Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 19 LISTIR Galdragræn upp úr bíkínu BOKMENNTIR Ijóð SPEGILL UNDIR FJÖGUR AUGU eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Mál og menning, 1996 41 bls. SENNILEGA er nánd lista- manns við sköpunarverk sitt hvergi eins áberandi og í ljóða- gerð. Ljóð Jóhönnu Sveinsdóttur eru í það minnsta þannig að við finnum vel fyrir nálægð hennar í þeim. Þau eru oft eins og dagbók- arbrot, játningar eða jafnvel trúnaðarsam- tal. Spegill undir fjög- ur augu nefnist nýút- komin bók sem til var í handriti þegar skáld- konan féll frá. Ljóðin í bókinni eru nafnlaus og mörg einungis stuttar súrrealískar ljóðmyndir og hend- ingar en mynda sam- felldan og persónuleg- an ljóðabálk. Svið ljóð- anna er dálítið fram- andi, erlend borg - París - og ljóð- mælandi dregur upp einkalegar myndir af því sviði. Ef til vill markaði það helst sérstöðu Jóhönnu sem skálds hversu mikla áherslu hún leggur á lífsins lystisemdir í skáldskap sínum. Segja má að í ljóðum henn- ar sé fólgin ákveðin upphafning líkamlegra nautna og kennda. Þau Ijalla mörg hver um hversdagsleg- ustu fyrirbrigði svo sem matar- gerð, innkaupaferðir, skoðana- ferðir, bækur o.fl. En fyrirbrigðin eru gædd tilfinningalegu lífi með mynd og athugasemd. Jóhanna vísar stöðugt til allra skilningar- vita. Ilmur, bragð og snerting eiga þar sama sess og mynd og hljóð: Nýbakaður dagurinn: bröndóttur Sumarsýning NTJ stendur yfir sumarsýning í gall- erí Borg við Ingólfstorg. Þar eru m.a. sýnd ný málverk eftir Tryggva Ólafsson, Valgarð Gunnarsson og Pétur Gaut sem unnin eru á síðustu mánuðum. „Myndirnar eru flestar í minni kantinum“ segir í frétt frá Gallerí Borg sem er opin virka daga kl. 12-18 en lokað um helgar í sumar. Jóhanna Sveinsdóttir ilmur, litförult lauf, mjúk hljóð og skýjaslæður, hlýir skuggar og há- hýsaþeyr. Greypist í minnið um leið og ég geng inn á markaðstorgið. Hver er réttur dagsins? Erótíkin er annar meginþáttur í ljóðagerð Jóhönnu, raunar ná- tengdur hinum fyrri, einhvers kon- ar kvenlegur og tvíræður grunn- tónn sem gæðir textann kyn- þokkafuilri rödd en tengist jafn- framt leik og gáska. Þó að tilfinn- ingalegur grunntónn ljóðanna virðist oft á yfirborðinu erótískur og nátengdur líkamlegum kennd- um er þetta þó fremur yfirborð texta, enda þótt í kvæðum Jó- hönnu finnist ekki gildismunur á líkam- legum og andlegum eigindum. Það þarf ekki að lesa lengi til að greina ýmsar djúp- ar kenndir. Þannig er í djúpgerð bókarinnar einhvers konar ástar- saga sem er jafnframt saga af leitandi sál, full af ást, söknuði, sársauka, einsemd og framandleika. Stund- um eru ljóðin blíð og allt að því trúarlega einlæg: „Bíð við gos- brunninn þinn, blíð eins og renn- andi vatnið. / Strýk bjartan stein, vængjasláttur í iðrum.“ í öðrum ljóðum leynir sársaukinn sér ekki: „Minnka stöðugt. Eins og sápa. / Engin ræða, engin orð, engar raustir í bráðkvöddum deginum." En oft klæðir höfundur kenndir sínar í írónískan búning: Umkomulaus í kjötbúðinni. Eins og dönskusletta í íslensku alda- mótaljóði, samt fuldbefaren. Bendi með litlafingri á sundurhöggnar skepnur. Eina svona, vilduð þér vera svo vænn. Það er þó ekki síst vald Jóhönnu á ljóðmálinu sem gæðir skáldskap hennar lífi. Ljóðmálið er kjarnmik- il blanda þar sem leitað er jafnt fanga í biblíumál Opinberunarbók- ar Jóhannesar, riddarakveðskap, rómantík og súrrealisma. En um- fram allt er það ljóðrænt, mynd- rænt og hljómmikið: „Snarhvítir vængir upp úr svörtu biki. Kjöltu- rakki í nýrri Díordragt tiplar yfir ryðrauða þúst. Stríkkar á ólinni.“ Leikur hennar með mál og kennd- ir er e.t.v. ekki alltaf ljóðrænn á yfirborðinu en tvíræður og við nánari lestur oft erótískur og djúp- ur: Taktu hala úr hári mínu, haltu á loft og leggðu við vanga. Gylta og göltur íýtandi skynvillt í himna- lagi. Augu svo rúmgóð að ég fer hjá mér, hjá þér. Spegill undir fjögur augu. Hvítfyssandi í gulu herbergi. Annars er texti Jóhönnu svo margræður að hann er opinn fyrir alls konar túlkun. Hér hefur t.a.m. ekki verið fjallað að ráði um trúar- legan táknheim bókarinnar sem gefur færi á margvíslegum skiln- ingi á verkinu. Spegill undir fjögur augu er önnur ljóðabók Jóhönnu Sveins- dóttur en einnig sú seinasta. Skáldskapur hennar stóð í blóma og hún óx, svo að vitnað sé ti! hennar eigin orða, „galdragræn upp úr bikinu“. Okkar er að þakka góða konu, gott skáld og yndisleg- an kveðskap. Skafti Þ. Halldórsson. Hraðlestrarnámskeið 4 Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi? 4 Vilt þú stórauka afköst þín í starfi? Svarir þú játandi skaltu skrá þig strax á næsta námskeið I í hraðlestri sem hefst 13. ágúst n.k. Lestrarhraði þátt-| takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 564-2100. HlRAÐUESXRARSKÖIJírMIV GÓOIR ÍSLENDINGAR AKA VARLEGA! yUMFEROAR RÁÐ G R A M A G J A F V E R 10.000 K R Ó N A A F S L Á T T li R GRAM KF-263 Kælir 197ltr. Frystir 55ltr. HxBxD: 146,5 x 55 x 60 cm. Verð áður 59.990,- GRAM KF-355E Kælir 272ltr. Frystir 62ltr. HxBxD: 174 x 59,5 x 60 cm. Verð áður 79.990,- Nú 53.990,-stgr. Nú 69.990,-stgr. GOÐIR SKILMALAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST PJÓNUSTA /FQniX HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Ertu að fara í fer&alag? ooooooooooo • UPPREISNIN eftir Stephen Kinger komin út í hljóðbók. Upp- reisnin á sér stað í bandarískum menntaskóla. Einum nemendanna er vísað úr skólanum vegna aga- brota. Hann tekur þá til sinna ráða. í kynningu segir: „Allt frá upp- hafi bókarinnar og til enda heidur höfundurinn lesendum föngnum og leiðir þá inn í hringiðu óhugnanlegr- ar atburðarásar í skólastofunni þar sem ungi maðurinn heldur skólafé- lögum sínum í gíslingu. Þá er ekki aðeins um hans eigin uppreisn að ræða heldur líka eftirminnilegt upp- gjör gíslanna sín á milli, við for- eidra og umhverfi." Hljóðbókaklúbburinn gefur út. Jóhann G. Jóhannsson leikari les Uppreisnina íþýðingu Kaiis Th. Birgissonar. Bókin var hljóðrituð og fjölfölduð í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Uppreisnin erá fimm snældum og tekur um sjö klukkustundir í flutningi. Hljóðbók- in verður fyrst um sinn aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 2.100 krónur. • grill bretti o o húdd stuðarar o o.fl. Toppgrindur - fyrir aftanívagninn fyrir farangurinn Boddíhlutir - fyrir útlitið fyrir útsýnið * • IS€ l 1 f \v Isetning á pústkerfum meban þú bíbur! Demparar - fyrir þægindin Pústkerfi fyn, hiióSig, Bilavorubúðin Fjöðrin í fararbroddi í 40 dr ilayorubuóin UOÐRIN. Skeifunni 2 sími: 588-2550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.