Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR31. JÚLÍ 1996 7 FRÉTTIR Heimilt að geyma fósturvísa í fimm ár SAMKVÆMT íslenskum lögum er heimilt að geyma fósturvísa í frysti í fimm ár. Geymsla þeirra er háð skriflegu samþykki þeirra sem leggja kynfrumurnar til og er aðeins heimil í þeim tilgangi að koma þeim síðar fyrir í kon- unni sem lagði eggið til eða eigin- konu eða sambýliskonu þess karl- manns sem lagði til sæðisfrum- urnar. Harðar deilur hafa risið í Bret- landi undanfarið vegna þess að fyrirhugað er að eyða um 3.300 fósturvísum. Þar er heimilt að geyma fósturvisa í frysti í fimm ár óski kynfrumugjafar ekki eftir að tíminn verði framlengdur eða gefi leyfi fyrir því að þeim verði komið fyrir í legi annarra kvenna. Kaþólska kirkjan og ýmis samtök sem beijast gegn fóstureyðingum telja að eyðing fósturvísa jafngildi morði. Þórður Óskarsson, sérfræðing- ur á glasafijóvgunardeild Land- spítalans, telur ólíklegt að til slíkra deilna geti komið á íslandi. Hann segir að íslensk lög kveði skýrt á um að geymsla fósturvísa sé einungis heimil í þeim tilgangi að koma þeim fyrir í konunni sem lagði eggfrumurnar til eða eigin- konu eða sambýliskonu þess karl- manns sem lagði til sæðisfrum- urnar. Því sé ekki um þann mögu- leika að ræða að aðrir geti ætt- leitt fósturvísa, eins og nokkrir aðilar hafa óskað eftir að gera í Bretlandi. „Að meðaltali frjóvgast um helmingur þeirra eggja sem reynt er að fijóvga og því er gripið til þess ráðs að reyna að fijóvga fleiri egg en til greina kemur að verði notuð, til að auka líkur á ár- angri,“ segir Þórður. „Fósturvísar voru ekki frystir hér á landi fyrr en eftir samþykkt laganna um tæknifijóvganir sl. vor og þeim fósturvísum sem ekki voru notaðir við meðferð var því eytt. Það er auðvitað enginn munur á því hvort afgangs fósturvísum er eytt strax eða eftir geymslu.“ Þórður segir að haft yrði samband við fólk þeg- ar líða tekur að lokum leyfilegs geymslutíma og það spurt hvort það óski eftir að nýta fósturvísa sína eða ekki. Einfaldar meðferð „I sumum löndum er einungis leyfilegt að reyna að frjóvga eins mörg egg og nota skal í hvert sinn og frysting fósturvísa bönn- uð. Þá er stundum reynt að fijóvga fjögur egg. Ef þau fijóvg- ast öll og er þ.a.l. öllum komið fyrir í legi móðurinnar er jafnvel búið að skapa meira vandamál fyrir parið en var í upphafi. Á hinn bóginn er mögulegt að ekk- ert egg frjóvgist og þá er búið að minnka möguleika para sem þrá að eignast barn. Slíkar hömí- ur eru því einungis til þess fallnar að stuðla að vandamálum en ekki leysa þau. Ég tel að það sé skyn- samlegast að leyfa frystingu fóst- urvísa. Það einfaldar meðferðina hjá þeim sem illa gengur og skap- ar möguleika fyrir þau pör sem vilja eignast annað barn.“ Samkvæmt lögum um tækni- fijóvgun, sem samþykkt voru af Alþingi sl. vor, skal ráðherra setja reglur um leyfilegan geymslutíma fósturvísa í samræmi við bestu læknisfræðilegu þekkingu á hveij- um tíma. í kjölfar gildistöku lag- anna var skipuð nefnd þriggja sérfróðra aðila á sviði læknis- fræði, lögfræði og siðfræði til að fylgjast með framkvæmd laganna og vinna að endurskoðun þeirra. Núgildandi reglur um geymslu fósturvísa voru samþykktar að til- lögu nefndarinnar. Endur- skoðun námsskráa undirbúin ENDURSKOÐUN aðal- námsskrár grunn- og fram- haldsskóla stendur nú fyrir dyrum í tengslum við flutn- ing skólamála frá ríki til sveitarfélaga. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra telur að meðal annars þurfi að samræma námsskrár grunnskóla og framhaldsskóla og stytta heildarnámstíma til samræm- is við það sem gerist í ná- grannalöndum. Hann nefnir einnig að kanna þurfi sér- staklega stöðu heyrnarlausra í skólakerfinu. Fljótlega verður auglýst eftir starfsfólki til að vinna að endurskoðun náinsskrá- anna og skipuð verður nefnd með fulltrúum þingflokka. Stefnt er að því að nýjar námsskrár öðlist að fullu gildi skólaárið 1998-1999. Endur- skoðun á námsskrá grunn- skóla lauk síðast árið 1989 en á námsskrá framhalds- skóla árið eftir. -loksins kominn aftur Algengt er að biðtími GSM síma sé 18-20 klst. en í Nokia 1610 er biðtíminn 100 klst. Taltíminn er nú orðinn 3,5 klst. og aðeins eina klst. tekur að hlaða tóma rafhlöðu. Nokia 1610 er fisléttur, 250 g, og kostar ekki nema 39.900 kr • stgr. Hægt er að fá aukarafhlöðu með 200 klst. biðtíma og 7 stunda taltíma. Pantanir óskast sóttar I Jr .. ■ ■ Hátæknl Geföu þér tíma -fáðu þér Nokia GSM síma. Ármúla 26 • sími 588 5000. MAX-TEX ÖNDUNAREFNISJAKKI VERÐ VERÐNU 12.943 TILBOÐ HERRAJAKKAR VERÐ AÐUR FRA 0- VERÐNU 4.990 UTSALA | BRYNTECH ÖNDUNAREFNISJAKKI VERÐ ÁÐURJ9rí^ VERÐNÚ 7.890- TILBOÐ [ ■ MUSTANG GALLABUXUR VERÐ ÁÐUR-5Tb^4- VERÐNÚ 2.990- ÚTSALA 1 ÉM^pi max BARNAREGNFÖT VERÐÁÐUR-4^fií>- VERÐNÚ 4.241- TILBOÐ ■ [herraskyrtur VERÐ ÁÐUR FRÁ VERÐNÚ 1.290- ÚTSALA llfr 1 KULDAGALLAR NYLON VERÐÁÐUR J VERÐNÚ 11.209- TILBOÐ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.