,31 sekúndu en seinni hlutann hljóp hann tæpri sekúndu skemur - 9,35 sekúndum. Hver er munurinn? „Hann lagði ekki upp í síðari 100 metrana úr kyrrstöðu," sagði Lindstrom. Aftur á móti á þessi skýring ekki við um 100 og 200 metra hlaup kvenna. Ef tími Florence Griffith-Joyner í 100 metra hlaup- inu væri tvöfaldaður, myndi hún samt sem áðúr bæta tíma sinn í 200 metra hlaupinu um 0,36 sek- úndur. Roba ryður veginn Nafn mitter Donovan Bailey! Chaplin ekki að grínast YFIRDÓMARI í 100 metra hlaupi karla var John Chaplin. Þessi nafni gam- anleikarans fræga á árum áður var þó alls ekki að grínast er hann sýndi Lin- ford Christie rauða spjaldið og vísaði honum þar með úr úrslitahlaupinu. Bretinn neitaði fyrst að yfirgefa hlaupabrautina því honum fannst hann ekki hafa þjóf- startað í seinna skiptið. „Dómararnir við rásmarkið báðu hann að fara en hann vildi það ekki. Ég var því kallaður til og sýndi honum rauða spjaldið. Þetta var alls ekkert óvenjulegt,“ sagði Chaplin á blaða- mannafundi. Christie var mjög óhress LINFORD Christie var að vonum ókátur með að vera dæmdur úr leik. „Mér fannst ég fara af stað um Ieið og skotið var af byss- unni,“ sagði hann um seinna þjófstartið, en vert er að geta að skv. frásögn yfirdómara hlaupsins mun- aði nánast engu að startið væri löglegt - en þó því, að svo var ekki. „Svona er lífið Ég brosi, en mér líður engu að síður illa. Þetta særði mig mjög,“ sagði Bretinn. „Ég er viss um að hefði hlaupið átt sér stað alls staðar annars staðar en í Bandaríkjunum, hefði ég fengið að halda áfram.“ Christie gagn- rýndur „HVERS vegna ekki?“ svar- aði Linford Christie er hann var spurður hvers vegna hann hefði neitað að yfirgefa hlaupabráutina. Hann fór loks til hliðar við rásmarkið en eftir hlaupið skokkaði hann eftir braut- inni að endamarkinu og veifaði til áhorfenda. Þegar hann kom í mark faðmaði hann Frankie Fredericks, silfurverðlaunahafa, að sér en þeir æfa saman. Christie var gagnrýndur fyrir að neita að yfírgefa brautina og eins fyrir „sigurhlaup“ hans, m.a. af Bandaríkja- manninum Michael Marsh, sem varð í fímmta sæti. Donovan Bailey settist niður með fjölskyldunni og nánum vinum á hótelbar í miðborg Atlanta skömmu eftir að hann hafði sett glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi og slappaði loks af. „Auðvit- að átti ég von á að ha'nn sigraði,“ sagði George Bailey, faðir hans, og bætti við að hann hefði sagt syninum fyrir hlaupið hvernig færi. „Hann er mjög ákveðinn, ungur maður og ég vissi að hann stæði sig í hverju sem hann tæki sér fyrir hendur. Hann byijar kannski rólega en ekki afskrifa hann. Þeg- ar hlaupið er hálfnað nær honum enginn. „Pabbi, ég ætla að ná því,“ sagði hann við mig þegar ég talaði við hann kvöldið fyrir hlaupið." Bailey fékk sér bjór og vindil en kærastan Michelle Mullin reyndi að forðast reykinn. „Ég er ánægð, yfir mig ánægð. Síðast sá ég hann reykja svona þegar dóttir okkar fæddist," en dóttirin Adrienna verð- ur tveggja ára 15. ágúst. „Ég átti von á að hann sigraði," sagði Mullin, „en ég var tauga- óstyrk. Mjög taugaóstyrk.“ Bailey hljóp á 9,84. „Ég átti von á að heimsmetið félli og ég gerði ráð fyrir að hann sigraði," bætti kær- astan við. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson DONOVAN Bailey, fyrir miðju, á blaðamannafundi eftir að hafa tekið við gullverðlaunum fyrir sigur í 100 m hlauplnu. Vinstra megin er Ato Boldon sem varð þriðji og til hægri silfurverðlaunahafinn Frankie Fred- ericks. Fatuma Roba frá Eþíópíu sigraði í maraþonhlaupi kvenna á sunnudag. Hún hljóp á 2:26.04 klst. og skaut ólympíumeistaran- um í Barcelona, Valentínu Yeg- orovu frá Rússlandi, ref fyrir rass. Yegorova hljóp á 2: 28.05 klst. - tveimur mínútum á eftir Robu. Bronsverð- launin féllu í hendur Yuko Ari- mori frá Japan, en hún hljóp á 2:28.39 klst. Maraþon- hlaupið hófst klukk- an sjö að morgni að staðartíma til þess að hitinn yrði ekki óbæri- legur fyrir keppendur. Furðuleg sjón blasti við þegar keppendur fóru af stað því einn starfsmaður stóð enn fyrir framan hópinn þeg- ar skotinu var hleypt af. Sigur Robu kemur fjórum árum eftir að landa hennar, Derartu Reuter Tulu, varð FATUMA Roba fyrsta af- ríska konan til þess að vinna ólympíugull í 10.000 metra hlaupi. Tulu og Roba voru báðar fæddar í þorpinu Merero í Eþíópíu. Fat- uma Roba, sem starfar sem lög- reglukona í Eþíópíu, sagðist hafa hlaupið eftir áætlun, „Ég var með ákveðna hlaupaáætlun og hélt mig við hana þó að Uta Pippig hafa farið mjög hratt af stað. Eg var alltaf nokkuð viss um að ég myndi vinna.“ Uta Pippig frá Þýskalandi leiddi hlaupið framan af en hægði á sér eftir sautján kílómetra. Hún hætti að lokum keppni sjö kíiómetrum frá leikvangnum. uð viss um að ég myndi vinna“ Roba Eþíópíu Ólympíumeistari í maraþon- hlaupi kvenna. Aldur: 25 ára, fædd í Merero í Eþíópíu. Persónulegt met: 2:26.05 - 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Þriðja í 10.000 mctra hlaupi á Afríkumeistara- mótinu 1993 - Ellefta á heims- meistaramótinu í hálfmaraþoni 1994 - Nítjánda í maraþoni á heimsmeistaramótinu 1995. ■ Fatuma Roba er sú fjórða í röðinni af sjö systkinum og er hún foringi í lögregiusveit höf- uðborgar Eþíópíu, Addis Ababa. Hún er fyrst afrískra kvenna til þess að fagna stgri í maraþon- hlaupi á ólympiuleikum en kon- ur kepptu fyrst í þeirri grein á leikunum í Los Angeles 1984. Ólympíumeistarinn Christie dæmdur úr leik fyrir tvö þjófstört Kanadíska þjóðin varð fyrir miklu áfaíli er Ben Johnson féll á lyfjaprófi eftir að hafa sett heimsmet og unnið gullverðlaun í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikun- um í Seoul fyrir átta árum. A laug- ardagskvöldið fengu Kanadamenn hins vegar uppreisn æru er Dono- van Bailey - sem fæddur er á Jamaíka, eins og Johnson - endur- tók leikinn í Atlanta: Sigraði og nældi þar með í gullverðlaun og setti heimsmet í leiðinni; hljóp á 9,84 sekúndum. Donovan Bailey varð heims- meistari í 100 metra hlaupi í Gauta- borg í fyrra og sannaði á laug- ardagskvöldið að sá árangur var engin tilviljun. Fyrirfram var búist við að Frankie Fred- ericks frá Namibíu - vinur og æfíngafélagi Olympíumeistar- ans Linfords Christies - myndi vinna til gullverðlauna. Hann átti einmitt besta tíma ársins fyrir leik- ana og hafði ekki lotið í lægra haldi allt árið, en varð að sætta sig við silfur þegar upp var staðið. Ato Boldon frá Trinidad og To- bago sigraði í öðrum undanúrslita- riðlinum og Fredericks í hinum. Boldon lofaði heimsmeti í úrslita- hlaupinu - hvort sem það yrði hann eða einhver annar sem bætti metið - og strákur stóð við loforðið. Því miður fyrir Boldon var það ekki hann sem átti í hlut, en hann hljóp engu að síður mjög vel og varð í þriðja sæti. r Eftirminnilegt Úrslitahlaupið verður lengi í minnum haft, svo mikið er víst. í fyrsta lagi fyrir glæsilega frammi- stöðu Baileys og heimsmet hans, en líklega ekki síður fyrir það að Christie, Ólympíumeistari í Barcel- ona fyrir fjórum árum, þjófstartaði tvívegis og var þar með dæmdur úr leik. Hann átti erfitt með að sætta sig við seinna atvikið og neit- aði í fyrstu að yfirgefa hlaupabraut- ina. Skv. reglum er mönnum vikið úr hlaupi fyrir að þjófstarta tvisvar og það var gert. Alls þurftu hlaup- ararnir að byrja fjórum sinnum því auk Christies þjófstartaði Boldon einu sinni; fyrst Bretinn þá Boldon og loks Christie aftur. Bailey byijaði ekki sérlega vel í úrslitahlaupinu. Fredericks og Bandaríkjamaðurinn Michael Marsh byijuðu best en þegar hlaup- ið var hálfnað virtist Boldon vera aðeins á undan Fredericks. En þá var Bailey allt í einu kominn á mikla ferð og hreinlega stakk keppinautana af! Stórkostlegt hlaup hjá þessum fótfróasta manni heimsins. „Ég var alls ekki að hugsa um metið og stefndi ekki á neinn ákveðinn tíma. Þegar ég hugsa um tíma áður en ég fer af stað klúðra ég alltaf hlaupinu. Alltaf. Núna hugsaði ég bara um að slaka á - það var það eina sem komst að í koliinum á mér. Eg lét þjófstörtin ekki fara í taug- arnar á mér heldur fékk meiri tíma en ella til að slappa af og hugsa um hvað ég ætlaði að gera. Ég vissi ekki einu sinni, og leiddi hugann ekki að því, hvort Christie hefði þjófstartað tvisvar eða ekki,“ sagði Bailey þegar sigurinn var í höfn. Heima! Meistarinn var spurður, á blaðamannafundi eftir hlaupið, hvort sigur hans yrði til þess að bæta fyrir hneykslið sem Johnson olli á sínum tíma. „Ég er ekki að reyna að lagfæra það sem Ben gerði í Seoul. Nafn mitt er Donovan Bailey (!) en þessi umræða á alltaf eftir að koma upp meðan ég verð keppandi í sprett- hlaupum, vegna þess að ég er fædd- ur í Jamaíka og keppi fyrir Kanada Loft var lævi blandið á Ólympíuleikvanginum í Atlanta á laugardags- kvöldið. Skapti Hall- grímsson fylgdist með spennandi keppni í 100 metra hlaupi karla og kvenna og þrístökki karla. aherslu á það á blaða- mannafundinum eftir hlaupið að Jamaíka ætti ekki minna í gullinu en Kanada og fyrrnefnda landið ætti ekki einu sinni að þurfa að deila gullinu. „Jamaíka er heima, maður,“ sagði hann að- spurður. „Ég er Jamaíkabúi. Það er ekki hægt að taka frá mér. Ég er Jamaíkabúi en hleyp fyrir Kanada.“ Hann býr hins vegar í Austin í Texas í Bandaríkjunum. [eins og Johnsonj," sagði hann. Hlauparar frá Jamaíka eru geysigóðir, margir hveijir, og næg- ir þar að nefna Linford Christie auk Baileys. Ben Johnson var einnig þaðan sem fyrr segir en margir flytjast burt og gerast ríkisborg- arar í öðrum löndum. Bailey lagði þó Sigurreifur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson DONOVAN Bailey, sem fæddur er á Jamaíka en er nú Kanadamaður, sigurreifur með kanadíska fánann eftir að hafa sett heimsmet í 100 metra hlaupinu. Bailey fljótastur? Donovan Bailey slappaði loks af 100MHLAUP KARLA MARAÞON KVENNA „Ég varalltaf nokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.