Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 16
16 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRNA Alan Shearer til Newcastle fyrir metfé ÞAU miklu tíðindi urðu í knatt- spyrnuheiminum í gær að markahrókurinn mikli hjá Blackburn Rovers, Alan Shear- er, skrifaði undir fimm ára samning við enska úrvalsdeild- arfélagið Newcastle United. Forráðamenn Blackburn hafa ítrekað tilkynnt kollegum sínum hjá Manchester United að Shear- er væri ekki til sölu og kom það því nánast sem þruma úr heið- skýru lofti þegar kappinn ákvað að færa sig um set til Newc- astle, en í þeirri borg bjó Shear- er einmitt á sínum yngri árum. Samningur Shearers er talinn hljóða upp á rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna og er hann þar með dýrasti leik- maðurinn í sögu knattspyrnunn- ar en fyrra metið setti Ronaldo hinn brasilíski þegar hann fór frá PSV Eindhoven á Hollandi til Barcelona á Spáni fyrir 1,3 milljarða króna í byrjun þessa mánaðar. Shearer, sem varð marka- hæsti leikmaður Evrópukeppn- innar á Englandi í síðasta mán- uði, er jafnframt eini maðurinn í sögunni til þess að skora yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeild- inni og sagði hann eftir félaga- skiptin að óneitanlega hafi það verið freistandi að ganga til liðs við ensku meistarana, Manc- hester United, en heimþráin hafi sagt til sín að lokum og hlakkaði hann nú mikið til þess að klæðast hinni margfrægu svarthvítu treyju Newcastle. 0B Þórir Áskelsson stökk upp í skalla- ■ I boita í eigin vítateig en rak höndina í knöttinn og Bragi Bergmann dæmdi víta- spyrnu á síðustu minútu fyrri hálfleiks.Mihajlo Bibercic skoraði örugglega í hægra homið. upphafi seinni hálfleiks, nánar til- ■ JCatekið á 49. mínútu, gaf Kári Steinn fyrir frá vinstri, Bjami Guðjónsson skallaði knöttinn út í teig þar sem Mihajlo Bibercic þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. Oa ^jGlæsiIegasta mark Skagamanna ■ ^Jkom á 87. mínútu. Eftir þunga sókn barst boltinn til Kára Steíns Reynissonar sem var skammt utan við hægra vítateigshom Þórs- ara. Kári skrúfaði boltann með bráðmyndarlegu utanfótarskoti upp í samskeytin fjær á Þórs- markinu. i Morgunblaðið/Kristján ÓLAFUR Þórðarson, fyrirllðl Skagamanna, og Þórir Áskels- son berjast um knöttinn á Akureyri. Frá Páli Rikharóssyni á Húsavík Vængbrotnir Þórs- arar misstu flugið Skagamenn eru komnir f úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan sigur á 2. deildar liði Þórs, 3:0. Fjórir fastamenn Þórsara voru í leikbanni og tveir fóru á sjúkralista skömmu fyrir leik, auk þess sem einn meiddist íleiknum. Liðið var þvívængbrotið. Ungu strákarnir vörðust þó vel allan fyrri hálfleik en misstu síð- an flugið. Meistaralið ÍA sýndi þá styrk sinn eftir að hafa átt í töluverðu basli framan af. Fyrri hálfleikur var lítt spennandi. Skagamönnum gekk illa að skapa sér færi því Þórsarar lokuðu vel af- Alexander Stefán Þór Högnason komst þó Sœmundsson í gott færi á 16. mín- skrifarfrá útu eftir samspil við Akureyri Ólaf Þórðarson en vamarmenn Þórs björguðu á elleftu stundu. Þórsarar náðu fáeinum sókn- um um miðjan hálfleikinn en aðgerð- ir þeirra voru máttlitlar. Góð vörn virtist ætla að skila þeim jafnri stöðu í leikhléi en vítaspyrnudómur á síð- ustu mínútu hálfleiksins breytti miklu. Mark frá Skagamönnum í upphafi seinni hálfleiks gerði síðan útslagið og má segja að Bibercic hafi afgreitt Þór með þessum tveimur mörkum. „Svona leikur snýst um það að fá ekíri á sig mark. Við lágum aftar- lega, lokuðum leiðum og svæðum og þetta gekk vel þar til við fengum á okkur ódýrt víti. Þá þurftum við að breyta um leikaðferð og eftir annað markið var á brattann að sækja. Við nýttum ekki góð færi en strákamir stóðu sig í heild vel,“ sagði Nói Bjömsson, þjálfari Þórs. Leikurinn opnaðist eftir annað markið og bæði lið áttu færi. Jóhann- es Harðarson skallaði yfír á 64. mín. eftir að Atli Rúnarsson hafði hálfvar- ið skot Olafs Þórðarsonar. Hreinn Hringsson skaut naumlega yfír Skagamarkið mínútu síðar og á 57. mín. björguðu Þórsarar í horn eftir góða rispu Alexanders og Bibercic. Kári Steinn og Jóhannes komust síð- an í þokkaleg færi áður en besta færi Þórs leit dagsins ljós á 65. mín. Hreinn fékk þá langa sendingu frá Árna Þór og komst einn í gegn á móti Þórði markverði. Þórður lagðist niður og í stað þess að lyfta yfir hann eða leika fram hjá honum skaut Hreinn í Þórð. „Þórsarar eru alltaf erfiðir en það hefði verið skemmtilegra að mæta sterkasta liði þeirra. Okkur gekk þó illá að eiga við þá í fyrri hálfleik því þeir vörðust vel en seinni hálfleikur var skömminni skárri," sagði Skaga- maðurinn Olafur Adolfsson. Kári Steinn var bestur Skaga- manna, Miljkovic var sterkur í vörn- inni, Bibercic hættulegur og Jóhann- es duglegur. Skaginn var með sitt sterkasta lið. Haraldur Ingólfsson kom þó inn á sem varamaður. Hjá Þór voru Zoran Zicic, Þorsteinn Sveinsson, Birgir Þór Karlsson og Davíð Garðarsson í leikbanni. Bjarni Sveinbjörnsson og Halldór Áskelsson meiddust á æfingu og Páll Gíslason meiddist í seinni hálfleik. Guðmund- ur Hákonarson og félagar hans í vörninni voru duglegir en minna fór fyrir miðju- og sóknarmönnum. Mikilvæg- ur sigur Húsvíkinga Völsungur frá Húsavík nældi sér í þrjú dýrmæt stig í barátt- unni í neðri hluta 2. deildar þegar liðið fékk botnlið deildarinnar, Leikni, í heimsókn á sunnu- dag. Leikurinn fór hægt af stað og fátt markvert gerðist fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrri hálfleik kom Ásmundur Arnarsson heimamönn- um yfir eftir góðan undirbúning frá Jónasi Grana. Ekki liðu svo nema tvær mínútur þar til Guðni Rúnar Helgason bætti við öðru marki með skalla eftir sendingu frá Arngrími Arnarsyni en þrátt fyrir margar ágætar til- raunir Völsunga til að bæta við enn einu markinu í fyrri hálfleik tókst það ekki. Þriðja markið kom hins vegar þegar skammt var liðið síðari hálf- leiks og var þar að verki Arngrímur Arnarson en gestirnir náðu að minnka muninn í 3:1 um miðjan hálfleikinn með marki Heiðars Omarssonar. Ekki leið svo á löngu þar til Róbert Arnþórsson skoraði annað mark Leiknis en Arngrímur Arnar- son og Ásmundur Arnarsson gull- tryggðu stóran sigur heimamanna með mörkum á síðustu tveim mínút- um leiksins og Völsungur er því í kjölfarið kominn úr fallsæti 2. deild- ar, í bili að minnsta kosti. Leiknir er hins vegar í heldur slæmum málum eftir ósigurinn á sunnudag og ljóst er að strákarnir úr Breiðholtinu verða að herða róð- úrinn ætli þeir sér að komast hjá falli í 3. deild. Ólympíumeistaramir úr leik Ekkert þeirra fjögurra liða, sem um helgina tryggðu sér sæti í undanúrslitum knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Atlanta hefur áð- ur náð að krækja sér í ólympíugullið ’ eftirsótta og það er því ljóst að síðar j í þessari viku munu verða krýndir ólympíumeistarar í knattspymu, sem hljóta munu þennan mikla heiður í fyrsta sinn. Núverandi ólympíumeistararnir frá Spáni höfðu fullan hug á að veija titil sinn og mættu þeir ákveðnir til leiks gegn hinu geysisterka liði Arg- entínumanna á laugardag. í fyrri hálfleik léku bæði lið mjög fast, k greinilega harðákveðin í því að gefa ekki þumlung eftir, og allt stefndi i skemmtilegan og spennandi síðari hálfleik. Það varð raunin því síðari hálfleik- urinn hófst með miklum látum og ! eftir aðeins nokkurra sekúndna leik ;j hafði hinum sókndjarfa Heman Cre- I spo tekist að koma Argentínumönn- t um í 1:0. Skömmu síðar varð spánski > varnarmaðurinn Augustin Aranzabal svo fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið mark og staðan því skyndilega orðin 2:0 þeim s-amerísku í vil. Eftir þetta var sem allur kraftur færi úr ólympíumeisturunum og Arg- entínumenn gengu á lagið, Claudio Lopez kom þeim í 3:0 um miðjan síðari hálfleikinn og Hernan Crespo negldi svo síðasta naglann í kistulok Spánveijanna þegar hann bætti við fjórða markinu úr vítaspyrnu tveim mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu Arg- entínumanna eru nú margir knatt- spyrnuunnendur farnir 'að spá þeim sæti í úrslitaleiknum sjálfum en til þess að svo verði munu þeir þurfa að leggja að velli í undanúrslitunum hið skemmtilega lið Portúgala, sem án efa mun verða þeim argentínsku stór biti að kyngja. í 8-liða úrslitunum mættu Portúg- alir Frökkum og varð sá leikur bráð- fjörugur og spennandi allt frá upp- hafi til enda. Portúgalir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Capucho en ekki var langt liðið fram í síðari hálfleikinn þegar Florian Maurice hafði náð að jafna metin fyrir Frakka. Ekki tókst liðunum að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir margar ágætar tilraunir áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka og varð að grípa til framlengingar þar sem leikið yrði þar til annað lið myndi ná að skora eða í þijátíu mínútur ella. Ekki virtist liðunum ætla að tak- ast að tryggja sér sigurinn í fyrri hluta framlengingarinnar en þegar áhorfendur og leikmenn biðu einung- is eftir því að dómarinn myndi flauta til leikhlés gerðist hið óvænta, Port- úgalir fengu dæmda vítaspyrnu. Fyrirliði Frakkanna, Jerome Bonnissel, mótmælti vítaspyrnudóm- inum ákaft og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið en Calado hinn portúg- alski stillti knettinum á vítapunktinn og bjó sig undir að taka spyrnuna. Hann sendi knöttinn örugglega framhjá markverði Frakkanna og skoraði þar með fyrsta „gullmarkið" á Ólympíuleikum og annað „gull- mark“ sögunnar en skemmst er að minnast sigurmarks tjóðverjans Oli- ver Bierhoffs gegn Tékkum í úrslita- leik Evrópukeppninnar á Englandi í síðasta mánuði. Draumur Brasilíumanna gefur enn ræst í hinum undanúrslitaleiknum munu svo mætast heimsmeistarar Brasilíumanna, sem stefna nú ótrauðir að því að verða fyrsta liðið síðan 1930 til þess að halda bæði heims- og ólympíumeistaratitli á sama tíma, og Nígeríumenn, sem örugglega eiga eftir að velgja heims- meisturunum vel undir uggum. Brasilíumenn mættu Ghanabúum á sunnudag og var það fyrst og fremst stórkostlegum leik þeirra Bebetos og Ronaldos að þakka að heimsmeistararnir höfðu sigur. Þeir komust yfir í leiknum eftir að Ghana- búinn Afo Dodoo hafði sent knöttinn glæsilega í eigið mark en aðeins örfá- um mínútum síðar jafnaði fyrirliði Ghana, Charles Akunnor, metin og snemma síðari hálfleiks komust svo Afríkubúarnir yfir með marki Felix Aboagyes. Tvö mörk frá Ronaldo komu þó heimsmeisturunum yfir á ný og það var svo Bebeto, sem gulltryggði sig- ur Brasilíumanna með glæsilegu marki um miðjan síðari hálfleik. Nígeríumenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á sprækum Mexíkóbú- um í hinum leiknum í 8-liða úrslitun- um á sunnudag en Austin Okocha kom þeim fyrrnefndu yfir með lag- legu marki í fyrri hálfleik. Eftir hlé sóttu svo Mexfkóbúar nær látlaust en náðu ekki að jafna metin og í þessari viðureign sannað- ist enn einu sinni svo rækilega hið forna máltæki „kapp er best með forsjá“ því þvert gegn gangi leiksins náðu Nígeríumennnir að komast í 2:0 með marki frá Celestin Babayaro skömmu fyrir leikslok og það verða því þeir, sem mæta munu heims- meisturum Brasilíumanna í undanúr- slitum Ólympíuleikanna en Mexí- kóbúar sitja eftir með sárt ennið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.