Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 11 Heimsins stærsta peysa Morgunblaðið/Sig. Jóns. HEIMSINS stærsta peysa mátuð. Selfossi - Heimsins stærsta peysa úr handspunnu bandi, 9 fermetrar að stærð, var sett saman um helg- ina úr bútum sem 19 Þingborgar- konur og 16 konur úr Upparselinu á Hvanneyri höfðu prjónað. Bút- arnir voru af ýmsum stærðum og gerðum svo peysan varð hin fjöl- skrúðugasta í lokin. Það lögðu margir hönd á plóginn þar á meðal einn karl sem prjónaði 22 lykkjur í einum bútnum. Tölurnar á peysunni eru úr kindarhorni og falla vel að efninu. Vinnan við peysuna byrjaði fyr- ir háifum mánuði. í byrjun var ætlunin að prjóna stóra peysu en hún óx smám saman í höndunum á konunum og varð að heimsins stærstu peysu. Peysan verður til sýnis á Þing- borg og síðar á Hvanneyri. Þessa vinnu leggja konurnar á sig til þess að beina athygli fólks að ull- inni og handspunanum og þeirri vinnu sem þær inna af hendi. Þingborg er 9 kílómetra austan við Selfoss í gömlu samkomuhúsi í Hraungerðishreppi. Þar vinna konunar úr ull og ýmsum efnum, tré, pappír, horni og beini, ýmsan varning sem er til sölu á staðnum. Konurnar sögðu að talsverður straumur fólks hefði verið um hlaðið í Þingborg, bæði erlendir ferðamenn sem innlendir. Síldarævintýrið á Siglufirði Búist við fjölmenni Siglufirði - Undirbúningur Síldar- ævintýrisins á Siglufirði er nú í full- um gangi enda er búist við miklu ijölmenni, líkt og undanfarin ár, en Síldarævintýrið er nú haldið í sjötta sinn. Bærinn mun breyta um svip og taka á sig mynd gamla síldarbæj- arins, sem iðaði af mannlífi þegar saltað var á plönum og dansað á torgum. Að sögn Theódórs Júlíussonar, framkvæmdastjóra síldarævintýris- ins, eru menn orðnir mun sjóaðri í allri framkvæmd og er stöðugt verið að breyta til og bæta um til að koma til móts við þarfir sem flestra. Til dæmis er tjaldstæðum í miðbænum fjölgað til muna og þau betrumbætt og vona forráðamenn ^vintýrisins að þar með verði ekki tjaldað eins mikið inni á einkalóðum. Einnig verða tjaldsvæðin meira hólfuð niður en áður, t.d. fjölskyldufólk sér, svo og ungt fólk og hópar sér, en Theód- ór segir að hægt sé að taka á móti mjög miklum fjölda fólks. Fjölskylduhátíð Síldarævintýrið er fyrst og fremst íjölskylduhátíð og verður unglingum yngri en 16 ára ekki heimilað að tjalda í bænum nema í fylgd forráða- Morgunblaðið/Silli ÞÝSKI stúlknakórinn Sing- und Speilkreis fékk góðar móttökur á Húsavík. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir ÞESSA dagana er unnið hörðum höndum við undirbúning Síldar- ævintýrisins á Siglufirði. manna og ætlunin er að taka strangt á unglingadrykkju. Löggæsla mun verða með svipuðu sniði og í fyrra og munu margir lögregluþjónar verða fengnir að til aðstoðar. Skipu- lögð skemmtidagskrá hefst fimmtu- daginn 1. ágúst og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og að þessu sinni hefur mun meiri áhersla verið lögð á afþreyingaefni fyrir yngsta aldurshópinn. Aðgangs- eyrir er 2.000 krónur, en frítt er fyrir börn og unglinga í fylgd með foreldrum og innifalið í aðgangs- eyrinum er tjaldstæði, allar úti- skemmtanir við torgið og á tjald- stæðum, síldarsöltunarsýningar og margt, margt fleira. ' Þýskur stúlknakór vakti hrifningu Húsavík - Þýski stúlknakórinn Sing-und Speilkreis Frankfurt söng í Húsavíkurkirkju nýlega við góða aðsókn og frábærar viðtökur. Stjórnandi er Heinz Marx og undirleikari Ilona Sand- or. Kórinn skipa um 50 nemendur frá söngstofnuninni Sing-und Speilkreis Frankfurt og er það fastur liður í starfsemi stofnun- arinnar að senda annaðhvert ár um 50 stúlkna kór skipaðan stúlkum á aldrinum 12 til 25 ára til einhvers fjarlægs lands og þetta árið varð ísland fyrir val- inu. Kórinn hefur víða farið um lönd og álfur og unnið til fjölda verðlauna á söngkeppnismótum, Húsvíkingar hafa tekið vel á móti kórnum og hefur stúlkna- kór Húsavíkur verið boðið til Frankfurt að ári og áformaða er að þiggja það góða boð. Velheppnaðri Isa- fjarðarhátíð lauk á sunnudag Veðurguðirnir í aðalhlutverkinu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson EINN af dagskárliðum Isafjarðarhátíðar var opnun fiskmarkaðar í Neðstakaupstað. Þar sýndi þessi unga stúlka meðal annars hvernig saltfiskurinn var þurrkaðu fyrr á öldinni. ísafirði - Vel- heppnaðri ísafjarð- arhátíð lauk á sunnudagskvöld með söng við varð- eld í Stóruurð. Að sögn Þórunnar Gestsdóttur, ferða- og upplýsingafull- trúa Isafjarðarbæj- ar var þátttakan góð í flestum þeim dagskrárliðum sem boðið var upp á og komu fjölmargir „gamlir“ Isfirðing- ar auk annarra gesta til bæjarins vegna hátíðarinn- ar. „Hátíðin tókst alveg þokkalega enda voru veður- guðirnir í aðalhlut- verkinu alla daga hátíðarinnar með sól og blíðviðri. Við þurftum aðeins að sleppa einum dag- skrárlið, lautarferð í Tungudal. Það var mjög góð þátt- taka í öllum þeim siglingum sem boðið var upp á sem og á útimarkaðnum, bryggju- pallinum og þeim dagskrárlið sem fram fór í Neðstakaupstað," sagði Þórunn. Hátíðin hófst kl. 15 á föstudag með opnun útimarkaðar á Silfur- torgi en þar skemmtu sér ungir sem eldri í hinum ýmsu leiktækjum auk þess sem leikhópurinn Purka flutti leikþátt. Um kvöldið var boðið upp á grillferð með Halldóri Sigurðssyni IS um ísafjarðardjúp, Hótel ísafjörður og Litli Leikklúb- burinn stóðu fyrir sýningu á tveim- ur einþáttungum á hótelinu og boðið var upp á siglingu með Fagranesinu út í Vigur. Á laugar- dag hófst dagskráin með siglingu Fagranessins á fengsæl fískimið. Þá var boðið upp á gönguferð um Eyrina á ísafirði sem endaði í Neðstakaupstað þar sem stóð yfir fiskmarkaður. Þar var einnig boðið upp á sögu- stund fyrir yngstu kynslóðina og á sama tíma stóð yfir knattspyrnu- leikur á milli stjórnenda fyrirtækja á ísafirði og Torfnesvelli. Um kvöldið var síðan bryggjuball við Sundahöfn þar sem fjölmargir gestir skemmtu^ sér við harmon- ikku-undirleik. Á sunnudag hófst hátíðin með siglingu að Snæfjalla- strönd þar sem farið var til kirkju í Unaðsdal. Þá var boðið upp á gönguferð um Hnífsdal, grillferð um Djúp og dagskrá hátíðarinnar lauk síðan með blysför frá gamla sjúkrahúsinu að Stóruurð, þar sem sungið var við varðeld. Samhliða hátíðarhöldunum fór fram sýning í Slunkaríki á verkum barna frá leikskólanum Hlíðar- skjóli þar sem þema sýningarinnar var landbúnaður. EK3NAMIDI1MIN m\ Ábyrg Iijóuusta í áralup Sfmi 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Smárabarð — Hfj. Vorum að fá í sölu góða 2ja herb. 93 fm íbúð í fjölbýlishúsi. (búðin er ekki fullbúin en vel íbúðarhæf. Sérinngangur. Áhv. 4,9 millj. byggsj. Verð 5,9 millj. 6486. rrn j 1 rn rrn j Q7n lárusþ.valdimarssqn,framkvæmdastjöri UU£ I I uU'UUL | u/U hÚRBURH.SVEIIVSSONHDL.,LÖBGILTURIflSTEIGNfiSflLI Nýkomnar á skrá — Til sýnis og sölu — m.a. eigna: Á besta stað við Frostafold Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3. hæð 100 fm. Ibúðarhæf, ekki fullgerð. Sérþvotta- hús. Góð fullgerð sameign. Gamla góða 40 ára húsnlánið kr. 5,2 millj. Útsýni. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. Ib. á 2. hæð tæpir 80 fm. Nýlegir gluggar og gler. Snyrtileg en gömul innr. Góð sameign. Tilboð óskast. Ein bestu kaup á markaðnum i dag Góð, sólrík 3ja herb. íb. 84,4 fm á 1. hæð við Leirubakka. Sérþvotta- og vinnu- herb. Gott herb. í kjallara. Snyrting og geymsla i kjallara. Ágæt sameign. Langtímalán kr. 3,7 millj. Tilboð óskast. Álfheimar — gott verð — skipti möguleg 5 herbergja hæð með öllu sér á góðu verði og 4ra herbergja mjög góð mikið endurnýjuð blokkaríb. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Viðskiptum hjá okkur fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.