Morgunblaðið - 31.07.1996, Page 1

Morgunblaðið - 31.07.1996, Page 1
72 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 172. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 31. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eftirlitsferðir yfir Norður-írak Tyrkneska þingið framlengir leyfí Ankara. Reuter. TYRKNESKA þingið samþykkti í gær að framlengja um fjóra mánuði leyfi til flölþjóðlegra aðgerða sem stýrt er frá herstöðvum í suð-austur- hluta Tyrklands. Um er að ræða eftirlit úr loftþ með svæðum Kúrda í norðurhluta íraks til að vernda þá gegn íraska hernum en Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar hafa séð um þetta eftirlit frá lokum Persa- flóastríðsins 1991. Blindir fá sýn og haltir ganga „Krafta- verk“ í Napólí Napólí. Reuter. „KRAFTAVERKIÐ í Napólí" hefur verið mikið til umræðu í ítölskum fjölmiðlum að und- anförnu en þar hafa 50.000 „öryrkjar" fengið bót allra sinna meina á aðeins þremur árum. Svo vill raunar til, að á þessum tíma hefur svika- deild lögreglunnar verið at- hafnasöm í borginni. „Kraftaverk í Napólí“ var aðalfyrirsögnin í Rómarblað- inu II Messaggero í gær en þá hafði verið upplýst, að umsóknum um örorkustyrk í Napólí hefði fækkað úr 60.000 1993 í 13.000 nú. Hef- ur einn þingmanna græn- ingja á ítalska þinginu krafist nánari skýringar á þessu máli og vill hann fá úr því skorið hvort um hafi verið að ræða raunverulegt krafta- verk eða hrein og bein svik. Alls konar tryggingasvik eru algeng á Ítalíu og segja fjölmiðlar af því margar sög- ur. Nýlega læknuðust til dæmis 40 „blindir" menn á Sikiley af meini sínu þegar þeim var bent á, að þeir færu allra sinna ferða á bíl. Eldgos á Montserrat Olveston á Montserrat. Reuter. JARÐVÍSINDAMENN skýrðu frá því í gær að eldgosið sem hófst á eynni Montserrat í Karíbahafi í fyrradag muni að öllum líkindum halda áfram af krafti næstu daga. Eldgosið nú virðist vera það stærsta síðan eldvirkni hófst á ný fyrir réttu ári á hinni smávöxnu brezku nýlendu eftir meira en aldar- langt hlé. Öskuský stigu í um 2,7 kílómetra hæð og eldfjallið spjó hrauni og gasi yfir skógi klæddar hlíðar þess. Allir íbúar í nágrenni eldfjallsins hafa verið fluttir burt í öryggisskyni. Flokkur heittrúarmanna, sem nú situr í stjórn, greiddi atkvæði með framlengingunni og gekk þar með á bak orða sinna í kosningabarátt- unni. Þá hét flokkurinn því að koma vestrænum bandamönnum Tyrkja úr landi. Sagði aðstoðarþingforset- inn að það væri eitt að vera í stjórn- arandstöðu og annað að sitja í ríkis- stjórn, þegar leitað var skýringa á þessu. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina að framlengja leyfið, af hálfu hersins og bandamanna Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu. Ráðherr- ar í tyrknesku ríkisstjórninni hétu því að þetta væri síðasta framleng- ingin sem veitt yrði. „Heiðinn innrásarher" Hins vegar hafa margir þingmenn verið andvígir aðgerðunum í norður- hluta íraks, þar sem þær geri tyrk- neskum Kúrdum, sem beijast fyrir sjálfstæði, auðveldara fyrir. Þeir geti leitað skjóls í Norður-Irak undan tyrkneskum öryggissveitum og skipulagt árásir sínar þaðan. Necmettin Erbakan, forsætisráð- herra Tyrklands, er einn þeirra sem andvígir eru veru liðs bandamanna en hann lét eitt sinn þau orð falla að um „heiðinn innrásarher" væri að ræða. Sagði hann að vegna and- stöðu sinnar, hefði Tyrkjum tekist að fá Bandaríkjamenn til að fækka flugferðunum, auka hlut Tyrkja í herliðinu og að Bandaríkjamenn hafi lofað Tyrkjum fjarskiptabúnaði til að fylgjast með ferðum skæruliða Kúrda. Þá sagði talsmaður stjórnarinnar að Tyrkir kynnu að óska eftir leyfi Sameinuðu þjþðanna til að flytja inn hráolíu frá írak, en í fréttum á mánudag, var fullyrt að slíkt sam- komulag lægi þegar fyrir. ■ íranir réttlæta innrás/14 A Olympíugarðurinn opnaður á ný eftir sprengjutilræðið •• Oryggis- vörður grunaður ÓLYMPÍUGARÐURINN- í Atlanta var opnaður að nýju í gær eftir sprengjutilræðið um heigina. Þús- undir manna voru viðstaddar stutta en áhrifamikla minningarathöfn á staðnum þar sem sprengjan sprakk. „Við erum ekki hér til að velta okkur upp úr harmleik heldur til að fagna sigri mannsandans,“ sagði Andrew Young, fyrrverandi borgar- stjóri Atlanta, í ávarpi við athöfnina. Meðal viðstaddra var Kirsten Cents, kona frá Michigan sem var í garðinum þegar sprengjan sprakk og sneri þangað aftur í gær ásamt eiginmanni og tveimur sonum. „Við viljum láta hermdarverkamennina vita að þeir komist ekki upp með þetta, þeir geti ekki hindrað að við njótum lífsins og Ólympíuleikanna," sagði hún. Tilræðismaðurinn öryggisvörður? Dagblaðið Atlanta Constitution sagði frá því í sérstöku aukablaði í gær, að það hefði verið 33 ára gam- all öryggisvörður, sem tilkynnti um sprengjuna, sem sprakk í garðinum í fyrradag og hann lægi nú undir sterkum grun að vera tilræðismaður- inn. Sjónvarpsstöðin Cable News Network vitnaði í þessa frétt blaðsins í gærkvöld. Bandaríska alríkislögregl- an FBI sagði þó að enginn hefði enn verið ákærður í tengslum við málið og neitaði að tjá sig um frétt blaðsins. Lögreglan yfirheyrði í gær þijá félaga í hreyfmgu hægrisinnaðra öfgamanna í Alabama sem spáði fyr- ir tveimur mánuðum að sprengjuárás yrði gerð í Atlanta meðan Ólympíu- leikamir fæm fram. Lýsingar á hugs- anlegum tilræðismanni komu heim við einn þessara manna. Reuter ÞÚSUNDIR manna sóttu minningarathöfn um fórnarlömb sprengingarinnar í Ólympíugarðinum í gær. A spjaldinu stend- ur: „Leikarnir halda áfram!“ Iðnríkin sjö og Rússland snúa bökum saman gegn hryðjuverkum Einhusfur um aðgerðir París, Washinerton. Reuter. ^^mmm^r ^^mmm^^ Washington. FULLTRÚAR sjö helztu iðnríkja heims og Rússlands ákváðu í gær að snúa saman bökum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þeir komust að samkomulagi í París í gær um víðtæka áætlun um samræmingu aðgerða gegn hryðjuverkamönnum. Nokkrum skugga á hinn annars ríkj- andi einhug varpaði deila Evrópu- ríkjanna við Bandaríkin um kröfur hinna síðarnefndu um aðgerðir til að einangi'a þau ríki sem talin eru veita hryðjuverkamönnum skjól. Ráðherrar utanríkis- og öryggis- máia frá ríkjunum sjö, Bandaríkjun- um, Japan, Þýzkalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Kanada, ásamt rússneskum starfsbræðrum þeirra, samþykktu aðgerðaskrá gegn hryðjuverkum í 25 liðum. Rússum er nú jafnan boðið að sitja fundi G7-þjóðanna svonefndu, sem er lið- ur í undirbúningi þess að Rússland gerist fullur aðili að þessum sam- starfsvettvangi helztu iðnríkja heims. Aðgerðaskráin felur meðal annars í sér áköll um eflingu samstarfs og þjálfunar lögreglu í hlutaðeigandi ríkjum, bætt upplýsingaflæði, að auðvelda framsal grunaðra og lög- fræðiaðstoð, torvelda aðgang hiyðju- verkamanna að fjármagni og vopn- um og herða lög í hveiju landi sem lúta að vernd gegn hryðjuverkum. Ráðherrarnir sóru ennfremur að finna ráð til að beijast gegn því að öfgamenn geti nýtt sér alnetið til að dreifa upplýsingum um sprengju- smíði. Deilt um stefnu Bandaríkjamanna Á fundinum í París gagnrýndu fulltrúar Evrópuríkjanna og Japans lög sem Bandaríkjaþing hefur sam- þykkt - svokölluð Helms-Burton-lög og fleiri - en þessi lög gera ráð fyr- ir að hægt sé að beita fyrirtæki refsingum sem eiga í viðskiptum við ríki, sem Bandaríkin segja bera ábyrgð á hryðjuverkum. Aðgerðum af þessu tagi vilja Bandaríkjamenn fyrst og fremst beina gegn fjórum ríkjum: íran, írak, Líbýu og Súdan. Frakkar, Bretar, Þjóðveijar og Japanir tóku skýrt fram að þeir myndu ekki sætta sig við að Bandaríkjamenn beittu fyrirtæki refsiaðgerðum sem ættu viðskipti við þessi lönd. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti formlega í gær lista yfir gagnaðgerðir sem stjórnvöld og fyrirtæki aðildarlandanna geta gripið til ef Bandaríkin reyna að beita hinni nýju refsilöggjöf. Gagn- aðgerðalistinn verður að lögum ef ráðherraráð ESB samþykkir hann, sem gert er ráð fyrir að gerist í september nk. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir eftir fund sinn með Mubarak Egyptalandsforseta í Was- hington í gær, að hann væri sann- færður um að önnur ríki myndu fyrr eða síðar komast á sömu skoð- un og Bandaríkjamenn í þessu efni og skoraði á Evrópuríkin að grípa ekki til gagnaðgerða. SÞ leggja sitt af mörkum Sylvana Foe, talsmaður Samein- uðu þjóðanna (SÞ), sagði í gær að stofnanir SÞ væru nú að kanna með hvaða hætti samtökin gætu á sem skilvirkastan hátt „með sérþekkingu sinni og bolmagni" lagt sitt af mörk- um til baráttunnar gegn skipulögð- um hryðjuverkum. Hún sagði að Boutros Boutros-Ghali aðalritari SÞ myndi kynna niðurstöður könnunar- innar á allsheijarþingi SÞ í septem- ber næstkomandi. ■ Hryðjuverk taka á sig/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.