Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 B 15 LANDSMÓTIÐ í GOLFI Alltaf jafn gaman að verða meistari Mynd/Páll Ketilsson KAREN Sævarsdóttir úr Golf- klúbbi Suðurnesja virðist orðin fastur áskrifandi að íslands- meistarititli kvenna í golfi, en um helgina tryggði hún sér titil- inn áttunda árið í röð, og það hefur enginn leikið eftir og margir telja að það verði ekki leikið eftir. Karen er dóttir hjón- anna Sævars Sörensonar og Guðfinnu Sigurþórsdóttur, fyrsta íslandsmeistara kvenna í golfi, og á því ekki langt að sækja hæfileikana. Margir bjuggust við að róðurinn yrði erfiður hjá Karenu að þessu sinni, en menn hafa svo sem spáð því áður, en hún blés á allt slíkt og sigraði af miklu öryggi. Karen er 23 ára gömul og stund- ar nám í markaðsfræðum í Houston í Texas í Bandaríkjunum og mun útskrifast Skúli Unnar sem markaðsfræð- Sveinsson ingur í desember, skrifar frá gangi allt að óskum. Eyjum Er nokkuð orðið gaman fyrir hana að verða íslands- meistari? „Jú, jú. Auðvitað er þetta gaman og þó það sé öðruvísi að sigra í áttunda sinn þá er alltaf jafn gaman að verða meistari. Sig- urinn núna er kærkominn vegna þess að það bjóst enginn við því að ég myndi sigra,“ sagði Karen í samtali við Morgunblaðið eftir að áttundi titillinn var í höfn. Karen segist ekki hafa haft mikl- ar áhyggjur fyrir mótið. „Ég spilaði sipað og ég bjóst við fyrirfram. Ég hef verið að slá vel í allt sumar þó svo skorið hafi ekki verið ýkja gott. Ég fann mig síðan mjög vel þegar ég var að leika æfingahringina með strákunum úr GS og ég hafði því ekki miklar áhyggjur af Iandsmót- inu.“ Kannt þú einhverja skýríngu á því að hinar stúlkurnar í meistara- flokki sigra þig oft í stigamótunum en þegar kemur á landsmót eiga þær ekki möguleika? „Þú verður nú sjálfsagt að spyrja stelpumar að því til að fá skýringu, en ég hef velt þessu dálítið fyrir mér, því það eru margir búnir að spyrja mig að þessu, og myndað tvær tilgátur. Sú fyrri er að mér hefur gengið vel og unnið oft þann- ig að fólk vill sjá einhverja aðra vinna og það setur þrýsting á stelp- umar. Hin tilgátan, sem er betri fyrir mig, er að landsmót er fjög- urra daga mót og ég næ að halda haus. Stigamótin þar sem stelpurnar hafa verið að vinna em tveggja daga mót.“ Varstu örðin viss um sigur strax eftir fyrsta dag? „Nei, alls ekki. Eftir þriðja keppn- isdag leið mér mjög vel og ég mætti mjög ákveðin til leiks síðasta daginn og hugsaði með mér að leika vel fyrri níu holurnar því þá væri ég búin að tryggja sigurinn. Ég lék fyrri níu holurnar á pari og þá var eins og adrenalínið færi því ég lék síðari níu holumar mjög illa, enda sigurinn tryggur og markmiðinu í raun náð. Þetta var samt leiðinlegt, það hefði verið gaman að spila allan hringinn eins og maður.“ Hvað með framhaldið, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Hvað golfinu viðkemur er alveg á hreinu að ég ætla að bæta mig. Ég hef verið með góðan kennara í Houston frá því um áramótin og mér finnst eins og sú vinna sé að skila sér. Þó svo almennur kylfingur sjái það kanski ekki þá er ég búin að stórbæta sveifluna hjá mér og ég er að slá allt öðruvísi en ég gerði. Ég er því mun bjartsýnni á golfið hjá mér núna en ég hef verið í lang- an tíma. Ég held að mig hafi vant- að hvatningu. Foreldrar mínir og fjölskylda hafa hvatt mig en það vantaði frá einhveijum sem hefur virkilega mikið vit á golfi, ekki bara hér á íslandi heldur á alþjóða- vetvangi. Kennarinn minn hefur veitt mér þessa hvatningu og mér finnst ég vera á réttri leið. Ertu jafnvel að hugsa um at- vinnumennsku? „ Það er aldrei að vita. Atvinnu- mennskan er alveg inni í myndinni hjá mér. Ég fer út í haust og í desember verð ég markaðsfræðing- ur ef ekkert strórslys verður og það veitir mikil tækifæri sem ég ætla að skoða í rólegheitunum. Fólk var að tala um það fyrir mótið að ég ætti líklega ekki möguleika á að sigra, en þar sem ég hef verið að slá vel í allt sumar hafði ég ekki miklar áhyggjur, ég vissi að ef þetta myndi smella saman þá ætti ég möguleika. Ég hef greinilega meiri trú á mér en allir hinir.“ Islands- meistararnir BIRGIR Leifur Hafþórsson og Karen Sævarsdóttir með íslandsbikarana og hina glæsilegu verð- launagripi, sem þau fengu í lokahófinu, sem að þessu sinni var sérlega glæsilegt. Það var haldið um borð í Herjólfi og siglt var í kringum Heimaey og vakti siglingin mikla hrifningu mótsgesta. Eyjamönnum tókst að setja skemmtilegan Eyja- brag á mótið, með marg- víslegum hætti. íuémR FOLX ■ ÞORSTEINN Hallgrímsson úr Eyjum var kominn út á þriðju braut þriðja daginn þegar hann mundi eftir því að hann hafði gleymt sandjárninu við golfskálann. Hann sendi kylfusvein sinn, alþingismann- inn Lúðvík Bergvinsson, eftir járn- inu og var hann ekki lengi að skjót- ast uppí skála, enda var hann lengi í fótboltanum og því í ágætis æfingu. ■ SKAGAMÖNNUM gekk ekki öllum jafn vel. Guðbjörn Tryggva- son, þekktur knattspyrnumaður af Skaganum, keppti í 3. flokki og náði sér aldrei á strik. Hrekkjalóm- arnir í Eyjum eru ávallt samir við sig og sendu sálfræðing bæjarins til Guðbjörns árla fjórða dags til að veita honum áfallahjálp. Þetta var gert með vitund bæjarstjórans, Guð- jóns Hjörleifssonar og segja kunn- ugir að bæjarstjórinn á Akranesi, Gísli Gíslason hafi átt einhvern hlut að máli. Nýja3 -STRIPES línan komin - Nýir litir! <^>umbro DIADORA KNATTSPYRNUSKOLIVALS og UMBRO Sumarið 1996 Knattspymudeild Vals og umbro munu standa fyrir knattspyrnuskóla að Hlíðarenda dagana 6. - 30. ágúst frá kl. 9:00 til 12:30. DIADORA umbro Haldin veröa fjögur námskeiö fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 5 til 12 ára. - Hverju námskeiöi veröur aldursskipt. Fyrsta námskeiöiö stendur dagana 6. til 9. ágúst, annaö 12. til 16. ágúst, þaö þriöja 19. til 23. ágúst og fjóröa frá 26. til 30. ágúst. Þjálfarar o§ lcikmenn meistarflokka félagsins verba leibbeinendur skólans. Griliveisla veröur í lok hvers námskeiös. Þátttakendur veröa leystir út með gjöfum frá versluninni Ástund Skráning: liefst fimmtudaginn 25. júlí og er tekið viö skráningunt á skrif- stofu Vals aö Hlíöarenda. Allar nánari upplýsingar em veittar í símum 562 3730 og 562 3731. Þátttökugjald er kr. 3.000. Ef sami aöili er skráður a tvö eða þrjú námskeiö kemur til sérstakur afsláttur. Einnig er veittur systkinaafsláttur. Fyrir þá sem þess óska er gæsla frá kl. 8-9 og 12:30-13:00. Gæslan er innifalin í veröinu. Góbir gestir kuiua í heimsókn á námskeibin. Hlíbarendi, félagssvæöi Vals býöur upp á einhverjar glæsilcgustu og bestu aöstæöur fyrir slíkt námskeiöahald, jafnt innan dyra sem utan. - Morgunblaðið/Sigfús KAREN slgraði með miklum yfirburðum í kvennaflokki og hér óskar Ólöf María Jónsdóttir henni til hamingju og Herborg Arnarsdóttir bíður átekta. <^> umbro DIADORA <^> umbro Oiquin <@> _______vaoavio____________0J<pun<^> yaOOVIQ ojquin<^>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.