Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 17 Nýr djass í Norræna húsinu HILMAR Jensson gítarleikari og Jim Black trommuleikari leika nýj- an djass í Norræna húsinu í kvöld. Þetta er í fimmta sinn sem Jim Black sækir Islendinga heim en hann er búsettur í New York. Hann hefur leikið á fjölda hljómplatna m.a. með Tim Berne, Dewey Red- man, Dave Douglas og hljómsveit sinni Human Feel. Hann hefur kom- ið fram á öllum helstu djasshátíðum Bandaríkjanna og Evrópu og leikið m.a. með Joe Henderson, John Zorn og Django Bates. Hilmar sendi frá sér geisladisk síðastliðið haust. Hann er nú á leið til New York til tónleikahalds og upptöku á nýjum geisladiski. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 1000 kr. -----♦- ♦ ----- Gítartónleikar á Sólon GÍTARTÓNLEIKAR verða á Sólon íslandus í kvöld kl. 20.30. Þá leika Halldór Már Stefánsson og Maria José Boira, en þau hafa nýlega komið fram á Siglufirði, Blönduósi og Akureyri. Halldór Már er fæddur 1972. Hann hóf gítamám 14 ára við Tón- listarskólann á Akureyri undir leið- sögn Arnar Viðars Elendssonar og tók burtfararpróf þaðan 1993. Und- anfarin þrjú ár hefur hann stundað framhaldsnám í Luthier tónlistar- skólanum í Barcelona hjá Arnaldi Arnarsyni. Maria José er fædd 1967. Hún nam ung hjá Fernando Alonso og í Luthier skólanum og lauk 8. stigr prófí 1994 frá Conservatoric Munieipal de Musica í Barcelona. Hún hefur leikið á tónleikum víða á Spáni, bæði sem einleikari og félagi í gítarkvartettinum Mosaic de Guitarres. A efnisskrá eru verk eftir Scarl- atti, E. Sainz de la Maza, Vivaldi o. fl., einnig vinsæl suður-amerísk lög. MARIA José Boira og Halldór Már Stefánsson gítarleikarar ------♦ ♦ ♦----- Listmunir gyðinga seldir London. Reuter. LISTAVERK að jafnvirði 230 millj- óna ísl. kr., sem nasistar rændu af austurrískum gyðingum í heims- stytjöldinni síðari, verða seld á upp- boði í Vín í október. Listmunirnir, þar á meðal mál- verk, veggmyndir, vopn og bækur, voru hluti muna sem Bandaríkja- menn afhentu austurrísku ríkis- stjórninni eftir stríð, til að þeir mættu berast réttmætum eigendum sínum. Aldrei hafðist upp á þeim og verkin hafa verið geymd í klaustri í Maurbach í Austurríki í rúm fjörutíu ár. Á síðasta ári samþykkti austur- ríska þingið að verkin tilheyrðu héðan í frá samtökum austurrískra gyðinga en þeir hyggjast selja verk- in til að safna fé fyrir fórnarlömb helfarar nasista. Uppboðið á mun- unum fer fram 28. og 29. október nk. Morgunblaðið/Ásdís VATNSLITAMÁLARARNIR Alda Ármanna Sveinsdóttir, Katrín H. Ágústsdóttir, Eiríkur Smith og Kristín Þorkelsdóttir undirbúa sýninguna Akvarell ísland, sem opnuð verður á morgun. Fyrsta samsýning vatnslitamálara FYRSTA samsýning vatnsljta- málara á Islandi, Akvarell Is- land, verður opnuð í Hafnar- borg klukkan 20.30 annað kvöld. Að sýningunni standa óformleg samtök vatnslitamál- ara á Islandi sem komið var á fót undir lok síðasta árs en sýn- endur eru Alda Ármanna Sveinsdóttir, Eiríkur Smith, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Hafstemn Austmann, Katrín Helga Ágústsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Pétur Friðrik, Torfi Jónsson og Hjörleifur Sig- urðsson sem er heiðursgestur sýningarinnar. Listamennirnir eru allir, að Hjörleifi undanskildum, félagar í hinum nýstofnuðu samtökum og eiga það sammerkt að hafa unnið með vatnslitatækni í mörg ár og ýmist sýnt vatnslita- myndir eingöngu eða ásamt myndum unnum í önnur efni. Með sýningu þessari er brotið blað í íslenskri listasögu en vatnslitamálarar hafa ekki í ann- an tíma sameinað krafta sína með þessum hætti. Þessa stað- reynd gerir Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur að umtalsefni í erindi í sýningarskrá: „Allt frá því Ásgrímur Jónsson fyrst komst yfir pappír og vatnsliti hafa vatnslitir leikið mikilvægt hlutverk í íslenskri myndlist, án þess að þeir hafi hlotið þann virðingarsess meðal þjóðarinnar sem þeir verðskulda. Að íslensk- ir vatnslitamálarar... skuli nú efna til samstarfs og sýninga er því sérstakt fagnaðarefni.“ Sýningin í Hafnarborg er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og lýkur 22. ágúst. Sumartón- leikar í Stykkis- hólmskirkju SU M ARTÓNLEIKAR verða í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 1. ágúst. Danski fíðlusnillingurinn Elisabeth Zeuthen-Schneider og Halldór Haraldsson píanóleikari munu leika verk eftir Johannes Brahms og Robert Schumann. Þau hefja tónleikana á Scherzo (sónötu- þætti) op. posth. eftir Brahms, þá leika þau sónötu nr 1 í a moll op 105 eftir Schumann og að lokum sónötu nr 1 í G dúr op 78 eftir Brahms. Elisabeth Zeuthen-Schneider er yfirkennari fiðludeildar í Tónlistar- háskólanum í Kaupmannahöfn. Halldór Haraldsson er nú skóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. í Stykkishólmi hefjast svokallaðir danskir dagar 16. ágúst, en dansk- ir dagar eru árlegur viðburður í Stykkishólmi. -----♦ ♦ ♦----- V eggteikningar Ráðhildar RÁÐHILDUR Ingadóttir opnar sýningu í Gallerí Sólon íslandus fimmtudagskvöldið 1. ágúst kl. 20. Þar sýnir hún tvo spírala, þijár mæliteikningar og texta. Verkin eru teiknuð beint á vegg með merkipenna eða trélit. Yfir- skrift sýningarinnar er: Er Vetrar- brautin okkar logaritmiskur spírall? Eða kannski arkimediskur spírall? Sýningin stendur til laugardags- ins 24. ágúst og er opin alla daga frá 11 til 18. PHILIPS Þynnsti síminn á markaðnum (17mm) Fizzlettur og handhægur 70 tíma hleðsla (200 tíma hleðsla fáanleg) Og verðið aðeins stgr. Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÚLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 Umboðsmenn um land allt. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.