Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Viðræður um bann við kjarnorkutilraunum Ihuga að snið- ganga Indverja Genf. Reuter. Reuter FJÖLMIÐLAMENN bíða eftir því að stærsta og lyktsterkasta blóm heims blómstri. Beðið eftir blómi London. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum, Evrópuríkjum og nokkrum öðrum löndum eru staðráðin í að koma í veg fyrir að Indveijar hindri að liægt verði að undirrita alþjóðasátt- mála um algjört bann við kjarn- orkusprengingum í tilraunaskyni. Náist ekki samkomulag um sátt- málann í viðræðum, sem standa nú yfir í Genf, gætu ríkin sent drög að sáttmálanum til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna, þar sem þau yrðu samþykkt með meirihluta at- kvæða, til að sniðganga neitunar- vaid Indveija í Genfar-viðræðunum. Indveijar sögðust á mánudag enn vera andvígir skilmálum sáttmálans um algjört bann við kjarnorkutil- raunum. Endanlegur texti sáttmál- ans verður að liggja fyrir innan tveggja vikna til að hægt verði að undirrita hann í New York í septem- ber eins og stefnt hefur verið að. Indverjar geta hindrað sáttmálann og viðræðunum verður haldið áfram í vikunni til að freista þess að finna lausn á vandanum. Neyðarúrræði Beri viðræðurnar ekki árangur gætu vesturveldin og fleiri ríki sent drögin til allsheijarþings Samein- uðu þjóðanna, þar sem þau yrðu samþykkt með meirihluta atkvæða. Þannig gætu þau sniðgengið neit- unarvald Indveija, en því fylgir áhætta. „Þetta er í raun neyðarúrræði sem allir vilja komast hjá, en þetta er leið til að leysa vandann og koma sáttmálanum til New York til undir- ritunar," sagði vestrænn stjórnarer- indreki i Genf. Samningaviðræðurnar um sátt- málann hafa staðið í þijú ár og flest ríkjanna sem taka þátt í viðræðun- um í Genf eru þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að breyta drögunum sem liggja nú fyrir. Þetta sé síðasta tækifærið til að tryggja algjört bann við kjarnorkutilraunum. Krefjast afvopnunar Yfirlýst kjarnorkuveldi heims - Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakk- land og Bretland - hafa ákveðið að sprengja ekki fleiri kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni en sátt- málinn er mikilvægur þar sem hann er lagalega bindandi og skuldbindur ríkin til að hætta kjarnorkutilraun- um til frambúðar, auk þess sem hann kemur í veg fyrir að önnur ríki geti þróað kjamavopn. Indveij- ar, Pakistanir og ísraelar eru einn- ig taldir eiga kjarnorkusprengjur eða geta sett þær saman á skömm- um tíma. Samkvæmt drögunum þurfa þessar þjóðir að undirrita sáttmálann til að hann geti tekið gildi. Sérfræðingar á Indlandi sögðu í gær að síðasta kjarnorkutilraun Kínveija á mánudag hefði hert ind- versk stjórnvöld í afstöðunni gegn sáttmálanum. Indveijar eru ekki andvígir banni við kjamorkutilraun- um en krefjast þess að í sáttmálan- um verði einnig kveðið á um að þau ríki, sem hafi yfir kjarnavopnum að ráða, eyðileggi þau innan ákveð- ins tíma. HUNDRUÐ blómaáhuga- manna streyma nú í Kew- g-arðinn í London, í von um að verða vitni að því þegar stærsta og lyktsterkasta blóm heims blómstrar. Fólkið lætur lýsingu á ódauninum sem leggur úr krónu blómsins ekki aftra sér, en honum hefur verið líkt við lykt af gömlum fiski og dauðri mús. Króna blómsins, titan arum exudes, er um þrír metrar í þvermál. Blómstar það á sex til sjö ára fresti en blóm af þessari teg- und lifa í um tvo áratugi. Þau vaxa á Súmötru og kalla eyjar- skeggjar þau „líkblóm“ vegna óþefsins sem af þeim leggur. Lyktin er blóminu hins veg- ar nauðsynleg því með henni gefur blómið fræberum til kynna að það blómstri. Afar sjaldgæft er að það gerist utan hinna náttúrulegu heimkynna, 33 ár eru frá því það gerðist í Kew-garðinum, sem er einn þekktasti grasagarður heims. Grasafræðingarnir þar eru þess hins vegar fullvissir að nú sé komið að því að sagan endurtaki sig. Námu- mönnum borgað YFIRVÖLD í Rússlandi hafa sent 45 milljarða rúblna, eða tæpa 600 milljarða króna, til kolanámumanna sem verið hafa í verkfalli í Prímorskí- héraði, austast í landinu. Um 10.000 námumenn af 27.000 í héraðinu öllu hafa að undan- förnu mótmælt því að hafa ekki fengið greidd laun í allt að hálft ár. Vara- lögreglulið LÖGREGLAN í Svíþjóð hefur stofnað sveitir varalögreglu- liðs sem einungis verður kallað út þegar fastaliðið dugar ekki til. Liðsmenn varasveitanna verða yfirleitt í annarri vinnu, en koma lögreglu til aðstoðar ef þörf er á. Með þessu er ætlunin að draga úr kostnaði við löggæslu. 58 falla í Uganda UPPREISNARMENN í Úg- anda hafa fellt 58 manns í norðurhluta landsins og 40 hinna föllnu voru stjórnarher- menn. Uppreisnarmennirnir tilheyra Andspyrnuher frelsar- ans, sem í eru kristnir bók- stafstrúarmenn. Hryðjuverk taka á sig nýja mynd HRYÐJUVERK A SIÐUSTU ARUM A síðustu tveimur árum hafa hryðjuverk verið framin víða um heim. Hér eru rakin helstu dæmin. 1 27. |úní 1994: Matsumoto, Japan - sjó lórust og sex hundruö særðust I gasárás, sem trúarhópur er talinn hata staðið að. 2 30. jan. 1995: j, Alsfr - að minnsta kosli 42 féllu í sjálfs- morðssprengjuárás islamskra heittrúarmanna. 3 2Ö. mars 1995: Tókýó, Japan - elletu fórust og timm púsund særðust _____________________________________særðusl í gasárás (neðanjarðarlesl. 4 19. apríl 1995: Yokohama, Japan - 400 særðust í gasárás. ___________ 5 19. aprfl 1995: Oklahoma City, Bandaríkjunum -168 fórust er bfl- _______________________sprengja sprakk fyrlr utan stjórnsýslubyggingu. 6 25. júlí 1995: Paris, Frakklandl - 7 féllu og 86 særöust er sprengja sprakk (neðanjarðarlest. 7 17. ág. 1995: París, Frakklandl • 17 særðust er sprengja sprakk skamml Irá siguitooganum. 8 17. okt. 1995: París, Frakklandi - 26 særðust er sprengja sprakk ___________________________________________í neðaniarðartestarstöð. 9 9. feb. 1996: London, Bretlandi -100 særðust (sprengjutilræði _______________________________________írska lýðveldishersins, IRA. 10 18. feb. 1996: London. Bretlandl - einn lét lífið og n(u særðust er irakkl _________sprengja sprakk í slratisvagni. 11 25. feb. 1996: Jerúsaljm/Ashkelon, Israel - 26 særðust (tveimur sprengjutilræðum Hamas-samtakanna. 12 3. mars 1996: Jerúsalem, ísrael -18 féllu (sjálfsmorössprengjuárás ____________________________________(strætisvagni.___________ 13 4. mars 1996: Tel Avlv, ísrael - að minnsta kosti 12 féllu (sjálfsmorössprengju- ________________________________________________________árás (verslunarmiðstöð- 14 11. Júní 1996: Moskvu, Rússlandi -12 særðusl í sprengjutilræði. 15 15. júní 1996: Manchester, Bretlandl - 200 særðust er sprengja IRAsprakk __________________________________________við verslunarmiðstöð. 16 25. júní 1996: Khobar, Sádl-Arabfu -19 féllu og 200 særðusl er bílsprengja _______________________________________________sprakk við bandarfska herstöð. 17 14. júlí 1996: Enniskillen, Noróur-írlandl -17 særðust I sprengjutilræöí. 18 17. júlí 1996: NewYork, Ðandar. -230 lótu lífið er þota TWA-flugfélagsins fórst. 19 20. Júlí 1996: Reus, Spánl - 35 særðust I sprengjutilræði aðskilnaðarsinnaðra Baska á flugvelli. 20 22. júli 1996: Lahore, Paklstan - a.m.k. 4 létu Kfið er sprengja sprakk á flugvelli. 21 24. Júlí 1996: Colombo, Sri Lanka - að minnsta kosti 70 léllu er tvær sprengjur sprungu um borð i lest. Aðskilnaðarsinnaðir Tamllar eru taldir bera ábyrgð. 22 27. júlí 1996: Atlanta, Bandaríkjunum. - einn lél llfið og 110 særðusl er sprengja sprakk í Ólymplugarðinum. París. Reufer. FULLTRÚAR sjö stærstu iðn- ríkja heims, er ræddu aðgerðir gegn hryðjuverkum á fundi í Par- ís í gær, standa frammi fyrir mörgum nýjum vandamálum. Aðferðir hryðjuverkahópa hafa verið að breytast á síðustu árum og nýjar ógnir litið dagsins ljós. Ein helsta hættan er nú talin stafa af öfgahópum innan ein- stakra ríkja, s.s. þeim er stóðu að sprengingunni f Oklahoma á síðasta ári, og trúarhreyfingum er virða engin landamæri. Ekki auðveldar það heldur baráttuna að þessir hópar eru í auknum mæli farnir að nýta sér nýja tækni á borð við alnetið í starfsemi sinni. Nýleg hryðjuverk, ekki síst í Japan og Bandaríkjunum, hafa verið framin af hópum sem eiga ekkert sameiginlegt við hina hefðbundnu ímynd hryðjuverka- manna er njóta stuðnings tiltek- inna ríkja. Frakkar, sem voru gestgjafar fundarins í París, sögðust telja mesta ógn stafa af íslömskum öfgahópum er nytu stuðnings þúsunda fyrrum Mujaheddin- skæruliða með bardagareynslu úr Afganistan-stríðinu. Áhyggjur af Mujaheddin „Við höfum mestar áhyggjur af Sunni mujaheddin-hreyfing- unni, sem er sprottin úr Afganist- an-stríðinu og hefur haft afskipti af Bosníudeilunni og öðrum átök- um,“ sagði Jean-Louis Debré, innanríkisráðherra Frakklands. íslamskir hryðjuverkamenn frá Alsír efndu til hryðjuverkaher- ferðar f París á síðasta ári. Debré vildi skilgreina fjóra flokka hryðjuverka. „Ríkishryðju- verk“, sem væru hluti fortíðarinn- ar og „félagsleg-pólitísk hryðju- verk“, er væru evrópskt fyrir- brigði. Rauðu herdeildirnar á ítal- íu og RAF í Þýskalandi myndu falla í þann flokk. Þá hefðu nýver- ið tveir flokkar bæst við. „Stað- bundin hryðjuverk" og hermdar- verk er væru framin í nafni trúar- bragða, oftast múhameðstrúar. „Ofbeldisfyllstu og útbreiddustu flokkarnir eru nú þeir tveir síðast- nefndu,“ sagði Debré. Nota alnetið Debré sagði íslamska hryðju- verkahópa hafa eflst með því að skiptast á tækniþekkingu í gegn- um alnetið auk þess sem fyrrum skæruliðar frá Afganistan hefðu gengið til liðs við þá. Greindi hann frá því að sá er smíðað hefði sprengjurnar fyrir tilræðin í París í fyrra hefði verið fyrrum Mujaheddin-skæruliði en alsírskir öfgamenn hefðu skipulagt tilræð- in. Bandaríkin hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum ríkjum vegna þeirrar kröfu að ríki er tengjast hryðjuverkum verði látin sæta alþjóðlegum refsiaðgerðum. Ekki kom þó til deilna á fundinum vegna þessa þar sem að Banda- ríkjamenn settu þessa stefnu ekki á oddinn. Debré sagði þessar hugmyndir Bandaríkjastjórnar úreltar og byggjast á miklum einföldunum. Virtust Japanir og önnur Evrópu- ríki sama sinnis. Japanskir fulltrúar lýstu yfir miklum áhyggjum vegna eitur- efnavopna en Aum-trúarhópurinn beitti eilurgasi í tilræðum í neðan- jarðarlestarstöðvum í Tókýó árin 1994 og 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.