Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Greiðslu- erfiðleikar SKULDBREYTING og greiðslufrestun geta komið sér vel, segir Grétar J. Guðmunds- son í þættinum Markaðurinn. Stundum er þetta aðeins frest- un á vanda. Það er ávallt undir viðkomandi skuldara komið, hver útkoman verður. / 2 ► íbúðir hreyfi- hamlaðra VIÐ hönnun íbúða fyrir hreyfi- hamlaða er margs að gæta. Kemur þetta fram í viðtali við Anne Grethe Hansen iðjuþjálfa. Gott rými er nauðsynlegt. Iðju- þjálfar reka sig gjarnan á vanda, sem hefði mátt forðast með annarri hönnun. / 10 ► Ú T T E K T Grafar- holt Reykjavi'kurborg efnir nú til hugmynda- samkeppni um skipulag íbúðarbyggðar í Grafarholti, sem yrði fyrsta hverfið í borg- inni austan Vesturlandsvegar. Svæðið er um 100 ha. að stærð, en allt að 80 ha. geta nýtzt undir íbúðarbyggð. Miðað við 15-20 íbúðir á ha. getur svæðið rúmað 3500-5000 manna byggð með tilheyrandi þjónustu. Þrátt fyrir nokkuð þétta byggð er þó ekki gert ráð fyrir háhýsabyggð og al- mennt miðað við, að húsahæð verði ekki meiri en 3 hæðir frá götu. Svæðið afmarkast í megin- dráttum af Vesturlandsvegi til vesturs, tengibraut meðfram Úlfarsá til norðurs, Reynis- vatni og útivistarsvæði um- hverfis það til austurs og golf- velli til suðurs. Aukning í hús- bréfaumsóknum byggingaraðila UMSVIF í byggingu nýrra íbúða hafa verið mun meiri á fyi’stu sex mánuðum þessa árs en á sama tíma- bili í fyrra. Þannig varð um 40% aukning í innkomnum umsóknum byggingaraðila um húsbréf á þessum tíma. Aukning varð líka í umsóknum einstaklinga vegna nýbygginga. Veruleg aukning hefur einnig orð- ið í húsbréfaumsóknum vegna not- aðs húsnæðis eða 21%. Það gerist samtímis því, sem yfirtaka á húsbréf- um verður æ algengari við íbúðar- eða húsakaup, en þeim eignum fjölg- ar stöðugt, sem búið er að taka hús- bréfalán út á. Við ný eigendaskipti þarf þá ekki að gefa út húsbréf, sem áhvflandi húsbréfum nemur. Það sem helzt hefur einkennt fast- eignamarkaðinn í sumar er að verð er að hækka, ef nokkuð er, nema á mjög lélegum eignum eða þá á mjög stórum og dýrum eignum. Mikfl eft- irspurn er eftir minni en vönduðum íbúðum á góðum stöðum og þær selj- ast oft strax, þegar þær koma í sölu. Almenn bjartsýni í þjóðfélaginu er nú meiri en var og hún ræður miklu um framgang fasteignasölu. Meiri hreyfing er á atvinnuhúsnæði og mun auðveldara að kaupa slíkt hús- næði en var, þar sem nú eru í boði hagstæð langtímalán aðallega frá líf- eyrissjóðum ogöðrum fjárfestingar- sjóðum. Þessi lán hafa breytt fjár- mögnun á atvinnuhúsnæði verulega. Verð á stórum einbýlishúsum er þó enn lágt og það er því hagstætt fyrir þá, sem þurfa á slíku húsnæði að halda, að kaupa nú. Oft er það kostur, ef unnt er að breyta húsnæð- inu í fleiri en eina íbúð, en mikið er spurt um hús með tveimur íbúðum. Þá eru það gjarnan foreldrar, sem vilja kaupa með uppkomnum börn- um sínum. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.-júní 1996 n t \^ÓÓ0\ breyling frá sama [ —?v tímabili 1995 O Wl Breyting Innkomnar umsóknir jan.-júní 1996/1995 Notað húsnæði 21,0% Endurbætur -25,5% Nýbyggingar einstaklinga 7,9% Nýbyggingar byggingaraðila 40,0% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi 30,5% Notað húsnæði - upphæðir 22,4% Endurbætur - fjöldi -1,5% Endurbætur - upphæðir -20,8% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi 18,0% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir 10,1% v Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi -17,1% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir -24,6% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð 18,6% Útgefin húsbréf Reiknað verð 17,3% Athygli vekja sérstakir til- raunareitir, þar sem arkitekt- ar og lóðarhafar vinna saman að skipulagi. Ekki er gert, ráð fyrir, að skipulag slíkra reita sé sett fram á mjög fastmótað- an hátt og hugsanlega vikið frá hefðbundnum kröfum um fjölda bílastæða og stærðir lóða. Gera mætti ráð fyrir, að hús þar yrðu byggð í áföngum og gatnagerðargjald þá greitt í samræmi við áfangaskiptingu. Byrjunarframkvæmd gæti ver- ið allra nauðsynlegustu her- bergi, svo sem bað, eldunar- og mataraðstaða og svefnstaður. Síðan mætti bæta við herbergj- um eða rými eftir efnum og ástæðum. /14 ► VILTU SKULDBREYTA STÆKKA VIÐ PIG? Byggðu á Fasteignaláni Skandia Kostir Fastoif-nalána Skantlia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fertir(*/*) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað cr við jafngrciðslulán. *Auk vcrðbóta w Skandia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.