Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT M1ÐVIKUDAGUR31. JÚLÍ 1996 15 Gífurlegar rigningar og flóð í N-Kóreu Astandið versnar með degi hverjum Landsmenn reyna að drýgja 200 g kornskammtinn með grasi Peking. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda norður-kór- eskra sjálfboðaliða biðu þess í gær að vera kölluð til starfa en þá var spáð miklum rigningum næstu tvo daga og flóðum. Er það haft eftir starfsmönnum erlendra hjálparstofn- ana í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, en þeir segja, að samkvæmt fréttum fjölmiðla í iandinu hafi fjöldi manna týnt lífi af völdum vatnavaxt- anna. „Veðurspáin er slæm, spáð er miklu úrhelli næstu tvo eða þijá daga,“ sagði Geoff Dennis, fulltrúi alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í N-Kóreu. Um 300.000 sjálfboðaliðar á vegum n- kóreska Rauða krossins bíða þess nú að vera kallaðir út til að aðstoða við björgun og brottfiutning fólks á mestu hættusvæðunum. Fréttaflutningur í einræðisríkinu Norður-Kóreu er mjög ófullkominn og jafnvel veðurfréttirnar hafa ekki farið varhluta af því hingað til. N- kóresku veðurfræðingarnir höfðu þó augijóslega alveg óbundnar hendur á mánudag þegar þeir vöruðu lands- menn við miklum flóðum og KCNA, ríkisfréttastofan í landinu, sagði, að sums staðar hefðu flóðin nú valdið enn meira tjóni en í fyrra. Hungursneyð á hungursneyð ofan Uppskerubrestur vegna flóða á síðasta ári olli hungursneyð í N- Kóreu og KCNA sagði, að nú hefði vegum og járnbrautarbrúm skolað burt í vatnaganginum, íbúðarhús og ræktarland væri á kafi og raforku- línur ónýtar. Sagði fréttastofan, að venjuleg atvinnustarfsemi væri engin víða um land og manntjón mikið. Geoff Dennis sagði, að ástandið í N-Kóreu væri mjög alvarlegt enda hefðu landsmenn ekki upp á neitt að hlaupa. Sagði hann, að þótt tek- ist hefði að gera við margar þeirra 100 stíflna, sem brostið hefðu í flóð- unum í fyrra, þá væru N-Kóreu- menn ekki búnir undir hamfarir af þessu tagi. Skorti jafnt skurði sem uppistöðulón til að taka við flóða- vatni. Aukin aðstoð Robert Hauser, talsmaður Mat- vælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að aðstoðin við N-Kóreu yrði aukin og myndi ná tii 1,58 millj- óna manna í stað 500.000 nú. Þá hafa Kínveijar ákveðið að senda 100.000 tonn af korni til landsins. Hauser sagði, að dagskammtur af korni á mann í N-Kóreu væri nú um 200 g og reyndi fólk að bæta sér það upp með því grænmeti, sem það gæti ræktað sjálft, og jafnvel grasi og öðrum gróðri, sem það týndi upp á mörkinni. Reuter Ihugnn á Sri Lanka STÚLKUR við íhugun í musteri í Colombo, höfuðborg Sri Lanka í gær, sem var helgidagur meðal búddhista, sem ininntust þess er Búddha predikaði í fyrsta sinn. Fjöldi fólks safnaðist saman í musterum landsins og bað fyrir því, að blóðugum átökum aðskiln- aðarsinnaðra tamíla og stjórnarhermanna linnti. A undanförnum hálfum mánuði hafa um eitt þúsund manns fallið í átökunum. Astralía Dæmdur fyrir morð á ferða- löngum Sydney. Reuter. ÁSTRALSKUR vegavinnumaður, Ivan Milat, var dæmdur í lífstíðar- fangelsi á laugardag eftir að hafa verið fundinn sekur um morð á sjö ungum ferðamönnum. Dómar- inn kvaðst þó telja að Milat hefði ekki verið einn að verki. Veijandi sakborningsins kvaðst á mánudag ætla að áfrýja dómnum og sagði Milat saklausan af morð- unum. Veijandinn hélt því fram að einhver annar í fjölskyldu Milats, líklega bróðir hans, hefði framið morðin. Milat var dæmdur fyrir morð á sjö bakpokaferðalöngum, þremur Þjóðveijum; tveimur Bretum og tveimur Áströlum, sem voru drepnir í skógi um 100 km suð- vestur af Sydney á árunum 1989-92. Þeir voru annaðhvort stungnir til bana eða skotnir í höfuðið. Nokkrir þeirra voru kefl- aðir og tveimur stúlkum var nauðgað. Milat hélt fram sakleysi sínu en var einnig fundinn sekur um að hafa rænt breskum ferðamanni nálægt skóginum í janúar 1990. Bretinn komst undan og varð helsta vitni saksóknaranna í rétt- arhöldunum. Dagblaðið Sun-Herald sagði að lögreglan liti svo á að rannsókn málsins væri ekki enn lokið og teldi að tveir ástralskir ferðalang- ar til viðbótar hefðu verið drepnir og grafnir í skóginum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um frétt blaðsins. Leikfangaútsala Nú er leikfangaútsala á Shellstöðvunum. Þú ættir að prófa Mini Mate spilin sem henta vel í bílinn og kosta aðeins 98 kr. Ef þig vantar eitthvað til að láta börnin maula í bílnum, þá er Hrís frá Freyju rétta svarið. Svo er lika rosalega gott að smakka sjálfur á því. Maarud flögur 129 kr. ~ip aaiKe8 d.' - í langri og strangri útilegu jafnast fátt á við það að setjast niður og fá sér eina Ijúffenga samloku frá Júmbó. Hvað getur verið betra en að liggja ofan í svefnpoka og borða brakandi gott Maarud snakk? Sumir segja að flögurnar séu þær bestu í bænum. Trópí tríó 55 kr. Viltu hafa ferðalagið spennandi? Taktu þá meö þérTrópí tríó. Hreinn safi úr blöndu af appelsínu, gúava ‘ og passíu aldinum. Einn litri er rétta stærðin af kók í ferðalagið. Ef þú kaupir kippu á næstu Shellstöð geturðu hugsanlega lengt fríið og farið til Bahama. Júmbó samlokur 129 kr. Grillkol 139 kr. M./........ í útilegunni eru plgrillkol jafn ómissandi og gott veður. Við getum engu lofað um veðrið, en ódýr og : ; góð grillkol færðu á næstu Shellstöð. - íyrir fólk á faraldsfæti Áður en þú heldur af stað í ferðalag um verslunar- mannahelgina ættirðu að líta við á næstu Shellstöð. Þar færöu allt fyrir ferðalagið og meira til. Shell í næsta nágrenni ; Örþumtut : ••• en 20 mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.