Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ Leighton Smith um hlutverk gæsluliðs NATO í Bosníu Netanyahu hrósar Egyptalandsforseta Stríðsglæpamenn ekki teknir af ótta við ólgn Sar^jevo, Haag. Reuter. „Heimsleiðtogi með einstakt orðspor“ Washington. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA ísraeis, LEIGHTON Smith, fráfarandi yfir- maður herafla Atlanthafsbandalags- ins (NATO) í Bosníu, gaf í gær til kynna að ástæða þess að eftirlýstir stríðsglæpamenn gengju enn lausir, væri ótti manna við að handtaka mannanna myndi skapa ólgu á með- al Bosníu-Serba fyrir kosningamar, sem fram eiga að fara í Bosníu í september. Smith lætur í dag af störfum í Bosníu og heldur til heima- lands síns, Bandaríkjanna. Smith ítrekaði í gær að fjölþjóð- legt herlið í Bosníu hefði ekkert umboð ti! að leita að og handtaka menn sem eftirlýstir væru af stríðs- glæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag. Þegar hann var spurður hvort áhyggjur af því, hvaða áhrif hand- taka leiðtoga Serba kynni að hafa, hömluðu aðgerðum NATO, neitaði hann því ekki. Sagði Smith þetta vera áhyggjuefni fjölmargra. Málið væri flókið og menn yrðu að gera sér grein fyrir því hver lokanið- urstaðan yrði. Fyrir skömmu sagði Smith enn- fremur frá því að NATO hefði verið reiðubúið að gera loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba við Srebrenica, nokkr- um dögum áður en borgin féll í hend- ur þeirra en SÞ hafi komið í veg fyrir loftárásir NATO, þrátt fyrir að hann hefði ítrekað hvatt til þeirra. Smith er 34 ára og fer nú á eftir- laun hjá Bandaríkjaher. Við starfi hans tekur annar Bandaríkjamaður, Joseph Lopez, aðmíráll. Lopez verður yfirmaður fjölþjóðaliðsins í Bosníu (IFOR), herafla NATO í Suður-Evr- ópu og bandaríska sjóhersins í Evr- ópu. ÖSE mótmælir framboðsbanni Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem skipuleggur kosningar í Bosniu í september nk., sagði á mánudag að sú ákvörðun Bosníu-Serba að banna framboð ann- arra flokka en bosnísk-serbneskra á svæðum þeirra, væri ólögleg. ÖSE hefur vald til þess að banna framboð einstaklinga og flokka, bijóti þeir kosningalög, sem sett voru sam- kvæmt Dayton-friðarsamkomulag- inu frá síðasta ári. Á ráðstefnu stjórnmálaflokka Bos- níu-Serba á laugardag var samþykkt að leyfa ekki framboð flokka músl- ima og Króata, þar sem þeir væru „utanaðkomandi" og hefðu engan rétt til að bjóða fram á svæði Serba, sem ráða um helmingi Bosníu. Bosníu-Serbi til Haag Marko Arsovic, dómsmálaráð- herra Bosníu-Serba, er staddur í Haag, þar sem hann fundar með fulltrúum stríðsglæpadómstóls SÞ. Er fundurinn talinn vottur um aukinn samvinnuvilja Bosníu-Serba, sem hingað til hafa virt kröfur réttarins um framsal eftirlýstra stríðsglæpa- manna að vettugi. Áður en Arsovic hélt til Haag, lýsti hann því yfir að enginn þeirra sem dómstóllinn hefði lýst eftir, yrði framseldur fyrir kosn- ingarnar í Bosníu í september. Búist er við að Arsovic og fulltrúar dóm- stólsins gefi út sameiginlega yfirlýs- ingu í dag eða á morgun en í gær létu fulltrúar SÞ hafa eftir sér að nokkur árangur hefði nú þegar náðst í viðræðunum. Benjamin Netanyahu, hrósaði Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í hástert í viðtaii sem birt var í banda- ríska dagblaðinu The Washington Post í gær. Mubarak er nú í Wash- ington þeirra erinda að tryggja Egyptum áframhaldandi fjárhagsað- stoð frá Bandaríkjunum. Netanyahu hafði frumkvæði að viðtalinu, að því er segir í blaðinu. Mubarak hitti Bill Clinton, Banda- ríkjaforseta, í gær. í viðtalinu segir Netanyahu að Mubarak sé „vís og ábyrgur leiðtogi" og segir að hann sjálfur og forsetinn hafi átt sérlega gott samstarf á fyrsta fundi þeirra, sem var fyrr í þessum mánuði. „Það er augljóst að [Mubarak] vill víðtækari frið í Mið-Austurlönd- um, og þar getur hann gengið að mér vísum sem bandamanni,“ er haft eftir Netanyahu. Egyptalandsforseti átti fundi með Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og öðrum embættismönnum á mánudag. For- setanum er í mun að Bandaríkin haldi áfram að veita Egyptum fjár- hagsaðstoð, sem nemur 2,1 millj- arði bandaríkja- dala, eða sem svarar rúmlega 140 milljörðum króna. „Höfðingi mikils ríkis“ Netanyahu var spurður hvort fyrir honum vakti að auka veg Mubaraks í augum bandarískra þingmanna. Forsætis- ráðherrann svaraði því til, að hann teldi ekki að Mubarak þyrfti á að- stoð að halda. „Hann er heimsleið- togi með einstakt orðspor og er höfð- ingi mikils ríkis, en mér er í mun að fólk í Washinton og heimsbyggð- in öli fái upplýsingar um stöðu mála.“ Egyptaland varð fyrsta arabaríkið sem _ skrifaði undir friðarsamninga við ísrael 1979. Egyptar hafa þó sagt, að þeir meti samskipti sín við ísraela ætíð í ljósi þess, hvort ísraei- ar nái árangri í friðarviðræðum við Sýrlendinga og Palestínumenn. Fyrsta lestin frá Sarajevo MERKISDAGUR var í Sarajevo í Bosníu í gær en þá lagði upp fyrsta lestin, sem þaðan hefur farið frá árinu 1992. Var hún að vísu þremur mínútum á eftir áætlun en það skyggði ekkert á gleði borgarbúa, sem kváðust nú loks vera komnir aftur í sam- band við umheiminn. Gengur Iestin á milli Sarajevo og króat- ísku borgarinnar Ploce við Adr- íahaf. Margt manna var á sund- urskotinni brautarstöðinni í Sarajevo í gær og var því fagn- að innilega þegar lestin rann af stað. Reuter Iranir réttlæta innrás í Irak Teheran. Reuter. ÍRANIR hafa tilkynnt Sameinuðu þjóðunum (SÞ) að þeir telji innrás sína inn í norðurhluta íraks um helgina réttlætanlega en henni var beint gegn íröskum Kúrdum, sem íranir segjast hafa fullan rétt til að vetjast. íranskt dagblað sagði frá því í gær að bréf þessa efnis hefði verið sent til Boutros Bout- ros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ. íranir segjast hafa ráðist gegn Kúrdum til að koma í veg fyrir árásir hryðjuverkahópa þeirra, eins og segir í bréfi írana til SÞ. Þar segir ennfremur að lélegt eftirlit á landamærunum að írak hafi leitt til „aukinna árása hryðjuverka- manna síðustu vikurnar á íranska landamærabæi". Fullyrða íranir að innrás þeirra sé lokið og að tuttugu félagar í Lýðræðisflokki Kúrdistan (KDPI) hafi fallið í henni. Tyrkir tilkynntu í gær að örygg- issveitir hefðu fellt sextán kúrdíska byltingarsinna í suðausturhluta Tyrklands í bardögum á mánudag og í gær. Kúrdar saka Tyrki um að gera lítið úr mannfallinu og Barnast.: 2-14 ára Verð: Fullorðinst.: XS-XXXL Verð: | EMO Stakar buxur kr. 2490.- í barnastærðum 2990.- í fullorðinsstærðum. !>% slgr. al'ladur - sciidiim í póslkrölu! ÍRUM MÖ I Nóatöni ! 7 SPORTBUÐIN Nóatúni I7 sími 5II 3555 Gagnrýni starfsmanna á ESB ekki vel séð Sett ofan í við sænsk- an embættismann Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MAGNUS Lemmel, háttsettur sænskur starfsmaður framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, hefur fengið áminningu frá yfirmönnum sínum eftir að hann gagnrýndi skrif- ræði ESB opinberlega. I Svíþjóð hef- ur þetta vakið upp spurningar um hvort Svíar geti ekki beitt sér betur fyrir opnari og lýðræðislegri stjórn ESB, líkt og hefð er fyrir í Svíþjóð. Málið vekur einnig upp hugleiðingar um ólíkar hefðir í einstökum ESB- löndum hvað varðar gagnrýni og umræður um kerfið. Lemmel hefur unnið hjá ESB í ár. Hann er ekki ókunnur stjórnun- arstörfum, var áður framkvæmda- stjóri sænska iðnrekendasambands- ins og starfaði þar áður hjá sænska fyrirtækinu Ericsson, auk þess sem hann var ein helsta driffjöðurin í baráttunni fyrir aðild Svía að ESB. í samtali við sænska blaðið Dagens Politik var Lemmel spurður hvaða augum hann liti stjórnun ESB og sagði þá að hann hefði orðið fyrir áfalli að kynnast gangi mála innan dyra í ESB. Skrifræðið væri yfirþyrm- andi, allt væri að drukkna í pappír, sóunin mikil, stefnan óljós og hætta væri á stöðnun. Það væri til dæmis fáránlegt að það þyrfti undirskriftir tíu yfírmanna til að samþykkja stutta ferð starfsmanns til Genfar. Trúnaðarbrestur Framkvæmdastjórnin tók þessi ummæli Lemmels óstinnt upp og ræddi þau á fundi. Eftir fundinn gagnrýndi Erkki Liikanen Lemmel fyrir ummælin, því gagnrýni af þessu tagi í fjöimiðlum væri óviðeigandi. Opinber gagnrýni undirmanna veikti aðeins stöðu viðkomandi gagnvart starfsbræðrum hans og torveldaði breytingar. Ummælin væru trúnaðar- brestur og skortur á hollustu og slíkt yrði ekki liðið aftur. Liikanen er fínnski fulltrúinn í framkvæmdastjóminni og hefur- meðal annars umsjón með starfsmannahaldi og stjómun. Þar með hefur Lemmel og öðrum starfsmönnum ESB, sem gæti verið eins innanbijósts, verið hótað brott- rekstri, tali þeir opinberlega um inn- anhússmál. Samkvæmt Rómarsáttmálanum, undirstöðu ESB, er það fram- kvæmdastjórnin sem hefur yfir starfsmönnum að segja og ekki ein- stök lönd. Sænska stjórnin getur því ekki haft afskipti af málinu. Birger Schlaug, talsmaður sænska Um- hverfisflokksins, hefur af tilefni þessa máls hvatt sænsku stjórnina til að leggja áherslu á stjórnunarmál ESB á ríkjaráðstefnu ESB, sem nú stendur yfir. Brýnt sé að Svíar beiti sér fyrir betri stjórnun. Gagnrýni Lemmels kemur ekki á óvart. Það gera hins vegar hörð við- brögð við henni og þau varpa einnig ljósi á ólíka stjórnunarhætti ein- stakra landa. Stjórnkerfi ESB er sniðið að stjómkerfi stóru landanna, einkum að franskri fyrirmynd og kemur því Norðurlandabúum einkar þunglamalega fyrir sjónir. í Frakk- landi er kerfið nánast goðumlík vera, sem enginn gagnrýnir, en Norður- landabúar eiga ekki að venjast slíkri afstöðu. Kynni þeirra af ESB-kerfínu leiða því óhjákvæmilega til áfalls líkt og Lemmel lýsti í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.