Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 B 13 Q&P ATLANTA ’96 Loftventill Aðlögun að læti á svipstundu Hjúpur úr leðurlíki Betra straumlfnulag og minni loítmótstaða "Hákarlsskrápssóli" Einstakt elni sem býður upp á ákjósan- legustu togun á gervielnisbraut. Pýra- mídalaga hryggir þróaðir sérstaklega fyrir efnið á brautum ólympiuleikvangsins Grafíts-gaddaplata Fislétt koltrefjaefni, mótað til aö knýja hlauparann til að hlaupa á tánum_________ Kolefnismassagaddar og gaddabotnar Staðsettir í kjörstöðu eða þar sem fóturinn skitar mesta mögulega afli i spretthlaupi. Jafnsterkir og stálgaddar en 66% léttari REEBOK MV.01 HLAUPASKÓR Loftpumpa dælir koltvíildi í loftrými skósins Heimild: Reebok Intemational REUTERS Reuter AUSTIIU hefur ekkl verið í baráttunni síðan 1991 og fagnaði fyrsta sigri Bandaríkjamanna í hástökki á Ól síðan 1968. Lögregla á tennisvöllinn LÖGREGI AN í Atlanta var köll- uð til þegar ólæti brutust út við tennis vellina í Stone Mountain- garðinum. Aðdáendur Andre Ag- assi brugðust reiðir við þegar leik- urinn sem Agassi átti að leika var færður yfir á annan völl. Skemmti- leg stemmningin á aðalvellinum breyttist skyndilega þegar tvíliða- leikur Agassis og Mali Vai Was- hingtons var færður yfir á einn af minni völlunum. Áður en það gerð- ist hafði keppni verið frestað vegna rigningar. Tilkynning um þetta barst í há- talarakerfi aðalvallarins rétt áður en leik Conchitu Martinez og Natös- hu Zverevu var haldið áfram eftir hlé. Áhorfendur bauluðu og kröfð- ust endurgreiðslu en fengu ekki. Þeir söfnuðust því saman við inn- ganginn á einum af minni völlunum. „Færið leikinn aftur á sinn stað,“ öskruðu áhorfendur eftir að hafa beðið klukkustundum saman í rign- ingu eftir því að sjá Bandaríkja- mennina tvo leika gegn Wayne og Ellis Ferreira frá Suður-Afríku. Brátt komu 24 lögreglubílar á staðinn og út úr þeim stigu alls 35 lögreglumenn sem munduðu kylfur sínar. „Við viljum Agassi,“ hrópaði fólkið, „Hleypið okkur inn!“ Austiní fótspor Fosburys Bandaríkja- maðurinn Dick Fosbury þró- aði stíl í hástökki sem hefur verið kenndur við hann síðan, Fosbury- stíllinn, og allir bestu hástökkvar- ar hafa tekið upp. Hann stökk 2,24 metra á Ólympíu- leikunum í Mexíkó 1968 og sigraði en síðan hafa Bandaríkjamenn ekki fagnað sigri í greininni á Ólympíu- leikum fyrr en Charles Austin fór yfir 2,39 m í síðustu tilraun um helgina og bætti ólympíumetið um einn sentimetra. Það nægði og 80.000 áhorfendur voru ánægðir þrátt fyrir að Austin næði ekki að slá heimsmetið. Austin felldi 2,37 tvisvar en Pól- veijinn Artur Partyka fór yfir hæð- ina í annarri tilraun. Texasbúinn, sem var heimsmeistari 1991, lét þá hækka upp í 2,29 og sveif yfir. Partyka felldi 2,41 þrisvar og Aust- in tókst ekki að fara yfir 2,46 í þrem- ur tilraunum en heimsmet Javier Sotomayors frá Kúbu er 2,45. So- tomayor gerði það sem hann gat til að verða fyrsti hástökkvarinn til að veija ólympíutitilinn en felldi 2,32 þrisvar. Hann hefur verið meiddur og úrslitin komu Guillerme de la Torre, þjálfara hans, ekki á óvart. „Hann hefur þjáðst mikið og er þreyttur og því hlaut að koma að þessu.“ Sotomayor, sem setti heimsmetið fyrir þremur árum, fór yfir 2,25, sleppti 2,29 og komst síðan ekki yfir 2,32. „Hann hefur verið lengi á toppnum,“ sagði þjálfarinn. „Hann stökk vel í vetur en hefur ekki náð sér á strik í sumar. Hann hafði náð sér líkamlega en ekki andlega.“ HASTOKK KARLA „Við viljum sjá árangur hjá hver öðrum og það örvar okkurtil að gera vel“ Austin fór til Sotomayors þeg- ar sá síðar nefndi felldi lokahæðina. „Ég fór til hans til að hughreysta hann. Ég vissi að hann hafði átt erfitt uppdráttar og vonandi nær hann sér aftur á strik. Hástök- kvararnir standa vel saman og við erum mjög góðir vinir. Við viljum sjá árangur hjá hver öðrum og það örvar okkur til að gera vei.“ Bretinn Steve Smith varð í þriðja sæti og hann tók í sama streng varðandi heimsmethafann og Troy Kemp, heimsmeistara frá Ba- hamas, sem einnig féll snemma úr keppni. „Soto hefur verið meiddur allt tímabilið og árið hefur verið sem martröð hjá Troy. Ég veit að hann [Troy] er vonsvikinn en þeir koma af fullum krafti aftur á næsta ári.“ Austin meiddist á hné eftir HM 1991 og hann bytjaði ekki aftur fyrr en á þessu tímabili eftir að hafa farið í uppskurð. „Ég sé ekki Reuter BANDARÍKJAMAÐURINN Charles Austin fór yfir 2,39 m í síðustu tilraun í hástökkskeppn- inni um helgina og bætti ólympíumet Sovét- mannsins Avdeyenko frá 1988 um einn sm. eftir því núna að hafa farið í upp- skurð. Hlutirnir gerast og ég læt hveijum degi nægja sína þjáningu. Ég kom hingað til að njóta þess og sjá hvað gerðist.“ Smith hrósaði ólympíumeistaran- um. „Ekki er annað hægt en virða mann sem kemur skyndilega fram á sjónarsviðið eftir það sem á undan er gengið og fer alla leið.“ Litlu munaði samt að Bandaríkjamaður- inn yrði að sætta sig við silfrið. „Báðar tilraunir mínar við 2,37 voru nokkuð góðar svo ég vissi að ég kæmist yfir [2,39]. Ég var tilbúinn að standa mig vel, vildi sigra og setja heimsmet á heimavelli." Charles Austin Bandaríkjunum Ólympíumeistari í hástökki karla. Aldur: 28 ára, fæddur í Texas í Bandaríkjunum. Persónulegt met: 2,40 metrar 1991. Fyrri árangur: Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1991 - Áttundi á Ólympíuleikunum 1992 - Sigurvegari á banda- ríska meistaramótinu 1995 - Sigurvegari á bandaríska meistaramótinu 1996. ■ Charles Austin gengur yfír- leitt undir nafninu „snákurinn“ meðal vina sinna því hann hef- ur heljarmikinn snák húðf- lúraðan á öxlina. Austin hefur lengi verið meiddur á hné og hefur það háð honum nokkuð í gegnum tíðina en hann hefur þó lítið fundið fyrir meiðslunum síðastliðin tvö ár. Austin stund- aði nám við háskólann í Suð- vestur-Texas. 4 <œ> iil Allantat996 FRJALSIÞROTTASKOR Framþróun í hönnun skófatnaðar fyrir hlaupara tekur engan endi og í nýjustu skónum eru notuð efni sem þróuð voru fyrir torséðar þotur Önnur einkenni eru þau að brúkuð er einstök aðferð til að fá skóinn til að smella að fæti hlauparans og sólinn er hannaður fyrir hverja keppnisgrein Koltvíildistankur Áfylling sem smellterinn í loftpumpu 1 ☆ 'Q Atlantal996 ■ GAIL Devers er aðeins önnur konan sem tekst að veija Ólympíutit- il sinn í 100 metra hlaupi. Hin var landi hennar Wyomia Tyus er sigr- aði í Tokýó árið 1964 og í Mexíkó árið 1968. ■ HENRY Andra.de keppti fyrir Grænhöfðaeyjar í 110 metra grindahlaupi karla á iaugardag. Hás- in hans var slitin en hann ákvað að taka þátt og hlaupa nokkur skref til að vera með. Eftir að hafa tekið tvö skref í hlaupinu á laugardag haltraði hann útaf og hætti. ■ FORELDRAR hans eru frá Grænhöfðaeyjum en Henry er fæddur í Bandaríkjunum. Hann hafði reynt að komast í bandaríska liðið fyrir leikana 1988 og 1992, án árangurs. ■ EFTIR að hafa sett heimsmet í 200 metra hiaupi barst Michaei Johnson bréf frá Ruth Owens ekkju Jesse Owens. Sagði hún hlaup hans hafa glatt sig það mikið að hún hefði tárfellt. Johnson sagði að sér þætti vænna um þennan heiður en nokkur- in annan og gengur hann með bréfíð á sér öllum stundum. ■ BRESKI spretthlauparinn Lin- ford Christie sleppur við refsingu vegna framkomu sinnar er hann var dæmdur úr leik í 100 metrunum fyr- ir þjófstart, að sögn framkvæmda- stjóra Alþjóðaftjálsíþróttasambands- ins (IAAF). ■ ÞA var kæru Jamækumanna varðandi úrslit 100 metra kvenna hafnað af hálfu IAAF en í ljós kom við rannsóknir að fimm þúsundust úr sekúndu munaði á Gail Devers og Merlene Ottey. Tími Devers var 10,932 sek., en tími Ottey 10,937. ■ TVEIR frægir garpar féllu úr leik í undanúrslitum 110 metra grindahlaupsins. Silfurmaðurinn frá HM í fyrra, Bretinn Tony Jarret, flaug á hausinn og ólympíumeistar- inn Mark McCoy, sem keppir nú fyrir Austurríki en áður Kanada. ■ FRANSKA gasellan Marie-Jo Perec, ólympíumeistari í 400 metr- um, náði beseta heimstímanum í undanúrslitunum í fyrrakvöld, 49.19 sek. Átti hún sjálf besta tímann, 49,45. ■ CHARLES Austin ólympíumeist- ari í hástökki sagði að fremstu há- stökkvarar heims væru perluvinir, ólíkt spretthlaupurum. Gekk hann til Kúbumannsins Javiers Sotomay- ors, og vottaði honum samúð sína er hann féll úr keppni með því að komast ekki yfir 2,32. ■ CARL Lewis gekk afleitlega í fyrstu tveimur umferðum undan-_ keppninnar í langstökki í fyrrakvöld og var í 15. sæti þegar þriðja umferð- in hófst. Áhorfendur stóðu með önd- ina í hálsinum er hann reyndi í þriðja og síðasta sinn. Gerði hann sér lítið fyrir og náði lengsta stökki dagsins, 8,29 mtr. ■ ÞRÍTUG rússnesk stúlka, Jelena Níkolajeva, bætti sér upp nauman ósigur í lOkm göngu í Barcelona með því að vinna örugglega í grein- inni í Atlanta í gær. Sleit hún sig lausa frá löndu sinni Írínu Stankinu miðja vegu og gekk á 41:49,0 mínút- um. Elisabetta Perrone frá Ítalíu varð önnur, 23 sekúndum á eftir Níkolajevu, og Wang Yan frá Kína varð þriðja á 42.19. Vann hún löndu sína Gao Hongmiao á sjónarmun á lokametrunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.